Morgunblaðið - 24.09.2003, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 24.09.2003, Blaðsíða 31
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 2003 31 Nú er amma Sigrún farin, eða amma á Rauðalæk eins og við systkinin kölluðum hana hér áður fyrr. Af Rauðalæknum eigum við margar góðar og dýrmætar minningar; ég man svo oft eftir okkur systkinunum liggjandi á gólfinu í stofunni, með eyrað að hátal- aranum að hlusta á góða tónlist. Amma var mikill tónlistarunnandi og hún kenndi okkur kornungum að hlusta og á tímabili vorum við varla komin inn úr forstofunni þegar við báðum ömmu um að fá að hlusta á portúgölsku plötuna! Það eru heldur ekki allar ömmur sem færa barnabörnunum morgun- matinn í rúmið á hjólaborði meira að segja! Já, hún var snillingur í að láta okkur líða eins og kóngafólki í æv- intýrunum þegar við komum suður, þá var sko kátt í höllinni. Í okkar huga var amma alltaf dama, hún var alltaf svo fín og sæt, átti góð krem og góða lykt og það var alltaf svo góð lykt hjá henni. Húsið angaði alltaf af yndislegri lykt sem erfitt er að lýsa, einhverri ömmulykt. Síðustu misserin var hún á dvalar- heimilinu Sóltúni, þar er yndislegt starfsfólk sem hugsaði vel um hana og þar leið henni vel. Okkur fannst gott SIGRÚN ÞORSTEINSDÓTTIR ✝ Sigrún Þor-steinsdóttir fæddist í Reykjavík 25. apríl 1926. Hún lést 31. ágúst síðast- liðinn og var útför Sigrúnar gerð frá Dómkirkjunni 16. september. að vita af ömmu þar. Nú hefur amma Sigrún fengið hvíldina og við sitjum eftir og rifjum upp liðnar stundir. Elsku amma, þakkir fyrir allt og allt, hvíl í friði. Barnabörnin fyrir norðan. Látin er kær og góð vinkona og frænka, Sig- rún Þorsteinsdóttir snyrtifræðingur. Vegir okkar hafa tengst og mæst á ýmsa vegu á æviskeiðum okk- ar. Barnung heyrði ég oft getið um Aðalbjörgu Albertsdóttur móður hennar, en fóstra mín og hún voru bræðrabörn og vinkonur, ættaðar frá Stóruvöllum í Bárðardal. Sigrún var yngst af fimm börnum foreldra sinna, en faðir hennar lést er hún var aðeins átta ára að aldri. Fyrst man ég vel eftir Guðlaugu, elstu syst- urinni, sem heimsótti okkur á Húsa- vík 1935, hún var svo fríð og kát og skemmtileg. Síðar kom svo Aðalbjörg frænka einnig í heimsókn til fóstur- foreldra minna, og var það mjög eft- irminnilegt, henni fylgdi kraftur, hressileiki og kátína – og ógleyman- legur viðburður var það að þau fengu bíl á leigu og farið var í skemmti- og skoðunarferð austur í Ásbyrgi. Þetta gerðist vorið 1939. Aðalbjörg Alberts- dóttir hafði stofnað matsölu í Reykja- vík eftir að hún varð ekkja og rak hana með myndarbrag um árabil. Þangað sóttu ýmsir góðir gestir sem dvöldu í borginni, ekki síst frændur og vinir að norðan. Systurnar fóru að vinna með móður sinni eftir því sem aldurinn leyfði, og var það þeim góður skóli. Á unglingsárum fengu þær Guðrún og Sigrún einnig að koma norður til að kynnast æskuslóðum og ættingjum móður sinnar í Þingeyjar- sýslu og á Akureyri. Þeim fylgdi einn- ig báðum hressandi blær og kátína, og mikil og góð vinátta tókst með okk- ur öllum og fjölskyldum okkar. Sigrún lærði snyrtifræði í Kaup- mannahöfn. Hún stundaði þau störf um árabil hér í borg af alúð og sam- viskusemi sem henni var í blóð borin. Ég þekki það af eigin reynslu hve gott var að koma á stofuna til hennar. Þar ríkti fádæma snyrtimennska og alúð við hvert verkefni, og gætu margar konur áreiðanlega vitnað um það með mér. Hún giftist ung Jóni Jósepssyni frænda sínum frá Setbergi á Snæ- fellsnesi, fulltrúa hjá Rafveitu Reykjavíkur. Þau hjónin voru að ýmsu leyti áþekk og áttu margt sam- eiginlegt, glaðlynd, höfðingjar í lund og einkar barngóð. Þau eignuðust ekki börn saman, en ólu upp þrjú börn. Fyrst tóku þau bróðurdóttur Sigrúnar, Liv Gunnhildi Stefánsdótt- ur, eftir að móðir hennar lést frá mörgum ungum börnum. Síðar tóku þau Ólaf son Jóns og svo Sigrúnu systur Liv, og áttu þau öll gott athvarf og heimili hjá þeim Sigrúnu og Jóni á bernsku- og uppvaxtarárum. Þá var einnig Aðalbjörg móðir Sigrúnar hjá þeim í heimili mörg síðustu ár sín. Það var því oft þröng á þingi í íbúðinni þeirra á Rauðalæknum. En þar var líka gott að vera og koma í heimsókn, og margar góðar minningar eiga börnin öll og vinir þeirra sem þangað sóttu. Börnin mín nutu þess að eiga vísa góða fóstru þegar Liv – hún Lía litla – var annars vegar. Hún var mörg sumur hjá okkur barnfóstra í Kópavoginum og sinnti því starfi af fádæma natni, einlægni og alúð sem henni var í blóð borin, en einnig veit ég og trúi að áhrifa hefur gætt frá Sigrúnu frænku hennar og fóstru. Við hjónin nutum frændsemi og vináttu þeirra hjónanna Sigrúnar og Jóns á ýmsa vegu. Meðal annars átt- um við árum saman góða samveru- stund með þeim og nánustu fjöl- skyldu þeirra á Rauðalæknum síðdegis hvern gamlársdag, yfir kaffi og góðgæti, þegar allt ljómaði af fögn- uði yfir komandi ári. Lengi vel virtist svo sem líf þeirra Sigrúnar og Jóns léki í lyndi, þrátt fyrir einstöku skakkaföll sem flesta hendir og fljótlega gleymdust. Fóst- urbörnin öll döfnuðu vel og þroskuð- ust, og þau hafa staðið sig með af- brigðum vel í lífinu, hvert á sínu sviði. En hamingjan er fallvölt – og allt er hverfult eins og við vitum. Með hryggð í huga máttu ættingjar og vin- ir horfa upp á það að svo virtist sem jörðin skriðnaði undan fótum þessara gáfuðu og ágætu hjóna meðan þau voru enn á góðum aldri. Eftir marg- víslegt misgengi slitu þau samvistir, og um þær mundir tók heilsu þeirra beggja mjög að hraka. Jón andaðist fyrir allmörgum árum, en Sigrún fluttist á hjúkrunarheimili og hefur dvalið þar mörg undanfarin ár, fyrst á Grund og síðar í Sóltúni. Það var allt- af ánægjulegt að líta til hennar, alltaf var hún glaðleg og allt fallegt í kring- um hana, þótt heilsan væri slæm. Fósturbörnin öll hafa sannarlega sinnt henni vel og goldið henni fóst- urlaunin með því að annast hana með alúð og umhyggju í veikindum henn- ar. Ógleymanlega stund áttum við saman ásamt fleiri vinum í ágúst í fyrra sumar hjá Liv og Snæbirni manni hennar fyrir norðan. Þau hafa af miklum dugnaði og myndarskap reist sér sumarbústað ofarlega í Vaðlaheiðinni. Sólin skein í heiði og Eyjafjörðurinn allur, bæði land og haf, ljómaði og skartaði sínu fegursta. Sigrún kom fljúgandi að sunnan og fagnaði með Liv og fjölskyldu hennar, hress og glöð, og dvaldi síðan hjá þeim í nokkra daga. En nú er komið að kveðjustund. Það er söknuður hjá vinum og vanda- mönnum sem hljóta að kveðja þær systur, Guðrúnu og Sigrúnu, með svo stuttu millibili. Þær voru báðar eft- irminnilegar persónur sem standa okkur ljóslifandi fyrir hugarsjónum. En við þökkum fyrir margar góðar minningarstundir, og biðjum þeim allrar blessunar Guðs á ókunnum stigum. Sigríður Kristjánsdóttir. Foreldrar Margrétar Lilju voru Sigurlaug Sigvaldadóttir og Egg- ert Theódórsson. Eggert var sonur hjónanna Theódórs gullsmiðs og leirkerasmiðs Jónssonar prests í Stórholti í Dalasýslu, Hall- dórssonar Jónssonar prests í Glaum- bæ, Jónssonar prests á Völlum í Svarfaðardal, Halldórssonar og konu Theodórs, Margrétar Eggertsdóttur Jónssonar bónda á Kleifum í Gilsfirði og konu hans Önnu Einarsdóttur frá Stóruborg í Húnavatnssýslu. Anna var dóttir Einars Skúlasonar prests og konu hans Þórdísar Magnúsdótt- ur, Árnasonar biskups og Önnu Þor- steinsdóttur. Þeirra börn voru: Jónína Steinvör, Kristín Soffía, Anna Þórdís og Mar- grét, sem var amma okkar Margrétar Lilju. Hún var falleg og glæsileg kona. Maður hennar elskaði hana mjög heitt. Þau eignuðust son sem fékk nafnið Jón. Hann dafnaði vel, og þegar hann var um tveggja ára aldur fæddi hún annan son sem hlaut nafnið Eggert. En fljótlega andaðist Mar- grét móðir hans. Þá syrgði Theódór hana svo sárt að hann dó fljótlega, þá voru drengirnir tveir foreldralausir. Prestsekkjan í Stórholti flutti þá að Efri-Brunná, hún var amma drengj- anna og hún tók Eggert til sín og ann- aðist uppeldi hans. En Jón, sem varð faðir minn, fór til afa síns Eggerts á Kleifum. Þannig ólust þeir upp þar til þeir voru orðnir unglingar, þá fóru bræðurnir báðir á unglingaskóla á Heydalsá í Kollafirði. Þegar skóla lauk fór faðir minn að kenna og réðst MARGRÉT LILJA EGGERTSDÓTTIR ✝ Margrét LiljaEggertsdóttir fæddist í Reykjavík 12. ágúst 1920. Hún lést á vistheimilinu Seljahlíð 14. ágúst síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Fossvogskirkju 26. ágúst. sem heimiliskennari að Laugabóli við Ísafjarð- ardjúp. Síðan kvæntust þeir báðir, og fór Egg- ert að búa á Efri- Brunná en Jón faðir minn keypti Gilsfjarð- arbrekkuna og fór að búa þar 1902 með konu sinni Elínu Guðrúnu Magnúsdóttur. Seinna flutti Eggert til Reykja- víkur og bjó á Njálsgötu 12 og gjörðist kaupmað- ur og fór að versla. Þar fæddist þeim dóttir sem fékk nafnið Margrét Lilja, sem nú er kvödd, og varð hún þeim til mikillar gleði og blessunar. Margrét Lilja var falleg, glæsileg og mikið vel gefin og dugleg. En það sem var best af öllu, að hún fól sig í hendur Jesú Kristi og valdi að fylgja honum. Hún trúði á Jesúm Krist Guðs einget- inn son og treysti náð hans „því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf sinn eingetinn son til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur hafi ei- líft líf“. Jóh. 3:16. Þetta er mín huggun í dag að hún átti nafnið sitt skrifað í Lífsins bók á himnum. Svo nú trúi ég að hún sé komin í himneska dýrð þar sem engir sjúkdómar eru og engin sorg, þjáning eða neyð. Þar er eilíf dýrð, sæla, gleði og hamingja um alla eilífð. Já Guð gefi okkur öllum ná að varðveitast í sam- félagi við frelsara okkar og hans heil- ögu hönd allt þar til við förum heim í dýrðarríki Guðs. Guð blessi mína kæru frænku Margréti Lilju um alla eilífð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Anna Guðrún Jónsdóttir frá Gilsfjarðarbrekku. Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090. LEGSTEINAR Mikið úrval af legsteinum og fylgihlutum Sendum myndalista MOSAIK Hamarshöfði 4, 110 Reykjavík, sími 587 1960, fax 587 1986. Marmari Granít Blágrýti Gabbró Líparít Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, JÓNÍNA MARGRÉT JÓNASDÓTTIR, Suðurgötu 51, Siglufirði, andaðist á Sjúkrahúsi Siglufjarðar fimmtu- daginn 18. september. Útförin fer fram frá Siglufjarðarkirkju laugar- daginn 27. september kl. 14.00. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓNAS M. LÁRUSSON, Sóltúni 2, Reykjavík, lést þriðjudaginn 23. september. Fyrir hönd aðstandenda, Rannveig Jónasdóttir, Lára Jónasdóttir. Elskuleg systir, GRÓA ÞORVARÐARDÓTTIR frá Bakka, Kjalarnesi, Esjugrund 55, Reykjavík, lést sunnudaginn 14. september. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir eru færðar starfsfólki krabbameinsdeildar Land- spítalans og Karitasar heimahjúkrunar fyrir góða umönnun. Þökkum auðsýnda samúð. Fyrir hönd aðstandenda, Bjarni Þorvarðarson. Elskulegur faðir okkar, afi og bróðir, ÞORSTEINN AXELSSON, Teigaseli 3, Reykjavík, lést sunnudaginn 21. september. Jarðarförin auglýst síðar. Aðalheiður Þorsteinsdóttir, Axel Þorsteinsson, Helga G. Þorsteinsdóttir, systkini og aðrir aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.