Morgunblaðið - 26.09.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.09.2003, Blaðsíða 10
10 | FÓLKIÐ | FÖSTUDAGUR 26|9|2003 MORGUNBLAÐIÐ Ást og rómantík Evrópskur tungumáladagur haldinn hátíðlegur í Kaffi Kúlture. Fólk víðs vegar að úr heiminum les upp rómantíska, lostafulla eða ástþrungna kafla úr bókum á eigin tungumáli og að upplestrinum loknum fá íslenskumælandi hlustendur skýringar á tungumáli sem þeir skilja. Dagskráin verður fremur óformleg, opin og lýðræðisleg þannig fólki er frjálst að mæta með sínar bækur og lesa og segja frá sögum á öðrum tungumálum. kl. 21.00 Kátir voru karlar „Þeir fiska sem róa“ er yfirskrift atvinnuvegasýningar á Akranesi, en hátt í 100 fyrirtæki og stofnanir kynna framleiðslu og þjónustu á inni- og útivist- arsvæði á Jaðarsbökkum. Í tilefni dagsins er frítt í sund, leiktæki og skemmt- un, í bland við fróðleik um fjölbreytta atvinnustarfsemi. Kapital Ingvi og Doddi spila hressa hústónlist á Kapital í kvöld. NASA Plötusnúðar sjá um að skemmta gestum á NASA á laugardags- kvöldum og í kvöld er komið að DJ Hlyni. Metz DJ Andrés spilar bæði föstudags og laugardags- kvöld. Nýr mat- seðill tekur við á Metz um helgina með fullt af nýjum og spennandi réttum. V I K A N 2 6 . s e p t . - 2 . o k t . LaugardagurFöstudagur Morgunblaðið/Jim Smart ÓLAFUR PÉTUR GEORGSSON GÍTARLEIKARI, STEFÁN JÓNSSON BASSALEIKARI, EDDA TAG- EDER ÓSKARSDÓTTIR GÍTARLEIKARI, JÓNAS HLÍÐAR VILHELMSSON TROMMARI OG FREMST ER SÖNGKONAN RAGNHILDUR ÍSLEIFSDÓTTIR. Hljómsveitin Sein (ekki upp á þýsku) hefur starf- að frá árinu 1999 en það er ekki fyrr en að und- anförnu sem hún hefur vakið nokkra athygli. Hún spilar m.a. á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves sem fram fer í október. Þeir sem vilja ekki bíða þangað til þá að hlýða á þessa hressilegu pönk- sveit geta farið á Vídalín í kvöld. Dagskráin hefst kl. 23 og hita Innvortis og Oblivious upp fyrir Sein. „Ég heyrði Stefán [bassaleikara, sem er líka í Saktmóðigi] ræða um stofnun hljómsveitarinnar en ég þekkti hann ekki neitt. Ég spratt á fætur og sagði: Ég ætla að vera söngkona! Þá varð ekki aftur snúið en þetta byrjaði mjög skrautlega,“ segir Ragnhildur Ísleifsdóttir, söng- kona sveitarinnar. „Ég er búin að vera gólandi alla ævi, svona yfir uppvaskinu á meðan foreldrarnir voru að horfa á fréttirnar,“ segir hún um upphaf söngferils- ins. Leiðin lá síðan í Söngsmiðjuna árið 1995 og hefur Ragnhildur sung- ið enn meira síðan. Hún og Óli gítarleikari, Ólafur Pétur Georgsson, eru kærustupar og eiga tæplega eins árs gamla dóttur, og segir hún að samstarfið og sam- búðin gangi vel. „Þetta er bara æðislegt. Ef við værum ekki í hljóm- sveitinni saman þá myndum við sjást ennþá minna en við gerum. Þetta er bara frábært að vera með sameiginlegt áhugamál sem við höfum svona gaman af,“ segir hún og bætir við að það sé nauðsynlegt að eiga góða að til að þetta gangi upp eins og hvað varðar pössun en Sein æfir tvisvar í viku. „Þetta er bara rosalega gaman. Alveg sama hvað maður er í vondu skapi, pirraður og þreyttur, þegar maður mætir á æfingu, þá hverfur það á æfingunni.“ Þau eru fimm í hljómsveitinni. „Við komum öll úr sinni áttinni hvert en erum mjög góðir vinir,“ segir hún en þau eru öll á aldrinum 25 ára til rúmlega þrítugs. Ragnhildur syngur á íslensku og semur mikið af textunum. „Ég hef verið skömmuð fyrir að vera rosalega bitur,“ segir hún um innihald text- anna en bætir við að ástæðan geti verið sú að þeir sem þekki hljóm- sveitina ekki taki textana of alvarlega. „Ég skrifa mikið um samskipti kynjanna frá svolítið kómískri hlið. Og líka um drykkju. Það er fjallað um alvarlega hluti en það er tekið á þeim á kómískan og kaldhæðinn hátt,“ segir Ragnhildur, sem finnst gaman á sviðinu. Nafnið kom upp á hljómsveitaræfingu. „Við vorum búin að vera í svona ár að spá í hvað hljómsveitin ætti að heita. Ég kom alltaf of seint á hverja einustu æfingu, allt frá tíu mínútum og upp í klukkutíma. Svo kem ég of seint einu sinni enn og þá sagði einhver – þú ert alltaf of sein – þá sagði ég: Af hverju heitum við ekki bara Sein? Og þá var nafnið komið.“ | ingarun@mbl.is AÐ VERA SEIN NASA Sálin hans Jóns míns er með tónleika í kvöld. Hljómsveitir og lif- andi tónlist eru í fyrirrúmi á NASA á fimmtudögum og föstudögum. Kapital Plötusnúðurinn Tomm White sér um dans- stemninguna og Sammi úr Jagúar spil ar undir á slagverk. Á ferðalagi Tónleikar með KK og Magnúsi Ei- ríkssyni í Hlégarði í Mosfellsbæ, þar sem þeir flytja lög af nýútkom- inni plötu. Upplýsingar um aðra tónleika þeirra er að finna í Stað og stund á Mbl.is. Sönglög Sigrún Hjálmtýsdótt- ir sópran, Gunnar Guðbjörnsson ten- ór, Kristinn Sigmundsson, bassi og Jónas Ingimundarson píanó flytja ís- lensk sönglög og óperuaríur í Saln- um, Kópavogi. kl. 20.00 Rokkstuð Hljómsveitin 200.000 Naglbítar spilar á Grand Rokki. kl. 23.00 Gaukur á Stöng Töffararnir í Buff halda uppi gleði, grín og glens fram eftir öllu, ásamt DJ Master. Stuðmenn á Egilsstöðum Stuðmenn skemmta Austfirðingum á laugardagskvöldið í Valaskjálf á Egils- stöðum. Þetta eru fyrstu tón- leikar Stuðmanna eftir vel- heppnaða för í Tívolí í Danaveldi. Þeir sem vilja tryggja sér miða á ballið geta það í forsölu í Vala- skjálf milli 17 og 19 á laugardag. Gaukurinn Strákarnir í Skítamóral spila á Gauki á Stöng langt fram eftir kvöldi. Lundin létt Hið árlega Lundaball, árshátíð bjargveiðimanna Eyjum, verður haldið í Höl inni í Vestmannaeyjum. Hálft í hvoru spilar. Nú er lundavertíðinni formlega lokið, Veiðibikarinn er af- hentur því félagi sem skil ar flestum veiddum lund- um hverju sinni. Harðkjarni Harðkjarnatónleikar í Norð- urkjallara MH fyrir Amnesty. Fram koma: Fighting Shit, Molesting Mr. Bob, Still Not Fallen, Dark Harvest, Chan- ger, Andlát og I Adapt. Kl. 20. Sjónþing Kolbrún Björgólfsdóttir eða Kogga rekur feril sinn á Sjónþingi Gerðubergs, en hún er í hópi virt- ustu leirlistamanna á Íslandi. Stjórnandi er Aðalsteinn Ingólfs- son listfræðingur og spyrlar Edda Jónsdóttir myndlistarmaður og Tinna Gunnarsdóttir iðnhönnuður. Samtímis opnar yfirlitssýning á verkum Koggu. kl. 13.30

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.