Morgunblaðið - 24.09.2003, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 24.09.2003, Blaðsíða 48
48 MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ KEFLAVÍK kl. 8 og 10.10. B.i. 10. ÁLFABAKKI kl. 5.50, 8 og 10.15. B.i. 10. AKUREYRI kl. 10. B.i. 10. Frábær tryllir THE TIMES Spacey er í toppformi UNCUT Fullkomið rán. Svik. Uppgjör. KVIKMYNDIR.IS  L.A. TIMES  BBCI ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4. Ísl tal Stórkostleg gamanmynd sem er búin að gera allt sjóðvitlaust í USA með Jamie Lee Curtis og Lindsay Lohan í aðalhlutverki. Yfir 100 M$ í USA! Þetta er sko stuðmynd í lagi! Yfir 41.000 gestir ÁLFABAKKI Synd kl. 3.45. Ísl tal KRINGLAN Sýnd kl. 6, 8 og 10. Sýnd kl. 6, 8 og 10. Sýnd. kl. 6. Enskur texti -With English subtitles NÓI ALBINÓI Rómantísk grínmynd frá leikstjóra When Harry Met Sally með LukeWilson (Legally Blonde) og Kate Hudson (How To Lose A Guy...) Kvikmynd eftir Sólveigu Anspachi i i DIDDA JÓNSDÓTTIR ELODIE BOUCHEZ BALTASAR KORMÁKUR INGVAR E. SIGURÐSSON Mögnuð mynd eftir Sólveigu Anspach sem valin var til sýninga á kvikmyndahátíðinni í Cannes á þessu ári. Sjáið sannleikann! Frábær tryllir THE TIMES Spacey er í toppformi UNCUT i í i Ný mynd frá breska leikstjóranum Alan Parker með tvöföldum Óskarsverðlaunahafa, KevinSpacey. Vinsælustu myndirnar á Breskum Bíódögum sýndar áfram. Missið ekki af þessum frábærum myndum Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 16.Sýnd kl. 6, 8 og 10. kl. 6. kl. 8. kl. 8. kl. 10.05. kl. 10.15. H.J. MBL S.G. DV „Áhrifarík og lofsamleg.“ HJ. MBL H.K. DV THE MAGDALENE SISTERS Skonrok Fm 90.9 H.K. DV SG DV SV. MBLPlots With a View SG DV SG MBL HIPHOP á íslensku komfyrst fram á sjónarsviðiðfyrir alvöru með útgáfu áplötum Sesars A og XXX Rottweilerhunda haustið 2001 og síð- arnefna hljómsveitin varð vinsælasta hljómsveit landsins. Síðasta ár var síðan ár hiphopsins á Íslandi því þá komu út ellefu hljómplötur með ís- lensku hiphopi: plötur með Afkvæm- um guðanna, Bent & 7Berg, Bæjar- ins bestu, Kritikal Mazz, Móra, XXX Rottweilerhundum og Sesari A og safnplöturnar Rímur og rapp, Bumsquad, Rímnamín og Dizorder í Reykjavík. Nú fer aftur á móti minna fyrir hiphopinu og í samantekt á fyr- irhugaðri plötuútgáfu fyrir þessi jól sem birtist hér í blaðinu fyrir nokkr- um dögum var til að mynda engin hiphop-plata nefnd og við blasti að helstu útgáfufyrirtæki væru búin að afskrifa hiphopið. Heilmikið í gangi Móri var einn þeirra sem sendu frá sér diska á síðasta ári og hann gaf sinn disk, sem fékk mjög góða dóma, út sjálfur. Hann segist og ekki af baki dottinn, hann sé einmitt að leggja síðustu hönd á nýjan disk rappsveitarinnar Forgotten Lores sem koma eigi út í næsta mánuði eða þar um bil. Hann er líka með fleiri járn í eldinum: „Svo er ég líka að ljúka við tvöfalda safnplötu sem heit- ir Grænir fingur og hún kemur líka út fyrir jól, það á bara eftir að mast- era hana. Önnur plata sem við ætlum að koma út er Chosen Ground sem líka er að klárast og svo er enn von til þess að það takist að ljúka við plötu með Mezzíasi fyrir jól þótt hún sé skemmst komin,“ segir Móri en hann segist ekki beinlínis gefa plöturnar út, heldur aðstoði hann við útgáfuna. „Það er heilmikið í gangi þó stór- fyrirtækin hafi gefist upp á að gefa út hiphop, það er bara aftur komið undir jörðina. Menn eru líka að vanda sig meira núna, gera betri hluti og þessi Forgotten Lores plata verður það besta sem komið hefur út af íslensku hiphopi í langan tíma.“ Þótt nóg sé að gerast neðanjarðar í hiphopinu er ljóst að það er ekki eins áberandi og forðum. Móri segir að það megi að stórum hluta skrifa á það að ekkert sé spilað af hiphopi í ís- lensku útvarpi síðan útvarpsstöðin Músík lagði upp laupana og því ekki nema von að menn verði ekki eins varir við það. Hann segir að hann og fleiri séu að reyna að koma á fót út- varpsstöð sem helguð yrði hiphopi og það yrði ekki gefist upp fyrr en í fulla hnefana. Hiphop orðið jaðartónlist aftur Smekkleysa gaf út disk með rapp- sveitinni Kritikal Mazz á síðasta ári og Ásmundur Jónsson útgáfustjóri segir að sala á henni hafi ekki verið eftir væntingum. Hann segir þó að fyrirtækið sé ekki búið að gefa hip- hopið upp á bátinn, þannig sé fyr- irtækið nú að skoða alvarlega að gefa út disk með íslenskri hiphopsveit og segir að ákvörðun um það verði tekin á næstu dögum. „Það virðist vera fullt í gangi en spurning hvort ástand hér sé orðið eins og í Svíþjóð til að mynda en þar er mikil gróska í hiphopinu. Ég ræddi við sænskan samstarfsaðila í sumar og hann sagði að útgáfa á hip- hopi þar hefði dregist gríðarlega saman þótt enn væri mikið á seyði í hiphoptónlistinni þar í landi, enda væri salan ekki í neinu samræmi við áhugann. Að hans mati benti það til þess að þeir sem áhuga hafa á hip- hoptónlist séu ekki tilbúnir til að borga fyrir tónlistina, en sæki hana frekar á Netið og afriti diska. Fyrir vikið má segja að hiphop í Svíþjóð sé orðið að jaðartónlist aftur og spurn- ing hvort það sama sé að gerast hér á landi.“ Eiður Arnarson, útgáfustjóri Skíf- unnar, segir að Skífan muni ekki gefa út neitt hiphop á þessu ári, en undanfarin ár hefur Skífan gefið út plötur XXX Rottweilerhunda og dreift plötum annarra hiphoplista- manna. Hann segir að enga slíka plötu hafi rekið á fjörur þeirra Skífu- manna til þessa og að ekki sé í bígerð að dreifa neinni plötu eins og er að minnsta kosti. „Það má þó ekki skilja það sem svo að við höfum tekið ákvörðun um að gefa ekki út hiphop, það er bara svo að til okkar hefur ekki borist neitt sem okkur hefur þótt fýsilegt að gefa út. Það er í sjálfu sér skiljanlegt að hiphoplistamenn leiti ekki til okkar enda höfum við helst sinnt þeirri teg- und tónlistar sem við kunnum best að fara með, þ.e. aðgengilegri popp- tónlist þótt við séum opnir fyrir allri tónlist. Hvort það sé mikið eða lítið á seyði í íslensku hiphopi get ég ekkert sagt um, mig brestur einfaldlega þekkingu til þess að svara því.“ Síðasta ár var ár hiphopsins í íslenskri tónlistarsögu því þá komu út ellefu plötur með hip- hopi á íslensku eða sem flutt var af íslenskum tónlistarmönnum. Það vekur því athygli að í upptalningu á fyrirhugaðri útgáfu fyrir jólin var engin hiphopskífa. Við nánari skoðun kemur í ljós að ástandið er ekki eins slæmt og gæti virst við fyrstu sýn. Haustar að í íslensku hiphopi? Morgunblaðið/Björg Sveinsdóttir Sesar A er einn af brautryðjendum hiphops á íslensku. FRANK Bruno, fyrrum hnefa- leikaheimsmeist- ari í þungavigt, var færður undir læknishendur á mánudag og gert skylt að gangast undir geðrann- sókn. Hinn 41 árs gamli Bruno var tekinn með valdi á heimili sínu í nágrenni Lundúna af sjúkraflutningamönnum eftir að ná- grannar og fjölskylda hans höfðu lýst áhyggjum sínum yfir geðheilsu hans. Hann skildi við eiginkonu sína fyrir tveimur árum og í fyrra lést yf- irþjálfari hans. Síðan þá hefur Bruno átt við þunglyndisvandamál að stríða og vilja samstarfsmenn hans úr hnefaleikaheiminum einnig meina að hann hafi heldur aldrei jafnað sig á því að vera hættur að fara í hringinn …Eftir átta mánaða rannsókn hefur dánardómstóll í Los Angeles úrskurðað andlát Lönu Clarkson á heimili upptökustjórans Phils Spectors sem manndráp. Hin fertuga leikkona var skotin til bana af öðrum aðila, einu byssuskoti sem fór í höfuð hennar og háls. Spector sem handtekinn var fyrir að hafa framið verkn- aðinn og fékk fangelsislausn gegn einnar millj- ónar dala trygg- ingu hefur stað- fastlega haldið fram sakleysi sínu. Stangast úrskurður dánardóm- stólsins þó á við yfirlýsingar hans um að Clarkson hafi framið sjálfs- morð og staðfestir um leið grun lög- regluyfirvalda í Los Angeles. Ekki hefur enn verið lögð fram formleg kæra á hendur Spector í tengslum við dauða Clarkson …Karl Breta- prins hefur mein- að Harry syni sín- um að umgangast Michael Jack- son. Sjálfskip- aður konungur poppsins var bú- inn að finna stund og stað fyr- ir stefnumót þeirra Harrys þegar hann fékk þær upplýsingar að Harry myndi ekki mæta til fundarins, jafnvel þótt það hafi upphaflega verið prinsinn sem lýsti yfir áhuga á að hitta átrún- aðargoðið sitt. Blaðafulltrúi Jack- sons segir Jackson afar sáran yfir því að hafa verið snuðaður svona, sérstaklega í ljósi þess að hann og Díana móðir Harrys voru svo náin. Er Karli föður hans kennt um allt saman …Natalie Appleton, fyrr- verandi söngvari í All Saints, á von á sínu öðru barni með manni sínum Liam Howlett, úr The Prodigy. FÓLK Ífréttum HARRY Bretaprins ætlar að dvelja í Ástralíu næstu þrjá mánuðina og vinna m.a. á búgörðum við að reka nautgripi og fé. Að sögn talsmanns bresku hirðarinnar mun Harry fá sömu laun og aðrir lærlingar á bú- görðunum, en það svarar til um 13 þúsund króna á viku. Harry, sem er 19 ára sonur Karls Bretaprins og Díönu prinsessu, lauk menntaskólanámi í vor og ætl- ar að taka sér árs hlé frá námi en mun væntanlega setjast í herskóla að því loknu. Tilstandið í kringum komu Harrys til Ástralíu var nokkru meira en þegar venjulegir kúasmalalærlingar koma þangað. Honum fylgdu 12 lífverðir frá bresku lögreglunni Scotland Yard og einnig mun áströlsk lögregla sjá um að gæta öryggis prinsins. Harry heimsótti dýragarðinn í Sydney í gær og að sögn BBC sýndu gestir þar prinsinum meiri áhuga en dýrunum; tvær tánings- stúlkur gáfu honum m.a. símanúm- erið sitt. Ekki hefur verið gefið upp hvar Harry ætlar að æfa sig að sveifla kúasnörunni. Bretaprins í búskapinn Bretaprinsinn komst að því á ferð sinni um Ástralíu að sárt er að klappa broddgelti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.