Morgunblaðið - 24.09.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 24.09.2003, Blaðsíða 34
MINNINGAR 34 MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Elsku Árni frændi, þú varst besti frændi minn. Þú varst rosalega skemmtilegur og sann- ur vinur. Það var svo gaman að leika við þig og þá sérstaklega þegar við vorum í tölvunni þinni heima hjá þér í Stuðla- bergi. Þú mun alltaf verða besti frændi minn og vona ég að guð passi þig vel og englarnir fari vel með þig. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesú, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer, sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgr. Pét.) Ég mun alltaf sakna þín. Þinn frændi Joshua. Elsku Árni minn, það er óskiljan- legt að þú sért farinn frá okkur. Margar góðar stundir hef ég átt með þér og margs er að minnast. Hjá þér var alltaf stutt í brosið og glettn- ina þrátt fyrir erfið veikindi síðustu mánuði. Eitt sinn fyrir stuttu var ég í heimsókn hjá ykkur, þá spurðir þú mig hvort ég ætlaði ekki að koma í af- mælið þitt. Auðvitað kem ég í afmælið þitt, svaraði ég. En nú ert þú farinn, elsku Árni minn, og heldur upp á af- mælið þitt á öðrum stað. Þú munt allt- af verða í huga mér og hjarta, þar til við hittumst á ný. Guð blessi þig og varðveiti. Elsku Magnea, Alfreð, Guðný, ömmur og afar, megi góður Guð styrkja ykkur á þessum erfiðu tímum. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (M. Joch.) Þín frænka Bryndís. Elsku frændi. Ég er ekki alveg viss um að ég sé búinn að átta mig á að þú sért farinn. Ég sá þig fyrir svo stuttu síðan heima hjá þér í Stuðlaberginu. Ég ákvað að stoppa smástund því þú baðst svo fallega um að fá að sjá hana litlu frænku okkar. Þér fannst hún svo sæt og vildir ólmur fá að sjá hana. Ég þakka guði fyrir að hafa farið að ósk þinni og komið með hana inn, þó ég hafi stoppað stutt. En hver vissi að þetta væri síðasta skiptið sem við átt- um eftir að hittast, Árni minn? Þrátt fyrir þessi erfiðu veikindi þín hvarfl- aði ekki að manni að svona myndi þetta enda. Í huga manns var einung- is sú hugsun að þú færir bráðum út til Svíþjóðar til að fá ný lungu og að þá myndi allt verða eins og áður. Bráð- lega ætluðuð þið að flytja í nýja húsið ykkar og þú hlakkaðir svo mikið til. Þegar ég var að vinna á videóleigunni fannst þér svo gaman að koma í heim- sókn og þú hafðir ótal spurningar um hitt og þetta, enda skildir þú ekkert í því af hverju ég hætti þar og fór að kenna. Þú varst svo mikill áhugamað- ur um spólurnar enda áttirðu ekki langt að sækja það. Það er ótrúlegt að þú sért farinn og eigir ekki eftir að vera hérna hjá okkur í þessari litlu fjölskyldu okkar. Elsku frændi, ég á eftir að sakna þín, spurninga þinna og návistar. Ég bið góðan guð að hjálpa mömmu þinni og pabba, Guðnýju litlu og fjölskyldu þinni allri á þessum erfiðu tímum. Guð varðveiti þig, Árni minn. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. ÁRNI ÁSBERG ALFREÐSSON ✝ Árni Ásberg Al-freðsson fæddist í Reykjavík 19. nóvem- ber 1991. Hann lést á gjörgæsludeild Land- spítalans 14. septem- ber síðastliðinn og var útför hans gerð frá Víðistaðakirkju 23. september. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engill, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson) Þinn frændi Magnús. Elsku frændi. Við eigum eftir að sakna þín svo mikið. Okkur þykir svo sárt að þurfa að kveðja þig svona snemma á lífsleiðinni, við sem áttum eftir að gera svo margt skemmtilegt saman. En við vonum að þér líði vel á nýjum stað. Við biðjum guð og englana hans að geyma þig, elsku Árni okkar. Ljúfar minningar um góðan dreng munu um alla tíð búa í hjörtum okkar, og við vit- um að þú munt fylgja okkur um ókomna tíð. Elsku Alfreð, Magnea og Guðný, missir ykkar er mikill, við biðjum góð- an guð að vera með ykkur og leiða ykkur í gegnum þessa erfiðu tíma. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um alla hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna hríð. (Þórunn Sig.) Hanna Rut Friðriksdóttir, Aron, Kristófer Ásberg Björnssynir. Elsku Árni okkar, þú hefur kvatt þennan heim alltof ungur. Þú sem hafðir svo mikið að gefa ert horfinn úr þessum heimi. Við trúum því að engl- arnir gæti þín. Minninguna um góðan dreng munum við geyma í hjörtum okkar. Sofðu rótt, elsku frændi. Þú skilur eftir auðlegð þá sem enginn tekið fær Ást í hjarta, blik á brá og brosin silfurtær. Mesta auðinn eignast sá er öllum reynist kær. (G. Ö.) Elsku Magnea, Alfreð, Guðný og aðrir ástvinir. Missir ykkar er mikill. Megi Guð styrkja ykkur í ykkar miklu sorg. Björk, Ívar, Soffía og börn. Elsku Árni minn, nú eru dimm ský yfir fjölskyldu þinni og vinum. Eng- um datt í hug að kallið kæmi svona fljótt, þótt vitað væri að þú varst mik- ið veikur. Kjarkur þinn og bjartsýni villti um fyrir okkur, því þegar þú varst spurður hvernig þú hefðir það svaraðir þú ávallt hress í bragði: „Bara gott,“ og brosið þitt og augun þín björt og hlý og stundum full af glettni litu á mann og gáfu okkur von um betri tíð. Foreldrum þínum og fjölskyldu varst þú líf og ljós og gafst mikið af þér þó ungur værir. Nú ertu farinn heim, þangað sem við öll förum einhvern tíma. Elsku frændi minn, ég kveð þig með söknuði og trega og bið Guð að geyma þig í sínum kærleiksríka faðmi alla tíð. Ragna tanta. Okkur langar að minnast okkar ástkæra vinar Árna Ásbergs í örfáum orðum. Elsku Árni. Við eigum erfitt með að trúa því að svo ungur og glað- ur strákur eins og þú sért tekinn svo fljótt í burtu frá foreldrum og ástvin- um. Við verðum að reyna að trúa því að þér sé ætlað enn mikilvægara hlut- verk á öðrum og betri stað en þessum. Við hittumst ekki oft síðustu ár en við erum búnar að fylgjast með þér vaxa og dafna í gegnum árin. Síðustu misseri fengum við svo reglulega fréttir af því hvernig þér gengi í skól- anum og þeim áhugamálum sem þú hafðir í gegnum hana mömmu þína. En elsku Árni, þær stundir sem við fengum að njóta þess að vera með þér á síðustu tveimur vikum lífs þíns gáfu okkur mikið. Þar var kominn ungur drengur sem sýndi mikinn áhuga á öllu því sem var að gerast. Hvort sem um var að ræða húsbyggingar okkar, val á gólfefnum eða húsgögn sem ver- ið var að endurnýja. Þetta kom allt svo beint frá hjarta þínu, Árni minn, að við höfðum á orði við þig að þarna væri kominn framtíðararkitekt. Já, það var yndisleg stund að fá að sýna svo ungum og áhugasömum strák nýju húsin okkar og fá svo að sjá nýja húsið og herbergið þitt sem þú sýndir okkur svo stoltur á svip. Við ætluðum öll að búa í sama hverfinu og þið krakkarnir að ganga í sama skóla. Við spjölluðum um nýja skólann og vænt- anlega skólafélaga þína í nýja skól- anum, svo ekki sé minnst á afmælið þitt sem átti að halda innan skamms og við ætluðum að mæta í. En nú ert þú ekki lengur á meðal okkar og færð ekki að njóta alls þess sem þú varst búinn að bíða svo spenntur eftir. Þú verður ávallt í bænum okkar og huga þar sem þín verður minnst sem glað- værs stráks sem sagði um okkur svo glettinn á svip við mömmu sína: „Mamma, þær eru svo spes?!“ Það er með söknuði sem við kveðj- um þig í hinsta sinn, Árni minn, og biðjum við góðan Guð að styrkja Magneu, Alfreð og Guðnýju litlu, sem hefur nú misst stóra bróður sinn, og alla aðra ástvini í sorg þeirra. Þín er sárt saknað. Anna Soffía, Kristín og Ingunn. ,,Hann svaraði: ,,Meðan barnið var á lífi, fastaði ég og grét, því ég hugs- aði: Hver veit nema Drottinn mis- kunni mér og barnið fái að lifa? En fyrst það er nú dáið, hvers vegna ætti ég þá að fasta? Mun ég geta látið það hverfa aftur? Ég fer til þess, en það kemur eigi til mín.“ (II. Samúelsbók 12:22-23). Á sorgarstundum sem þessum hættir maður að þekkja sjálfan sig. Við sem erum vön að taka til hendinni þegar á þarf að halda, upplifum okkur eitthvað svo vanmáttug í návist dauð- ans. Hvað getur maður gert? Það er sama hvað við gerum, Árni er dáinn og við sitjum uppi með þunga byrði sorgar og missis. Ekkert getur fært hann aftur til okkar. Þess vegna reyn- ir maður að hugga sig við það að unga hetjan okkar andar léttar í faðmi Guðs, þar sem hann nú dvelur þar til leiðir mætast á ný. Sígur höfgi’ á sætar brár, sefur lón og heiði. Hann sem þerrar þrauta tár þig í draumi leiði. Sofðu nú barn mitt og sofðu nú rótt, svífðu í draumagæðum, yfir þér vaki nú í nótt náðin Guðs á hæðum. Svo er árdagssólin skær, sindrar hafs á straumum, aftur vaknarðu ástin kær yndis vafinn draumum. (Þórarinn Jónsson.) ,,Amma, af hverju ertu að gráta?“ spurði fimm ára gömul sonardóttir mín á mánudagsmorgun. Ég horfði á íslenska fánann fyrir utan stofuglugg- ann í hálfa stöng og spurði sjálfa mig að því sama. ,,Af hverju? Af hverju er hann Árni litli dáinn?“ Hann sem var bara ellefu ára og átti allt lífið fram- undan. Af hverju fékk hann þennan sjúkdóm, einn af 37 manns í öllum heiminum sem vitað er um? Af hverju? Af hverju hann, sem vildi öll- um vel og brosti svo fallega? Af hverju hann, sem sagði þegar hann vissi að ekkert nema líffæraflutning- ur gæti bjargað honum: – ,,En þá verður einhver að deyja, svo að ég geti lifað.“ Af hverju? Við sem sitjum eftir hnípin og með sorg í hjarta, skilj- um ekki af hverju en leggjum traust okkar til kærleiksríks Guðs sem allt skilur og veit. Nú læðist nótt um lönd og sæ, og læst er höll og kofa. Og allt er hljótt um borg og bæ, og barnið á að sofa. Að fjallabaki sefur sól, og sofið er í hverjum hól. Í sefi blunda svanabörn Og silungur í læk og tjörn. Og sofðu, barn mitt, vært og vel. Ég vagga ungum sveini. Í draumi fær þú fjöruskel og fugl úr ýsubeini. Og hvað sem verður kalt og hljótt og hvað sem verður dimmt í nótt og hvað sem villt af vegi fer, þá vakir Drottinn yfir þér. (Davíð Stef.) Guð blessar og geymir litlu hetjuna okkar og vakir yfir mömmu og pabba, Guðnýju systur, Árna afa, Guðnýju ömmu, Snorra afa, Betu ömmu og öll- um hinum sem elska Árna og syrgja. Sigrún, Guðmundur Sig., Guðmundur G., Sigurður Ragnar, Ingi Guðni, María, Árdís Marín og Kristófer Daði. Hér saknar faðir, hér saknar móðir og systkin döpur og vinir hljóðir, því hann, sem æskunnar yndi bar, svo óvænt kallaður að heiman var. Þitt sólskins bros eigi blikar lengur, þó brestur aldrei sá trausti strengur, sem tengdi sál þína sálir við, það sefar harminn og veitir frið. Hinn mikli kraftur frá kærleiks hæðum þig krýni friði og ljóssins gæðum. Vér felum anda þinn forsjón hans, er flyst þú heim til hins bjarta lands. (Finnbogi J. Arndal.) Elsku Magnea, Alfreð, Guðný og aðrir ástvinir, söknuður ykkar er mik- ill og sorgin þungbær. Megi góður guð gefa ykkur styrk. Minning um yndislegan dreng lifir í hjörtum okk- ar. Helga Kristín, Erla, Björg, Sigríður Anna, Helga Laufey og fjölskyldur. Við fjölskyldan vorum að koma úr sumarbústað og gönguferð á Þing- völlum, veðrið er fallegt og í útvarp- inu syngur Bubbi „Lífið er yndislegt“. Þá fáum við símhringingu og okkur er sagt að Árni Ásberg sé látinn. Skyndilega hrannast upp óveðursský og lífið verður óréttlátt og óskiljan- legt í senn. Árni Ásberg vinur okkar er látinn einungis 11 ára að aldri. Við sitjum eftir í bílnum vanmáttug og grátum, hugsum til fjölskyldunnar hans og skynjum þá miklu sorg sem hér hefur yfirtekið allt. Hvernig má þetta vera? Hann var hetja og hetjur deyja ekki svona. Árni Ásberg var sonur Alfreðs og Magneu, vinahjóna okkar. Við eigum margar góðar minningar um Árna Ásberg, minningar sem við munum ávallt geyma í hjarta okkar. Í sumar var Árni sérstaklega mikið með pabba sínum í bíóinu, þannig að mað- ur hitti hann næstum daglega á skrif- stofunni. Ávallt var hann kátur og hress, þrátt fyrir veikindi sín Við spjölluðum oft saman um okkar helsta áhugamál, kvikmyndir, eitt- hvað sem við báðir höfðum alist upp við frá blautu barnsbeini. Á mánudög- um ræddum við hvaða myndir við hefðum séð um helgina, og var Árni ótrúlegur að því leyti að hann gat rak- ið leikaranöfnin eins og ekkert væri og hafði ávallt sterkar skoðanir á myndunum sem hann hafði séð. Árni hafði einnig húmorinn í lagi og var ið- inn við að stríða mér, eitthvað sem hann hafði augsýnilga fengið frá pabba sínum. Hann reyndi oft að koma auga á kæki eða einhverja hluti í fari manns, sem hann svo hermdi eftir. Fyrir tveimur vikum eða svo kom Árni Ásberg og settist niður hjá mér og ræddum við lengi saman. Hann fór að spyrja um vin sinn Árna Þórmar, son minn, hvað hann væri að gera. Hann spurði um hitt og þetta og sagði svo: „Spyr hann stundum um mig og hvernig mér líði? „Að sjálfsögðu,“ sagði ég og þá fór Árni Ásberg að rifja upp þau mörgu ferðalög sem við höfðum farið í og þeir strákar leikið sér saman þegar þeir voru litlir. Hann minntist sérstaklega á ferð- ina þegar pabbi fékk lánaðan stóra bláa bílinn og við vorum öll saman í honum, fórum á Kirkjubæjarklaust- ur, Jökulsárlón og í Landmannalaug- ar. Þeir vinir sátu aftast og léku sér með Batman kalla. Þá var hann fjög- urra ára og Árni Þórmar þriggja ára. Árni leit svo upp úr þönkum sínum og sagði: „Er Árni Þórmar ekki búinn að pakka sínum köllum niður, eins og ég ?“ Elsku Árni minn, ég mun geyma þetta samtal okkar í hjarta mínu og ég mun ávallt minnst þín þegar við prufusýnum myndirnar í bíóinu, því ég veit að þú verður hjá okkur. Við Helga Birna, Árni Þórmar og Drífa Guðrún sendum okkar innilegustu samúðarkveðjur til mömmu og pabba, Guðnýjar litlu systur, ömmu og afa og allra annarra í fjölskyld- unni. Biðjum við Guð að styrkja ykk- ur og vonum að fjölskylda og vinir veiti ykkur einnig þann styrk sem þarf til að komast í gegnum þessa miklu sorg sem nú býr í hjarta okkar allra. Þinn vinur í bíóinu, Þorvaldur. Þegar ég var lítill stóð ég í þeirri trú að þeir menn væru hetjur sem berðust hver við annan í sjónvarpinu; riðu á hestum sínum í villta vestrinu og fönguðu bófa og stigamenn í út- landinu. Eftir því sem árin liðu bætt- ust fleiri hetjur í hópinn, en aðrar féllu útbyrðis. Skilgreiningin þrengd- ist og kröfurnar urðu meiri. En samt hafa alltaf verið þar hetjur, fólk sem vakið hefur hjá manni einlæga að- dáun og orðið manni hvatning til þess að rækta garðinn sinn og láta gott af sér leiða. Vinur minn Árni Ásberg Alfreðs- son var slík hetja. Mikinn lærdóm gætu margir dregið af framgöngu hans og kærleikann í garð annarra skar hann ekki við trog. Þroskuð hugsun, rósemi og yfirvegun var öll- um þeim sem fylgdust með lang- vinnum veikindum hans mikil ráðgáta og þeim mun meiri sem ungur aldur hans er hafður til hliðsjónar. Árni Ásberg Alfreðsson var sönn hetja. En nú er þessi litli vinur dáinn og fékk ekki einu sinni að halda upp á tólf ára afmælið sitt. Ómældir mann- kostir náðu því miður ekki að vega upp galla í lungum og eftir því sem ár- in liðu kom í ljós að baráttan væri upp í mót. Lítill hugprúður drengur beit á jaxlinn þrátt fyrir langdvalir á sjúkra- húsi og vonaðist eftir betri tíð og bjartari í faðmi foreldra sinna og litlu systur. Árni Ásberg var hluti af heilsteypt- ustu fjölskyldu sem ég hef kynnst. Hann var augasteinn foreldra sinna, þeirra Alfreðs og Magneu. Guðný litla systir hans sá ekki sólina fyrir honum og þá ekki heldur afi hans og amma. Þeirra sorg er mikil, vinir og ættingj- ar syrgja og reyna að leita svara við ótal spurningum sem vakna. Þegar ég sá um kynningarmál Sambíóanna fyrir mörgum árum og kynntist þessari einstöku fjölskyldu var litli bíóstjórinn nær daglegur gestur; að passa upp á bíóin fyrir afa nafna og pabba sinn. Í bíóinu var hann á heimavelli; hann var sannkall- að kvikmyndabarn og gat þulið upp leikara, leikstjóra og kvikmyndir út í eitt. Kraftmikill drengur, glaðlyndur og hress. En astminn aldrei langt undan, baráttan við að ná andanum sífellt erfiðari. Nú er þeirri baráttu lokið og súrefnisskortur vonandi að baki. Eft- ir stendur minning um óvenjulega góðan dreng – ungan mann, sem kall- aður hefur verið frá okkur allt of snemma í erindi sem hljóta að vera þeim mun brýnni og meira aðkallandi. Vertu sæll, litli vinur. Ég sendi góð- ar kveðjur héðan frá Bandaríkjunum þar sem ég er við skyldustörf og kemst því ekki til þess að fylgja þér í dag. Við Hólmfríður Rós og Hrafn Ágúst biðjum góðan Guð að blessa minningu þína og fólkið þitt í þeirra djúpu og miklu sorg. Björn Ingi Hrafnsson. Árni vinur minn er horfinn á braut. Ég man þig svo vel, kæri vinur, og hvernig þú reyndir að átta þig á töfra- brögðunum mínum þegar ég var að skemmta börnunum. Ég sé glampann sem lýsti augun þín og finn hlýjuna sem alltaf streymdi frá þér til mín. Ef aðeins ég mætti snerta þig eitt augna- blik og finna aftur návist þína myndi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.