Morgunblaðið - 26.09.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.09.2003, Blaðsíða 12
Það var haft samband við mig frá Mogganum og ég beðinn um að skrifa smápistil frá Kaupmannahöfn. Efnisval nokkuð frjálst en þó dulbúin krafa um að Kaupmannahöfn komi þar á einhvern hátt við sögu. Bara stutt, um 3.000 slög. Ég tók strax mjög vel í þessa beiðni; „heiður og ánægja“, „ljúft og skylt“ og þar frameftir götunum. En nú þegar komið er að efndum finn ég að ég fer í einhvers konar baklás og í stað þess að koma mér að verki hef ég eytt öllum morgninum í að finna út hvernig maður fær ritvinnsluforritið til að telja þessi blessuðu slög. Ég hef ekki enn komist til botns í því máli og það hvarflar að mér að telja þau sjálfur, með handafli, en það er kannski fulllangt gengið? … Nei greinilega ekki, því nú er það búið og gert: Ég hef talið 554 slög og líður strax bet- ur. Þetta verður ekkert mál; ég þarf bara að skrifa rétt rúm- lega 5 sinnum lengri texta og þá er þetta komið … Ég var fyrirfram búinn að lofa sjálfum mér að fara hvorki út í of hátíðlegar vangaveltur né loftfimleika, enda liggur slíkt ekki vel fyrir mér. Ég ætla miklu heldur að finna einhvern hvers- dagslegan flöt á viðfangsefninu. Eitthvert lítið kæruleysislegt atvik, sem á yfirborðinu virðist ekki vera neitt neitt, en þegar betur er að gáð reynist innihalda víðtækar skírskotanir. – Eins og súputeningur. Mér á eftir að takast að sjóða allan sann- leikann um dönsku þjóðina niður í eitt lítið hversdagslegt at- vik. Og ekki nóg með það: Í eftirskjálfta þeirra sanninda má finna ýmislegt sem hægt er að heimfæra upp á íslensku þjóð- ina og koma þannig lymskulega af stað vangaveltum og keðjuverkandi hugleiðingum um 2–3 hluti sem betur mættu fara heima í Kexverksmiðjunni Fróni … Ég finn að ég er strax kominn langleiðina með að mála sjálfan mig út í horn. Þvert gegn fyrri áætlunum hefur mér tek- ist að skrúfa metnaðinn upp úr öllu valdi, og nú liggur við að mér fallist hendur yfir takmarkinu sem ég er búinn að setja sjálfum mér. Það er samt ljós punktur að ég hef í millitíðinni komist að því hvernig maður fær rit- vinnsluforritið til að telja slögin og þarf ekki lengur að gera það í höndunum. 1.418 slög, þakka þér kærlega fyrir. Ég er hálfnaður. Best að bretta upp erm- arnar og hella upp á kaffi. „Skerpa undir kaffistjörnu“, eins og mig minnir að Hall- dór Laxness hafi orðað það einhvern tímann, einhvers stað- ar … Já, já. Mjög góð hugmynd að blanda HKL inn í þetta. Minnast þess að hann bjó líka í Kaupmannahöfn og skrifaði örugglega tugi pistla heim í Moggann á því tímabili. Meira að segja óumbeðið og ekki beinlínis verið að telja slögin á þeim bænum. Ef ég þekki hann rétt hefur hann þrumað yfir liðinu, linnulaust, og komið af stað ritdeilum og hrist svo rækilega upp í þjóðinni að áhrifanna gætir enn þann dag í dag … 1.883 slög. Örvæntingin er farin að gera vart við sig og óhófleg kaffidrykkja er heldur ekki beinlínis til þess fallin að róa taugarnar. Halldór Laxness, Jónas Hallgrímsson, Jón Sig- urðsson, Grunnavíkur Jón, Árni Magg, Einar Ben, Einar Kára- son, Einar Már Guðmundsson. Allir hafa þeir búið hér í Köben um lengri eða skemmri tíma og hefðu sjálfsagt ekki talið það eftir sér að senda smápistil heim í Moggann … ( … Rétt í þessu var mér að berast tölvupóstur frá ritstjórn- inni þar sem ég er inntur eftir pistlinum. Hvort ég ætli ekki að skila honum, eins og um var samið? Um hæl svaraði ég eitthvað á þessa leið: „Ágæta ritstjórn. Ég má hundur heita ef pistillinn verður ekki kominn í ykkar hendur fyrir klukkan 16 í dag. Kær kveðja, – Dagur“) 2.546 slög. Nú liggja Danir í því … Ágæti lesandi. Ég bý við Hovedbane- gården, hina margrómuðu aðalbraut- arstöð Danaveldis. Skáskjóti ég aug- unum út um stofugluggann blasir við bakinngangurinn að þessari miklu um- ferðarmiðstöð og það er einmitt sami inngangur sem er umfjöllunarefni mitt hér í þessum pistli um lífið í Kaupmanna- höfn. Þannig er nefnilega mál með vexti að um langt árabil hefur þessi inngangur verið ónothæfur, af þeirri einföldu ástæðu að þar var ekki hægt að þverfóta fyrir ógæfufólki, utangarðsmönnum og eiturlyfjasjúklingum. Inn- gangurinn var þeirra athvarf, skjólhýsi frá veðri og vindum, miðpunktur viðskipta af bæði efnislegum og líkamlegum toga, meðal annarra orða: Ólífur öðrum en innvígðum. Í gegn- um tíðina hefur ýmsum ráðum verið beitt til að stemma stigu við þessum ófagnaði og bókstaflega allt reynt til að rýma inn- ganginn svo annað fólk megi þar fara um óáreitt. En allt ber að sama brunni; árangur er enginn og allar aðgerðir mis- heppnast. Þangað til einhverjum snillingi hugkvæmdist að setja upp hátalara. Í hátalara þessum er síðan spiluð óp- erutónlist allan sólarhringinn og eins og við manninn mælt: Allt hið óæskilega lið hvarf eins og dögg fyrir sólu og hefur ekki sést á þessum slóðum síðan. Það heldur sig einfaldlega í hæfilegri fjarlægð frá óperusöngnum. Nú hef ég því miður ekki tíma til að leggja út af þessum staðreyndum með þeim hætti sem ég hafði ætlað mér í upp- hafi og læt ég því staðar numið hér þegar klukkuna vantar tíu mínútur í fjögur að íslenskum staðartíma og ég í ofanálag kominn vel yfir 4.000 slög. LÍFIÐ ÍKAUPMANNAHÖFN DAGUR KÁRI PÉTURSSON 12 | FÓLKIÐ | FÖSTUDAGUR 26|9|2003 MORGUNBLAÐIÐ Súper Óm er klúbbur fyrir jógaiðkendur, sem Guðjón Bergmann jógakennari er búinn að stofna. Hann segist hafa tekið eftir því á sex ára ferli sínum sem jógakennari að margir hafi áhuga á að kynna sér fræðin nánar og líka bara spjalla um þetta áhugamál sitt. „Það eru svo margir í þeirri aðstöðu að þeir hafa engan til að tala við um það sem þeir eru að gera. Þeir finna engan hljómgrunn hjá maka, vinum eða vinnu- félögum. Margir gefast upp á því að stunda jóga vegna þess að þennan félagslega þátt vantar,“ segir Guðjón, sem rekur jógastöð í Ármúla, en Súper Óm á sem sagt að bæta úr því. „Þarna getur fólk rætt um jóga við annað áhugafólk á jafningjagrunni.“ Uppákoma verður einu sinni í mánuði, tíu mánuði ársins (desember og júlí eru und- anskildir). Ýmislegt verður í boði m.a. mat- arkvöld, gönguferðir, hugleiðsla, möntrusöngur og friðarathafnir. Ennfremur verður leshópur starfræktur innan Súper Óm sem hittist síðasta sunnudag í hverjum mánuði til að ræða bók mánaðarins. Félagar fá líka ýmsa afslætti eins og af vörum í jógastöðinni og líka bol með áprentuðu Súper Óm merki. Allar nánari upplýs- ingar um dagskrá er síðan að finna á gberg- mann.is. Á milli 20 og 30 manns eru þegar búnir að skrá sig í klúbbinn en skráning hófst í síðustu viku. Allir sem stunda jóga geta verið með í klúbbnum. „Þetta hefur farið betur af stað held- ur en ég hafði vonað. Ég vissi ekkert hvernig fólk myndi taka í þessa hugmynd eins og að notast við Súperman-merkið á bolnum,“ segir Guðjón. EKKI BARA FLOTTUR LÍKAMI Ímynd jóga hefur breyst nokkuð á síðustu ár- um. „Mín ímynd er ekkert endilega síðskeggj- aður jógi í bómullarskýlu inni í helli. Ég á mér mína ruglfortíð og er tattúveraður og fólki finnst það oft ekki samræmast jóga. Ég sé það ekki þannig. Ég lít á það þannig að það eigi allir erindi í jóga. Sérstaklega eins og samfélagið er í dag. Allt sem getur hjálpað okkur að finna eitthvert jafnvægi og hugarró í lífinu, það á erindi,“ segir hann. Hluti af þeirri breytingu á ímynd jóga er upp- runninn frá iðkendum úr hópi stjarna í tónlist- arheiminum og Hollywood. „Það er bæði gott og slæmt. Þekktustu dæmin eru Madonna og Sting og þau eru mjög ólík. Sting hefur algjörlega breytt um lífsstíl samhliða sínu jóga og öll hans tónlist ber meiri heimstónlistarbrag. Madonna hinsvegar heldur áfram að reyna að „sjokkera“ heiminn og fólk heldur að það sé jóga en það er það ekki. Hún tók eitthvert tímabil í því að fara yfir í hreinni ímynd en er búin að breyta því aftur. Hún er með flottan líkama en jóga er ekki bara flottur líkami eða liðleiki og styrkleiki,“ segir hann. Jógastöðin hans Guðjóns verður tveggja ára 10. október og á reyndar sama afmælisdag og Smáralind. „Ég var með friðarathöfn hérna þeg- ar Smáralind var opnuð Það voru að vísu ekki al- veg eins margir hérna hjá mér.“ |ingarun@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn SÚPER-GUÐJÓN Jóga er ekki samansafn af skrýtnum teygjum fyrir liðugar grænmetisætur. Guðjón Bergmann er bú- inn að stofna félagsskap- inn Súper Óm, sem nálg- ast jóga á nýjan hátt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.