Morgunblaðið - 25.09.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.09.2003, Blaðsíða 1
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2003 Á netinu mbl.is/vidskipti BLAÐ B Bankaútibú í þínu fyrirtæki Fyrirtækjabanki Landsbankans Þú stundar öll bankaviðskipti fyrirtækisins á einfaldan og þægilegan hátt á Netinu – hvenær sem þér hentar. Í Fyrirtækjabanka Landsbankans býðst þér m.a. að: • Framkvæma allar almennar bankaaðgerðir (millifæra, sækja yfirlit, greiða reikninga o.s.frv.). • Safna greiðslum saman í greiðslubunka sem hægt er að greiða strax eða geyma til úrvinnslu síðar. • Framkvæma greiðslur með því að senda inn greiðsluskrár úr t.d. bókhaldsforritum. • Stofna og fella niður innheimtukröfur. • Greiða erlenda reikninga (SWIFT). Nánari upplýsingar um Fyrirtækjabankann getur þú fengið í næsta útibúi Landsbankans, í Þjónustuveri bankans í síma 560 6000 eða á vefsetri bankans, www.landsbanki.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 2 20 51 08 /2 00 3 ÁVÖXTUNARKRAFA hús- bréfa hefur hækkað undanfarna daga og var í gær komin í 4,58% á 40 ára bréfum. Greiningardeildir Íslandsbanka og Landsbanka Ís- lands telja að vöxtur útlána Íbúðalánasjóðs og óvissan um endurskipulagningu á íbúðalána- kerfinu séu helstu orsakir hækk- unar ávöxtunarkröfunnar að und- anförnu. Greining Íslandsbanka telur jafnframt að vöxtur útlána Íbúða- lánasjóðs skýri að hluta aukna einkaneyslu í þjóðfélaginu. Guðbjörg Anna Guðmunds- dóttir, sérfræðingur hjá Grein- ingu Íslandsbanka, segir að óvissan um niðurstöðu endur- skipulagningar á íbúðalánakerf- inu hafi neikvæð áhrif á mark- aðinn. Menn óttist að fyrir- hugaðar breytingar muni hafa í för með sér meiri útgáfu hús- bréfa en markaðurinn þoli án þess að til komi hækkun ávöxt- unarkröfunnar. Yfirverð á 40 ára húsbréfum var í gær 2,60% og hefur lækkað frá því það var hæst á þessu ári í ágúst síðastliðnum. Yfirverðið komst þá yfir 6% en ávöxtunar- krafan fór þá niður fyrir 4,3%. Ávöxtunarkrafa húsbréfa hafði þá ekki verið lægri síðan í febr- úar árið 1999, en þá fór hún einn- ig niður fyrir 4,3%. Nafnvextir af húsbréfum eru nú 4,75%. Ef ávöxtunarkrafa hús- bréfa er undir því myndast yf- irverð við sölu bréfanna á mark- aði. Hins vegar koma fram afföll við sölu þeirra ef ávöxtunarkraf- an er yfir 4,75%. Ávöxtunarkrafa 40 ára hús- bréfa var í kringum 5% um síð- ustu áramót. Hún fór að lækka er komið var fram í apríl og fór síð- an undir 4,75% í lok maí. Mikilvægt að fara varlega Í Morgunkorni Greiningar Ís- landsbanka í gær segir að hækk- un ávöxtunarkröfu húsbréfa end- urspegli mikið framboð og væntingar um að endurskipu- lagning íbúðalánakerfisins leiði til aukins framboðs á skulda- bréfamarkaði. „Þróun síðustu daga sýnir glöggt hversu mikil- vægt er að varlega verði farið í útlánaaukningu Íbúðalánasjóðs sem og að óvarlegt sé að byggja slíka aukningu á væntingum um fjárfestingar erlendra aðila í framtíðinni,“ segir Íslandsbanki. „Hækkun hámarksfjárhæðar húsbréfalána upp í 18 milljónir króna, í takt við frumtillögur fé- lagsmálaráðherra frá því fyrr á þessu ári, gæti hæglega leitt til þess að langtímavextir hækki umtalsvert.“ Greining Íslandsbanka segir jafnframt að tölur sem sýna aukningu einkaneyslu umfram aukningu kaupmáttar síðustu mánuði bendi til þess að neysla heimilanna sé nú að hluta drifin áfram af auknum lántökum. Á síðustu 12 mánuðum hafi útlán bankanna til einstaklinga, sem voru um 200 millljarðar króna í lok júlí, aukist um 1,2% að raun- virði. Á sama tíma hafi útlán Íbúðalánasjóðs, sem hafi numið tæpum 420 milljörðum króna í lok júlí, aukist um 10,0%. „Af þessu má ætla að aukin neysla sé nú að hluta fjármögnuð með rík- istryggðum útlánum Íbúðalána- sjóðs,“ segir Greining Íslands- banka. Í markaðsyfirliti Landsbanka Íslands í gær segir að engar ný- legar fréttir hafi borist að und- anförnu, sem geti skýrt þá miklu hækkun sem orðið hafi á ávöxt- unarkröfu húsbréfa. Hækkunin ætti að endurspegla væntingar um vaxtahækkanir og veki því þá spurningu hvort fjárfestar séu að skipta um skoðun varðandi fram- vinduna á komandi mánuðum. „Að mati Greiningardeildar er það m.a. mikil útgáfa hús- og hús- næðisbréfa og óvissa í tengslum við endurskipulagningu á hús- næðiskerfinu sem eru orsaka- valdar að þessu sinni,“ segir í Markaðsyfirlitinu. Greinignardeildin segir að reynslan hafi sýnt að oft í kring- um ársfjórðungslok, eins og nú sé, hafi ávöxtunarkrafa húsbréfa tekið að lækka og ávöxtun eig- enda skuldabréfa þá vænkast. Það sem vinni hins vegar hugs- anlega gegn þessari þróun að þessu sinni sé góð ávöxtun af inn- lendum og erlendum hlutabréf- um. Í ágústmánaðarriti Greining- ardeildar Landsbankans var birt spá um þróun helstu markflokka skuldabréfa. Þar var gert ráð fyr- ir að ávöxtunarkrafa t.d. 40 ára húsbréfa myndi sveiflast á bilinu 4,30-4,50% fram til áramóta. „Greiningardeild sér ekki ástæðu til þess að breyta þeirri spá og telur að ávöxtunarkrafa hús- og húsnæðisbréfa hafi hækkað um of á undanförnum dögum og væntir þess að krafan taki að lækka á nýjan leik á komandi vik- um,“ segir Greiningardeild Landsbankans. Vextir hækka vegna auk- inna útlána Íbúðalánasjóðs Einkaneysla hefur aukist í þjóðfélaginu að undanförnu. Greining Íslandsbanka telur að aukin einkaneysla sé að hluta fjármögnuð með ríkistryggðum útlánum Íbúðalánasjóðs.                  !  " #      $ % !  &'       VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS VARHUGAVERT er að draga of víð- tækar ályktanir um þróun fasteignaverðs, eins og Íbúðalánasjóður gerði í mán- aðarskýrslu sinni fyrir ágústmánuð. Þetta er mat Greiningardeildar Landsbanka Íslands. Greining Íslandsbanka kemst að svipaðri niðurstöðu í umfjöllun um ágústskýrsluna og segir að vangaveltur Íbúðalánasjóðs um þró- un fasteignaverðs og hámark húsbréfalána séu einungis leikur að tölum. Í ágústskýrslu Íbúðalánasjóðs var því m.a. haldið fram að fasteignaverð fylgi launaþró- un en ekki þróun hámarkslána sjóðsins. Komst sjóðurinn að þeirri niðurstöðu, að það verði að teljast hæpin rök að gildi hámarks- fjárhæða Íbúðalánasjóðs séu eins afgerandi í efnahagslegu tilliti og látið hafi verið í ljós af ýmsum hagsmunaaðilum. Guðmunda Ósk Krisjánsdóttir, sérfræð- ingur hjá Greiningardeild Landsbanka Ís- lands, segir að ástæða sé til að hvetja til vandaðri umræðu um málefni Íbúðalána- sjóðs. Nauðsynlegt sé að hafa í huga að margir þættir hafi áhrif á þróun fast- eignaverðs. Ekki megi einfalda þá umræðu um of, eins og gert hafi verið í ágústskýrslu Íbúðalánasjóðs. „Aukin umsvif Íbúðalánasjóðs, sem fyr- irhuguð eru, munu leiða til aukinnar eft- irspurnar eftir íbúðarhúsnæði,“ segir Guð- munda. „Aukin eftirspurn hefur áhrif til hækkunar á fasteignaverði. Hámarkslán Íbúðalánasjóðs hafa því klárlega áhrif á fast- eignaverð að öllu óbreyttu, eins og reyndar á við um marga aðra þætti.“ Stöðvun eignabólu Í maí síðastliðnum var því haldið fram í viku- ritinu Economist, að afleiðingarnar af mikilli hækkun fasteignaverðs geti verið af- drifaríkari en afleiðingarnar af verðbólu á hlutabréfamarkaði. Economist fjallaði þá einnig um hvaða möguleika stjórnvöld hafa til að stöðva myndun eignabólu, t.d. með því að setja mörk á veðsetningarhlutföll fast- eigna. Guðmunda segir að þetta sé í beinni andstöðu við það sem íslensk stjórnvöld hyggist gera. Ástæða sé til að taka tillit til þessara ábendinga Economist. H Ú S B R É F Umræðan verði vandaðri S É R B L A Ð U M V I Ð S K I P T I , E F N A H A G S M Á L O G A T V I N N U L Í F Á S A M T S J Á V A R Ú T V E G S B L A Ð I Hver ber ábyrgð? Ábyrgð stjórnenda og endurskoðenda 2 Maritech og Microsoft Maritech er að hefja samstarf við Microsoft 12 ERFITT AÐ EINKAVÆÐA ÚR ENGU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.