Morgunblaðið - 27.09.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.09.2003, Blaðsíða 1
Sóknarfærin erlendis LANDSBANKINN í Lúxemborg áformar á næstunni að ráða full- trúa með aðsetur í Pétursborg í Rússlandi til starfa hjá bankanum. Einnig er bankinn með kaup tveggja fjármálafyrirtækja í Lond- on í lokaathugun. Verði af þeim kaupum munu umsvif Heritable bankans, sem er í eigu Landsbank- ans, þrefaldast. Þetta kom fram í ræðu Björgólfs Guðmundssonar, formanns bankaráðs Landsbanka Íslands, við formlega opnun Landsbankans í Lúxemborg í gær. Björgólfur sagði að stjórnendur Landsbankans hefðu þá sýn, að mikilvægustu sóknarfæri bankans væru í útlöndum. „Í dag eru 15% af heildarútlán- um bankans á vegum dótturfyrir- tækjanna tveggja, hér og í Lund- únum. Þá eru í lokaathugun kaup á eignum í Lundúnum sem munu þrefalda umsvif Heritable bankans þar í borg. Við þær breytingar verða rúmlega 20% af heildarum- svifum bankans erlendis og enn fleiri tækifæri opnast til vaxtar á því markaðssvæði,“ sagði Björgólf- ur í Lúxemborg í gær. Halldór J. Kristjánsson, banka- stjóri Landsbankans, segir að bankinn hafi skoðað breska fjár- málamarkaðinn í sex til sjö mánuði og komið sé að lokaáfanga í athug- un á tilteknum fjármálafyrirtækj- um í London. Útrás Landsbankans beinist jöfnum höndum að London og Lúxemborg. Tryggvi Tryggvason, banka- stjóri Landsbankans í Lúxemborg, segir að mikill vöxtur sé í efnahags- lífi Rússlands. Skrifstofa bankans verði fljótlega opnuð í Pétursborg.  Landvinningar/14 Taílensk veisla Einfaldir, fljótlegir og hollir réttir Matarkistan 26 Ókunna eyjan Smásaga eftir nóbelsskáldið José Saramago Lesbók 4 MIKIÐ fatlaður, franskur maður lést í gær, tveimur dögum eftir að móðir hans hafði að hans eigin ósk sett róandi lyf í flösku eða poka, sem var tengdur við æð. Hafa þau mæðgin verið miðdepill mikillar umræðu í Frakklandi um réttmæti líknardrápa. Vincent Humbert, 22 ára, fyrrverandi slökkviliðsmaður, lenti í bílslysi fyrir þrem- ur árum og síðan hefur hann verið næstum algerlega lamaður, blindur og heyrnarlaus. Vakti hann mikla athygli í desember þegar hann sendi Jacques Chirac forseta bréf og bað hann að gera á sér undantekningu varð- andi bannið við líknardrápi. Hefur Marie, móðir hans, háð harða baráttu fyrir rétti sonar síns til að deyja og á miðvikudag, þeg- ar rétt þrjú ár voru liðin frá slysinu, setti hún róandi lyfin í næringarpokann. Marie var handtekin í fyrradag, sökuð um „morð- tilræði“, en í gær, eftir dauða sonar hennar, skoraði Dominique Perben, dómsmálaráð- herra Frakklands, á saksóknara að „taka tillit til þjáninga hennar og sonar hennar“. Franskir fjölmiðlar hafa gert þessu máli mikil skil og aðalfyrirsögnin í blaðinu Lib- eration í gær var: „Hættum þessari hræsni.“ Líknardráp eru leyfileg í Hollandi og Belgíu við sérstakar aðstæður og breska læknatímaritið The Lancet segir, að þau séu stunduð um alla Evrópu og þá í náinni samvinnu lækna og fjölskyldna helsjúks fólks. Áætlar tímaritið, að rekja megi andlát 1 til 3% manna til þeirra. AP „Loks er bróðir minn frjáls,“ sagði Laur- ent Humbert þegar blaðamenn spurðu hann um líknardrápið á bróður hans. Hjálpaði syni sínum að deyja Áköf umræða um líkn- ardráp í Frakklandi Berck-sur-Mer. AFP. MIJAILO Mijailovic, sem grun- aður er um morðið á Önnu Lindh, utanríkisráðherra Sví- þjóðar, var úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald í gær og gert að sæta geðrannsókn. Sænskir fjölmiðlar hafa sagt Mijailovic ofbeldishneigðan og mun hann hafa verið útskrifaður af geðdeild fimm dögum áður en hann framdi morðið, 10. sept- ember. Hafði fréttastofan TT þetta eftir heimildarmanni. Þá greindi Svenska Dagbladet frá því í gær, að Mijailovic hefði haft mikinn áhuga á frægu fólki og borið haturshug til Lindh. Fréttaskýrendur segja, að fá- ist þessar fregnir staðfestar megi telja líklegt að yfirstjórn geðheilbrigðismála í Svíþjóð verði harðlega gagnrýnd, en sér- fræðingar hafa kennt fjársvelti og stífni í geðheilbrigðiskerfinu um tvö morð sem menn með geð- ræn vandamál frömdu í maí. Í öðru tilvikinu var um að ræða þrítugan mann sem barði vegfarendur á jarðlestarstöð í Stokkhólmi með járnstöng og varð þannig sjötugum manni að bana og sjö aðrir hlutu sár. Í hinu tilvikinu ók maður viljandi á gangandi vegfarendur í miðborg- inni og létust tveir og 28 slös- uðust. Báðir tilræðismennirnir höfðu leitað aðstoðar á geðdeild áður en þeir frömdu ódæðisverkin, en var vísað frá þar eð ekki væri pláss fyrir þá. Var plássleysið rakið til samdráttarráðstafana sem gerðar hefðu verið undan- farinn áratug. Fjölmiðlar hafa greint frá því, að Mijailovic hafi leitað til geðsjúkrastofnunar eft- ir að hann framdi morðið, en ver- ið vísað frá. Meintur morðingi Önnu Lindh úrskurðaður í gæsluvarðhald Útskrifaður af geðdeild fimm dögum fyrir morðið Mijailo Mijailovic Stokkhólmi. AFP. Sten Levander, prófessor í geð- læknisfræði, segir í viðtali við sænska Aftonbladet í gær, að í Svíþjóð séu um tvö þúsund manns sem þyrftu nauðungarvistun á geðdeild, en gangi laus. „Þetta er fólk sem lyf virka ekki á, fólk sem misnotar lyf og heimilislausir sem ekki geta séð um sig sjálfir.“ Er Levander er spurður hvort þetta fólk sé hættulegt segir hann, að þótt ekki hafi það allt orðið mannsbani sé „ekki hægt að bíða eftir því að það fremji morð“. Krefst Levander þess, að stjórn- völd skerist í leikinn – „eitthvað verður að gera,“ segir hann. 2000 þyrftu vistun GEORGE W. Bush Bandaríkja- forseti tók í gær á móti Vladimír Pútín Rússlandsforseta í Camp David, sumarbústað þess fyrr- nefnda í Maryland, þar sem þeir munu eiga fund í dag. Meðal þess sem þeir munu ræða er staða mála í Írak, og þá einkum við- leitni Bush til að fá fleiri aðild- arríki Sameinuðu þjóðanna til að leggja Bandaríkjamönnum lið í hersetunni og uppbygging- arstarfinu í Írak. Einnig verður rætt um stuðning Rússa við bygg- ingu kjarnorkustöðvar í Íran. Meðal annarra mála á dagskrá verður ástandið fyrir botni Mið- jarðarhafs og átökin í Tétsníu. AP Pútín í Camp David FORELDRAR virðast ekki vilja styttri vinnudag og þeir virðast afslappaðri í vinnunni en á heimilinu, þar sem tíma- hrakið stjórnar öllu, allt á að gerast hratt og heimilisstörf eru oft unnin af aðkeyptu vinnuafli. Þetta kallar Guð- rún Hannesdóttir tímasnöruna, sem þrengi að nútímafjölskyldunni. Meist- araprófsritgerð Guðrúnar leiddi í ljós að oft hafði vinnan betur í samkeppn- inni við heimilið og dæmi voru um að foreldrar segðu að fjarvera þeirra gerði börnin fyrr sjálfstæð. Hún segir marga skilgreina tíma sinn svo að virkir dagar einkennist af stressi, þá eigi helst allt að vera við- haldsfrítt og aðkeypt, en um helgar sé heimilinu og fjölskyldunni sinnt. Tímasnaran og fjölskyldan  Daglegt líf/B6 Strembið leiknám Halla Vilhjálmsdóttir leikur ýmist tré eða aðalhlutverk Fólk 58 STOFNAÐ 1913 261. TBL. 91. ÁRG. LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Landsbankinn áformar að opna skrifstofu í Pétursborg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.