Morgunblaðið - 25.09.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 25.09.2003, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2003 B 7 NVIÐSKIPTI ATHAFNALÍF  eins og Ísland taki ekki þátt í því ferli. „Að mínu mati ætti eins lítið land og Ísland að taka alþjóðavæðingu opnum örmum. Tekjur Íslands eru háar og með því að opna land- ið meira gætu þær hækkað enn meira.“ Ofer segir það hafa komið sér á óvart að sjá hversu lok- að Ísland sé í viðskiptum. „Ég hef heyrt að Ísland sé ekki eins opið og það gæti verið. Þetta er mjög undarlegt því þið eruð smá þjóð og gætuð hagnast mun meira með auk- inni sérhæfingu.“ Ofer vill þó taka fram að hann er ekki sérfræðingur í ís- lensku hagkerfi. Hins vegar er hann sérfræðingur í heil- brigðiskerfum og er einmitt staddur hérlendis til að kenna í meistaranámi í heilsuhagfræði, sem er nýtt nám við Háskóla Íslands. „Ég hef lesið mér lítillega til um ís- lenskt heilbrigðiskerfi. Hér hafa allir heilsutryggingu frá ríkisstjórninni sem ég held að sé mjög gott. En hér eru allir heilbrigðisstarfsmenn, læknar og aðrir, á launum hjá ríkinu og ég held að það sé hægt að bæta. Að mínu mati er betra að einkaaðilar sjái um þjónustuna, þó ekki fyrirtæki sem eru rekin í hagnaðarskyni. Ég held að það fari betur á því. Heilbrigðisþjónusta krefst natni og nákvæmni og ég held að það sé ekki gott að ríkisstarfsmenn sinni þjón- ustu við sjúklinga,“ segir Ofer. Fyrsta kynslóð rússneskra hagfræðinga Meðfram því að kenna við Hebreska skólann í Jerúsalem starfar Ofer við Nýja hagfræðiskólann í Moskvu en hann er einn af stofnendum skólans. Á árinu 1991 fór Ofer oft til Rússlands og tók meðal annars þátt í að koma á fót fyrirtæki. Hann nefnir ekki um hvers konar fyrirtæki var að ræða en segir það ekki hafa verið rekið í hagnaðar- skyni. Þegar finna átti Rússa til að reka fyrirtækið segir Ofer að málið hafi vandast. „Ég reyndi að finna hagfræð- inga til að koma að rekstrinum. Ég fór oft til Rússlands á árinu 1991 til að reyna að finna fólk inn í batteríið en komst að því að hagfræðingarnir voru af gamla skólanum. Þeirra skilningur á markaðshagkerfi var mjög takmark- aður. Það var engin þjóðhagfræði til í Sovétríkjunum. Menn þurftu bara að læra að fylgja skipunum. Ég hugsaði með mér, þessar breytingar eiga eftir að taka langan tíma. Við þurfum hagfræðinga, rússneska hagfræðinga. Svo ég tók þátt í að koma á fót Nýja hagfræðiskólanum í Moskvu 1992 og tek þátt í rekstri hans.“ Ofer segist hafa þurft að gera breytingar á sínu eigin lífi um leið og hann reyndi að stuðla að breytingum á rússnesku hagkerfi. „Þetta breytti reyndar lífi mínu því ég kom í fyrsta sinn til Rússlands 1989 en hef farið yfir hundrað sinnum til Rússlands síðan þá. Þessi skóli kennir vestræna hagfræði en í rússnesku umhverfi. Við tökum fyrir rússnesk vandamál, notum rússneskar tölur og för- um yfir rússneskar rannsóknarspurningar.“ Skólinn býður upp á meistaranám í hagfræði og að sögn Ofer eru bestu nemendurnir sendir í doktorsnám í bestu skólunum á Vesturlöndunum. „Þessir nemendur eru að tínast til baka og nú höfum við náð að koma okkur upp hópi ungra hagfræðinga, í kringum þrítugt, sem starfa við skólann. Þarna er í raun komin fyrsta kynslóð rússneskra hagfræðinga,“ segir Ofer. Ísland þarf að opnast meira Litlir markaðir, nokkurs konar syllumarkaðir, sem krefj- ast hátækni og mikillar sérþekkingar eru þeir sem Ofer sér fyrir sér að Íslendingar geti náð árangri á. „Ég sé Ís- land sem framleiðanda á þjónustu frekar en vörum. Menntastigið er hátt og staðsetning landsins ekki svo slæm. En mér sýnist sjávarútvegurinn standa í vegi fyrir þessu. Þið ættuð að fjárfesta meira í menntun. Þið þurfið bara litla markaði. Ísland verður aldrei tryggingarisi eða fjármálarisi. Þið munuð gera litla hluti. Svona lítið sam- félag getur hagnast verulega á að eiga viðskipti við önnur lönd. Ísland gerir ekki nóg af því að skipta við aðra. Það er enginn vafi í mínum huga að Ísland er allt of lokað land í viðskiptum. Lífsgæðin og tekjurnar gætu náð hæstu hæðum ef landið yrði opnað meira. Með því að líta á tölur þá sé ég að inn- og útflutningur er um 30% af vergri landsframleiðslu. Það er svipað og til dæmis í Þýskalandi sem er miklu stærra land. Þar til inn- og útflutningur fer upp í 200% af landsframleiðslu þá er það ekki nóg. Ég skil ekki ennþá hvernig land með 30% inn- og útflutning af landsframleiðslu getur haldið svo háum lífsgæðum. Ég hef spurt marga en enginn gat svar- að þessu. Margir virðast sammála mér um það að landið þurfi að opnast meira.“ Íslendingar kenni Rússum fiskveiðitækni Spurður að því hvort hann sjái fyrir sér einhvers konar samstarf milli Rússlands og Íslands kveðst hann helst sjá það fyrir sér á sviði fiskveiða. „Íslendingar eru langt komnir í tækni í sjávarútvegi og fiskveiðum. Rússland er hins vegar stutt á veg komið í þessum málum. Íslendingar gætu ábyggilega kennt þeim mikið.“ Gur Ofer segist heillaður af íslenskri náttúru en ekki gera ráð fyrir að koma aftur hingað til lands, enda sé hann „ekki beint á tvítugsaldri“ eins og hann orðar það. Ofer heldur til Jerúsalem á laugardag en viku síðar er hann floginn til Moskvu. gera. Hagfræðingarnir sögðu: færið ykkur yfir í markaðs- hagkerfi á stundinni. Þeir höfðu ekki góðan skilning á því úr hverju þeir voru að breyta. Ef þú ætlar að gera breyt- ingar þá verðurðu að þekkja kerfið sem er fyrir ekki síður en markaðshagkerfið sem á að innleiða.“ Mikil áhætta, mikill hagnaður Með opnun markaða í Rússlandi og Austur-Evrópu hafa opnast fjárfestingartækifæri, sem íslenskir fjárfestar meðal annarra hafa nýtt sér með góðum árangri. „En heyrðirðu um alla þá sem töpuðu?“ spyr Ofer innt- ur eftir því hvort fjárfestar eigi ekki hægt um vik að fara inn á eins ómótaðan markað og hinn rússneska og upp- skera ríflegan hagnað. „Þetta er mjög áhættusamur og mjög ábatasamur staður fyrir fjárfesta. Fjármálaum- hverfið er áhættusamt vegna þess að það eru engin lög sem vernda einkaeignir, hvorki eignir Rússa né útlend- inga. Það eru heldur engar óformlegar reglur sem leið- beina um hegðun í viðskiptum.“ Einhver lög segir Ofer vera til staðar en enn svífi andi gamla kerfisins yfir vötn- um þegar „engu skipti hver hafði rétt fyrir sér, rík- isstjórnin hafði alltaf rétt fyrir sér“. Umhverfið sé mun hættulegra en víðast hvar annars staðar því ekki sé hægt að treysta því að staðið sé við gerða samninga. „Þú getur gert samninga um viðskipti en það gerist mun oftar í Rússlandi en annars staðar að ekki er staðið við gerða samninga. Þú getur ekki verið viss um við hvern þú ert að skipta. Þarna eru gríðarleg tækifæri en það er alltaf sá möguleiki að tapa miklu. En líkt og á hlutabréfamark- aðinum er líka hægt að græða mikið,“ segir Gur Ofer. Hrifinn af íslensku heilbrigðiskerfi En Ofer segir ástandið engu að síður fara batnandi í Rússlandi. „Tvö skref áfram og eitt afturábak,“ segir hann og bætir við að Austur-Evrópu gangi betur að fóta sig í markaðshagkerfi enda hafi þau ríki fengið leiðbein- ingar frá Evrópusambandinu um hvernig þau eigi að haga sér. Hann segist eiga erfitt með að skilja hvers vegna land en nokkuð sem fólk hafði séð á tímum Sovétríkjanna. Allt kom þetta að utan og dró úr möguleikum til innlendrar framleiðslu. Í upphafi hrundu tekjur ríkisins því ríkið var vant að fá skattana sjálfkrafa. Fyrirtækin voru ekki vön því að þurfa að greiða skattana, það var séð um þetta allt saman af ríkinu. Það tók mörg ár að finna út úr því hvern- ig ætti að gera þetta.“ Ofer segir ástandið í efnahagsmálum í Rússlandi klár- lega mun betra en fyrir fjórtán árum síðan. „En það er enn mikið eftir. Það eru ótal vandamál sem þarf að taka á og það mun taka lengri tíma. Við verðum að muna að það tók þróuð lönd hundruð ára að koma á hagkerfi annars vegar og pólitísku kerfi hins vegar og læra að láta þessi kerfi starfa saman. Samt koma upp mál eins og Enron- hneykslið,“ segir Ofer og bætir við að ástandið nú sé þó ekki eins gott og menn bundu vonir við að það yrði þegar frá liði. „Við héldum að ástandið yrði miklu betra. Málið er að þessar breytingar eru mun erfiðari en hagfræðingar sem skilja ekki almennilega kommúnismann gerðu ráð fyrir,“ segir Ofer og vísar til þess hóps hagfræðinga sem hann sjálfur tilheyrir, svokallaðra Sovietologists eða sov- étfræðinga í hagfræði. „Þegar Sovétríkin liðu undir lok fengu ráðamenn í Rússlandi hagfræðinga alls staðar að úr heiminum til að ráðleggja um breytingarnar sem þurfti að ægt að leggja sama ndi og gert er í öðr- einkavædduð bank- rfitt og ég er nokkuð mál tengd þeim mál- þeir störfuðu í raun narinnar. Þeir höfðu r skugga um að þau oru ekki að lána upp á því að bankarnir oru í raun að koma í a við hann. Lausnin ka, fá erlenda banka and hefur neitað að væðingu íslenskt dæmi. „Mér ölu áfengis. Hugsum engisverslunina. Það í það væri verið að eru mörg einkafyr- reynda stjórnendur kipta því upp í fleiri En þegar þarf að eigu þá vandast mál- æða úr engu. Í Sov- itla búð, við erum að arf að koma úr rík- ssar ákváðu að leysa ætt en ekki allt. „Al- æru fyrirtækin end- m urðu ákaflega ríkir að sögn Ofer, þegar voru svo mikið betri einkavæða úr engu atasamar. Margir hafa farið flatt á því að stofna fyrirtæki í Rússlandi því löggjöf um einkaeignarrétt vantar. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson eyrun@mbl.is ............................................. Þ a ð e r e n g i n n v a f i í m í n u m h u g a a ð Í s l a n d e r a l l t o f l o k a ð l a n d í v i ð s k i p t u m . L í f s g æ ð i n o g t e k j u r n a r g æ t u n á ð h æ s t u h æ ð - u m e f l a n d i ð y r ð i o p n a ð m e i r a . .............................................

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.