Morgunblaðið - 25.09.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.09.2003, Blaðsíða 12
          !"#$ %&'  % (                               !"## %&'"#$ # ." .." ."/" '&  ) & *+  . . . , &    - % (   &)'! ÞAÐ hefur verið storma-samt í íslensku viðskiptalífiað undanförnu. Tekist hef-ur verið á um völd og áhrif í mörgum af stærstu félögum landsins og hefur eignarhald í mörgum þeirra tekið miklum breytingum á síðustu mánuðum. Á síðasta ári má segja að átökum þeim sem staðið höfðu lengi um Ís- landsbanka hafi lokið með ósigri Orca-hópsins svokallaða í barátt- unni við ríkjandi meirihluta í bankráði Íslandsbanka. Með sölu á hlut ríkisins í Bún- aðarbanka annars vegar og Lands- banka hins vegar skýrðust línur jafnframt á fjármálamarkaði. Sam- son festi kaup á meirihluta í Lands- bankanum en S-hópurinn náði meirihluta í Búnaðarbanka en fyrir hafði hann tryggt sér yfirráð í Vá- tryggingafélagi Íslands. Með sam- runa Búnaðarbanka og Kaupþings, sem samþykktur var af stjórnum félaganna í apríl skýrðust línur á fjármálamarkaði, þar sem þrír stórir og öflugir bankar eru nú starfandi, er allir hafa margvísleg ítök í viðskiptalífinu með beinum og óbeinum hætti. Upphafið að þeim miklu átökum er náðu hámarki í síðustu viku var togstreitan um yfirráð yfir Skelj- ungi er hófst í júlí. Þar tókust fyr- irtækin tengd hinum svokallaða Kolkrabba á við Kaupþing-Búnað- arbanka um meirihluta í félaginu. Lyktaði þeim átökum með sam- komulagi í ágúst um að Kaupþing- Búnaðarbanki, Burðarás og Sjóvá- Almennar tóku höndum saman um að afskrá félagið úr Kauphöllinni og sameinast um rekstur þess. Seldu félögin þrjú bréf sín í Skelj- ungi eignarhaldsfélaginu Steinhól- um, sem er að hálfu í eigu bankans en Sjóvá-Almennar og Burðarás eiga sinn fjórðunginn hvort. Í lok ágúst má segja að Samson- hópurinn og Landsbankinn hafi komið Íslandsbanka á óvart með því að auka verulega við hlut sinn í Fjárfestingarfélaginu Straumi og leit út fyrir að stríð væri að hefjast um Straum eftir logn í nokkur misseri. Íslandsbanki svaraði fljótt fyrir sig og jók einnig við hlut sinn í Straumi. Eftir það voru bankarnir og tengdir aðilar með mjög svipað magn atkvæða á bak við sig í Straumi og við það myndaðist ákveðin pattstaða. Hvorugur aðili gat knúið fram breytingar hjá fé- laginu án samþykkis hins. Umrótið í viðskiptalífinu hélt áfram í síðustu viku er Íslands- banki eignaðist meirihlutann í Sjóvá-Almennum og varð á ný ráð- andi hluthafi í Straumi en Lands- bankinn og tengdir aðilar seldu allt sitt út úr Straumi. Í ágúst hófst enn á ný umræða um samruna SH og SÍF og lögðu Íslandsbanki og Landsbanki ríka áherslu á að af sameiningu félag- anna yrði. Frá því var hins vegar horfið vegna mikillar andstöðu S-hópsins sem tókst að tryggja sér yfirráð yfir SÍF. Ein stærsta breytingin í fléttu síðustu viku var að Landsbankinn eignaðist stóran hlut í Eimskipa- félagi Íslands og þar með í Burðar- ási, Brimi og flutningafélaginu Eimskip. Ráðandi staða Lands- bankans í Burðarás hefur mikil áhrif á SH en Landsbankinn og Burðarás eiga meirihluta í SH. Ís- landsbanki er þriðji stærsti hlut- hafi SH, en ásamt hlut Sjóvá-Al- mennra er hlutur Íslandsbanka í SH ríflega 20%. Samanlagður hlut- ur bankanna og tengdra aðila er tæplega 75% en þar að auki á Fjár- festingarfélagið Straumur 12% eignarhlut, að því er fram kemur í Morgunkorni Íslandsbanka í gær. „Almennt er það ekki í samræmi við stefnu bankanna og fjárfesting- arfélaga á borð við Straum að taka þátt í atvinnurekstri með þeim hætti að eiga ráðandi hlut í eðlis- ólíkum fyrirtækjum. Því verður að telja líklegt að þeir muni á næst- unni leitast við að losa um eignar- hluti sína,“ segir í Morgunkorni. Þetta leiðir hugann að Flugleið- um en Straumur á nú um 30% hlut í félaginu sem Straumur fékk í skiptum fyrir hluta af bréfum sín- um í Eimskipafélaginu. Það hefur ekki farið leynt að eigendur Baugs, sem eru stórir hluthafar í Flugleið- um, hafa áhuga á að auka hlut sinn í Flugleiðum. Það er hins vegar í höndum stjórnar Straums að taka ákvörðun um hvort hluturinn verð- ur seldur eða hvort félagið telji rétt að eiga hlutinn áfram. Það er yf- irlýst stefna Straums að taka þátt í umbreytingarverkefnum og í við- tali við Morgunblaðið nýverð kom fram í máli framkvæmdastjóra Straums, Þórðar Más Jóhannes- sonar, að Straumur sæi ákveðin tækifæri í Flugleiðum. Hvort sem það eru bein afskipti með stjórn- arsetu er ekki hægt að fullyrða hér. Straumur átti stóran hlut í Eim- skipafélaginu án þess að óska eftir því að fá mann í stjórn en Þórður Már situr í stjórn SH í krafti eign- ar Straums í fyrirtækinu. Þá á eftir að koma í ljós hver af- drif Brims, sjávarútvegsarms Eimskipafélagsins, verða. Loks er ekki ólíklegt að ein- hverjar sviptingar verði á smásölu- markaði. Þar hafa verið að byggj- ast upp tvær öflugar fylkingar, Kaupás og Baugur, sem segja má að skipti markaðnum á milli sín. Ekki er hægt að útiloka að einhver breyting verði á eignarhaldi Kaupáss, sem er í meirihlutaeigu Framtaks fjárfestingarbanka, sem er hins vegar í eigu Straums, í kjöl- far sviptinga síðustu daga. Ekki er líklegt að Straumur ætli sér að reka matvörukeðju í langan tíma enda líklegt að aðrir fjársterkir að- ilar hafi hug á að hasla sér völl á þessu sviði. Hvort sem það eru ein- staklingar sem hafa reynslu á mat- vörumarkaði eða öðrum verslunar- rekstri. Eins er ekki loku fyrir það skotið að eigendur Baugs selji ein- hverjar þær verslanir sem heyra undir Baug Ísland, sem rekur m.a. matvöru- og sérvöruverslanir fyr- irtækisins á Íslandi, vegna þeirrar útrásar sem einkennir rekstur Baugs um þessar mundir. Þessar miklu sviptingar í við- skiptalífinu undanfarið hafa vakið upp ýmsar spurningar og getgátur m.a. um hverjir muni fara nýir inn í stjórn Eimskipafélagins og hvort skipt verði um stjórnendur þess. Hins vegar er ljóst að bankarnir hafa tryggt sér gífurlega sterka stöðu í viðskiptalífinu. Landsbanki og Íslandsbanki hafa skipt á milli sín þeim fyrir- tækjum er áður voru talin til Kol- krabbans. Allir bankarnir tengjast nú tryggingafélögum með einum eða öðrum hætti. Kaupþing-Bún- aðarbanki og VÍS, Íslandsbanki og Sjóvár-Almennar og að auki er ná- ið samstarf á milli Tryggingamið- stöðvarinnar og Landsbankans. Spurningin sem vaknar er hvort að með þessu hafi náðst jafnvægi í viðskiptalífinu á nýjan leik eða hvort frekari sviptingar séu fram- undan. Sviptingum lokið? Innherji skrifar Innherji@mbl.is HUGBÚNAÐARFYRIRTÆKIÐ Maritech, sem meðal annars sér- hæfir sig í lausnum fyrir sjávar- útveginn hefur verið valið sem samstarfsaðili Microsoft-fyrir- tækisins banda- ríska við þróun á lausnum sem byggjast á Microsoft Bus- iness Framework (MBF) forritun- arumhverfinu sem er nýjasta viðbótin við .Net tækniumhverfið. Maritech kemst þar í sérvalinn hóp 14 fyrirtækja í Evrópu sem fá þannig aðgang að nýjustu tækni- nýjungum hjá Microsoft sem trygg- ir þeim forskot þegar þessar nýj- ungar fara í almenna dreifingu. Maritech er stærsti framleiðandi heims í upplýsingakerfum fyrir sjávarútveginn auk þess sem fyr- irtækið þróar ýmsar aðrar lausnir fyrir íslenskan markað og hefur notast við hugbúnað frá Microsoft sl. 10 ár. Viðurkenning fyrir íslenskan sjávarútveg Halldór Lúðvígsson, framkvæmda- stjóri Maritech, segir að samstarf Maritech og Microsoft sé mikil við- urkenning fyrir Maritech. Enn- fremur sé um að ræða viðurkenn- ingu fyrir íslenskan sjávarútveg og staðfesti að íslenskur sjávarútvegur er í fararbroddi í heiminum hvað varðar tækninýjungar en Maritech hefur þróað lausnir sínar undanfar- in ár í nánu samstarfi við fram- sæknustu sjávarútvegsfyrirtækin hér á landi, að sögn Halldórs. Hann segir að upphafið að þessu nýtilkomna samstarfi við Microsoft hafi verið að fyrir um ári hafi Mari- tech farið í stefnumótun varðandi framtíðartækniumhverfi fyrirtækis- ins. Eftir þá vinnu hafi þeir verið sannfærðir um að Microsoft yrði leiðandi aðili í þeim miklu breyt- ingum sem eru að verða á tækni- umhverfi heimsins, en þar á Hall- dór einkum við að tæknin er að færast úr biðlara – miðlara um- hverfi yfir í tölvukerfi sem byggj- ast á dreifðum netsamskiptum. „Í ljósi þess fórum við í viðræður við Microsoft í Bandaríkjunum og þær viðræður hafa nú leitt til þess að við ásamt 13 öðrum hugbúnaðar- fyrirætkum í Evrópu höfum verið valin til sam starfs við Microsoft við þróun á lausnum sem byggjast á þessu framtíðartækniumhverfi þeirra. Microsoft er að verja gríð- arlegum fjármunum í þróun á þessu tækniumhverfi.“ Margs konar aðstoð Halldór segir að samstarfið muni hjálpa Maritech við að flytja lausn- ir sínar yfir í nýjustu tækni Micro- soft um leið og hún verður aðgengi- leg á hverjum tíma og Microsoft muni aðstoða fyrirtækið við það á margvíslegan hátt, eins og með þjálfun starfsfólks, aðgengi að starfsmönnum Microsoft og fleira. „Í staðinn gefum við álit okkar á því hvað megi betur fara í þessum nýja umhverfi þeirra,“ segir Hall- dór. Hann segir að Maritech hafi byggt upp öflugt sölunet um allan heim. Fyrirtækið er með skrifstofur á fjór um stöðum í heiminum, í Nor- egi, Norður-Ameríku, Bretlandi og Íslandi, auk þess sem umboðsaðilar eru víðar um heim. Viðskiptavinir fyrirtækisins eru um 800 talsins í 12 löndum og sem stendur er félag- ið að innleiða stór kerfi í Þýska- landi, á Nýja Sjálandi og Ítalíu meðal annars. „Það virkar vel á þessum markaði að selja lausnir frá Íslandi þar sem ímynd íslensks sjávarútvegs er góð. Microsoft staðfestir það einnig með því að ganga til samstarfs við okkur. Sterkur sjávarútvegur hér gefur okkur mikið samkeppnisfor- skot.“ Halldór segir að út frá mark- aðssjónarmiði opnist ýmsir mögu- leikar með þessu samstarfi í tengslum við dreifinet Microsoft sem sé nokkur hundruð þúsund samstarfsaðilar um allan heim. Tveggja milljarða velta Stærsti eigandi Maritech er Tölvu- Myndir hf. en Maritech var klofið út frá TölvuMyndum fyrir þremur árum. Velta félagsins á síðasta ári var tæpir tveir milljarðar króna. Spurður um þróun fyrirtækisins á næstu árum segir Halldór að vöxtur sé framundan. „Við þreföld- uðum veltuna í Norður-Ameríku á fyrri hluta þessa árs og erum að vaxa mikið þar áfram. Auk þess höfum við einbeitt okkur í sífellt meira mæli að lausnum fyrir fisk- eldi, en þar eru mikil sóknarfæri,“ sagði Halldór að lokum. Maritech til liðs við Microsoft Morgunblaðið/Jim Smart Höfuðstöðvar Maritech hf. eru á 4. hæð í þessu húsi í Hlíðarsmára í Kópavogi. Halldór B. Lúðvígsson framkvæmdastjóri Maritech hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.