Morgunblaðið - 27.09.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.09.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ SÓKNARFÆRI ERLENDIS Landsbankinn í Lúxemborg áformar á næstunni að ráða fulltrúa með aðsetur í Pétursborg í Rúss- landi til starfa hjá bankanum. Einn- ig er Landsbankinn með kaup á tveimur fjármálafyrirtækjum í London í lokaathugun. Verði af þeim kaupum munu umsvif Heritable- bankans, sem er í eigu Landsbank- ans, þrefaldast. 19 milljarðar í reykingar Samfélagslegur kostnaður vegna reykinga á Íslandi árið 2000 var um 19 milljarðar króna eða um 67.000 kr. að meðaltali á hvert mannsbarn. Þetta kemur fram í nýrri úttekt Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands fyrir Tóbaksvarnanefnd. Tæplega 500 slösuðust Tæplega 500 manns slösuðust og tugir þúsunda urðu að flýja heimili sín þegar tveir öflugir jarðskjálftar urðu á eynni Hokkaido í Japan í gær og fyrrakvöld. Mældist annar skjálftinn 8 stig á Richter og er það öflugasti jarðskjálfti er orðið hefur í heiminum það sem af er árinu. Klámhringur leystur upp Þýska lögreglan kvaðst í gær hafa leyst upp umfangsmikinn, alþjóð- legan barnaklámhring á Netinu. Rannsókn málsins hefur staðið í rúmt ár og náð til 166 landa. Í gæsluvarðhald Maðurinn sem grunaður er um morðið á Önnu Lindh, utanríkis- ráðherra Svíþjóðar, var í gær úr- skurðaður í tveggja vikna gæslu- varðhald. Fregnir herma að hann hafi reynt að fá inni á geðdeild nokkrum dögum áður en hann framdi morðið, en verið vísað frá. Sunnudagur 27. september 2003 Sigrún Edda Björnsdóttir lék Línu Langsokk þegar leikritið var sýnt í Þjóðleikhúsinu fyrir tuttugu árum. Það er því svolítið fyndið að Sigrún Edda skuli leika frú Prússólín í Borg- arleikhúsinu nú í vetur. „Það er mjög gaman að fá að leika frú Prússólín eftir að hafa verið Lína,“ segir Sig- rún Edda. „Lína og frú Prússólín eru algerar andstæður þar sem Lína er til dæmis í allt of stórum skóm en frú Prússólín er í skóm sem eru bara ætlaðir fyrir leigubíla. Svo vill hún að Lína fari í skóla til að hún læri að haga sér vel en Lína vill bara fara í skóla til að fá frí.“ Kannski líkar innst inni Sigrún Edda segir að innst inni sé frú Prússólín þó kannski svolítið lík Línu. „Kannski hefur frú Prússólín einhvern tím- ann verið eins og Lína,“ segir hún. „Það er bara oft þannig með konur að þegar þær eld- ast þá verða þær svo óskaplega stilltar og prúðar. Ég held reyndar að stelpur þurfi að passa sig á því að varðveita Línurnar í sér til að verða ekki eins og frú Prússólín.“ Sigrún Edda segist þó viss um að Lína verði aldrei eins og frú Prússólín. Hún hafi bara allt of góðan grunn til þess. Morgunblaðið/Kristinn Lína verður frú Prússólín! Þegar leikritið um Línu Langsokk var sýnt í Kópavogi fyrir fjörutíu árum lék alvöru api herra Níels. Þegar leikritið var aftur sýnt þar átta árum síðar átti apinn aftur að leika í sýningunni en leikkonan sem lék Línu var svo hrædd við hann eftir að hann beit hana í handlegginn að það var hætt við að hafa hann með. Síðan hafa krakkar leikið herra Níels þegar Lína hefur verið sýnd í leikhúsum í Reykjavík og nú eru það tvær Vökur sem leika hann. Vaka Dagsdóttir, sem er níu ára og Vaka Vigfúsdóttir, sem er sjö ára munu leika hann til skiptis í Borgarleikhúsinu í vetur. Vökurnar segja að það sé ekkert erfitt að líkja eftir apaskrækjunum og hoppunum í herra Níelsi en að það sér erfitt að vera svona lengi í búningunum þar sem þeir séu mjög heitir. Morgunblaðið/Ásdís Hver er herra Níels? Þ að dreymir örugglega marga krakka um að vera eins og Lína Langsokkur. Að eiga apa og hest, fulla kistu af gulli og tvo góða vini. Vera sterkust í heimi og ráða við alla, löggur, ræningja, og meira að segja pabba sinn sem er sjóræningi. Ætli það dreymi samt ekki enn þá fleiri um að vera í sporum Önnu og Tomma og fá að vera besti vinur Línu. Því þótt það sé ábyggi- lega gaman að vera Lína þá er það örugglega líka svolítið erfitt. Lína verður nefnilega að vera mjög dugleg af því hún þarf að sjá um sig alveg sjálf og leysa öll vandamál upp á eigin spýtur. Gusur af skröki Sjóræningjastelpan Sigurlína Rúllugardína Nýlendína Krúsimunda á samt ekki í neinum vandræðum með það. Hún hefur siglt um öll heimsins höf á sjóræningjaskipinu Skopp- arakringlunni og er besti stýrimaður sem sög- ur fara af. Þegar pabbi hennar dettur í sjóinn sest hún að á Sjónarhóli og þótt hún hafi aðallega verið með sjóræningjum og viti ekki alltaf hvernig venjulegt fólk er vant að haga sér þá gerir hún sitt besta til að ala sjálfa sig upp. Hún skammar sjálfa sig til að fara að sofa og þegar hún verður leið huggar hún sjálfa sig með því að syngja og dansa. Það gusast samt upp úr henni skrökið og hún hefur engan áhuga á að læra fargnöldr- unartöfluna (margföldunartöfluna) eða hvern- ig maður á að haga sér í skólanum og kaffi- boðum. Í skólanum fær hún alla til að fara í „má ekki snerta gólf“ og í kaffiboðinu hjá Önnu og Tomma hrækir hún upp í loft, hermir eftir gestunum og stekkur á kökuna. Lína er nefnilega vön því að fara eftir sín- um eigin reglum og þegar hún kann ekki regl- urnar þá býr hún þær bara til sjálf. Í góðu lagi að snúa öfugt Lína er samt ekki bara fyndin. Hún getur líka kennt okkur ýmislegt og það er sennilega þess vegna sem hún er svona vinsæl bæði hjá börnum og fullorðnum. Hún kennir okkur til dæmis að treysta á okkur sjálf og að það sé best að fara okkar eigin leiðir í lífinu. Því þó við flytjum kannski ekki að heiman þegar við erum níu ára eins og Lína og við berjumst ekki við bófa og ræningja þá getur vel verið að okkur langi stundum til að gera hlutina svolít- ið öðruvísi en fólkið í kring um okkur. Það er nefnilega ekkert að því að snúa öfugt í rúminu og segja eða gera eitthvað skrýtið í kaffiboð- um svona einstöku sinnum – bara ef það er ekki gert af illgirni. Ekki bara kraftarnir sem gera hana sterka Þótt Lína sé sterkasta stelpa í heimi eru það ekki bara kraftarnir sem gera hana sterka heldur líka það að hún treystir á sjálfa sig og er ekki hrædd við hlutina. Hún er til dæmis ekkert hrædd við að hleypa þjófunum inn til sín. Hún treystir því að þeir séu góðir og það verður til þess að þeir sýna henni sínar bestu hliðar – þó þeir reyni nú reyndar líka að stela af henni. Með því að vera hún sjálf fær Lína að lok- um alla í lið með sér þannig að þegar pabbi hennar kemur að sækja hana vill enginn að hún fari – ekki einu sinni frú Prússólín sem hafði verið alveg ákveðin í að koma henni und- ir eftirlit. Þannig að það getur greinilega borgað sig að vera góður og fara sínar eigin leiðir. Hér sérðu Línu Langsokk? Astrid Lindgren, höfundur bókanna um Línu Lang- sokk, fæddist í Smálöndum í Svíþjóð árið 1907. Hún varð síðar þekktasti barnabókahöfundur Norðurlanda og skrifaði margar bækur sem íslenskir krakkar þekkja eins og til dæmis bækurnar um Emil í Katt- holti, Lottu, bræðurna Ljónshjarta og Ronju ræn- ingjadóttur. Lindgren, sem lést á síðasta ári, sagði að Lína hefði orðið til þegar Karen dóttir hennar lá veik og bað hana um að segja sér sögu. Lindgren fór þá að segja henni söguna um Línu og fyrir tíu ára afmæli Karenar skrif- aði hún söguna niður og gaf henni hana í afmælisgjöf. Það liðu þó þrjú ár þar til fyrsta bókin um Línu kom út þar sem stærsta bókarforlagið í Svíþjóð vildi ekki gefa hana út. Lindgren fann þó annan útgefanda og þegar bókin kom loks út varð hún strax mjög vinsæl. Það finnst mörgum skrýtið að bókaforlagið skuli hafi hafnað bókinni en við megum ekki gleyma því að Lína hefur örugglega þótt miklu óþekkari á þeim tíma en hún þykir í dag þar sem börn voru þá alin upp við mun meiri aga en nú til dags. Það voru heldur ekki allir sem viðurkenndu það á þeim tíma að börn geti verið góð á sama tíma og þau eru óþekk. En það er einmitt eitt af því sem gerir Astrid Lindgren svo sérstaka að hún skildi það og lét sumar af persónum sínum skilja það líka, eins og fólkið sem lærði að meta Línu og mömmur Emils og Lottu. Hvernig varð Lína til? SYSTKININ Ólafur Lárus (11 ára) og Urður (5 ára) voru ánægð með leikritið um Línu langsokk sem sýnt er í Borgarleikhúsinu. Urður, sem fór syngjandi heim af leikritinu, sagði að söngurinn hefði verið afar skemmtilegur og fannst Lína syngja vel. „Mér fannst líka kökuboðið skemmtilegt og þegar Lína settist of- an á kökuna. Þá hló ég,“ sagði Urður. Ólafi fannst kakan merkileg og hafði áhuga á að skoða hana betur. Hann sagðist hins vegar alveg vera með á hreinu hvernig Lína hefði farið að því að lyfta steininum, öðrum þjóf- inum og skipinu. Annars fannst hon- um atriðið með þjófunum einna best. Og skemmtilegasta persónan fyrir utan Línu var að hans mati apinn, hann herra Níels. Urði finnst gott að kúra í rúminu hjá mömmu og pabba, en sagðist samt alveg vera til í að búa ein á Sjónarhóli. „Það er allt í lagi að sofa ein ef maður er með hest og apa hjá sér.“ Krakkarýni: Lína langsokkur Væri til í að búa á Sjónarhóli Morgunblaðið/Þorkell Urður og Ólafur voru ánægð með leik- ritið um Línu Langsokk. Hver er sá veggur víður og hár, vænum settur röndum, rauður, gulur, grænn og blár gerður af meistara höndum? Prentsmiðja Árvakurs hf. Svar: Regnboginn. KVENLEIKI hátískunnar var allsráð- andi á 55. Emmy-verðlaunahátíðinni í Los Angeles í upphafi vikunnar. Lang- flestar leikkvenna völdu tignarlega síð- kjóla og stórir eða síðir eyrnalokkar voru mjög áberandi. Ljósir litir voru afgerandi valkostur og margar sætar í daufbleiku, ferskju- litu og kampavínshvítu. Sarah Jessica Parker, aðalleikkona Beðmála í borg- inni, var til að mynda í ljósbleikum og freyðandi Chanel samkvæmiskjól og Marg Helgenberger (CSI) í borðalögð- um Donnu Karan satínkjól með bleikum tóni. Mildir litir og kvenlegar útlínur voru í fyrirrúmi, en með undantekningum þó. Allison Janney (Vesturálman) var glæsileg í hindberjableiku, sem spáð er að verði mikill tískulitur innan tíðar. Hin þokkafulla Helen Mirren valdi mynstraðan kjól frá Badgley Mischka með málmáferð og Debra Messing úr Will og Grace kaus koparlitan kjól frá Elie Saab sem undirstrikaði hárið. Rauðbrúnar, götóttar, bláar Beðmálsdömurnar Cynthia Nixon og Kim Cattrall sneiddu hjá draumkennda stílnum, völdu þess í stað þokkafyllri flíkur. Leðurkjóll Nixon var með rauð- brúnu, hlýralausu korseletti og samlitu belti frá Halston. En Cattrall, sem mun hafa viðurkennt að vera í megrun alla daga ársins, klæddist Armani síðkjól alsettum kristöllum og með götum á hliðunum. Vinirnir Jennifer Aniston og Courtney Cox voru glæsilegar í bláu, Aniston í dökkbláum stuttum hanastélskjól frá Halston og Cox í ljósbláum Carolina Herrera síðkjól með svörtum borðum. Naumhyggja er ekki lykilorðið þegar kemur að djásnum hinna ríku og frægu (bleikur trúlofunarhringur Jennifer Lopez mun til að mynda hafa kostað hálf- an milljarð króna), en magn demanta, eðalsteina og góðmálma í eyrnalokkum leikkvenna þykir samt sem áður hafa náð nýju hámarki á þessari Emmy- verðlaunahátíð. Kristen Davis, Charlotte í Beðmálum, var til að mynda í berjalitum sam- kvæmiskjól frá Ralph Lauren og með stóra eyrnalokka í stíl. Annað og enn betra dæmi er Jane Kaczmarek („mamma“ Malcolms „í miðjunni“) var í lát- lausum, svörtum, hlýralausum kjól en með eyrnalokka á stærð við kristals- ljósakrónur. Annað nýnæmi í skarti var stórir hanastélshringir á hægri hendi, sem voru áberandi á sýningarpöllum á síðustu tískuviku í New York. Margföld armbönd, bæði á úlnliðum og ökklum, gerðu líka sitt til þess að ýta undir mikilfengleikann. Nokkur vesti og húfa Svo nokkur dæmi séu tekin af herratískunni leyfði Matthew Broderick, eig- inmaður Söruh Jessicu Parker, konunni að eiga sviðsljósið en valdi bindi í sama lit og kjóllinn hennar. Grínistinn Jon Stewart var með glysmeira glit- bindi í svörtu og Kiefer Sutherland (24) og George Lopez í samnefndum þætti voru báðir í vestum undir jökkunum. Helsti brautryðjandi í karltískunni var hins vegar Joe Pantoliano, sem var í vesti eins og hinir en líka með húfu og vann verðlaun, þótt ekki væri fyrir klæðaburð. Stjörnublær Að lokum. Þeir sem vilja setja á sig örlítinn stjörnublæ fyrir kvöldið mega hafa eftirfarandi í huga: Litaval Veljið liti sem hæfa litarhafti, hvort sem þeir eru ljósir og látlausir eða æpandi skærir. Fellingar og sjöl yfir brjóstið, í mittið eða jafnvel yfir pilsið ljá kjólnum gyðjulegt yfirbragð. Eðlilegt hár Sleppið stífri uppgreiðslu, veljið í staðinn mjúka liði eða lauslega uppsett hár. Axlasíðir lokkar fara vel með einföldum kjól en passa langbest við hlýra- lausan. Debra Messing var í hlýralausum kjól með málmáferð, sem og Helen Mirren sem hefur engu gleymt. Marg Helgenberger var í fisléttum kjól með bleikum tóni og borðum. Jane Kaczmarek var með eyrnalokka á stærð við ljósakrónur og Patricia Heaton var ekki með miklu minni lokka. Fulltrúi karla, Joe Pantoliano, var í vesti eins og margir herrar og mætti líka með húfu. „Njósnaramamman“ Lena Olin og Jennifer Garner gætu allt eins verið á leið upp að altarinu. Jennifer Aniston ákvað að vera í Halston-hanastélskjól frá fyrri tíð. Kristin Davis mætti í hlýralausum Ralph Lauren-kjól og bar stóra og síða eyrnalokka í sama lit. Mildar og kvenlegar með stóra lokka Allison Janney kaus að vera í síð- kjól í hindberjaskærbleiku sem veðjað er á sem næsta tískulit. Nixon í hlýralausum leðurkjól. Sarah Jessica Parker þótti ein best klædda kon- an á Emmy- hátíðinni.  TÍ S K A LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2003 AP Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 36 Viðskipti 14 Kirkjustarf 36/37 Erlent 16/19 Minningar 38/41 Minn staður 20 Myndasögur 48 Höfuðborgin 21 Bréf 48 Akureyri 22 Dagbók 50/51 Suðurnes 23 Staksteinar 50 Árborg 24 Brids 51 Landið 25 Íþróttir 52/55 Daglegt líf 26/27 Leikhús 56 Listir 28/29 Fólk 56/61 Umræðan 30/31 Bíó 58/61 Skák 31 Ljósvakamiðlar 62 Forystugrein 38 Veður 63 * * * L a u g a r d a g u r 27. s e p t e m b e r ˜ 2 0 0 3 ÍBÚAR Akraness eru á varðbergi gagnvart þeim breytingum sem kunna að verða á gerðar á Brimi, sjávarútvegsstoð Eimskipafélagsins, í kjölfar breytinga á eignarhaldi fé- lagsins fyrir skömmu. Þetta er mat Gísla Gíslasonar, bæjarstjóra á Akranesi, og kom m.a. fram í ræðu hans við opnun atvinnuvegasýningar á Akranesi í gær. Hann segir að breytingar sem ógna muni atvinnu- lífi bæjarins verði aldrei liðnar. Útgerðarfélagið Haraldur Böðv- arsson hf. á Akranesi myndar Brim, ásamt Útgerðarfélagi Akureyringa og Skagstrendingi hf. á Skaga- strönd. Í ljósi breytinga á eignar- haldi Eimskipafélagsins og ráðandi hlut Landsbankans í félaginu hafa orðið vangaveltur um framtíð Brims. Gísli segir að nýlegar fréttir af hrær- ingum á eignarhaldi stórra fyrir- tækja geti á næstu misserum haft áhrif á útgerð og fiskvinnslu á Akra- nesi. Hann segir að atvinnulífið taki stöðugum breytingum og Akurnes- ingar óttist ekki breytingar á eign- arhaldi fyrirtækja ef markmið með breytingunum séu þau sömu og áð- ur, það er að treysta og efla þá starf- semi sem fyrir hendi er á Akranesi. „Við höfum í gegnum tíðina átt mjög gott samstarf við bæði Landsbank- ann og Eimskip og höfum fulla trú á að það góða samstarf haldi áfram. Við höfum trú á að þær breytingar sem boðaðar hafa verið á Brimi verði gerðar með hagsmuni viðkomandi byggðarfélaga að leiðarljósi. Ef sú verður raunin höfum við engar áhyggjur af þeim breytingum sem kunna að verða. Það er hinsvegar ljóst að ef brugð- ið verður frá þessum markmiðum mun það kalla á mjög sterk viðbrögð á þeim stöðum sem það á við. Haraldur Böðvarsson hf. er eitt af fjöreggjunum í atvinnulífi Akraness, þar starfa yfir 300 manns og launa- greiðslur fyrirtækisins nema um 2 milljörðum króna á ári. Fyrirtækið á sér aldarlanga sögu og gerir út afla- sælustu skip landsins. Það er ljóst að breytingar sem ógna umhverfinu hér á Akranesi verða aldrei liðnar. Við treystum því að ráðamenn hluta- fjár grundi ákvarðanir sínar á þeirri ábyrgð sem þeir hafa gagnvart ein- staklingum og samfélaginu á Akra- nesi. Allt byggist þetta jú á vinnu- framlagi fólksins. Að svo stöddu höfum við ekkert að óttast en erum á varðbergi gagnvart því sem er að gerast í viðskiptalífinu,“ sagði Gísli. Íbúar á Akranesi á varðbergi gagnvart breytingum á Brimi Bæjarstjóri Akraness um hugsanleg áhrif af breyttu eignarhaldi á Eimskip SVISSNESKT fyrirtæki sem vinnur að þró- un rafskautaframleiðslu fyrir álver hefur stofnað þróunarfélag hér á landi til að und- irbúa stofnun rafskautaverksmiðju í landi Kataness í Hvalfirði. Þrír stjórnarmenn þró- unarfélagsins og framkvæmdastjóri unnu hjá svissneska álfyrirtækinu Alusuisse sem byggði álverið í Straumsvík og síðar samein- aðist Alcan. Fjárfestingarstofa – orkusvið hefur frá því í maí verið í viðræðum við R&D Carbon Ltd. um samstarf um undirbúning rafskautaverk- smiðju í Katanesi. Áður hafði þýska fyrir- tækið RAG Traiding GmbH sýnt málinu áhuga en viðræður við það féllu niður þegar móðurfélag RAG Traiding keypti risastórt efnaiðnaðarfyrirtæki og sló öllum öðrum fjárfestingum á frest. R&D Carbon var stofnað upp úr þróunardeild rafskauta hjá Alusuisse og á fyrrverandi yfirmaður henn- ar, Werner K. Fischer, 90% hlutabréfa en RAG Trading 10%. Þetta fyrirtæki hefur nú stofnað Kapla hf., þróunarfélag rafskautaverksmiðju á Kata- nesi, til að undirbúa verkefnið, svo sem með gerð umhverfismats, fýsileikakönnun og samskiptum við stjórnvöld og aðra sem semja þarf við vegna verkefnisins. Með Fischer sitja í stjórn íslenska fyrirtækisins Werner Regli, sem er stjórnarformaður, og Eugen Arpagaus, en þeir eru að sögn Garð- ars Ingvarssonar, framkvæmdastjóra orku- sviðs Fjárfestingarstofu, einnig fyrrverandi starfsmenn Alusuisse og þekkja vel til hér á landi auk þess að vera vel þekktir í áliðn- aðinum í heiminum. Sömu sögu er að segja um framkvæmdastjóra Kapla, Age Jan de Vries. Unnið að gerð umhverfismats Kapla hf. hefur ráðið verkfræðistofuna Hönnun hf. til að vinna að gerð umhverf- ismats fyrir væntanlega verksmiðju en sam- kvæmt aðgerðaráætlun er gert ráð fyrir að það liggi fyrir í lok næsta árs ásamt drögum að starfsleyfi og þá verði hægt að taka fulln- aðaraðstöðu til þess hvort framhald verður á verkefninu eða ekki. Ef niðurstöður athugana reynast jákvæð- ar stefnir þetta fyrirtæki að því að fá til liðs við sig fleiri hluthafa og byggja rafskauta- verksmiðjuna, að sögn Garðars. Mjög er horft til markaðarins hér, stækkunar Norð- uráls og byggingar nýs álvers Alcoa á Reyð- arfirði, en Garðar segir að einnig hafi eig- endur álvera í Evrópu sýnt áhuga á að ganga til liðs við félagið og kaupa af því rafskaut. Gert er ráð fyrir að verksmiðjan á Grund- artanga framleiði í upphafi 340 tonn af raf- skautum á ári, í lokaðri hringrás, og veiti 140 manns atvinnu. Kostnaður við uppbyggingu verksmiðjunnar er áætlaður 17 milljarðar. Stofna þró- unarfélag rafskauta- verksmiðju Fjórir fyrrverandi starfsmenn Alusuisse stjórna félaginu HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi bandaríska varnarliðsmað- inn, sem ákærður var fyrir tilraun til manndráps í Hafnarstræti í sumar, í eins og hálfs árs fangelsi. Auk fangelsisrefsingarinnar var hann dæmdur til greiðslu 1,7 millj- óna króna, þar af 800 þúsund krón- ur í miskabætur, 700 þúsund í málsvarnarlaun og 200 þúsund í réttargæsluþóknun. Í dóminum segir að þrjár hnífs- stungurnar af fimm hafi verið lífs- hættulegar og hefðu þær dregið brotaþola til dauða hefði hann ekki komist undir læknishendur. Ljóst sé þó að varnarliðsmaðurinn hafi ekki verið einn um að leggja til brotaþola en ekki hefur verið upp- lýst hver eða hverjir aðrir voru þar að verki. Að mati dómsins var því ósannað að varnarliðsmaðurinn hafi lagt oftar til brotaþola en einu sinni, eins og hann hafi játað. At- laga hans hafi engu að síður verið stórhættuleg og hending hafi ráðið að ekki fór verr. Vísaði lögreglu á hnífinn Ákærði gaf sig fram við rann- sóknadeild bandaríska sjóhersins daginn eftir atburðinn og vísaði lögreglu á hníf sem hann sagðist hafa notað og síðan fleygt í rusla- tunnu í Ingólfsstræti. Með DNA- rannsókn var staðfest að blóð úr fórnarlambinu var á hnífnum. Sam- kvæmt þessu og öðru var talið sannað að ákærði hefði lagt til fórn- arlambsins með hnífnum. Ekkert þótti hafa komið fram sem benti til þess að hann hefði ætlað að ráða brotaþola bana eða að honum hefði mátt vera ljóst að mannsbani gæti hlotist af atlögunni, sem hann kvað hafa verið gerða í sjálfsvarnar- skyni. Hann hefði hins vegar beitt hættulegu vopni og það án þess að skeyta um afleiðingarnar. Ekki var fallist á kröfu ákærða um að hann hefði beitt hnífnum í nauðvörn eftir að hafa verið sleginn í andlit með flösku. Sveinn Andri Sveinsson verjandi ákærða segir dóminn í þyngri kant- inum og hafi ákærði tekið sér frest til að ákveða hvort áfrýjað verði til Hæstaréttar. „Dómurinn felst á flest allt í vörn ákærða,“ segir Sveinn, en segist á hinn bóginn ósáttur við að dómurinn hafi ekki tekið til greina nauðvarnarástæðu ákærða. Málið dæmdu héraðsdómararnir Guðjón St. Marteinsson sem dóms- formaður, Benedikt Bogason og Hjörtur O. Aðalsteinsson. Sækj- andi var Kolbrún Sævarsdóttir saksóknari hjá ríkissaksóknara. Morgunblaðið/Þorkell Bandaríski varnarliðsmaðurinn, annar frá vinstri á myndinni, fékk 18 mánaða fangelsi fyrir að hafa stung- ið mann í Hafnarstræti í sumar. Hann ber líka kostnað upp á 1,7 milljónir króna vegna hnífstungumálsins. Talið að atlagan hafi verið stórhættuleg LÖGREGLAN í Reykjavík rannsakar nú hvort erlend kona, sem grunuð er um vændi hérlendis, hafi átt sér íslenska eða erlenda milli- göngumenn sem skipulögðu brotin. Í lok ágúst var konan handtekin, grunuð um vændi og hófst lögreglan þá handa við að kanna tengsl hennar við þá sem kynnu að hafa haft tekjur af hinni meintu starf- semi. Milliganga af þessu tagi varðar allt að 4 ára fangelsi samkvæmt almennum hegn- ingarlögum. Lögreglan hafði ennfremur afskipti af tveimur konum í vor, á sömu forsendum en rannsókn leiddi ekki til ákæru þar sem sannanir skorti. Fóru konurnar úr landi í kjölfarið. Alls óvíst er hvort mál þessi tengjast að sögn lögreglunnar. Lögreglurannsókn hafin á meintu vændiTIL ryskinga kom milli lögreglu og tveggja 16 og 17 ára pilta þegar þeir voru eltir uppi og handteknir við Þjóðarbókhlöðuna í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum lög- reglu höfðu piltarnir stolið farsíma af karlmanni í grennd við Hótel Sögu og hafði sá óskað eftir að- stoð. Nokkrir lögreglubílar voru sendir á vettvang til aðstoðar manninum. Talið er að þjófarnir hafi stolið fleiri hlutum, en málið er í rannsókn hjá lögreglunni í Reykjavík. Slógust við lögreglumenn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.