Morgunblaðið - 27.09.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 27.09.2003, Blaðsíða 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2003 29 Bláu húsunum Faxafeni • Sími 553 6622 • www.hjortur.is OPIÐ laugard. kl. 11-16, sunnud. kl. 11-16, mánud. kl. 11-18 og þriðjud. kl. 11-18. 30% AF ÖLLUM VÖRUM Síðustu dagar VIÐ FLYTJUM... EYJÓLFUR Þorleifsson er einn af þessum ungu efnilegu djassleikurum sem komið hafa fram á sjónarsviðið hérlendis á undanförnum árum. Hann á ekki langt að sækja djass- blóðið því faðir hans er Þorleifur Gíslason, sem um árabil var einn af helstu saxófónleikurum okkar, þó sjaldnar heyrist í honum núorðið. Eyjólfur hefur víða komið fram á undanförnum árum, en ég hef sjaldan átt þesss kost að hlýða á leik hans. Því gleðilegra var að heyra hann á Cafe Central með kvintetti sínum þar sem hann lék eingöng eigin tónsmíð- ar. Eyjólfur er enn við nám við djass- deild Tónlistarskóla FÍH en hefur á stundum gert hlé á námi og var m.a. um tíma í Danmörku þar sem hann hafði æfingaaðstöðu á rýþmíska konservatóríinu í Kaupmannahöfn. Annar nemi í FÍH, Sigurður Rögn- valdsson, var í sveitinni, en hann mun ljúka brottfararprófi næsta vor. Bassaleikari Eyjólfs lauk prófi frá FÍH í vor, en er þó einn fremsti raf- bassaleikari okkar fyrr og síðar: Jó- hann Ásmundsson, kenndur við Mezzoforte. Erik Qvick kennir við FÍH-skólann og hefur þessi geðþekki Svíi verið all áberandi í íslensku djasslífi síðustu ár. Við Rhodesinn sat Agnar Már – einn fremsti djasspían- isti okkar. Af þessu má ráða að þarna voru þrír þrautþjálfaðir atvinnumenn og tveir nýliðar og hljómsveitarstjór- inn í þeim hópi. Samt var samspil þeirra félaga með ágætum, sér í lagi eftir hlé; en hljómurinn á Cafe Centr- al mætti vera betri þó staðurinn sé tilvalinn djassklúbbur. Þó mætti ýta leðursófasettinu til hliðar á djass- kvöldum, í það minnsta þegar jafn mikill fjöldi mætir og þetta kvöld. Ætlunin er að bjóða uppá djass á hverju fimmtudags- kvöldi í vetur og vonandi verður hljómurinn í salnum bættur – mig minnir að þegar Ölkjallarinn var þarna til húsa hafi hljómað betur og timburveggur verið bak við hljóm- sveitina. Tónleikarnir hófust á lagi er Eyj- ólfur samdi er hann var að undirbúa skírn: ópusinn bar nafnið Undirbún- ingur og var í afslöppuðum Killer Joe-stíl. Svo var boppað og fönkað, stundum latínuskotið. Besta lagið fyrir hlé var ballaða með norrænu yf- irbragði, sérlega falleg og bar nafnið Minning. Í lokalaginu, Karmel, var sveitin farin að hristast svolítið sam- an og Jóhann og Agnar með kröftuga sólóa. Eyjólfur á enn nokkuð í land með að ná fyrsta flokks tóni á saxinn, en hefur alla burði til að ná persónu- legum blæ í spil sitt. Sigurður er efni- legur gítarleikari, en það er ekkert gamanmál fyrir nýliða að leika sólóa á eftir Agnari Má, þegar hann er jafn kröftugur og hann var þetta kvöld. Eftir hlé var byrjað á tilbrigðum við Gershwin-hljómana frægu úr I Got Rhythm og svo kom blús sem nefndist Ókyrrð og átti að lýsa tilfinn- ingum hins flughrædda höfundar, væri ókyrrð í lofti. Þetta var dálítið skemmtilegur ópus með ornettískum blæ – líka þegar farið var út í hinn klassíska blús með gangandi bassa- sveiflu. Einhverju sinni sat Eyjólfur við píanóið þegar tveggja ára dóttir hans sló hljóm og hann notaði hann sem upphaf að ballöðu: Saman að semja. Hún er keimlík Minningu og ber ljóðrænum hæfileikum Eyjólfs fagurt vitni. Dóttirin kallaði bróður sinn í móðurkviði Bimbó og honum var fönkaður djömpari tileinkaður. Þarna var sveitin komin í ham og samspilið þétt og heitt. Tónn Eyjólfs hafði hresst til muna og minnti í ýmsu á föðurinn í rýþmablúsnum gamla og bassajöfurinn Jóhann Ásmundsson fór mikinn ásamt Erik Qvick í sterk- um hrynleik. Tenór/trommu dúettinn var príma og í aukalaginu, Algjöru rugli, var Sigurður nokkuð góður í rokkuðum gítarsóló. Eyjólfur Þorleifsson er að hefja ferilinn en þetta var fín frumraun: heilir tónleikar með frumsömdu efni. Hann á margt ólært sem saxófónleik- ari en neistinn er til staðar. Eyjólfur er blessunarlega laus við verstu boppklisjurnar er herja á unga djass- leikara og bestu tónsmíðar hans búa yfir miklum þokka og eru sérlega að- gengilegar hlustendum. Það verður gaman að fylgjast með pilti í framtíð- inni. Þokkafull frumraun DJASS Cafe Central Eyjólfur Þorleifsson tenórsaxófón, Agnar Már Magnússon rafpíanó, Sigurður Rögn- valdsson gítar, Jóhann Ásmundsson raf- bassa og Erik Qvick trommur. Fimmtu- dagskvöldið 18. september 2003. KVINTETT EYJÓLFS ÞORLEIFSSONAR Vernharður Linnet Eyjólfur Þorleifsson TÓNAHÁTÍÐ í Þjórsárveri er yfirskrift listahátíðar sem hald- in verður í Þjórsárveri dagana 9.–11. október. Hátíðin verður nú með veglegra sniði en und- anfarin ár og koma fram marg- ir kunnir listamenn á ýmsum sviðum tónlistar. Dagskráin hefst kl. 20.30 á fimmtudagskvöldinu og verður sígild tónlist höfð í öndvegi. Flytjendur eru Ólafur Kjartan Sigurðarson, baríton og Elín Ósk Óskarsdóttir, sópran. Þau syngja lög úr ýmsum áttum við undirleik Kurt Kopecky. Á föstudagskvöldinu verða sönglög í aðahlutverki. Hljóm- sveitin South River Band (Syðri-Ár sveitin) frá Ólafsfirði flytur tónlist með aðstoð gesta. Hátíðinni lýkur með útgáfu- tónleikum Ríó-tríós á laugardeg- inum. Þeir flytja lög af nýrri plötu sem nefnist Utan af landi. Auk þess leika þeir mörg kunnra laga sinna. Með tríóinu koma fram gítarleikararnir Björn Thoroddsen og Gunnar Þórðarson. Aðgöngumiðar verða seldir í forsölu og fyrir hverja tónleika. Hægt verður að kaupa kort sem gildir fyrir alla þrjá viðburðina. Öryrkjar fá afslátt af miða- verði. Morgunblaðið/KristinnRíó-tríóið ásamt hjálparkokkum. Tónahátíð í Þjórsárveri Elín Ósk Óskarsdóttir Í FORSAL Grensáskirkju stendur yfir sýning á teikningum Þorgerðar Sigurðardóttur. Sýningin nefnist Himinn og jörð og eru teikningarnar frá þessu ári. Á sýningunni eru 15 teikningar, unnar með blýi á akrýlgrunnaðan pappír. Þær eru úr myndröð sem fyrst var sýnd í Ásmundarsal, Lista- safni ASÍ, í apríl sl. Allmargar eru í einkaeigu, ein fengin að láni hjá Listasafni Reykjavíkur en aðrar eru til sölu. 40 ára afmælishátíð Slóðin á vef Þorgerðar er www.centrum.is/thorgerd. Sýningin er liður í 40 ára afmæl- ishátíð Grensássafnaðar og stendur yfir næstu vikur. Opið frá kl. 10–14. Eitt verka Þorgerðar Sigurðardóttur í Grensáskirkju. Teikningar Þorgerðar í Grensáskirkju EFTIR höfðinu dansa limirnir er yf- irskrift sýningar Guðrúnar Öyahals sem opnuð verður í Galleríi Skugga í dag kl. 17. Sýningin er liður í sýn- ingaröð undir þemanu hugarfjötrar og samanstendur af tví- og þrívíðum verkum ásamt myndbandi og inn- setningu. Í verkunum er leitast við að kanna huglægt ástand einstak- lingsins, þörf manneskjunnar fyrir persónulegt rými, ferð hennar um hringrás lífsins og tilraunir til að gera sjálfa sig að miðjupunkti. Guðrún hefur unnið jafnt málverk og skúlptúra ásamt því að hanna leikmyndir. Þetta er fjórða einka- sýning Guðrúnar. Auk þess hefur hún tekið þátt í samsýningum. Úti- listaverkið Hafnarsaga eftir hana stendur á Miðbakka Reykjavíkur- hafnar. Sýningin stendur til 12. október. Á veturna er opið í Skugga þriðjudaga til sunnudaga kl. 13–17. Verk á sýningu Guðrúnar Öyahals. Hugarfjötrar SEPTEMBERHEFTI Óperublaðsins er komið út og hefur verið dreift til fé- lagsmanna í Vina- félagi Íslensku óp- erunnar, samstarfs- og styrktarfyrirtækja Óperunnar og víð- ar, auk þess sem það verður til sölu í Óperunni. Meðal efnis í blaðinu er umfjöllun um það helsta sem er á dagskrá Óp- erunnar á haustmisseri ásamt við- tölum við söngvara og óperustjóra, og viðtali við virkan félagsmann í Vina- félaginu. Í blaðinu er ennfremur viðtal við Friðrik Sophusson, forstjóra Landsvirkjunar, um samstarf menn- ingar- og atvinnulífs og grein um það sem efst er á baugi hjá óperuhúsinu Teatro Regio í Tórínó. Einnig er í blaðinu grein um Wagner-hátíðina í Bayreuth og viðtöl við forsprakka Óp- erustúdíós Austurlands og Sum- aróperu Reykjavíkur. Ritstjóri Óperublaðsins er Margrét Sveinbjörnsdóttir, yfirmaður markaðs- sviðs Íslensku óperunnar, og ábyrgð- armaður er Bjarni Daníelsson óp- erustjóri. Útgefandi er Vinafélag Íslensku óp- erunnar og Íslenska óperan. Ópera Minjasafnið á Akureyri Sýningunni Dansi, dansi dúkkan mín, lýkur í dag. Þar gefur að líta dúkkur úr eigu myndlistarkonunnar Guðbjargar Ringsted. Opið kl. 14-16. Sýningu lýkur Ein ljósmynda Hauks Helgasonar. Ljósmyndir í Kænunni HAUKUR Helgason áhugaljós- myndari hefur opnað sýningu í Kæn- unni við Hafnarfjarðarhöfn. Mynd- irnar voru m.a. teknar á Dalvík fyrir 40–50 árum. Haukur, sem er fyrr- verandi sjómaður, kennari og skóla- stjóri, hefur tekið ljósmyndir í 50 ár. Hann hefur opnað myndavef á slóð- inni www.myndverk.is. Þar eru yfir 1.000 myndir frá árunum 1950–1960. ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.