Morgunblaðið - 27.09.2003, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 27.09.2003, Blaðsíða 17
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2003 17 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S B LO 2 23 78 09 /2 00 3 Haustlaukar & Erikur 3 erikur 999kr. Erika í kaupbæ ti! Allir sem kaupa ha ustlauka um helg ina fyrir 1000 kr. eð a meira fá fría Erik u. YFIRVÖLD í Þýskalandi sögðust í gær hafa leyst upp stóran alþjóðleg- an barnaklámhring á Netinu eftir viðamikla rannsókn sem náði til 166 landa. Um 530 Þjóðverjar hafa verið yfirheyrðir vegna málsins og gerð hefur verið húsleit á heimilum þeirra. Innanríkis- og dómsmálaráðu- neytið í Saxlandi-Anhalt sögðu í yfir- lýsingu að þetta væri „mikilvægasti sigurinn til þessa á alþjóðlegum barnaklámhringjum“. Rannsóknin hefði staðið í rúmt ár og þýska lög- reglan hefði haft samstarf við yfir- völd víða um heim. Að sögn ráðu- neytanna eru margir hinna grunuðu „mjög hættulegir barnaníðingar“. Grunur leikur á að um 26.500 manns hafi skipst á klámmyndum af börnum á Netinu. „Myndirnar verða æ hrottafengnari, börnin eru beitt meira ofbeldi og aldur barnanna, sem eru misnotuð, lækkar,“ sagði Curt Becker, dómsmálaráðherra Saxlands-Anhalt. Ekki kom fram hvort hinir grunuðu framleiddu klámefnið sjálf- ir eða af hvaða þjóðerni börnin eru. Talsmaður lögreglunnar í Bern sagði að átta menn hefðu verið hand- teknir í Sviss vegna málsins og tugir til viðbótar yrðu að öllum líkindum handteknir. Lögreglan í Þýskalandi hefur gert 745 tölvur upptækar, auk 5.800 myndbandsspólna, 35.500 tölvudiska og 8.300 disklinga. 26.000 klám- myndir af börnum fundust í íbúð eins mannanna. Þýska lögreglan leysir upp gríðarstóran barnaklámhring Berlín. AFP. Um 26.500 manns liggja undir grun um að hafa skipst á klámmyndum MIKIL umræða hefur verið í Danmörku um óhóflega áfeng- isneyslu unglinga og annarra landsmanna og nú hafa stjórn- völd boðað aðgerðir til að draga úr henni. Munu þær felast í því að hækka áfengis- og tóbaks- kaupaaldur úr 15 árum í 16. Lars Løkke Rasmussen, heilbrigðisráðherra Danmerk- ur, hefur boðað lagafrumvarp um þetta efni og er gert ráð fyr- ir, að ungu fólki verði ekki að- eins gert að sýna af sér löggilta mynd, heldur einnig skílríki til að sanna aldur sinn. Hafa tals- menn dönsku stjórnmálaflokk- anna tekið þessum fyrirhuguðu breytingum vel og benda þeir á, að eðlilegast sé að gefa út ný persónuskilríki með mynd af handhafa. Mönnum svipar til hunda BANDARÍSKIR vísindamenn hafa komist að því að erfðaefni manna og hunda sé að þremur fjórðu hlutum svo til eins. Því megi segja að komin sé fram vísindaleg skýring á því hvers vegna mannskepnunni hugnast hundurinn og hefur hann sem gæludýr. Að ýmsu leyti eru gen manna og hunda þó ólík og á nokkrum sviðum verulega frábrugðin. Til dæmis hvað lyktarskynið varð- ar en á því sviði tekur hund- urinn manninum stórlega fram. Taívan skelfur TVEIR jarðskjálftar riðu yfir norðausturhluta Taívans í gær- morgun. Ekkert tjón hlaust af og engir slösuðust. Jarðskjálft- arnir eru ekki tengdir jarð- skjálftunum sem urðu á eyj- unni Hokkaídó aðfaranótt föstudags að staðartíma, í gær- kvöldi að íslenskum tíma, og mældust 8 á Richter. Fyrri skjálftinn á Taívan mældist 4,9 stig og varð kl. 7:43 að staðar- tíma, kl. 23:43 að íslenskum tíma. Upptök hans voru um 20 km austur af bænum Nanao, sem er um 130 km suðaustur af höfuðborginni, Taipei. Seinni skjálftinn, 4,6 á Richter, reið yfir kl. 3:37 að staðartíma, kl. 7:37 að ísl. tíma. Upptök hans voru um 8 km norðaustur af Nanao. Síðasti stóri jarðskjálft- inn á Taívan varð fyrir fjórum árum er skjálfti upp á 7,6 reið yfir miðhluta Taívans og liðlega 2.300 manns fórust. Rottu- og músaplága FYRIR mánuði þurftu starfs- menn bandaríska utanríkis- ráðuneytisins að glíma við inn- rás stórra og árásargjarnra geitunga en nú steðjar að þeim ný plága, rottur og mýs. Er ráðuneytið í svokallaðri Harry S. Truman-byggingu og er far- aldurinn rakinn til þess, að ver- ið er að endurnýja hana að hluta. Vegna þess eiga mýs og völskur greiðari leið inn í bygg- inguna en áður. Hefur starfs- fólkið meðal annars verið hvatt til að skilja aldrei eftir neinar matarleifar á glámbekk. STUTT Áfengis- aldur úr 15 í 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.