Morgunblaðið - 27.09.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.09.2003, Blaðsíða 22
AKUREYRI 22 LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Aukin ökuréttindi Leigu-, vöru- og hópbifreiðar. Námskeið til aukinna ökuréttinda hefst föstudaginn 3. okt. Innritun og upplýsingar: Hreiðar Gíslason s. 892 0228 Kristinn Örn Jónsson s. 892 9166 ÞAÐ var glatt á hjalla heima hjá Bjarka Hreinssyni í Lyngholtinu á Akureyri, eitt kvöldið í vikunni. Þar var hann ásamt þremur vinum sínum, Steindóri Steindórssyni, Birgi Péturssyni og Grétari Jónssyni, í sláturgerð og voru þeir félagar, sem allir eru á þrítugsaldri, að troða í vambir þegar ljósmyndari Morg- unblaðsins kom í heimsókn. Þeim til aðstoðar var vinkona þeirra, Hulda Jónsdóttir. Þetta er í fyrsta skipti sem þeir félagar taka slátur. „Við höfum séð þetta gert og það er alltaf hægt að læra ef áhuginn er fyrir hendi.“ Alls tóku þeir 18 slátur, sem að þeirra sögn er stærsta pöntun til þessa í Hrísalundi, þar sem slátursalan fer fram. „Að baki þessu liggja þjóðlegar kenndir og við erum áhugamenn um gamlar íslenskar hefðir. Í sumar suðum við rabarbarasultu, og brugguðum landa og þá er hugmyndin að skera út laufabrauð fyrir jólin,“ sagði Steindór. Þeir tróðu í gervivambir, bæði blóðmör og lifrapylsu og heftuðu þær saman. Uppskriftina fundu þeir á Netinu, á lambakjot.is. „Við hefð- um frekar viljað fá alvöruvambir til sauma saman, enda er ég viss um að við erum fimir með nálarnar. Þá stóð valið hjá okkur um brytjaðan eða óbrytjaðan mör og að sjálfsögðu tókum við hann óbrytjaðan.“ Þeir félagar hittu gamla konu í Bónusi, sem var yfir sig hrifin af framtaki þeirra og hún tók að sér að kenna þeim að setja í súr. „Hún var ekkert smáánægð með okkur, sú gamla,“ sagði Steindór. Glaðbeittir troða í vambir; Steindór Steindórsson, Bjarki Hreinsson, Birgir Pétursson og Grétar Jónsson. Að baki liggja þjóðlegar kenndir Fjórir ungir menn í umfangsmikilli sláturgerð Morgunblaðið/Kristján Mörinn settur út í nýja hræru. VALDIMAR Bragason, bæjar- stjóri í Dalvíkurbyggð, telur skyn- samlegt að sameina öll sveitarfélög við Eyjafjörð í eitt. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær segir Stefanía Traustadóttir, bæjarstjóri í Ólafsfirði, sterka stöðu Akureyrar kalla fram ákveðnar spurningar sem svör verði að fást við og Ólafs- firðingar séu ekki tilbúnir að fara í samningaviðræður sem hefðu það eitt að markmiði að sameina Ak- ureyri, Dalvíkurbyggð, Ólafsfjörð og Siglufjörð. Sameiningarmál sveitarfélaga verða meðal annars til umræðu á síðari degi aðalfundar Eyþings á Ólafsfirði í dag. Forráðamenn sveitarfélaganna þriggja við utanverðan Eyjafjörð, Dalvíkurbyggðar, Ólafsfjarðar og Siglufjarðar funduðu á dögunum og segir Guðmundur Guðlaugsson, bæjarstjóri á Siglufirði, að á fund- inum hafi menn ekki verið að ræða hugsanlega sameiningu þessara þriggja sveitarfélaga, heldur næstu skref í sameiningarviðræðum. Hann sagði að á fundinum hefði komið fram vilji til að ræða málin áfram og þá einnig með fulltrúum Akureyrarbæjar. „Menn sjá fyrir sér sameiningu á þessu svæði til- tölulega fljótlega en hvernig hún verður á eftir að koma í ljós.“ Vilja að Akureyringar taki þátt Valdimar Bragason, bæjarstjóri í Dalvíkurbyggð, sagði að eftir að Ólafsfirðingar slitu viðræðum með þátttöku Akureyringa sl. vor hefðu Dalvíkingar bókað að viðræðum við Siglufjörð og Akureyri yrði haldið áfram og þá án Ólafsfirðinga. Sú hugmynd hefði ekki hugnast Sigl- firðingum. Valdimar sagði að Dal- víkingar væru ekki á því að ræða sameiningu sveitarfélaganna þriggja, heldur vilji þeir að Ak- ureyringar taki einnig þátt í þeim viðræðum. „Sjálfum fyndist mér skynsamlegast að steypa saman öllum sveitarfélögunum í firðin- um,“ sagði Valdimar. Stefanía sagði að sterk staða Ak- ureyringar kallaði fram ákveðnar spurningar sem að hennar mati yrðu að fást vör við. Hún sagði að það væri verið að stýra sveitar- félögum landsins inn í sameining- arviðræður, m.a. með því að refsa þeim með Jöfnunarsjóði sveitarfé- laga. „Það höfum við verið að upp- lifa hér í Ólafsfirði í dag. Við erum að fá mun minna úr sjóðnum nú en nokkru sinni áður og munar þar um 15 milljónum króna frá síðasta ári.“ Skynsamlegast að steypa öllum saman Valdimar Bragason, bæjarstjóri í Dalvíkurbyggð, er viss í sinni sök um sameiningu sveitarfélaga við Eyjafjörð GUÐMUNDUR Tuliníus skipa- verkfræðingur hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Slippstöðv- arinnar frá 1. október nk. Hann tekur við stöðunni af Baldvini Valdemarssyni. Guðmundur er ekki ókunngur hjá Slippstöðinni en hann var framkvæmdastjóri fyrirtækisins á árunum 1993– 1995. „Ég hefði ekki ráðið mig til starfans, nema af því að það leggst þokkalega í mig. Þetta er spennandi verkefni að takast á við en ég veit að þetta er ekki einfalt dæmi.“ Guðmundur hefur starfað í Þýskalandi frá árinu 1983, fyrir utan árin tvö í Slippstöðinni. Hann var framkvæmdastjóri Mecklenburger Hochseefischerei í 5 ár, sem þá var í eigu Útgerð- arfélags Akureyringa en annars starfað sjálfstætt. „Þessa ráðn- ingu nú bar nokkuð brátt að og ég á því eftir að ganga frá ýms- um málum erlendis áður en ég kem til starfa.“    Guðmundur Tuliníus aftur í Slippstöðina Nökkvi fertugur | Siglingamenn ætla að gera sér glaðan dag á morg- un, sunnudag, í tilefni af því að Nökkvi, félag siglingamanna, áður Sjóferðafélag Akureyrar er 40 ára um þessar mundir. Landsbankinn ætlar að færa afmælisbarninu op- timistbát en slíkir eru notaðir til að kenna börnum og ungmennum und- irstöðuatriði siglingaíþróttarinnar. „Við eigum enga peninga og tökum okkur bara til í stjórninni og bökum allt sjálf,“ sagði Rúnar Þór Björns- son, formaður Nökkva, en eiginkona og nánustu ættingar hafa einnig ver- ið virkjuð í þágu málstaðarins þann- ig að öruggt er að bakkelsið sem fram verður borið mun engan svíkja. Afmælið verður í kaffiteríu Íþróttahallarinnar og hefst kl. 15.30. TVEIR menn sluppu ótrúlega vel en með skrámur þó, eftir bílveltu norðan við Dvergastein í Hörgárbyggð í vik- unni. Hins vegar varð að aflífa annað af tveimur hrossum, sjö vetra hryssu, sem voru í hestakerru sem slitnaði aftan úr bílnum og valt einnig. Sveinn Ingi Kjartansson, hestamaður á Ak- ureyri, var á leið í Hóla í Hjaltadal með hrossin ásamt félaga sínum Agn- ari Snorra Stefánssyni, þegar óhapp- ið varð. Þar ætlaði hann að þreyta próf frá reiðkennarabraut skólans á hrossunum nk. þriðjudag. Hinn hest- urinn meiddist einnig í óhappinu og það er því ljóst að Sveinn Ingi mun ekki ná að ljúka prófinu að þessu sinni. Hann sagði í samtali við Morg- unblaðið að það hefði bjargað þeim félögum að hafa verið í bílbeltum. Þetta er í annað sinn sem Sveinn Ingi hefur þurft að hætta við prófið en sl. vor heltist hestur sem hann ætl- aði að nota í prófið. Hann hefur því verið að þjálfa hrossin tvö í sumar. „Þetta er erfitt próf og það þarf virki- lega góð hross í það. Og ég taldi mig standa vel að vígi með þessi hross.“ Hann sagði að það tæki í það minnsta tvo mánuði að þjálfa upp nýjan hest fyrir prófið. „Ég reyni hugsanlega aftur næsta vor.“ Merin sem þurfti að aflífa var í eigu Friðriks Kjartanssonar bróður Sveins Inga og Sveins Jónssonar í Kálfsskinni. Sveinn Ingi sagði að merin hefði verið fylfull og hefði próf- ið á Hólum átt að verða hennar síð- asta verkefni í bili. Hann sagði að hún hefði verið mjög góð og verðmæt og hér væri því um mjög tilfinnanlegt tjón að ræða. Vegna aðstöðuleysis á Akureyri ætlaði Sveinn Ingi með hrossin með fyrra fallinu að Hólum og æfa sig í reiðhöllinni þar fyrir próf- ið. Aflífa þurfti hryssu eftir umferðarslys Morgunblaðið/Anna Guðrún Sveinn Ingi Kjartansson á hryssunni Nepju frá Kvíabekk, sem varð að aflífa eftir umferðaróhapp í Hörgárbyggð í vikunni. Á leið í próf á Hólum með hrossin Ögrandi verkefni | Félagar í björgunarsveitinni Súlum á Akur- eyri leita nú að nýjum og kraftmikl- um félögum og í því skyni efna þeir til kynningarfundar um starfsemina. Hann verður haldinn í húsakynnum sveitarinnar, Hjalteyrargötu 12, næsta þriðjudag, 30. september, og byrjar kl. 20. Leitað er að fólki, 17 ára og eldra, sem hefur áhuga á ögr- andi verkefnum við erfiðar aðstæð- ur, spennandi starfi sem miðar að því að koma öðrum til hjálpar sem og þeim sem hafa áhuga á ævintýrum í góðum félagsskap. Á NÆSTUNNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.