Morgunblaðið - 24.09.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.09.2003, Blaðsíða 4
4 B MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar S TOFNANDI Cadillac var Henry Martyn Leland, fæddur 1843, en hann setti á stofn verkfræðifyrirtæki í Detroit árið 1890 ásamt syni sínum Wilfred og tveimur sam- starfsfélögum. Árið 1896 hóf fyrir- tækið að framleiða eins sílendra bíl- vélar fyrir bílaframleiðandann Olds, en eftir að vélarnar voru komnar af hönnunarstigi ákvað Olds að semja ekki um kaup á vélunum og því þurfti fyrirtæki Leland á öðrum kaupanda að halda. Á þessum tíma var Henry Ford að- alverkfræðingur Detroit Automobile, sem stofnað var árið 1899. Eftir að Ford lenti í deilum við aðra eigendur fyrirtækisins yfirgaf hann það og í framhaldinu var ákveðið að selja það til Leland í ágúst 1902. Detroit Auto- mobil var þá endurhannað til að framleiða eins sílendra Leland og Faulconer bílvélar og útbúnar með nýjum stjörnugírkassa slógu þær í gegn og var fyrirtækið búið að selja 2.500 vélar við árslok 1903. Ári síðar sameinuðu Leland og Faulconer krafta sína með Cadillac Automobile og stofnuðu Cadillac Motor Car Company. Nafnið kemur frá Antoine de la Mothe Cadillac, en hann stofn- aði búgarð árið 1701, Villa D’etroit, sem síðar varð að bílaborginni Detroit. Fyrstu bílar Cadillac voru ákaf- lega vel smíðaðir en frekar einfaldir að grunngerð. Góð sala bílanna árið 1905 gerði Cadillac að næststærsta bílaframleiðanda í heimi á eftir Olds og ári síðar var fyrirtækið farið að starfrækja stærstu bílaverksmiðju í heimi. Hundrað ár liðin frá því að grunnur var lagður að Cadillac Saga stórra glæsivagna, öflugra véla og nýrrar tækni Cadillac V16, árgerð 1930, þótti glæsismíð með stórkostlega útlitshönnun á vélinni. Í kjölfar kreppunnar datt þó salan niður á þessum eðalvagni, enda gæðin slík að menn þurftu ekki að endurnýja í mörg ár. Þrátt fyrir kreppuna hélt þróun bílsins áfram og árið 1931 varð Cadillac fyrsti bíllinn með aflhemla. Óhætt er að fullyrða að nafnið Cadillac er sveipað ljóma hinna stóru glæsivagna sem marga dreymir um að aka og eignast. Á þessu ári er öld lið- in frá upphafi Cadillac-bílanna. Eiríkur P. Jörundsson stiklar hér á stóru í langri sögu Cad- illac-eðalvagnanna. AÐALSTEINN Ásgeirsson er mikill áhugamaður um Cadillac, en hann rek- ur bílaverkstæði í Kópavogi undir nafn- inu Hjá Steina og er eigandi hvorki meira né minna en þriggja Cadillac-bíla og tvo þeirra hefur hann gert upp frá grunni. Þar er um að ræða Cadillac Sedan de Ville árgerð 1960, Cadillac Eldorado árgerð 1968 og Eldorado ár- gerð 1992. Ástæðan fyrir áhuganum á Cadillac er einföld, að sögn Aðalsteins, þetta séu einfaldlega bestu bílar sem framleiddir hafi verið. „Ég hef alltaf verið að dingla í bílum og eftir að ég fór að gera við bíla að ráði áttaði ég mig á því hvað væru bestu bílarnir, þ.e. Cadillac, og þar af leiðandi fór áhuginn þangað. Það er svo miklu betur frá öllu gengið í þessum bílum og eftir stuttan tíma áttaði maður sig á því að þetta er einfaldlega það rétta. Allt alveg pottþétt og margreynt. Ef við tökum sem dæmi 1968 árgerðina, þá var hann ekinn milljón kílómetra áð- ur en hann var settur í framleiðslu. Í dag eru bílar ekkert keyrðir, það er bara kúnninn sem er látinn testa og það kemur bara í ljós hvernig hann reyn- ist.“ Aðalsteinn segist hafa átt Mustang í átta ár og bæði 1947 og 1955 árgerðir af Chevrolet auk fjölda annarra bíla, en toppurinn sé einfaldlega Cadillac að öllu leyti. Fyrsti Cadillac-bíllinn sem Aðal- steinn eignaðist var Eldorado árgerð 1968 en bílinn gerði hann upp eftir að búið var að afskrá hann og henda. „Ég gerði að gamni mínu að taka hann til mín og gera hann alveg upp og það var fjögurra ára vinna. Áður en ég lauk við hann byrjaði ég á 1960 bílnum og áður en ég lauk við hann byrjaði ég á Corvettu, þannig að þetta búið að vera svona í tíu ár án hléa.“ Ísamræmi við áhugann hefur Að- alsteinn fylgst með Cadillac í gegnum árin, enda sé Cadillac bara viðmiðunin fyrir aðra bíla. „„Runs lika a Cadillac“, það er bara notað úti um allan heim. En það var fjarlægur draumur lengi að eignast svona bíl. Síðan getur maður það þegar maður fær einn ónýtan og fær bara að nota puttana sína og þarf ekki að nota mikla peninga. Það fylgdi allt með, en bíllinn var orðinn mikið ryðgaður og því var þetta allt unnið hérna í höndunum og eins með hina bíl- ana, þetta hefur bara verið unnið hér alveg grimmt,“ segir Aðalsteinn. Hann segir Cadillac-bílana nánast alltaf hafa verið á undan sinni samtíð og fremsta í flokki við innleiðingu á nýj- ungum. Árgerð 1959 var með stærstu vængina Ásjötta ártug síðustu aldar settu vængir ofan á afturbrettum bílanna mikinn svip á útlitið. Að sögn Aðal- steins var 1959 árgerðin með stærstu vængina en árið 1960 komst betra jafnvægi á útlitið. „59 bíllinn var brjál- aðastur með stærstu vængina og al- veg geggjaður, þá fer þetta upp í eitt- hvert hámark í öllum amerískum bíl- um. Á 1960 árgerðinni minnka þeir vængina um tommu og það þykir fal- legasta boddíið af þessum árgerðum, þá er hann farinn að samsvara sér svo vel. Í 60 bílnum er bókstaflega allt, raf- magn í öllum rúðum, hann hækkar og lækkar ljósin sjálfur, er sjálfskiptur með cruise-control, sjálfleitara í útvarpi og svo má lengi telja. Vélin er 390 cc, 325 hestöfl og með geysilegt tog. Hann er alltaf tilbúinn, þú ýtir bara á bensínið svo ferð þú af stað. Það er ljúft að keyra þennan bíl, þetta er náttúrlega teppi, eins og kallað er hér, það er teppafílingur á þeim bíl,“ segir Að- alsteinn. Í 1968 árgerðinni er komið framdrif í Cadillac og segir Aðalsteinn að hönn- uðir bílsins hafi séð að þeir gátu keyrt bílinn á 50% meiri hraða í beygjum og hálku með framdrifi. Aðalsteinn segir Aðalsteinn Ásgeirsson á þrjá eðalvagna frá Cadillac Cadillac er einfaldlega toppurinn Morgunblaðið/Kristinn Cadillac Eldorado, árgerð 1992, með 490 cc vél, 8 sílendra, 289 hestöfl og eyðir að sögn Aðalsteins um 11—12 á hundraðið. Morgunblaðið/Árni Sæberg Aðalsteinn Ásgeirsson undir stýri á Cadillac Sedan de Ville, árgerð 1960. Morgunblaðið/Kristinn Merki Cadillac á Eldorado 1992.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.