Morgunblaðið - 26.09.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 26.09.2003, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26|9|2003 | FÓLKÐ | 15 Á síðustu árum hafa orðið gríðarlegar breytingar á kaffismekk manna hér á landi; í stað svarta bleksins með olíubrákinni eru komnar óteljandi gerðir af frábærum kaffidrykkjum á fjölmörg- um stöðum víða um borg og bý. Þegar á að búa til gott kaffi heima vandast málið aftur á móti; menn eru orðnir svo spilltir af eftirlæti að gamla kaffivélin dugir ekki lengur; það dugir ekki minna en Kaffitársgæði þegar á að fá sér bolla eftir mat- inn eða á morgnana eða bara hvenær sem er dagsins. Legíó er til af espressovélum í öllum stærðum og gerðum en þær eru allar málamiðlun, fórna gæðum fyrir stærð, eða verð eða þyngd – til þess að gera þær sem meðfærilegastar og auðveldastar í notkun stytta framleiðendur þeirra sér leið. Vilji menn fá verulega gott kaffi, og vitanlega fer eftir smekk manna hvað þeir telja gott kaffi, borgar sig að fara alla leið og fá sér almennilega fullvaxna kaffivél eins og Zaffiro-kaffivél frá Isomac. Þó ekki nái Isomac Zaffiro-kaffivélin alveg upp í kaffi af eð- alkaffistöðum þá kemst maður býsna nálægt því. Vélin er stór og þung, giska á að hún sé í kringum 20 kíló úr kassanum, öll krómuð og glæsileg útlits. Rofar til að stýra henni eru efst á henni og neðst er mjög stór skúffa til að taka við því sem sullast út og einnig þegar verið er að hleypa aðeins út hausnum. Rétt er að lesa leiðbeiningarnar vandlega, því þó vélin sé traustbyggð er alltaf hætta á að menn skemmi hitaelementin. Tiltölulega einfalt er að búa til kaffi í henni. Þegar búið er að ganga úr skugga um að ekki sé loft í leiðslum er vélin látin hita sig upp í rétt hitastig, en viðeigandi ljós slokknar þegar því hita- stigi er náð. Ef flóa á mjólk er kveikt á viðeigandi rofa, en fulllangan tíma þótti mér taka að ná upp gufuþrýstingi og -hita. Þegar réttum hita var náð tók þó skamman tíma að flóa mjólkina, en á meðan beið kaffið. Ef búa á til espresso skiptir þetta vitanlega ekki máli og víst er vélin frábær til þess arna. Ekki tók langan tíma að átta sig á vélinni en smá æfingu þurfti til að ná að búa til sem bestan bolla. Varla þarf að taka það fram að best er að nota nýmalað kaffi og reyndar út í hött að kaupa sér svo vandaða kaffivél og fá sér ekki kvörn í leiðinni. Ef menn á annað borð hafa áhuga á kaffi og vilja hafa það gott verður ekki lengra komist á skaplegu verði en með Isomac Zaffiro. Hún kostar vitanlega sitt, en tekur allar aðrar kaffivélar í nefið, í það minnsta þær sem ég hef komist í tæri við. |arnim@mbl.is Vélin fæst í Kaffiboði á Grettisgötu og kostar 99.000 kr. Hún er á kynningarverði um þessar mundir, kostar 86.900 kr. Draumavél fyrir draumabolla THE GREAT ESCAPE Leikurinn The Great Escape (PS2/XBOX/PC) kemur út í vikunni frá SCI. Hann byggist á myndinni frægu eftir John Sturges sem er ein vinsælasta stríðsmynd kvik- myndasögunnar, en hún átti fjöru- tíu ára afmæli á árinu. Með aðal- hlutverk í myndinni, sem byggðist á sannsögulegum atburðum, flótt- anum úr Stalag Luft III fangabúð- um Þjóðverja, fór Steve McQueen, og í henni er hið fræga atriði þar sem hann kemst undan að lokum með risastökki inn í frelsið á mótorhjóli. Einnig komu fram í myndinni James Garner og Richard Attenborough sem báðir slógu í gegn í hlutverkum sínum ekki síður en McQueen, Charles Bronson og Donald Pleasence. Terrence Steven McQueen, eins og hann hét fullu nafni, lést fyrir rúmum tveimur áratugum, en gengur aftur í leiknum ef svo má segja, því framleiðendur hans skönnuðu inn í leikinn myndir af McQueen til að ljá persónu hans í leiknum andlit og bættu rödd hans líka inn eftir gömlum hljóðupptökum. Í stað þess að fá leyfi til að nota aðra leikara myndarinnar, eins og Richard Attenborough og James Garner, efndi fyr- irtækið til samkeppni um það á Netinu hverjir myndu leggja öðrum persónum til andlit og raddir og sendu 500 manns inn myndir í von um ódauðleika á tölvuskjánum. MATRIX RELOADED Önnur Matrix-myndin, Matrix Reloaded, kemur út á DVD um þessar mundir og þá geta áhugasamir skemmt sér við að skoða vafatriði í myndinni eins og hvers vegna bílarnir í elting- arleiknum mikla eru öxlalausir, hvers vegna bílrúður eru ýmist brotnar eða heilar í þeim sama elt- ingarleik, hvað varð um bensíntank- inn á bílnum sem veltur þegar stokkið er á hann og svo má telja. Menn geta einnig skemmt sér við að sjá hvað speglast í sólgleraugum Agent Smith (myndavél og þrífótur í einu skoti og ekkert í öðru þar sem hann stendur fyrir framan Neo, Morpheus og lyklasmiðinn). Svo má einnig velta fyrir sér spurningum eins og hvers vegna allir í hátæknisamfélaginu Zion klæða sig eins og frummenn – tíska? Myndin er á tveimur diskum, með heimildarmynd um gerð hennar, greiningu á eltingarleiknum mikla á hraðbrautinni, upplýsingar um leikinn Enter the Matrix og fréttamynd um Matrix-æðið svo fátt eitt sé talið. ACCORDING TO THE ROLLING STONES Í vikunni kom út bók þar sem þeir Rollingar sem eftir eru segja sögu hljómsveit- arinnar í máli og myndum. Bókin er 360 síður í stóru broti og byggð á endurminn- ingum þeirra Mick Jagger, Keith Richards, Charlie Watts og Ronnie Wood, en ekkert er þar að finna frá Bill Wyman sem sagði söguna frá sínu sjónarhorni á síð- asta ári. Saga Wymans, Rolling with the Stones, var býsna ítarleg á köflum en í þessari bók fara þeir Jagger, Richards, Watts og Wood frjálslega með, segja frekar frá upplifun er sögulegum staðreyndum, og skjóta á Wyman í leiðinni, gera nett grín að honum. Í bókinni eru líka greinar um hljómsveitina eftir vini úr tónlistarheiminum og samstarfsmenn, meðal ann- ars Ahmet Ertegun, Marshall Chess, Don Was, Sheryl Crow og Carl Hiaasen og upptalning á helstu tón- leikum og útgáfum með meinlegum innskotum frá þeim félögum. BILL BRYSON - A SHORT HISTORY OF NEARLY EVERYTHING Bandaríski rithöfundurinn Bill Bryson er með skemmti- legustu mönnum á prenti, fáir kunna eins vel að segja frá öllum þeim hremmingum sem hent geta á ferðalagi eða eins lifandi og skemmti- lega frá þeim undrum sem ber fyrir augu. Fyrir nokkrum árum ein- setti Bryson sér að segja söguna af því hvernig það sem er gat orðið til úr engu og hvernig mannskepnan vað til. Hann sat við fótskör helstu fræðimanna í þrjú ár til að drekka í sig fróðleik þeirra og skilar svo nið- urstöðunni í þessari 500 síðna bók sem hefur fengið fína dóma. Í henni segir hann sögu heimsins og leggur sig fram um að tengja saman atburði og uppákomur í þróunarsögunni til að menn sjá samhengi hlutanna. ÚTGÁFAN  http://mamman.blogspot.com „Mamman er í megrun og má ekkert vera að því að blogga. Svo er líka brjálað að gera hjá henni, sinna börnum og búi og læra heima og svona. En það er nú bara gaman að því. Svo reynir einkaþjálfarinn að drepa hana þrisvar í viku. Bara gaman að því. Og barnið er farið að skríða og standa upp og svona nóg að gera að fylgjast með því að hún fari sér ekki að voða. Bara gaman að því. Svo er matarkúr í gangi. Mamman þarf að drekka tómatsafa og álíka ógeð. Bara gaman að því. Höfum bara gaman að þessu.“ 24. september 0.13  http://vala.freeshell.org/dagbok „Ferðin í Yosemite þjóðgarðinn var alveg frábær. Við komumst öll upp á Half Dome, eftir klifur upp kaðlana og samtals 14 tíma göngu, síð- ustu 2 í myrkri niður Mist Trail. Við vorum heldur ekkert étin af björn- um þó einn þeirra hafi fengið sér svínasteik á næsta tjaldstæði. Ég er að verða búin að hlaða inn 160 myndum og held að Óliver sé að verða sannfærður um að hann þurfi að koma með mér næst...“ 22. september 22.21  http://audvaldid.blogspot.com „Svo er alltof mikið af krökkum sem eru í einhverjum kynþáttahaturs- klíku anda með vopn. Foreldrar! Alið upp börnin ykkar. Kæri mig ekk- ert um að einhver saxi af mér eyrun með kíttispaða. Og ekki reyna að segja mér að þetta sé bara af því það settust að hérna nokkrar fjöl- skyldur úr öðrum menningarheimum. Eða afþví að þetta sé útaf því að það sé ekki kenndur neinn agi í skólunum. Eða að þetta sé útaf of- beldi í sjónvarpi. Eða Wolfeinstein 3d... ég kaupi það ekki.“ 23. sept- ember 8.03  http://www.hi.is/~kls „Jæja góðir hálsar. Þá eru glóðvolgar og glænýjar Röskvufréttir komn- ar úr prenti. Sátum sjö sveittir röskvungar við prófarkalestur, ljósritun og heftingar í kvöld. Útkoman er stórglæsilegt átta blaðsíðna blað, svo ég reyni nú að vera hógvær. Ég vona bara ykkar vegna að þið verð- ið snemma á ferðinni upp’í skóla því þetta blað á eftir að rjúka út eins og heitar lummur!! Annars held ég að þetta blogg verði nú ekki mikið lengra. Mín þarf nefnilega að mæta í vinnu upp í Hafnarfjörð kl. 8 í fyrramálið og núna er klukkan hálfþrjú!!“ 23. september 2.31  http://geimveira.blogspot.com „Jæja, þá er búið að beygla á sér heilann í dag. Þessir mánudagar eru alveg hræðilega erfiðir finnst mér... ótrúlegt hvað mér finnst þetta erfitt. Ég er í tveimur mjög erfiðum fögum með engri pásu á milli, í viðbjóðslega pakkaðri stofu bara með stól ekki borð þótt maður þurfi að skrifa og svona, samtals í 3 klukkutíma í fög- um sem mér finnst ég varla skilja bofs í - er í það minnsta 8 sinnum lengur að skilja en flestir finnst mér - eftir fullan vinnudag af heila- leikfimi.“ 22. september 23.07 http://huxy.blogspot.com „jaeja, tha er sumarid loks búid hér í utrecht. í nótt var hvasst og rigndi alveg stórkostlega. b hafdi á ordi ad nú vaeri hitastigid í svefn- herberginu gott, ekki sama mollan og er búin ad vera! ... í morgun var sama ausandi rigningin og í gaer, ég slapp thó nokkurn veginn á milli skúra á hjólinu mínu. og mín bída ad vanda morg krefjandi og skemmtileg verkefni í dag, gaman adessu!!!... thad lítur út fyrir ad maeja mín komist ekki á leikskóla á thessu ári ...“ 23. september 8.08 http://albert.bragur.com „Hér á árum áður var fyrir austan kona sem hét Antonía. Eins og al- siða var í þá daga gekk hún alltaf undir gælunafni, svaraði vart öðru nafni en Nýa. Svo liðu árin og Nýa varð gömul. Þá var hún ávallt kölluð Nýa gamla.“ 23. september 11.16 Kæri blogger.com... KOSTIR: Frábær kaffivél sem skilar ótrúlega góðu kaffi, Góður gufugjafi, sem býður upp á ýmsa möguleika aðra en að flóa mjólk, og er einnig góð til að gefa heitt vatn. Mjög stór og góður vatnstankur. Sérlega glæsileg útlits. GALLAR: Verðið stendur eflaust í einhverjum og hún tekur óneitanlega nokkuð plás í eldhúsinu. Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir og líka allt fólkið á Netinu. Vef- síðan Friendster.com vill að minnsta kosti stuðla að því. Vefurinn er samfélag á Netinu og byggist á því að fólk skrái sig þar inn, setji inn myndir og lýsingu á sjálfu sér og áhugamálum. Skýrt er síðan tekið fram hvort fólk sé í leit að kunningsskap, nánari félagsskap eða bara engu sérstöku þannig að þetta er alls ekki enn einn stefnumótavef- urinn. Innskráðir geta síðan beðið um að gerast vinir annarra félaga í samfélaginu og mynda þannig margvísleg tengslanet. Hægt er að svala forvitninni um náungann með því að lesa prófíla um bláókunnugt fólk, sem margt reynir að segja eitthvað skemmtilegt. Hægt er að senda skilaboð til margra vina í einu og að sjálfsögðu fjölga enn í vinahópnum. Vefurinn, sem oft er kallaður „Vinstur“ upp á ís- lensku hefur verið mjög vinsæll í Bandaríkjunum í nokkurn tíma og fer eins og eldur í sinu um Ísland. Sjálf lét ég gabbast til að skrá mig og hef bara gaman af. Ég hef ekki verið eins dugleg og margir við að uppfæra mitt svæði en þrátt fyrir það er ég tengd við 8.307 manns í gegnum sex vini. |ingarun@mbl.is VEF SÍÐ AN Vinstur á vefnum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.