Morgunblaðið - 26.09.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 26.09.2003, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26|9|2003 | FÓLKÐ | 11 l mi l- Sendu á folkid@mbl.is Frá mánudegi til fimmtudagsSunnudagur Morgunblaðið/Jim Smart ÁSTIN OG GOLFIÐ Forgangsröðin er misjöfn hjá fólki eins og gengur. Sumir láta makann ganga fyrir, aðrir einbeita sér að golfinu. Enn aðrir sameina þetta tvennt, annaðhvort með óvígðri sambúð við golfsettið, eða með því að drífa betri helminginn með sér út í snortna náttúru golfvallarins. Þá er tilvalið að taka þátt í mótum Hjónaklúbbsins, en lokamót hans verður haldið hjá golfklúbbum Kópavogs og Garðabæjar á sunnudaginn. Á Íslandi eru haldin yfir 1.000 opin golfmót á sumrin, á tímabilinu frá apríl fram í október. Í fyrra voru haldin mót í nóvember og sumarflatir notaðar, enda var þá einmunatíð. Stærstu mótin, eins og Toyota-mótaröðin, eru búin, en um helgina eru engu að síður fjölmörg mót. Þar má nefna hin svonefndu Bændaglímumót, sem haldin eru hjá mörgum golfklúbbum á morgun. Þetta eru lokamót hjá klúbbunum og á þeim er gjarnan slegið á létta strengi og endað með allsherjar skemmtun. Á sunnu- daginn fer fram Rökkurmót hjá golfklúbbnum Gljúfri, en þar er leikið með sjálflýsandi kúlum. Á morgun verður Opna „Hole in One“-mót Golfklúbbs Reykjavíkur haldið á Grafarholtsvelli, en sigurvegarinn hlýtur flugferð til Aberdeen fyrir tvo. Golfklúbburinn Flúðir stendur fyrir tveimur mótum; Hattamóti fyrir konur, þar sem keppendur klæðast fjöl- skrúðugu höfuðtaui og Framsókn Open, sem hefur verið haldið síðustu ár og laðaði til sín 80 keppendur í fyrra. |ivarpall@mbl.is Ham - Lifandi dauðir Heimildarmynd í Sjónvarpinu um hljómsveitina Ham sem var ein vinsælasta þungarokkhljómsveit um árabil með þá Óttarr Proppé og Sigurjón Kjartansson í fararbroddi. Kl. 15.10 Tolstoj „Kósakkar“, rússnesk kvikmynd frá 1961, byggð á samnefndri skáldsögu Lévs Tolstoj sem kom- ið hefur út á íslensku í þýðingu Jóns Helgasonar ritstjóra, verður sýnd í bíósalnum, Vatnsstíg 10. Leikstjóri V. Pronin. Enskur texti. Að- gangur ókeypis og öllum heimill. K l. 1 5 .0 0 Þriðjudagur Amma gamla myndi eflaust fagna því ef barnabarnið skytist í heimsókn og rakaði haustlaufin í garðinum í leiðinni. t a í ll- l- kl. 21.00 Bubbi er núna á tónleika- ferðalagi um landið en á sunnudagskvöld verður hann í Vagninum á Flateyri. Frekari upplýsingar um tón- leikaferðalagið má sjá á Staður og stund á Mbl.is. Með sítt að aftan Súellen, Dúkkulísur og Herbert Guðmundsson spila á Sjallanum á Ak- ureyri á laugardags- kvöld. Íbúar höfuðborgarsvæðisins geta séð þau á Players í Kópavogi á föstu- dagskvöldið. Megasukk Tónleikar með Megas og Súkkat, sem saman mynda Megasukk á Grand Rokki laug- ardagskvöld. kl. 23.00 Sýningin Humar eða frægð Smekkleysa í 16 ár er komin í Þjóð- arbókhlöðuna, en hún var í Spitz Gall- ery í London og í Listasafni Reykjavík- ur, Hafnarhúsi, í sum- ar. Mikil eftirspurn er einnig eftir sýning- unni erlendis frá og þegar eru nokkrir sýningarstaðir bók- aðir á næsta ári. Fimmtudagur Móri og Forgotten Lores koma fram á Stefnumóti Und- irtóna, auk tveggja listamanna sem eru á mála hjá Grænum fingrum, útgáfufyr- irtæki Móra. Tónleik- arnir eru haldnir á Grand Rokk og að- gangseyrir 500 kr. Dansað fyrir myndavél Sjónvarpið sýnir tvær stuttar dansmyndir, Sprenging eftir Reyni Lyngdal þar sem Katrín Hall er dans- höfundur og Þegar kötturinn er ekki heima eftir Helenu Jónsdóttur og Unni Ösp Stefánsdóttur sem jafnframt sömdu dansinn. Þriðjudagur kl. 21.10 KL. 16.00 Mánudagur Íslensku barnabókaverð- launin 2003 verða afhent í sautjánda sinn og kemur verðlaunabókin út daginn eftir hjá bókaforlaginu Vöku-Helgafelli. Fimmtudagur Breska sveitin Smokie spilar á Broadway í kvöld og annað kvöld, en hún hefur selt yfir 30 milljónir platna. Fyrsti smellur sveitarinnar var If You Think You Know How To Love Me og náðu 13 lög Smokie inn á topp tuttugu í Bretlandi á áttunda áratugnum. Living Next Door To Alice hefur selst í yfir 10 milljónum eintaka. Miðvikudagur Smákökurnar með kaffinu á Kringlukránni eru hnossgæti eftir góða máltíð af mat- seðlinum. Tilvalið að skreppa í hádeginu. Tveir leikir í enska Charlton - Liverpool kl. 12.50 og fyrsti leikur Tott- enham án Glenns Hoddles kl. 14.50, við Man. City. 04.30 Pylsa með öllu er vinur stuðboltans eftir djammið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.