Morgunblaðið - 24.09.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 24.09.2003, Blaðsíða 40
DAGBÓK 40 MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Brúarfoss kemur og fer í dag. Mánafoss, Árni Friðriksson, Laugarnes og Helga- fell koma í dag. Trinket og Helga fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Lómur kemur í dag Brúarfoss fer í dag. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur. Skrif- stofa s. 551 4349, opin miðvikud. kl. 14–17. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 vinnustofa og postulín, kl. 13 postulín. Hausthátíð verður föstudaginn 26. sept- ember kl. 14 og hefst með söng, kl. 14.30 bingó, kaffi píanó- leikur og vetrardag- skráin kynnt. Árskógar 4. Kl. 9–12 handavinna, kl. 10.30– 11.30 heilsugæsla, kl. 13–16.30 smíðar og handavinna, kl. 13 spil. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 9–12 glerlist, kl. 9–16 handavinna, kl. 10– 10.30 bankinn, kl. 13– 16.30 brids/vist, kl. 13– 16 glerlist. Félagsstarfið, Dal- braut 18–20. Kl. 10 leikfimi, kl. 14.30 bankinn, kl. 14.40 ferð í Bónus, kl. 9–16.30 púttvöllurinn opinn. Félagsstarfið Dal- braut 27. Kl. 8–16 handavinna, kl. 9 silki- málun, kl. 13–16 körfugerð, kl. 10–13 opin verslunin, kl. 11– 11.30 leikfimi, kl. 13.30 bankinn. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9 postulín, kl. 13 tré- málun. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 9.30 hjúkr- unarfræðingur á staðnum, kl. 10–12 verslunin opin, kl. 10 guðsþjónusta, kl. 13 föndur og handavinna. Félag eldri borgara í Garðabæ. Brids og vist í Garðabergi kl. 13. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Kl. 9.30 stólaleikfimi, kl. 10.20 og 11.15 leikfimi, kl. 13. handavinnuhornið kl. 13.30, smíðar nýtt og notað. Félag eldri borgara Kópavogi. Skrifstofan er opin í dag frá kl. 10–11.30, viðtalstími í Gjábakka kl. 15–16. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraun- seli, Flatahrauni 3. Tréútskurður kl. 9, myndmennt kl. 10–16, glerlist kl. 13, pílukast kl. 13.30. Haustlita- ferð, brottför kl. 10 Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Söngfélag FEB kóræfing kl. 17. Dagsferð 27. sept- ember. Haustlitir á Þingvöllum. Kvöld- verður og dansleikur í Básnum. Sækja þarf farmiðann fyrir föstu- dag. Gerðuberg, fé- lagsstarf. Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar frá hádegi spilasalur op- inn. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9–17 handavinna, kl. 9.30 boccia, kl. 9.30 og kl. 13 glerlist, kl. 13 félagsvist, kl. 17. bobb. Kl. 15.15 söngur, Laus pláss í málm- og silf- ursmíði, s. 554 3400. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9 vefnaður, kl. 9.05 og kl. 9.55 leik- fimi, kl. 10 ganga, kl. 11 boccia, kl. 13 brids. Hraunbær 105. Kl. 9 handavinna, útskurður og banki, kl. 13 brids. Hvassaleiti 58–60. Kl. 9–15 handmennt, kl. 9–10 og kl. 10–11 jóga, kl. 10.30–11.30 ganga, kl. 15–18 myndlist. Korpúlfar Grafarvogi. Á morgun, fimmtudag, kl. 10 keila í Mjódd. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 vinnustofa, kl. 13–13.30 bankinn, kl. 14 félagsvist, kaffi og verðlaun. Vesturgata 7. Kl. 8.25–10.30 sund, kl. 12.15-14.30 versl- unarferð, kl. 13–14 spurt og spjallað, kl. 13–16 tréskurður. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9.30 gler- skurður og morg- unstund, kl. 10 leik- fimi, kl. 13 hand- mennt, og postulín, kl. 14 félagsvist. Hafnargönguhóp- urinn. Kvöldganga kl. 20. Lagt af stað frá horni Hafnarhúsins norðanmegin. Sjálfsbjörg, Hátúni 12. Kl. 19.39 félagsvist. Blóðbankabíllinn Ferðir Blóðbankabíls- ins: sjá www.blod- bankinn.is Geðrækt. Hádeg- isfundur í Grens- áskirkju um geðheilsu eldra fólks, kl. 12.30– 13.30, Geðraskanir á efri árum. Ættfræðifélagið. Fundur á morgun, fimmtudag, kl. 20.30 á Þjóðskjalasafninu Laugavegi 162, fjallað verður um ættir og nöfn. Í dag er miðvikudagur 24. sept- ember, 267. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Villist ekki! Guð lætur ekki að sér hæða. Það sem maður sáir, það mun hann og uppskera. (Gl. 6, 7.)     Fyrir allmörgum árumpönkaðist Ólafur Ragnar Grímsson, þá for- kólfur í Alþýðubandalag- inu, svo á skipafélaginu Hafskipi hf. að félagið var tekið til gjald- þrotaskipta. Staða félags- ins var þó ekki verri en svo að allar forgangs- kröfur fengust greiddar að fullu og verulegur hluti af almennum kröf- um,“ segir Guðjón Ólafur Jónsson, varaþingmaður og formaður Kjördæm- issambands framsókn- armanna í Reykjavík- urkjördæmi suður í pistli á vefsíðunni hrifla.is. „Ekki verður sagt að for- svarsmenn stærsta sam- keppnisaðila Hafskips, Eimskipafélags Íslands hf. hafi beinlínis grátið yfir aðför Ólafs Ragnars eða örlögum Hafskips hf. Í öllu falli er víst að fáir hefðu spáð því að fyrr- verandi forstjóri Haf- skips myndi alllöngu síð- ar hafa tögl og hagldir í rekstri Eimskips. Allt er í heiminum hverfult.“     Guðjón segir viðskiptiliðinnar viku með þeim stærstu og um- fangsmestu í sögu ís- lensks viðskiptalífs. Kol- krabbanum hafi verið veitt náðarhöggið og lítið sé orðið eftir af því sem áður var Samband ís- lenskra samvinnufélaga. Nú hafi myndast nýjar blokkir og nýir foringjar séu komnir fram á sjón- arsviðið. „Eignarhald Björgúlfsfeðga teygir sig víða og fá eru þau fyr- irtæki í ýmsum geirum verslunar sem Baugur á ekki einhvern hlut í svo dæmi séu tekin. Sumir hafa eðlilega áhyggjur af því að auður safnist um of á sífellt færri hendur. Einhvern veginn eru Ís- lendingar ekki vanir slíku. Milljarðamær- ingum fer hins vegar fjölgandi hér á landi. Mikilvægast er þó að þeir sem með dugnaði og klókindum í viðskiptum hafa náð að safna auði og hafa sterka stöðu í við- skiptalífinu kunni að fara með þau völd sem því er samfara. Vandi fylgir vegsemd hverri.“     Guðjón segir skráðumfélögum fara fækk- andi sem rekja megi til sameiningar fyrirtækja eða yfirtöku. „Hvort tveggja leiðir síðan til þess að félögin eru skráð af listum Kauphall- arinnar. Þetta bendir einnig til samþjöppunar valds og fjármagns. Hver þróunin verður á íslensk- um hlutabréfamarkaði er erfitt að segja til um. Ýmsar vísbendingar eru þó uppi um frekari sam- einingu fyrirtækja, fækk- un og stækkun. Kröfur um arðsemi af rekstri verða sífellt meiri og færri og færri hluthafar vilja alltaf meiri og meiri arð. Hvernig þau ósköp enda öllsömul er lítið hægt að fullyrða. Einhver græðir og einhver tapar. Svo eru alltaf einhverjir sem græða meira en aðr- ir,“ segir Guðjón Ólafur. STAKSTEINAR Vandi fylgir vegsemd hverri Víkverji skrifar... VÍKVERJI hefur staðið í stór-ræðum undanfarið því hann ákvað að nú væri kominn tími til að breyta eldhúsinu hjá sér. Það var farið í ótal búðir og gerðar verð- og gæðakannanir á innréttingum, nýjum tækjum í eldhúsið, flísum og því sem til þarf í svona framkvæmdir. Fyrr en varði gerði Víkverji sér grein fyrir því að þetta kostaði miklu meira en hann hafði órað fyrir. Hann sá að lánastofnanir myndu hagnast töluvert á því að lána honum tvær milljónir til að koma þessum breytingum í fram- kvæmd. Þá komu á hann vöflur. Þurfti hann nokkuð nýja innréttingu? Vík- verji fór heim og skoðaði innrétt- inguna sína. Hún var nú ekki svo slæm og það væri hægt að láta smíða bara einn skáp þegar búið væri að henda út eyju í miðju eldhúsinu. Dæmið var reiknað upp á nýtt. Hvað myndi kosta að láta sprautulakka innréttinguna, láta pússa upp vask- inn, þrífa almennilega gömlu flís- arnar og kaupa bara nýjar höldur á gömlu skápana þegar búið væri að lakka þá upp á nýtt? Þá leit dæmið öðruvísi út og breyt- ingarnar á eldhúsinu myndu kosta innan við hálfa milljón þó að hann myndi líka kaupa nýja eldavél og bökunarofn, eldhúsborð og stóla og losa sig við eyjuna í eldhúsinu sem fór í taugarnar á Víkverja. Hann ákvað að vera hagsýnn og taka síðari kostinn. Eldhúsbreytingarnar eru nú komnar langleiðina og mikið er Víkverji ánægður að hafa farið þessa leið og hætt við að steypa sér í skuld- ir að óþörfu. Eldhúsið er á góðri leið með að verða alveg eins og nýtt. x x x ÞESSA dagana er Víkverji að veltafyrir sér hvaða hreyfingu hann eigi að stunda í vetur. Úr nógu er að velja. Það er hægt að fara í leikfimi- tíma upp á gamla mátann, eða Pílates-leikfimi, jóga, vatns- leikfimi, sund, kraftgöngu, stafagöngu, tækjaleikfimi, skokk, spinning, pallaleikfimi og svo framvegis. Mest langar Víkverja að stunda útileikfimi af einhverjum toga en hann er þó alls ekki sannfærður um að innileikfimi henti ekki líka. Það eina sem Víkverja finnst skorta í heilsuræktarstöðvum sem hann hefur heimsótt er að þar sé fólk sem tekur á móti svona fólki eins og honum sem veit ekkert í hvorn fótinn það á að stíga og sé tilbúið að finna út með viðkom- andi hvað henti best. x x x VINKONA Víkverja veit ekkertskemmtilegra en að föndra þeg- ar fer að hausta og hún hefur verið í kapphlaupi við fuglana um að ná reyniberjum í skreytingar. Heilu síð- degin heldur hún til í Heiðmörkinni í leit að fallegum jurtum sem hún vef- ur í kransa og vinir hafa veitt henni aðgang að görðum sínum til að safna jurtum. Hún segist ekkert skilja í fólki að vera ekki duglegra við þessa iðju því fátt sé eins gefandi og að skapa með þessum hætti. Víkverji er svolítið spenntur fyrir útileikfimi. Skrýtnar málvillur MÉR finnst leiðinlegar vill- ur sem menn gera við notk- un á einföldustu stærð- fræðihugtökum. T.d. þegar menn segja helmingi meira þegar það á að segja tvöfalt meira. Helmingi meira þýð- ir heildin að viðbættum helmingi hennar eða 150% af upprunalegu tölunni. Þar með er 3 helmingi meira en tveir, og 4 tvöfalt meira en tveir. Enska orðið double þýðir tvöfalt en ekki helm- ingi meira eins og sumir virðast halda. Það er ansi leiðinlegt að heyra frétta- menn tala um helmingi meiri hagnað fyrirtækja og svo veit maður ekki hvort þeir séu að meina helmingi meira eða tvöfalt meira. Annað finnst mér leiðin- legt þegar talað er um pró- sentur þegar á að tala um prósentustig. Þessa villu heyrir maður oft, sérstak- lega fyrir kosningar. Ef flokkur A er með 50% fylgi en flokkur B er með 40% fylgi er flokkur A ekki með 10 prósent meira fylgi held- ur en B. Flokkur A er með 25 prósent meira fylgi en B en 10 prósentustigum meira fylgi. Ef 100 manns kusu fékk A 50 atkvæði en B 40 at- kvæði. 50 deilt með 40 eru 1,25 svo að A hlýtur að vera með 25 prósent meira fylgi. Látum þetta ekki rugla okkur, rétt skal vera rétt. Grétar Eiríksson. Tapað/fundið Gullhringur týndist GULLHRINGUR með svörtum steini merktur KA týndist fyrir sl. helgi, lík- lega í Sundlaugunum í Laugardal. Skilvís finnandi hafi samband í síma 568 5802 eða 822 1924. Góð fundarlaun. Krakkaúlpa í óskilum RAUÐ og svört krakka- úlpa, merkt Sigurlaug, fannst í Blesugróf. Upplýs- ingar í síma 866 8209. Hálsmen týndist HÁLSMEN týndist, senni- lega í Háaleitishverfinu. Skilvís finnandi hafi sam- band í síma 892 7732. Fundarlaun. Gleraugu týndust DÖKKRAUÐ plastgler- augu týndust sl. laugardag fyrir utan Háskólabíó um kl. 20. Skilvís finnandi hafi samband við Elísabetu í síma 866 7343. Sundpoki týndist SUNDPOKI með sunddóti í týndist fyrir 2 vikum á leiðinni frá Breiðagerðis- skóla að Tunguvegi. Skilvís finnandi hafi samband í síma 661 4000. Antikveggklukka týndist FYRIR 10 árum glataðist úr dánarbúi antikvegg- klukka. Síðast er vitað um klukkuna í antikverslun á Hverfisgötu. Sá sem veit um þessa klukku – eða sá sem hefur keypt hana – er beðinn að hafa samband í síma 565 3912 eða 693 3912. Dýrahald Fresskött vantar heimili RÚMLEGA 1 árs fress- köttur fæst gefins á barn- laust heimili. Hann er hvít- ur með svart skott og eyra. Upplýsingar í síma 587 2474. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn LÁRÉTT 1 losti, 4 hnífar, 7 auðan, 8 úrkomu, 9 blett, 11 romsa, 13 fall, 14 gisk- aðu á, 15 gömul, 17 vaxa, 20 hryggur, 22 halda, 23 hæsi, 24 þekkja, 25 kaka. LÓÐRÉTT 1 hljóðfæri, 2 rekkjurnar, 3 föndur, 4 trjámylsna, 5 tíu, 6 blómið, 10 vömb, 12 beita, 13 hyggju, 15 snauð, 16 væskillinn, 18 rödd, 19 spendýrin, 20 drepa, 21 eyja. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 kjarngott, 8 sýpur, 9 rófur, 10 alt, 11 rónar, 13 apann, 15 svans, 18 slíta, 21 kát, 22 fimma, 23 opinn, 24 urðarmáni. Lóðrétt: 2 Japan, 3 rýrar, 4 gorta, 5 tefja, 6 ásar, 7 grín, 12 agn, 14 pól, 15 saft, 16 aumar, 17 skata, 18 storm, 19 ísinn, 20 Anna. Krossgáta 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.