Morgunblaðið - 25.09.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.09.2003, Blaðsíða 4
4 B FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ NFJÁRMÁL GERT er ráð fyrir því að hlutfall þeirra íbúa heimsins, sem lifa á minna en sem svarar 80 krónum á dag, minnki um helming fyrir árið 2015 miðað við 1990, einkum vegna mikils hagvaxtar í Kína og á Indlandi. Þótt þessi vöxtur sé fagnaðarefni er ólíklegt að hann nægi til þess að hægt verði að ná öðrum svokölluðum þús- aldarmarkmiðum Sameinuðu þjóð- anna, sem felast meðal annars í því að gera öllum börnum kleift að ljúka grunnskólanámi, auk þess sem stefnt er að því að dauðsföllum meðal barna undir fimm ára aldri fækki um tvo þriðju. Í Afríku, þar sem hagvöxtur- inn hefur verið afar lítill, hefur bar- áttan gegn fátæktinni í öllum sínum skelfilegu myndum borið lítinn ár- angur. Til að flýta því að markmiðin í heil- brigðis- og menntamálum náist þarf að örva hagvöxtinn í þróunarlöndun- um, auka verulega aðstoðina við þau og nýta fjármunina, innlenda jafnt sem erlenda, á árangursríkari hátt. Þessi stefnumið styrkja hvert annað. Árangurinn ræðst af því hvort þetta þrennt verður gert samtímis. Árangursríkari nýting fjármun- anna felur í sér að bæta þarf alla þá þjónustu sem stuðlar að betri heilsu og menntun fólksins – koma á umbót- um í þjónustugreinum eins og vatns- veitu, sorphreinsun, rafveitu, al- menningssamgöngum, heilsugæslu og fræðslu. Það bregst of oft að fá- tæka fólkið fái þá þjónustu sem það á rétt á. Ríkisstjórnir verja mjög litlum hluta ráðstöfunarfjárins í þá þjónustu sem fátæka fólkið þarf til að bæta heilsu sína og menntun. Í Gíneu nýt- ur ríkasti fimmtungur íbúanna góðs af 48% af framlögum ríkisins til heil- brigðismála; fátækasti fimmtungur- inn nýtur aðeins góðs af 8% framlag- anna. Jafnvel þegar hægt er að verja fé hins opinbera í þágu hinna fátæku – til að mynda með því að beina fjár- mununum til barnaskóla og heilsu- gæslustöðva – berast peningarnir ekki alltaf til þeirra sem veita þjón- ustuna. Snemma á síðasta áratug fengu barnarskólarnir í Úganda að- eins 13% af þeim fjármunum sem renna áttu til þeirra, þegar laun kennara eru ekki tekin með í reikn- inginn; afgangurinn var notaður í eitthvað annað eða þá að peningunum var stolið. Samt nægir jafnvel ekki að auka hlutfall þeirra fjármuna sem berast til skóla fátæka fólksins – eins og gert hefur verið í Úganda. Til að hægt verði að bæta árang- urinn í menntamálum þurfa kennar- arnir að mæta til vinnu og standa sig vel í starfi, rétt eins og læknarnir og hjúkrunarfræðingarnir þurfa að gera til að árangur náist í heilbrigðismál- um. Þeir sem veita þjónustuna eru hins vegar oft fastir í kerfi þar sem hvatinn til að standa sig vel í starfi er lítill, spilling er útbreidd og pólitískar stöðuveitingar eru viðtekin venja. Könnun á fjarvistum í heilsugæslu- stöðvum í Bangladesh leiddi í ljós að 74% læknanna mættu oft ekki til vinnu. Fátæka fólkið fær ekki þá þjónustu sem það þarf vegna þess að það hefur lítil áhrif á það hvernig hún er veitt. Eins og sjúklingar á sjúkrahúsum, nemendur í skólum, farþegar í stræt- isvögnum og vatnsneytendur eru hin- ir fátæku skjólstæðingar eða við- skiptavinir. Fátæka fólkið er í tengslum við skólakennarana, læknana, strætisvagnastjórana og vatnsveitustarfsmennina sem veita þjónustuna. Fátæka fólkið er í svip- uðum tengslum við sölumenn þegar það kaupir varning á markaðnum. Í viðskiptum á samkeppnismarkaði er hinum fátæku veitt þjónusta vegna þess að þeir greiða þeim sem inna hana af hendi milliliðalaust. Ef þeir eru óánægðir hafa þeir vald yfir þeim sem veitir þjónustuna og geta neitað að eiga viðskipti við hann aftur. Hvað varðar þjónustugreinar eins og heilbrigðiskerfið, menntakerfið, vatnsveitur, rafveitur og sorphreins- un hefur hins vegar samfélagið ákveðið að þjónustan verði ekki veitt með markaðsviðskiptum vegna þess að samfélagið eigi að bera ábyrgð á henni – sökum meinbuga markaðsins og þeirrar staðreyndar að fólk á rétt á þessari þjónustu og á að geta kraf- ist hennar. Þessi þjónusta er þess vegna innt af hendi með svokallaðri „langri ábyrgðarleið“ – sem felst í því að borgararnir hafa áhrif á valdhaf- ana sem hafa áhrif á þá sem veita þjónustuna. Þegar tengslin á þessari löngu leið rofna bregst þjónustan (tíðar fjarvistir kennara, lekar vatns- leiðslur) og aðstæður fólksins versna. Fyrst skulum við velta fyrir okkur fyrri tengslunum á þessari löngu leið – tengslunum milli fátæka fólksins og stjórnmálamannanna. Hinir fátæku eru borgarar. Meginreglan er sú að þeir eigi að taka þátt í því að skil- greina markmið samfélagsins. Reyndin er hins vegar sú að þannig er það ekki alltaf. Valdhafarnir út- hluta ókeypis þjónustu og veita „skrópagemlingum“ stöður og fá- tæka fólkið nýtur sjaldan góðs af þjónustunni. Þegar hinir fátæku eru upplýstari um galla þjónustunnar reyna þeir hins vegar að knýja stjórnmálamennina til að standa sig betur. Þegar dagblöðin í Úganda skýrðu frá því að barnaskólarnir hefðu að- eins fengið 13% af því fé, sem hafði verið eyrnamerkt þeim í höfuðborg- inni, tók almenningur að krefjast þess að gerð yrði grein fyrir öllum op- inberu fjárframlögunum til skólanna í tilkynningum sem hengdar yrðu upp við dyr skólahúsanna. Síðan hef- ur hlutfall þess fjár, sem berst til barnaskólanna, aukist um 80%. Jafnvel þótt fátæka fólkið nái til valdhafanna batnar ekki þjónustan sjálfkrafa nema stjórnmálamennirnir tryggi að þeir sem veita eiga þjón- ustuna inni hana af hendi í raun. Eftir borgarastyrjöldina í Kambódíu greiddi ríkið læknum og hjúkrunar- fræðingum heilsugæslustöðva í tveimur héruðum laun í samræmi við bætta þjónustu við heimilin (sem óháðir eftirlitsmenn mátu). Ástandið í heilbrigðismálum batnaði verulega, til að mynda nutu fleiri heilsugæslu- þjónustu en í öðrum héruðum. Vald- hafarnir geta þó ekki alltaf fylgst með því hvort þjónustan sé innt af hendi, hvað þá refsað þeim sem standa ekki í stykkinu. Afleiðingarn- ar eru oft vandamál eins og tíðar fjar- vistir kennara og starfsmanna í heil- brigðiskerfinu. Í ljósi annmarkanna á löngu leið- inni er hægt að bæta þjónustuna með því að styrkja stuttu leiðina hvað ábyrgðina áhrærir – auka vald skjól- stæðinganna yfir þeim sem veita þjónustuna. Þegar þeir sem inna þjónustuna af hendi eru metnir að verðleikum og fá hvatningu standa þeir sig betur og lífskjör fólksins batna. Educo-áætlunin í El Salvador veitti samtökum foreldra rétt til að ráða og reka kennara og skyldaði þau til að senda fulltrúa sína í skólana mánaðarlega til að fylgjast með þeim. Aðhald skjólstæðinganna varð til þess að verulega dró úr fjarvistum kennara og nemenda og námsárang- ur barnanna batnaði. Engin ein lausn hentar öllum þjón- ustugreinum í öllum löndum. Lausn- irnar felast þó allar í því að auka vald hinna fátæku yfir þjónustugreinun- um – með því að gera þeim kleift að hafa eftirlit með þeim sem veita þjón- ustuna, hvetja þá eða refsa þeim ef þörf krefur, auka áhrif þeirra við stefnumótunina – og sjá til þess að þeir sem inna þjónustuna af hendi fái hvatningu til að þjóna fátæka fólkinu. Á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Monterrey í Mexíkó í fyrra skuld- bundu þjóðir heims sig til að gera allt sem á valdi þeirra stæði til að hjálpa þróunarlöndunum í baráttunni gegn fátækt. Meðal annars voru gefin fyr- irheit um að auðugu ríkin veittu þeim sveigjanlegri fjárhagsaðstoð og að þróunarlöndin nýttu hana og aðra fjármuni á árangursríkari hátt. Um- bætur á þjónustugreinunum, sem fel- ast í því að auka áhrif fátæka fólksins og hafa það í fyrirrúmi, flýta fyrir því að þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna náist. Nú er tímabært að hefjast handa. Áhrif fátækra verði aukin til að draga úr fátækt Nicholas Stern er aðalhagfræðingur Al- þjóðabankans. Shantayanan Dev- arajan er ritstjóri World Development Report 2004 og aðalhagfræðingur þeirrar deildar Alþjóðabankans sem fjallar um þróun lífskjara í heiminum. Reuters Fátækt fólk fær ekki þá þjónustu sem það þarf vegna þess að það hefur lítil áhrif á það hvernig hún er veitt. Eftir Nicholas Stern og Shantayanan Devarajan Umbætur á þjón- ustugreinum, sem felast í því að auka áhrif fátæka fólksins og hafa það í fyrir- rúmi, flýta fyrir því að þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna náist. BRESK fasteignafyrirtæki eru komin undir smásjá Baugs, að því er fram kemur í samtali breska blaðsins The Daily Telegraph og Jóns Scheving Thorsteinssonar, framkvæmdastjóra Baugs ID, fjárfestingararms Baugs Group. „Þessi fyrirtæki eru ekki dýr nú um stundir og ég get upplýst að við höfum skoðað þessi fyr- irtæki og stjórnendur þeirra eru fullir áhuga á að taka þau af markaði,“ segir Jón í blaðinu. Síðar bætir hann við: „Fasteignafélög halda að þau séu fær um að reka smásöluverslanir. Ég hef hingað til ekki séð dæmi þar um.“ Baugur Group hf. á hlut í bresku fasteignaþró- unarfélagi, LXB Group Limited. Auk Baugs standa Halifax Bank of Scotland (HBOS) og TBH Investment Limited, sem er í eigu skoska kaupsýslumannsins Toms Hunter, að félaginu. Spurður hvort að Baugur hefði íhugað að kaupa Liberty-verslunina á Carnaby stræti, sem er í eigu fasteignafélagsins Marylebone Warwick Balcour, segir Jón: „Ég er alltaf að skoða hana – við erum með skrifstofu hinum megin götunnar.“ Jón Scheving, sem hefur samkvæmt blaðinu uppá síðkastið leitað lánsfjár hjá ýmsum fjárfest- ingarfélögum, segir að Baugur sé að styrkja sig sem fjárfestingarfyrirtæki og hafi 100 milljónir punda, um 13 milljarða króna, til ráðstöfunar. Fyrirtækið sé þar með tilbúið í frekari kaup á breska markaðnum, en sem kunnugt er keypti Baugur fyrr á þessu ári leikfangafyrirtækið Hamleys. „Við erum búnir að eiga í viðræðum við aðila til að móta hlutabréfasafn okkar og höfum boðið sjóðum að koma þar að málum að einhverju leyti. Okkur skortir hinsvegar síst af öllu lausafé, auk þess sem við eigum mikið af vinum sem vilja fjárfesta með okkur.“ Baugur á 8% hlut í House of Fraser. Þegar Jón er spurður hvort að Baugur hafi áhuga á að gera tilboð í fyrirtækið ásamt auðmanninum Tom Hunter, segir Jón: „Það er góð hugmynd,“ og bætir svo við: „en þau viðskipti yrðu ekki auð- veld“. Um Big Food Group þar sem Baugur á 22,8% hlut segir Jón: „Við höfum sýnt stjórnendum fé- lagsins mikinn stuðning upp á síðkastið.“ Baugur með augastað á bresk- um fasteignafyrirtækjum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.