Morgunblaðið - 27.09.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 27.09.2003, Blaðsíða 28
LISTIR 28 LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ TÓNLEIKAR Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands sl. fimmtudag voru að því leyti til sérstæðir, að ungur píanóleikari, Víkingur Heiðar Ólafsson, sem þegar hef- ur vakið athygli fyrir frábæran píanóleik, lék einleik í tveimur píanókonsertum, þeim fyrri eftir Jón Nordal og í seinni fyrsta pí- anókonsertinum eftir Prokofiev. Leikur Víkings í konsert Jóns var frábær, þar sem saman fór sterk tilfinning fyrir hinu við- kvæma og yfirburðatækni hans í hröðum og átaksmiklum köflum verksins, svo að konsertinn fékk alveg nýjan svip. Eftir þessa áhrifamiklu útfærslu á konsert Jóns, lék Víkingur fyrsta píanó- konsertinn eftir Prokofiev og þar var leikur Víkings hrein snilld, mettaður óvenjulegri hryn- skerpu, sterkri tilfinningu fyrir blæbrigðum og yfirburða og áreynslulausri leiktækni, sem lýsti sér í ótrúlegu öryggi í út- færslu átaksmestu kaflanna. Tónleikarnir hófust á miklu kraðakverki, sem nefnist Feria, eftir Magnus Lindberg, þar sem öllu ægir saman, eins og vera ber í fríi eða sumarleyfi, líklega á Ítalíu, því vitnað er í harmljóð Ariönnu eftir Monteverdi. Loka- verk tónleikanna var sinfónía nr. 3, eftir eistneska tónskáldið Erkki-Sven Tüür, er var einnig mikið kraðakverk. Kaflarnir nefnast Contextus I og II og fylgir með í efnisskrá, verklýsing sem sannfærir hlustandann um að hér sé ekki um að ræða tónlist til að hlusta á, heldur aðferða- fræðileg útfærsla á pappírsvinnu tónskáldsins, sem ótrúlegt er að venjulegur hlustandi greini. Báð- um þessum kraðakverkum stjórnaði Olari Elst af mikilli röggsemi og í píanókonsertunum eftir Jón Nordal og Prokofiev mátti heyra, að Elst er slunginn stjórnandi. Það sem stendur eftir þessa tónleika er frábær flutningur Víkings Heiðars Ólafssonar á listaverkum Jóns Nordals og Prokofievs, sem var stórkostleg upplifun og mikill listviðburður. Mikill listviðburður TÓNLIST Háskólabíó Flutt voru verk eftir Lindberg, Jón Nor- dal, Prokofiev og Erkki-Sven Tüür. Ein- leikari: Víkingur H. Ólafsson. Stjórn- andi: Olari Elts. Fimmtudagurinn 25. september 2003. SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Morgunblaðið/Árni Sæberg Víkingur Heiðar Ólafsson Jón Ásgeirsson AF því tilefni að töluverðar mannabreytingar hafa orðið í sýn- ingu Leikfélags Reykjavíkur á Pún- tila og Matta þykir ástæða til að minnast aftur á sýninguna í stuttu máli. Sýningin hefur haldið sér nokkuð vel þrátt fyrir að sjö manns séu nú á sviðinu sem ekki voru á frumsýningu, þar af tveir – Gunnar Hansson og Tatu Kantomaa – sem hljóðfæraleik- arar. Ánægjulegast er hve vel Theo- dór Júlíusson hefur haldist á meitl- aðri og kraftmikilli túlkun sinni á hlutverki Púntila óðalsbónda. Ef ein- hver breyting hefur orðið þá er það frekar í átt til enn meira öryggis og dýptar en á frumsýningu. Hin ótrú- legu hamskipti hans á sviðinu koma alltaf jafnmikið á óvart. Matti hefur nú í meðförum Bergs Þórs Ingólfssonar tapað töluverðu af lífsgleðinni sem einkenndi hann en Bergur leikur nú af meiri festu og innsæi og er verðugri mótleikari fyrir hinn fyrirferðarmikla Púntila Theo- dórs Júlíussonar. Harpa Arnardóttir og Eggert Þor- leifsson leika Evu, dóttur Púntila, og Eino sendiráðsfulltrúann, unnusta hennar. Þar sem Harpa og Eggert hafa lagt mesta æskublómann að baki verður staða kærustuparsins nokkuð önnur í verkinu en þegar Nína Dögg Filippusdóttir og Björn Hlynur Haraldsson léku hið heit- bundna par. Þau hafa ekki lengur líf- ið fyrir sér og það ríður á að Eva gangi út – og sem fyrst. Harpa fetar að mestu leyti í fótspor Nínu hvað karaktereinkenni varðar en ljær Evu líka þennan líka stórkostlega húmor og tímasetningu sem einkennir gam- anleik Hörpu. Eggert Þorleifsson fer mun fínlegar í sakirnar en Björn Hlynur Haraldsson, hann er afslapp- aður í hlutverkinu og oft bráðfynd- inn. Björn Ingi Hilmarsson leikur dóm- arann og leiguliðann Súrkala. Hann leysir fyrra hlutverkið mjög snöfur- mannlega af hendi þó að vissulega sé eftirsjá að krafti og fimi Gísla Arnar Garðarssonar. Súrkala hans stendur fyrir sínu þrátt fyrir að ógnin sem fylgdi túlkun Gísla Arnar sé ekki lengur fyrir hendi. Ellert A. Ingimundarson leikur prófastinn og kúadoktorinn fullkom- lega ásættanlega í stað Vals Freys Einarssonar nema hvað leikur hins síðarnefnda var mun meitlaðri í hlut- verkunum. Ilmur Kristjánsdóttir leikur mjaltastúlkuna og Finnu vinnukonu í stað Arnbjargar Hlífar Valsdóttur. Ilmur sannar enn einu sinni á stutt- um ferli hvað hún hefur sterka sviðs- nærveru. Þrátt fyrir nokkurt óöryggi í upphafi sem mjaltastúlkan var inn- lifun hennar í Finnu vinnukonu svo sterk og ást hennar á Matta túlkuð svo innilega að ekki verður bætt um betur. Nokkurt óöryggi einkenndi hópat- riðin og þá sérstaklega kórsöng, sem kannski kemur ekki á óvart þegar svo mörgum leikurum hefur verið skipt út. Hljómsveitin er betri en nokkru sinni og þeim atriðum varðandi ljósa- hönnunina sem virtist ábótavant á frumsýningu virðist hafa verið kippt í lag svo hvergi ber skugga á. Hvergi ber skugga áLEIKLISTLeikfélag Reykjavíkur Höfundur: Bertolt Brecht. Þýðandi: Þor- steinn Þorsteinsson. Höfundur söng- texta: Guðmundur Ólafsson. Höfundur tónlistar: Matti Kallio. Leikstjóri: Guðjón Pedersen. Hljóð: Ólafur Örn Thoroddsen. Lýsing: Kári Gíslason. Búningar: Helga I. Stefánsdóttir. Leikmynd: Vytautas Narbutas. Leikarar: Bergur Þór Ingólfs- son, Björn Ingi Hilmarsson, Eggert Þor- leifsson, Ellert A. Ingimundarson, Guð- mundur Ólafsson, Guðrún Ásmundsdóttir, Gunnar Hansson, Harpa Arnardóttir, Ilmur Kristjánsdóttir, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Marta Nordal, Tatu Kant- omaa og Theodór Júlíusson. Fimmtudag- ur 25. september. PÚNTILA BÓNDI OG MATTI VINNUMAÐUR Sveinn Haraldsson JÓN Svavar Jósefsson, bassbariton, hefur lokið 8. stigi í söng frá Tónlistarskóla Garðabæjar, undir leiðsögn Snæbjargar Snæbjarnardóttur og hélt sína fyrstu tón- leika í tónleikasalnum Ými, sl. þriðjudagskvöld. Þrátt fyrir að Jón Svavar eigi enn eftir að vinna að rödd sinni, er ljóst að þarna fer efnilegur söngvari, því tónleikarnir í heild voru töluverður „performance“. Jóni er gefin góð rödd, tónnæmi og sýndi auk þess töluverð tilþrif í túlkun, sem komu hvað best fram í Rósinni, eftir Árna Thor- steinsson, Mun það senn, eftir Victor Urbancic og Útlag- anum, eftir Karl O. Runólfsson. Söngur Sarastros, O Isis und Osiris schenket, úr öðrum þætti Töfraflautunnar, eftir Mozart, þrjú ljóðalög eftir Schumann, Schubert og Duparc, báru þess nokkur merki að enn sé ýmislegt óunnið í mótun raddarinnar en sterk tilfinning fyrir leik- rænum átökum gáfu söng hans töluverðan lit í Serenöðu Mefistófelesar, Vous qui faites, úr fjórða þætti óperunn- ar Faust, eftir Gounod. Jón náði nokkuð vel að draga fram gamansemina í Non piu andrai, úr fyrsta þætti Brúðkaupsins, eftir Mozart en best tókst honum upp í upphafsaríu þriðja þáttar, Ella giammai m’amo, úr óp- erunni Don Carlo, eftir Verdi, er gefur fyrirheit um góða framtíð Jóns sem óperusöngvari. Jón Svavar Jósefsson er efnilegur söngvari, sem enn á nokkur spöl ógenginn til að fullgera um menntun sína og listræna ögun, þó ráða megi í það, eftir frammistöðu hans á tónleikunum sl. þriðjudag, að hann eigi brýnt erindi við sönggyðjuna. Honum til halds og trausts var Agnes Löve píanóleikari og átti hún stóran þátt í að gera þessa tónleika eftir- minnilega, með sérlega vönduðum flutningi. Þar sem Jón Svavar hefur tekið þá ákvörðun að hleypa heimdrag- anum og halda utan til framhaldsnáms í sönglistum, er óhætt að hvetja hann til dáða og óska honum góðs gengis. Hvatning TÓNLIST Tónlistarhúsið Ýmir Jón Svavar Jósefsson söng sína fyrstu tónleika við undirleik Agnesar Löve. Þriðjudaginn 23. september, 2003. EINSÖNGSTÓNLEIKAR Morgunblaðið/Árni Sæberg Jón Svavar Jósefsson: Fyrirheit um góða framtíð. Jón Ásgeirsson ÆFINGAR eru hafnar fyrir haust- frumsýningu Íslenska dansflokks- ins. Þar ber hæst nýtt verk eftir hol- lenska danshöfundinn Lonneke van Leth, The Match, eða Leikurinn, frumsamið fyrir Íslenska dansflokk- inn. Frumsýning verður fimmtudag- inn 9. október. The Match er fótboltaleikur. Svið- ið er landsleikur milli Íslands og Hollands. Lonneke leikur sér með alla þætti fótboltans og dansins, hreyfinguna, baráttuna, árásar- girnina, karlmennskuna, kvenleik- ann, sigurvímuna. Lonneke van Leth er rísandi stjarna meðal danshöfunda í Hol- landi. Hún er aðeins 27 ára gömul en hefur þegar hlotið verðskuldaða at- hygli jafnt sem dansari og danshöf- undur. Verk hennar þykja aðgengi- leg, fjörug og full af húmor. Verkefnið er samstarfsverkefni við Holland Dance Festival í Den Haag í Hollandi. Auk þess sýnir ÍD verkin Partý eftir Guðmund Helgason sem hlaut áhorfendaverðlaun í dansleikhúsa- samkeppni LR og ID síðasta vor og Symbiosis eftir Itzik Galili. Æfingar hafnar á Leiknum Morgunblaðið/Kristinn Frá æfingu Íslenska dansflokksins á verkinu Leiknum, The Match. Frá múrverki til glervinnslu Í NÝJU galleríi, Brákarey, í Borg- arnesi, verður í dag opnuð sýningin Brot. Þar eru sýnd verk Davíðs Þórðarsonar. Hann er 88 ára gamall en hefur lagt stund á glervinnslu sl. sex ár. Hana lærði Davíð af dóttur sinni, Ólöfu, sem rekur glervinnu- stofuna í Brákarsölum. Davíð er múrari að mennt og starfaði við það lengst af. Sýningin er opin virka daga kl. 17– 20 og stendur til 7. október. Í GALLERI Bellavista í Vord- ingborg í Danmörku stendur yfir málverkasýning Ingimars Waage. Ingimar sýnir 30 landslagmálverk en landslag hefur verið honum hugleikið frá því hann hóf feril sinn. Ingimar nam við Mynd- listar- og handíðaskóla Íslands 1986–1990 og École Nationale des Beaux-Arts í Lyon 1990– 1993. Hann hefur tekið þátt í samsýningum bæði hér heima og erlendis og haldið áður sex einkasýningar; nú síðast í Galleríi Skugga við Hverf- isgötu í febrúar sl. Verk Ingimars má skoða á slóðinni: http://www.vaf- urlogi.com/ingimarwaage. Sýningin stendur til 5. októ- ber. Ingimar Waage sýnir í Danmörku Hekla, olíumálverk eftir Ingimar Waage í Galleri Bellavista í Danmörku. FÍM-sýning í SÍM-húsinu SÝNING á verkum tveggja fé- lagsmanna FÍM, þeirra Braga Ás- geirssonar og Guðrúnar Einarsdótt- ur, verður opnuð í SÍM-húsinu, Hafnarstræti kl. 16 í dag. Sýningin er liður SÍM-hússins í því að kynna félagsmenn FÍM: Sýningin stendur til 15. október og verður opin virka daga kl. 10–16. ♦ ♦ ♦ Dvöl í gestaíbúð á Klaustri UMSÓKNARFRESTUR um dvöl í gestaíbúð á Klaustri árið 2004 rennur út 17. október. Klaustur er gestaíbúð fyrir lista- og fræðimenn og hefur verið rekin að Skriðuklaustri í Fljótsdal frá aldarafmæli Gunn- ars Gunnarssonar skálds 1989. Góð aðsókn hefur verið að íbúðinni, sérstaklega síðustu ár, og margvísleg verkefni verið unnin af skáldum, rithöfundum, tónlistarfólki, málurum og fræðimönnum af ýmsum þjóð- ernum. Þeir sem ætla sér að vinna að verkefnum er tengjast Gunnari Gunnarssyni eða Aust- urlandi hafa ákveðinn forgang en öllum er heimilt að sækja um. Frekari upplýsingar eru á heimasíðu Gunnarsstofnunar, www.skriduklaustur.is, eða hjá Skúla B. Gunnarssyni, forstöðu- manni Gunnarsstofnunar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.