Morgunblaðið - 24.09.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.09.2003, Blaðsíða 8
8 B MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar FORRÁÐAMENN Ingvars Helgasonar og Bílheima sem skipulagt höfðu ferð eigenda jeppa frá Isuzu og Nissan í Þórsmörk sl. laugardag fóru að ráðum Veðurstofunnar og frestuðu för. Það gerðu reyndar velflestir sem höfðu ráðgert þátttöku en á sunnudags- morgni mættu nærri 20 jeppaeigend- ur við höfuðstöðvar umboðanna og var hópurinn drifinn í aðra för og styttri en erfiðari og fjölbreyttari. Var ekið úr Mosfellsdalnum milli Móskarðshnjúka og Skálafells yfir í Kjós, um Svínaskarð og niður í Svínadal Kjósarmegin. Leiðin liggur nokkuð hátt milli fjallanna og er víða bratt af slóðinni niður í gil og árfarvegi. Er næsta víst að útsýni er stórbrotið á þessu svæði en það var nokkuð stopult þennan sunnudagsmorgun í roki og nokkrum slydduhraglanda. Þó birti upp þegar á leið og bjart var að sjá niður í Svínadal- inn. Fyrst farin á bíl 1930 Í árbók Ferðafélags Íslands 1985 kemur fram að Vígmundur Pálsson, mjólkurbílstjóri og síðar bóndi, hafi brotist þessa leið ásamt félögum sín- um í fólksbíl árið 1930. Þá höfðu menn ekki einu sinni látið sér detta í hug að fara með hestvagna um Svínaskarð. En síðan er mikið vatn runnið til sjávar og nútíma jeppamönnum þykir slóðin áhugaverð. Svínaskarðleið hefur nánast allt til að bera sem reynir á farartækin og kannski ekki síður á ökumennina. Hún er brött á köflum, langir kaflar eru mjög stórgrýttir og grófir þar sem fara verður með gát og víða þarf að þræða hægt og varlega um gilskorninga. Sums staðar er betra að fá einhvern til að standa úti og leiðbeina ökumanni þar sem grjótið getur skagað upp úr miðri slóðinni og hætt við að það rek- ist uppundir bílinn. Það er líka bara öruggara og óþarfi að skemma nokk- uð. Skemmst er frá að segja að allt gekk ferðalagið vel hjá hópnum. Farið var rólega og örugglega yfir allar torfærur og hvort sem bílar hétu Isuzu eða Nissan og voru óbreyttir eða mikið hækkaðir var þeim mjakað fetið og víða stoppað og myndað. Með í för voru vanir menn sem leiðbeindu ökumönnum yfir mestu hindranirnar. Þjálfun í óbyggðaakstri Forráðamenn umboðsins og þátt- takendur voru ánægðir í leiðarlok. Hér reyndi mun meira á ökulagni en á til- tölulega greiðfærum vegi í Þórsmörk nema hvað þarna voru aðeins sprænur en engar vatnsmiklar ár eins og þar. Þær bíða næstu ferðar. Ferðir sem þessar eru vel til þess fallnar að auka jeppaeigendum færni og þjálfun í akstri um óbyggðir og ófærur þar sem menn geta borið saman bækur sínar og velt vöngum yfir því hversu mikið óhætt er að bjóða bílunum – sem oft er meira en menn halda og jafnvel meira en eigendur þeirra hafa trú á. Morgunblaðið/jt Víða þurfti að fá hjálparmenn til að leiðbeina þegar stórgrýtið ætlaði að ógna undirvagninum. Torfarin jeppaleið um Svínaskarð Morgunblaðið/jt Brattara var norður af Svínaskarðsleiðinni og þurfti að fara þar fetið á mjórri og stórgrýttri slóðinni. joto@mbl.is SAMEINAÐUR rútubíla- floti Kynnisferða eftir að fyrirtækið keypti allt hlutafé í Austurleið-SBS er nú yfir 50 bílar af ýmsum stærðum og gerðum. Fyr- irtækið er eitt hið stærsta í sinni grein en bílar Kynn- isferða hafa síðustu árin ek- ið að meðaltali kringum tvær milljónir kílómetra ár- lega og floti Austurleiðar- SBS um 1.800 þúsund km. Stefán Eyjólfsson, fram- kvæmdastjóri Kynnisferða, segir í samtali við Morgunblaðið að með samrekstri fyrirtækjanna náist hag- ræðing varðandi yfirstjórn og ýmsa aðra þætti í rekstrinum en fyrirtækin eru ennþá rekin undir báðum nöfn- um. Hann gerir ráð fyrir að um ára- mótin muni Kynnisferðir kaupa bíla- flota og tæki Austurleiðar-SBS og nafn Kynnisferða ná yfir allan rekst- ur beggja fyrirtækjanna í dag. Mikilvægt að geta endurnýjað reglulega Meðalaldur bíla Kynnisferða er í dag tæplega 7 ár en bílafloti Austur- leiðar-SBS er heldur eldri eða kring- um 10 ár. Stefán segir mjög mikil- vægt að geta endurnýjað bílana reglulega. Undir það tekur Bjarni Birgisson, rekstrarstjóri fyrirtækis- ins, og fylgjast þeir reglulega með því sem í boði er á rútumarkaði, bæði nýj- um og notuðum bílum, og segja þeir einnig mikilvægt að sækja sýningar öðru hvoru til að sjá hvað er að gerast í greininni. Stefán segir stjórnvöld hafa auð- veldað hópferðaleyfishöfum endur- nýjun bílanna með því að lækka virð- isaukaskatt af bílunum í 8%. Segir hann það mjög mikilsverða viðleitni enda sé það brýnt að geta boðið sem nýjasta og besta bíla. Ferðaheildsal- arnir, hvort sem þeir eru íslenskir eða erlendir, spyrji orðið beinlínis um hver sé meðalaldur bíla hópferðafyr- irtækjanna. Fjórir nýir bílar í vor Kynnisferðir keyptu síðastliðið vor fjóra bíla, þrjá nýja og einn notaðan, alla af gerðinni Mercedes Benz enda má segja að fyrirtækið hafi lengst af notað bíla af þeirri gerð. Keyptir voru tveir af gerðinni Sprinter, 19 farþega bílar og er annar þeirra í eins konar lúxusútgáfu. Hann er með leður- klæddum sætum, DVD-spilara og meira er lagt í innréttingu og aðbúnað en í öðrum bílum fyrirtækisins af þessari stærð. Stefán segir þetta þýða að bíllinn sé eftirsóttur af ýmsum sér- hópum sem vilji sérstaklega góða og þægilega bíla og þannig nýtist hann í sérstök verkefni. Bíllinn kostaði kringum 9 milljónir króna. Þá keypti fyrirtækið í vor tvær stórar rútur, aðra nýja og 53 farþega, Intouro, sem smíðað var yfir í Tyrk- landi og hina notaða frá Þýskalandi og segir Stefán hana vera flaggskip Kynnisferða. Er hún af gerðinni Tra- vego og tekur 49 farþega. Settar voru tvær nærri 10 ára gamlar rútur upp í kaupverðið sem var um 20 milljónir. Stefán Eyjólfsson segir að ýmis hagræðing hafi orðið í rekstrinum með sameiningu Kynnisferða og Austurleiðar-SBS, einkum með breytingum á yfirstjórn en starfs- menn Austurleiðar-SBS eru lang- flestir í störfum sínum áfram. Verk- stæði er enn rekið bæði í Reykjavík og Selfossi og er til skoðunar að reisa fyrirtækinu nýja aðstöðu skammt frá núverandi höfuðstöðvum Kynnisferða við Vesturvör í Kópavogi. Morgunblaðið/jt Nýjustu bílar Kynnisferða eru af gerðinni Mercedes-Benz, Sprinter lengst til vinstri en keyptir voru tveir slíkir í vor, flaggskipið Travego og síðan Intouro. Aka yfir þrjár milljónir kíló- metra á 54 rútum Stefán Eyjólfsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, segir að öryggisbelti séu í öllum bílum fyrirtækisins nema einum frá Austurleið-SBS. Bjarni Birgisson rekstrarstjóri situr fyrir aftan Stefán. Nýtt merki Kynnisferða var tekið upp í sumar og bílaflotinn málaður upp á nýtt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.