Morgunblaðið - 26.09.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.09.2003, Blaðsíða 14
14 | FÓLKIÐ | FÖSTUDAGUR 26|9|2003 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Þorkell HAMINGJAN SKEIN AF YASMIN, AGNARI OG GUÐRÚNU ÞÓRSDÓTTUR Á SÓLON, ÞAR SEM ÞAU VORU AÐ UNDIRBÚA ÞJÁLFUN KEPPENDA STJÖRNULEITAR Á STÖÐ 2. ÞAU FÁ 36 TÍMA TIL AÐ ÞJÁLFA 32 KEPPENDUR OG MARKMIÐIÐ AUÐVITAÐ AÐ HAMINGJAN SKÍNI AF ÞEIM Á SVIÐINU. HAMINGJA ER ÓHOLL OG ÁVANABINDANDI Frá blautu barnsbeini er manni kennt að það sem skipti mestu máli í lífinu sé að vera ham- ingjusamur. Woody Allen sagði eitt sinn: „Allt sem foreldrar okkar sögðu að væri hollt er slæmt; sól, mjólk, rautt kjöt og menntaskóli.“ Ég er sammála þessu og finnst að hamingja passi vel í þennan hóp. Þó er ég alls ekki mótfallinn hamingju út af fyrir sig sem tilfinningu, síður en svo. Mér þykir bara miður hvað hún hefur gert mikinn skaða. Hamingja getur slævt einstaklinginn og þegar maður hefur einu sinni komist í tæri við hana er freistingin til að halda áfram að vera hamingjusamur gífurlega sterk. Hamingjuleit manna ætti ekki að vera markmið þeirra í líf- inu því sá sem hugsar bara um eigin hamingju hugsar bara um sjálfan sig. Fáar mannlegar tilfinningar hafa unnið jafn- mikinn skaða, hægt er t.d. að benda á þær ótal hljómsveitir sem hafa splundrast vegna hamingjuleitar einstakra með- lima. Lagasmíðar og plötusamningar víkja fyrir hjónabandi og barneignum og allar hugsanir um liðsheild fjúka út í veð- ur og vind. „Brúðarklukkur bandið gamla mola …“ orti eitt- hvert skáldið og eru það orð að sönnu. Gefum okkur að hamingja sé mælieining og smellum henni í metrakerfið. Skalinn er stór; allt frá gíga- og kíló- hamingju niður í senti- og nanóhamingju. Það gefur auga leið að hamingja er mitt á milli þessara öfga, rétt eins og metrinn. Flestir lifa lífinu í miðjunni, upplifa konstant milli- vigtarhamingju. Þeir eru stöðugar, fábreytilegar og lítt at- hyglisverðar persónur. Þó eru til nokkrir alvörumenn sem bjóða hefðbundnum gildum byrginn og sveiflast ótt og títt á milli þessara póla. Allir helstu listamenn mannkynssögunnar hafa verið þannig, þeir fest- ast ekki í miðjumoðinu og meðalmennskunni heldur rífa sig sífellt lausa og herja á ný mið. Afraksturinn lætur svo ekki á sér standa. E.S. Ef einhver hefur verið eða orðið ham- ingjusamur við lestur á þessari grein þá er það alfarið á hans eigin ábyrgð. ARI ELDJÁRN ÓVERJANDI AFSTAÐA Morgunblaðið/Árni Torfason Kl. 22.53 Laugardagur 20. september Listasafn Reykjavíkur Útgáfutónleikar Bang Gang Barði Guðmundsson er aðalspíran í Bang Gang og kom að gerð þriggja hljómplatna í sumar, þ. á m. nýrrar plötu Bang Gang sem kemur í verslanir á næstu dögum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.