Morgunblaðið - 27.09.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.09.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÁRNI Magnússon félagsmálaráðherra sagði í ávarpi sínu á ársfundi Vinnumálastofnunar í gær að ef það reyndist satt að fyrirtæki á Kárahnjúka- svæðinu greiddu ekki erlendum starfsmönnum sín- um laun í samræmi við gildandi kjarasamninga, væri það í sínum huga „ólíðandi framkoma með öllu“. Brot gegn samningum eða lögum yrðu ekki liðin. Með því væri verið að grafa undan gildandi leikreglum á íslenskum vinnumarkaði. Hins vegar yrði að gæta sanngirni í umræðunni, á meðan sekt væri ekki sönnuð teldist hún ekki vera fyrir hendi. Árni sagði að brot á samningum veikti sam- keppnishæfni íslenskra fyrirtækja, auk þess sem Íslendingar, sem þekktu rétt sinn, myndu lúta í lægra haldi fyrir „ódýru“ innfluttu vinnuafli. Meg- insjónarmið um velferð og lífskjör í velferðarsam- félaginu væru í húfi ef leikreglur væru brotnar með slíkum hætti. Það gengi ekki upp í hans huga. Á sama tíma yrðu menn að vera sanngjarnir. „Upphlaup eða ótímabærar og hástemmdar yf- irlýsingar stjórnmálamanna í fjölmiðlum þjóna ekki þeim tilgangi að leiða mál til lykta, sem ágrein- ingur er um. Slíkt er eingöngu til þess fallið að þyrla upp moldvirði og skapa óvissu. Ákveðnir að- ilar ganga lengra í þessum efnum en aðrir, eins og þeirra er von og vísa, því miður. Slík vinnubrögð þykja mér klén. Það eru of miklir og víðtækir hags- munir í húfi til þess að réttlætanlegt sé að þau séu ástunduð,“ sagði Árni og minnti á að um stærstu framkvæmd Íslandssögunnar væri að ræða. Hana hefði borið brátt að þrátt fyrir langan undirbúning. Löggjöfin til skoðunar Félagsmálaráðherra sagði að á fyrstu skrefum framkvæmda hefði verið bent á margt sem betur mætti fara. Fyrirtækin hefðu í flestum tilvikum brugðist við þeim ábendingum, s.s. varðandi að- búnað starfsmanna. Ekki hefði hins vegar til þessa verið sannað með óyggjandi hætti að fyrirtækin brytu gegn kjarasamningum eða íslenskum lögum. „Ég vil hins vegar taka það fram að fyrirtækin og forsvarsmenn þeirra verða að mínu mati að taka sér tak í samskiptum sínum á vinnumarkaði, bæði við starfsmenn, verkalýðshreyfingu og eftir atvik- um stjórnvöld og brot gegn samningum eða lögum, sannist þau, verða ekki liðin,“ sagði Árni. Ráðherra upplýsti ennfremur að hann hefði í hyggju að láta fara fram skoðun á þeirri löggjöf sem gilti um þessi mál hér á landi. Sambærileg lög- gjöf ríkja á EES-svæðinu yrði höfð til hliðsjónar en þau hefðu mörg hver glímt við „sambærileg vanda- mál“. Árni Magnússon á ársfundi Vinnumálastofnunar um Kárahnjúkavirkjun Brot gegn samningum eða lögum verða ekki liðin Morgunblaðið/Ásdís Árni Magnússon félagsmálaráðherra flytur ávarp sitt, við hlið hans er Hrólfur Ölvisson, stjórnarformaður Vinnumálastofnunar. VINNUMÁLASTOFNUN hefur áfram til skoð- unar þau gögn sem Impregilo skilaði inn á fimmtudag um launakjör erlendra starfsmanna við virkjunina. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, sagði að meðal þess sem fram kæmi í gögnunum væri að rúmenskir og tyrkneskir starfsmenn undirverktakans Edilsider vildu ekki fá laun sín greidd inn á ís- lenska bankareikninga, líkt og Impregilo hefur heitið að gert verði. Gissur sagði launaseðla sýna að þessir starfs- menn undirverktakans hefðu um 220 þúsund kr. í laun á mánuði að viðbættum orlofs- greiðslum. Þetta væri fyrir tíu tíma vinnu á dag, sex daga vikunnar. Í fljótu bragði virtust þessi laun í samræmi við þær upplýsingar er lágu frammi við útgáfu atvinnuleyfa fyrir starfsmennina. Áfram fundað milli samráðsnefndar og Impregilo Fulltrúar samráðsnefndar um virkj- unarsamninginn við Kárahnjúka og fulltrúi ítalska verktakafyrirtækisins Impregilo ræddu saman á fundi í gær þar sem rætt var frekar um yfirlýsingu verktakafyrirtækisins, sem hef- ur heitið því að virða virkjunarsamninginn. Niðurstaðan var sú að halda áfram að hittast og hefur nýr fundur verið ráðgerður á mánu- dag. Þá munu forystumenn ASÍ einnig eiga fund eftir helgi með forstjóra Landsvirkjunar um kjaramálin við Kárahnjúka. Vilja ekki launin inn á íslenska bankareikninga Á EYJÓLFSSTÖÐUM í Vatnsdal hafa fundist bein af manni og hesti, en þau fundust þegar verið var að endurnýja gólf í kjallara bæjarins. Að sögn Þórs Hjaltalín minjavarðar á Norðurlandi vestra er hér að öllum líkindum um þús- und ára gamalt kuml að ræða. Beinin sem fundust við upp- gröftinn eru ótrúlega vel varð- veitt en ljóst er að átt var við kumlið árið 1913 þegar hafist var handa við byggingu íbúðarhúss á Eyjólfsstöðum. Staðsetning bein- anna bendir til þess og auk þess er til á Þjóðminjasafninu haus- kúpa sem send var frá Eyjólfs- stöðum um það leyti sem bærinn var byggður. Aðspurður hver hafi hér borið beinin kvaðst Þór lítið geta sagt en ólíklegt væri að kumlið væri frá Eyjólfsstöðum því í elstu heimildum er Eyjólfsstaða ekki getið en bæði Hvammur og Hof í Vatnsdal koma við elstu sög- ur. Þór taldi að flest bein væru komin í leitirnar en menn myndu halda eitthvað áfram til að leita af sér allan grun. Gott að leggja sig í eldhúsinu Ingvar Steingrímson, sem bjó á Eyjólfsstöðum í rúm 40 ár en hætti búskap árið 1995, segist aldrei hafa orðið var við forn- manninn sem hvíldi í gólfinu rétt framan við eldhúsið þó svo að allt- af væri ókyrrð í gófinu. Taldi Ingvar að asparræturnar væru farnar teygja sig undir bæinn og lét kyrrt liggja. Ingvar sagði að þegar hann hafi lagt sig í eldhús- inu eftir hádegismatinn þá hafi hann aldrei sofið betur og bætti því við að öllum sem búið hafa á Eyjólfsstöðum hafi liðið vel þann- ig að nærvera fornmannsins trufl- aði í engu. Ingvar sagði að bærinn héti eftir einhverjum Eyjólfi sem enginn þekkti og spurður að því hvort hér gæti verið kominn Eyj- ólfur þessi, gat Ingvar í engu svarað en ef svo er þá er Eyjólfur að hressast. Fornt kuml fannst í kjallara á Eyjólfsstöðum í Vatnsdal Með 1000 ára kuml í eldhúsgólfinu Blönduósi. Morgunblaðið. Þór Hjaltalín, minjavörður á Sauðárkróki, hefur rannsakað kumlið á Eyjólfsstöðum, en beinin eru vel varðveitt. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson FERSKAR afurðir hafa lagt fram stjórnsýslukæru vegna skipunar Þór- ólfs Gíslasonar í nefnd um vanda sauðfjárbænda, en Þórólfur er for- maður nefndarinnar. Landbúnaðar- ráðherra skipaði í nefndina í upphafi mánaðarins. Telja Ferskar afurðir Þórólf óhæfan til setu í nefndinni þar sem aðstæður séu nú þannig „að óhlutdrægni hans megi draga í efa með réttu, varðandi þau ráð sem hann á nú að gefa ríkisstjórninni til lausnar vanda sauðfjárbænda“. Bent er á það að Þórólfur sé for- svarsmaður sláturhúss og kjötvinnslu sem tekið hafi við eitt hundrað þús- und dilkum til slátrunar nú í haust þótt fyrirtæki hans ráði ekki yfir nema tiltölulega litlum hluta markað- arins. Við þetta kjöt geti hann ekki losnað nema ganga á hlut annarra sláturleyfishafa. Fyrirtæki Þórólfs þurfi því örugglega á sértækum að- gerðum eða aðstoð að halda til að koma kjötinu á markað svo það kom- ist hjá stórtapi en af því leiði að veru- leg hætta sé á að Þórólfur reyni með tillögum sínum til ríkisstjórnar, að koma höggi á aðra sláturleyfishafa, sem standa í harðri samkeppni við fyrirtæki hans. „Það skjóti því skökku við að skipa Þórólf til nefndarinnar við þessar aðstæður og sé beinlínis ólögmætt,“ segir í kærunni. Ásakanir um ítök í Kaupþingi Búnaðarbanka Þá segir einnig að stjórn Ferskra afurða telji að Þórólfur eigi stóran þátt í því á bak við tjöldin að gera Ferskum afurðum erfitt fyrir og það hafi hann getað vegna ítaka í Kaup- þingi Búnaðarbanka. Staðan sé því klárlega sú að fyrirtæki undir stjórn Þórólfs standi í harðri og óvæginni samkeppni við önnur fyrirtæki sem keppi á sama kjötmarkaði með kinda- kjöt og öllum brögðum sé beitt. Á það er og bent að vandi sauðfjárbænda snúist öðru fremur um markaðsmál og ljóst sé að aðrir nefndarmenn eins og Ari Teitsson, Drífa Hjartardóttir og Jóhannes Sigfússon hafi litla þekk- ingu þar á og því ljóst að Þórólfur hafi undirtökin í nefndinni hvað varði ráð sem ríkisstjórnin grípi væntanlega til. Draga óhlut- drægni for- mannsins í efa Stjórnsýslukæra vegna skipunar nefndar um vanda sauðfjárbænda Í TILKYNNINGU frá Flug- leiðum til Kauphallar Íslands í gær var greint frá því að Ís- landsbanki hefði gert framvirk- an samning við Baug Group um sölu á 346.050.000 krónum að nafnverði hlutafjár í félaginu, sem kemur til greiðslu þann 30. desember 2003. Þetta eru 15,0% af heildarhlutafé Flugleiða. Einnig var greint frá því í til- kynningunni að Baugur Group færi með atkvæðisrétt frá und- irritun samningsins. Skarphéðinn Skarphéðins- son, framkvæmdastjóri hjá Baugi Group, segir að þessi við- skipti séu liður í kaupum Baugs Group á rúmlega 21% hlut í Flugleiðum fyrr í þessari viku. Baugur Group keypti rúmlega 19% hlut í Flugleiðum af Gaumi ehf. og Ovalla Trading og um 2% á markaði. Segir Skarphéð- inn að samhliða þessum kaup- um hafi Baugur Group selt 15% af þeim rúmlega 21% hlut, sem félagið keypti, til Íslandsbanka, og gert um leið samning um að kaupa þessi hlutabréf aftur af bankanum þann 30. desember næstkomandi. Á tímabilinu fari Baugur Group með allan at- kvæðisrétt sem umræddur 15% hlutur veitir. Samningurinn við Íslandsbanka sé því eingöngu leið fyrir Baug til að fjármagna kaup á 15% hlut í Flugleiðum. Kaup Baugs Group í Flugleiðum Íslands- banki lánar til kaupanna LANDSBANKI Íslands hefur aukið við hlut sinn í Eimskipafélagi Ís- lands og átti á föstudag 10,19% hlutafjár eða rúmlega 525 milljónir hluta. Að auki hefur bankinn gert fram- virkan samning um kaup á 303,4 milljónum hluta og nemur eign bankans eftir viðskiptin 828,4 millj- ónum hluta eða 16,08% heildarhluta- fjár. Ennfremur hefur Landsbank- inn umboð til að fara með atkvæði 10,41% hlutafjár á hluthafafundi sem haldinn verður 9. október nk. Atkvæðisréttur í Eimskipafélaginu Landsbank- inn með 26,5%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.