Morgunblaðið - 24.09.2003, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 24.09.2003, Blaðsíða 45
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 2003 45 KR-INGURINN Veigar Páll Gunn- arsson er með boð frá enska úrvals- deildarliðinu Bolton um að koma til skoðunar hjá liðinu og líklega fer hann til Englands eftir landsleik Ís- lendinga og Þjóðverja í Hamburg í næsta mánuði en Veigar var valinn í 20 manna landsliðshópinn fyrir viðureignirnar við Þjóðverja. Það er fyrir tilstuðlan Guðna Bergssonar, fyrrum fyrirliða Bolt- on, sem Veigar Páll fer til Bolton en Guðni tók að sér það hlutverk fyrir sitt gamla félag að svipast um eftir leikmönnum hér á landi sem hugs- anlega gætu orðið liðsmenn Bolton í framtíðinni. „Það er hugsanlegt að ég fari til Bolton eitthvað fyrr en ég reikna samt með að það verði ekki fyrr en eftir landsleikinn. Ég ætla að ein- beita mér fyrst að Bolton og ef ekk- ert gerist þar þá kemur vonandi eitthvað annað upp,“ sagði Veigar Páll við Morgunblaðið. Veigar segir að KR-ingar æfi eitthvað fram á haustið og hann geti þar með haldið sér í góðu lík- amlegu ástandi allt fram að lands- leiknum. Veigar var á mála hjá norska lið- inu Strömsgodset eftir að hann hélt utan frá Stjörnunni haustið 2001, en hann snéri aftur til Íslands þar sem meiðsli settu strik í reikning- inn og gekk hann í raðir KR.  MARKÚS Máni Maute fór af velli á 20. mínútu í leiknum gegn KA og kom ekki meira við sögu í leiknum. Hann virtist slæmur í baki.  BALDVIN Þorsteinsson meiddist gegn sínum gömlu félögum og var studdur af velli með stokkbólginn ökkla á 24. mínútu seinni hálfleiks  STEFÁN Guðnason, hinn efnilegi markvörður KA, varði 13 skot í fyrri hálfleik og þar af 2 vítaskot. Hann náði sér ekki á strik í seinni hálfleik og var tekinn út af í stöðunni 17:15.  DAÐI Hafþórsson, leikmaður Gróttu/KR meiddist á 15. mínútu leiks Grótttu/KR og Fram á Sel- tjarnarnesi í gærkvöldi. Daði virtist togna í aftanverðu hægra læri þegar hann geystist upp í hraðaupphlaup. Hann var leiddur af leikvelli og kom ekki meira við sögu. Ekki er ljóst hversu alvarleg meiðsli Daða eru.  OLEG Titov lék með Gróttu/KR gegn sínum fyrrverandi samherjum í Fram, en Titov lék með Safamýrar- liðinu árum saman og varð m.a. bik- armeistari með því fyrir þremur ár- um. Titov hefur verið lengi frá keppni vegna meiðsla í baki, en hefur náð sér þokkalega og skipti yfir í raðir Gróttu/KR í sumar. Hann lék eingöngu í vörninni en þetta var fyrsti leikur Titovs í deildinni í nærri þrjú ár.  SAVUKYNAS Gintaras lék sinn fyrsta leik á heimavelli Gróttu/KR í gær eftir að hann gekk til liðs við fé- lagið í sumar. Hann virtist kunna þokkalega við sig og skoraði 8 mörk, þaraf þrjú af fyrstu fjórum mörkum liðsins. Gitaras er ekki alveg ókunn- ur fjölunum í íþróttahúsinu á Sel- tjarnarnesi því hann lék þar nokkr- um sinnum sem gestur er hann var með Aftureldingu fyrir nokkrum ár- um.  BRYNJAR Björn Gunnarsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, sat á varamannabekknum hjá Notting- ham Forest, er liðið gerði jafntefli við Tranmere í deildarbikarkeppn- inni í gærkvöldi, 0:0. Annar lands- liðsmaður, Ívar Ingimarsson, var á bekknum hjá Wolves, sem vann Dar- lington, 2:0. Þá má geta þess að að- eins 4.667 áhorfendur sáu Stoke tapa fyrir Gillingham á heimavelli, 2:0.  AGANEFND KSÍ úrskurðaði í gær Kristján Brooks úr liði Fram, Garðar Jóhannsson KR og Sverri Bergsveinsson úr KR í eins leiks bann og taka bönnin gildi á næstu leiktíð. Kristján hafði fengið fjögur gul spjöld en Garðar og Sverrir fengu rautt spjald gegn FH í 18. og síðustu umferð Íslandsmótsins.  SLOBODAN Milisic úr liði KA fékk tveggja leikja bann en honum var vísað af leikvelli í undanúrslita- leik KA gegn ÍA á Laugardalsvelli þann 17. september s.l. Slobodan hefur hinsvegar gefið það út að hann sé hættur að leika með KA, líkt og Þorvaldur Örlygsson. FÓLK NORSKA meistaraliðið Rosen- borg í knattspyrnu er ekki í riðla- keppni Meistaradeildar Evrópu að þessu sinni en liðinu hafði ávallt tekist að komst í riðla- keppnina sl. sjö ár eða allt frá því að keppnin var sett á laggirnar. Tekjur félagsins af Meistaradeild- inni hafa verið gríðarlegar á þess- um tíma en í stað þess að leika gegn liðum á borð við Inter eða Manchester United leikur norska liðið gegn Ventspils frá Lettlandi í UEFA-keppninni. Á síðasta reikningsári fékk Rosenborg um 880 millj. ísl. kr. í tekjur vegna þátttöku sinnar í Meistaradeildinni en forsvars- menn norska liðsins gera ráð fyr- ir því að fá í mesta lagi um 100 millj. kr. vegna keppninnar í ár. Enda eru andstæðingar liðsins ekki hátt skrifaðir og gera menn sér vonir um að ná lengra í keppninni. Nils Skutle fram- kvæmdastjóri Rosenborg segir við Aftenposten að skoska liðið Celtic hefði náð alla leið í úrslita- leik UEFA-keppninnar sl. vor og tekjur liðsins hafi verið meiri en þegar Celtic tók þátt í Meistara- deildinni. „Það er því enn von um fjárhagslegann ávinning en til þess þurfum við að ná langt og leika gegn liðum frá Ítalíu, Þýska- landi, Englandi og Spáni,“ segir Skutle. Árni Gautur Arason hefur ver- ið í herbúðum Rosenborg undan- farin ár en hann hefur ákveðið að söðla um þegar samningur hans við liðið rennur út um næstu ára- mót en landsliðsmarkvörðurinn hefur lítið fengið að spreyta sig með liðinu á leiktíðinni. Leikurinn var langt frá að því aðteljast góður, sérstaklega þá í fyrri hálfleik þegar mikið var um mistök, einkum hjá heimamönnum. Ef ekki hefði verið fyrir góðan leik Hlyns Morthens, mark- varðar Gróttu/KR, þá hefði forysta Fram verið meiri en tvö mörk þegar flautað var til hálfleiks, 11:9. Meira fjör var í síðari hálfleik en þeim fyrri, hraðinn var meiri og leik- menn vönduðu sig ögn meira. Leik- menn Gróttu/KR bættu sóknarleik sinn í síðari hálfleik til muna og kom þar til styrk stjórn Kristins Björg- úlfssonar, en hann leysti Savukynas Gintaras af á kafla í stöðu leikstjórn- anda. Gintaras virtist hálf „ryðgað- ur“ og ekki að fullu kominn í takt við samherja sína þótt vissulega hafa nokkrar sendingar hans glatt auga fjölmargra áhorfenda. Grótta/KR náði í fyrsta sinn for- ystu í leiknum, 15:14, á 42. mínútu. Eftir það skiptust liðin á um að hafa forystuna allt til leiksloka og síðasta mínútan var spennuþrungin þar sem mönnum virtist nokkuð heitt í hamsi. „Annað stigið er betra en ekkert, við urðum að fá að minnsta kosti eitt stig út úr leiknum,“ sagði Hlynur, markvörður Gróttu/KR, sem varði 18 skot, þar af þrjú vítaköst. Félagi hans Petkevisius í marki Fram stóð einnig fyrir sínu og í heildina voru markverðirnir bestu menn vallarins. „Það var alltof mikið stress á okk- ur í sókninni í fyrri hálfleik og fyrir vikið gerðum við alltof mörg mistök og miðað við þá stöðu megum við þakka fyrir að komast inn í leikinn á ný í síðari hálfleik,“ sagði Hlynur enn fremur. Hlynur fékk nasaþefinn af lands- liðinu í fyrra og í ljósi góðrar frammistöðu hans var hann spurður hvort hann væri að banka á dyr landsliðsþjálfarans. „Hver hefur ekki áhuga á að leika með landslið- inu? Það verður bara að koma í ljós hvort það tekst hjá mér að vinna mér sæti í því, það ræðst að sjálfsögðu af því hvernig ég stend mig í leikjum, þetta var aðeins einn af mörgum leikjum á leiktíðinni og mér gekk vel í honum,“ sagði Hlynur. „Við áttum að vinna eins og leik- urinn spilaðist framan af, en slakur sóknarleikur okkar í síðari hálfleik varð okkur að falli ásamt fleiri þátt- um,“ sagði Heimir Ríkarðsson, þjálf- ari Fram. „Vörnin var góð hjá okkur í 50 mínútur en það var sóknarleik- urinn sem kom okkur í koll. Menn gerðu ekki það sem lagt var upp með, lykilmenn brugðust í sókninni, færin vantaði ekki en þau voru bara ekki nýtt sem skyldi,“ sagði Heimir sem þarna tapaði sínum fyrstu stig- um á Íslandsmótinu. „Ég er alls ekki ósáttur við að vera með fimm stig að loknum þremur umferðum, við erum taplausir ennþá og yfir því er ekki hægt að kvarta þótt ýmislegt megi bæta hjá okkur.“ Morgunblaðið/Þorkell Hafsteinn Ingason, leikmaður Fram, kominn framhjá Páli Þórólfssyni og í skotstöðu gegn Hlyni Morthens, markverði Gróttu/KR, í fyrri hálfleik í viðureign liðanna í gær. Veigar Páll til Bolton eftir landsleikinn Rosenborg missir af 700 millj. kr. Markverðirnir í að- alhlutverki á Nesinu KRISTINN Björgúlfsson tryggði Gróttu/KR sitt fyrsta stig á Íslands- mótinu í handknattleik karla er hann jafnaði metin, 21:21, þegar fimm sekúndur voru eftir af viðureign Gróttu/KR og Fram í íþrótta- húsinu á Seltjarnarnesi. Nokkrum andartökum áður en Kristinn barg stiginu hafði Egidius Petkevisius varið vítakast frá félaga Kristins, Savukynas Gintaras. Mark Kristins kom í veg fyrir að Framarar hefðu fullt hús stiga eftir þrjá leiki í norðurriðli. Ívar Benediktsson skrifar Jóhannes skoraði fyrir Úlfana JÓHANNES Karl Guðjónsson skoraði mark fyrir lið sitt Wolverhampton í enska deildar- bikarnum í gær en þar átti liðið í höggi við Darlington á heimavelli. Jóhannes skoraði á 53. mínútu. Leikurinn endaði 2:0 og eru þetta fyrstu mörkin sem Úlfarnir skora á heimavelli á leiktíðinni. Birmingham, sem leikur í úrvalsdeild, féll úr leik gegn 2. deildarliðinu Blackpool sem skoraði eina mark leiksins. Wigan kom einnig á óvart með því að leggja Fulham að velli, 1:0, en Fulham leik- ur í úrvalsdeild. Hermann Hreiðarsson var ekki í liði Charlton sem átti í mesta basli gegn Luton en úrslit leiksins réðust í vítakeppni þar sem Charlton skoraði 8 mörk gegn 7. Portsmouth, Leicester, og Aston Villa komust öll áfram en Jermain Defoe skoraði þrennu fyrir lið sitt West Ham sem lagði Cardiff, 3:2.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.