Morgunblaðið - 27.09.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.09.2003, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2003 11 TÖLUR yfir innheimtar tekjur rík- issjóðs í ágústmánuði benda til þess að að almenn umsvif í efnahagslífinu séu enn meiri en gert var ráð fyrir í síðustu þjóðhagsspá fjármálaráðu- neytisins frá því í aprílmánuði síðast- liðnum. Það sem af er árinu hefur orðið 9% aukning í innheimtu tekna af virðisaukaskatti og veruleg aukn- ing varð einnig í innheimtu vöru- gjalda af ökutækjum eða um 54,6% frá fyrra ári, sem stafar fyrst og fremst af auknum innflutningi bif- reiða. Þetta kemur meðal annars fram í nýju vefriti fjármálaráðuneytisins. Heildartekjur ríkissjóðs á tímabilinu námu tæpum 171 milljarði kr. og hækkuðu um 18 milljarða króna milli ára eða 11,8%. Ráðuneytið segir að skýringin á þessum mismun felist fyrst og fremst í auknum tekjum af sölu hlutabréfa ríkisins í viðskipta- bönkunum. Skatttekjur ríkissjóðs námu 146,8 milljörðum króna og hækkuðu um 5,8% frá árinu á undan sem jafngildir um 3,8% raunhækkun. Innheimtir tekjuskattar einstaklinga námu um 34,5 milljörðum króna og hækkuðu um 3,9% frá fyrra ári. Inn- heimta tryggingargjalda nam um 16,5 milljörðum króna og jókst því einnig verulega eða um 10% á milli ára. Segir ráðuneytið, að þessi aukna innheimta af tekjuskatti einstaklinga og tryggingagjalds endurspegli hækkun launa. Hækkun launavísitölu nam um 6,5% á sama tíma, auk þess sem hækkun tryggingagjaldsins, um 0,5% tók gildi í byrjun árs. Innheimta eignaskatta lækkaði hins vegar um 15,5% á milli ára og nam tæpum 5,4 milljörðum króna, enda voru bæði eignaskattar einstak- linga og fyrirtækja lækkaðir um helming á þessu tímabili. Útgjöld hækka um 11 milljarða Útgjöld ríkissjóðs námu tæpum 177 milljörðum króna og hækkuðu um 11 milljarða króna milli ára. Ráðuneytið segir að þar vegi tveir málaflokkar þyngst. Greiðslur til al- mannatrygginga hækka um 5,1 millj- arð og til heilbrigðismála um 4,4 milljarða króna. Innan almanna- trygginga muni mestu um 2,6 millj- arða hækkun ellilífeyris og örorku- bóta, auk þess sem atvinnuleysis- bætur hækki um 900 milljónir eða 40% sem sé hlutfallslega mesta ein- staka hækkunin milli ára. Innan heilbrigðismála munar mestu um 3,1 milljarðs króna hækk- un til sjúkrahúsa og öldrunarstofn- ana. Greiðslur til Vegagerðarinnar hækka um 2,5 milljarða og til fram- halds- og háskóla um tæpan milljarð. Á móti vegur 3,6 milljarða lækkun vaxtagreiðslna, einkum þar sem stór flokkur spariskírteina var á gjald- daga í apríl 2002, auk þess sem greiðslur til reksturs stjórnsýslunnar lækka um ½ milljarð króna og sam- bærileg lækkun er á framlögum til flugmála. Aðrar breytingar milli ára eru minni, að því er fram kemur í vef- riti fjármálaráðuneytisins Tekjur ríkissjóðs fyrstu átta mánuði þessa árs eru meiri en áætlað var Meiri aukning umsvifa í efna- hagslífinu en búist var við LÖGREGLUMENN fóru með þá í Heiðmörk í vikunni þar sem þeir fengu meðal annars þjálfun í víðavangsleit. Hundarnir eru þjálfaðir til fíkni- efnaleitar og verið er að þjálfa þá til sporleitar og mannfjöldastjórnunar, að sögn Karls Steinars Valssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns, en Þor- steinn Hraundal er yfirhundaþjálfari. Á mynd- inni eru Kristína Sigurðardóttir og Bylgja Bald- ursdóttir með hunda í víðavangsleit á æfingunni í Heiðmörk. Morgunblaðið/Júlíus Þjálfunardagur hjá lögregluhundum ELÍSABET Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri Þróunarstofu Austurlands, fjallaði um konur og uppbyggingu stóriðju á Austur- landi í erindi sem hún hélt á landsþingi Landssambands fram- sóknarkvenna á Hótel Glym í gær en þinginu lýkur í dag. Í erindi sínu fjallaði hún um at- vinnutækifæri fyrir konur í tengslum við uppbyggingu á svæðinu. Benti hún á að oft hefði því verið haldið fram að einungis væri verið að byggja upp atvinnu- tækifæri fyrir karla á svæðinu en dæmin sönnuðu annað, þótt þau væru í miklum minnihluta. Elísabet sagði í samtali við Morgunblaðið að eins og staðan væri í dag væru konur 5% af starfsliði á Kárahnjúkum, eða á milli 40 og 50 konur. Konur störf- uðu þar sem verkfræðingar og tæknifræðingar, hönnuðir auk þess að gegna þjónustustörfum. Þá væru konur bæði að starfa á stórvirkum vinnuvélum og vörubíl- um. „Það eru konur í sprengihópi hjá Arnarfelli, ungar konur, sem þar eru fremstar í flokki. Fólk hefur kannski ekki talið að þarna væru atvinnutækifæri fyrir konur en það er það svo sannarlega og sama má segja um álverið. Fjarð- arál hefur það að markmiði að ná til kvenna og ná konum sem starfsmönnum í álverið þegar þar að kemur.“ Elísabet minnir á að 450 manns muni starfa í álverinu og tengd störf verði fjölmörg. Forsvars- menn Alcoa hafi lýst því yfir að þeir muni einbeita sér að álfram- leiðslu en eftirláta öðrum að sinna tengdri þjónustu sem til fellur. Hún er sannfærð um að konur muni laga sig að stóriðjunni og vinnuaðstæðum á Austurlandi í framtíðinni. „Við þurfum auðvitað að vinna með það á næstu árum að kynna þessa möguleika fyrir báðum kynjunum og sýna konum fram á að þær geti alveg eins unnið þessi störf eins og karlar.“ Konur vinna við sprengingar Fjölmörg atvinnutækifæri fyrir konur í stóriðju, að mati framkvæmdastjóra Þróunarstofu,,ÉG vissi að þjóðfélagslegur kostnað- ur vegna reykinga væri töluvert meiri, en tekjur ríkisins af tóbakssölu en að hann væri um fjórum sinnum meiri en tekjurn- ar, kemur á óvart,“ segir Þor- grímur Þráinsson, framkvæmda- stjóri Tóbaks- varnaráðs. Þorgrímur seg- ir að Hagfræði- stofnun Háskóla Íslands hafi gert svipaða könnun fyrir rúmlega 13 árum og tími hafi verið kominn á nýju skýrslu til að sýna fram á mikilvægi þess að stemma stigu við reykingum með öllum til- tækum ráðum, ekki síst af hálfu stjórnmálamanna. ,,Með þessari skýrslu sést svart á hvítu að yfirvöld verða að grípa til róttækra aðgerða til að lækka þjóðfélagslegan kostnað vegna reykinga en það verður ekki eingöngu gert með takmörkuðu fjár- framlagi til tóbaksvarna heldur ýms- um öðrum hætti. Það sem er brýnast á þessu augnabliki er að tryggja það með lagasetningu að almenningur geti notið hreins lofts á öllum opin- berum stöðum, hvort sem um er að ræða kaffihús eða skemmtistaði. Slíkt eykur vinnuvernd, dregur úr reyk- ingum, fækkar dauðsföllum og lækk- ar þennan dýrkeypta þjóðfélagslega kostnaður.“ Að sögn Þorgríms er mikilvægt að halda áfram að vekja athygli á skað- semi reykinga, tryggja börnum reyk- laust umhverfi og hvetja alla til að láta sig tóbaksvarnir varða því for- eldrar vilji alls ekki að börnin þeirra byrji að reykja. Slíkt leiði oft til frek- ari fíkniefnaneyslu eins og dæmin sanna. Hann segir ólíklegt að reykingar verði bannaðar á næstu áratugum en telur raunhæfara að framleiðsla á tóbaki verði hætt þegar fram líða stundir eins og landlæknir Banda- ríkjanna hafi lagt til. ,,Tóbaksiðnað- urinn hefur alla tíð vitað að sá tími mun renna upp að framleiðsla á tób- aki verði hætt og hefur því fjárfest í öðrum fyrirtækjum. Upplýsingar um þetta er að finna í leyniskjölum iðnað- arins. Hingað til hafa tóbaksrisarnir verið með marga af helstu stjórmála- leiðtogum heims í vasanum og því getað komið í veg fyrir það, á bak við tjöldin, að tóbakið sé meðhöndlað eins og eiturvara sem drepur en ekki sjálf- sögð neysluvara. Ef heimurinn ætti hugrakkari og heiðarlegri stjórn- málamenn, sem létu ekki glepjast og tækju ákvarðanir með almannaheill að leiðarljósi, myndu dauðsföllum af völdum reykinga fækka um hundruð þúsunda á ári hverju.“ Þorgrímur segir að skotheldar upplýsingar um þjóðfélagslegan kostnað af völdum reykinga séu einn angi af tóbaksvarnastarfi og leggur áherslu á að menn verði að sjá hlutina í víðu samhengi. ,,Tóbakið er lögleg vara sökum þess að því var hagrætt á sínum tíma að sígarettan var flokkuð sem neysluvara en ekki eiturefni. Fólk verður hins vegar að átta sig á því að sígarettan er eina löglega var- an á markaðnum sem drepur, ef hún er notuð eins og til er ætlast. Af þeim sökum er brýnt að meðhöndla tóbak sem eitur og það mun hverfa af mark- aðnum þegar fram líða stundir. Allt tali um frelsi til að reykja hvar sem er og hvenær sem er er hreinn og beinn kjánaskapur sem var samþykktur fyrir 50 árum. Á sama tíma og gömlu góðu gospillunum, rauðu MM sæl- gæti, og fleiri vörum var kippt út af neyslumarkaði af því að þær gátu hugsanlega valdið krabbameini virð- ist sígarettan vera ósnertanleg þótt hún drepi 5 milljónir manns á ári.“ Þorgrímur leggur áherslu á að póli- tískar aðgerðir, með hagsmuni al- mennings að leiðarljósi, þurfi í kjölfar upplýsinga, sem koma fram í skýrsl- unni. Þorgrímur Þráinsson Mikill kostn- aður kemur á óvart Þorgrímur Þráinsson Landsmót hestamanna 2006 Stefnt að samningi við Vind- heimamela STJÓRN Landssambands hestamanna fól í gær stjórn Landsmóts ehf. og mannvirkjanefnd Landssambandsins að ganga til samninga við Vindheimamela í Skagafirði vegna landsmótsins sumarið 2006, en umsókn um að halda mótið barst einnig frá Melgerð- ismelum í Eyjafirði. Jón Albert Sigur- björnsson, formað- ur Landssambands hestamanna, segir að ekki sé almenn sátt um staðarval landsmótsins hverju sinni og vís- ar til þess að tvær umsóknir hafi einn- ig borist vegna mótsins 2008, frá Gaddstaðaflötum við Hellu og Fáki í Reykjavík. Mörg rök hafi stutt báðar umsóknirnar vegna mótsins 2006, en vegna aukinnar samkeppni frá heimsmeistara- móti íslenskra hesta, telji menn mikilvægt að efla landsmótið með því að fækka landsmóts- stöðum og byggja betur upp viðkomandi lands- mótsstaði. Þetta hafi m.a. komið fram í grein- argerð frá mannvirkjanefnd, sem hafi tekið út staðina, og landsmótsstjórn og þessi rök hafi verið höfð í huga við valið að þessu sinni. Meiri- hluti stjórnar hafi komist að þessari niðurstöðu, en á næsta ári verði tekin ákvörðun varðandi landsmótið 2008. Árið 1998 var landsmótið á Melgerðismelum, í Reykjavík 2000, í fyrra á Vindheimamelum og næsta sumar verður það á Gaddstaðaflötum. Í fyrra fór landsmótið fram á Vindheimamelum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.