Morgunblaðið - 27.09.2003, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 27.09.2003, Blaðsíða 30
UMRÆÐAN 30 LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ALÞJÓÐLEGI hjartadagurinn í ár, sunnudagurinn 28. september, verður tileinkaður hjarta- og æða- sjúkdómum meðal kvenna. Með því vilja Alþjóðlegu hjarta- samtökin vekja at- hygli á að þessir sjúkdómar eru alls ekki eingöngu vandamál karla held- ur einnig algengt og alvarlegt vandamál meðal kvenna. Hér á Ís- landi hefur tíðni kransæðasjúkdóma vissulega lækkað verulega á síðasta áratug. Sú lækkun hefur þó orðið minni meðal kvenna en karla og hluti af þeirri skýringu felst vænt- anlega í því að íslenskir karlar hafa dregið verulega meira úr reykingum en íslenskar konur. Nú er svo komið að fleiri miðaldra konur en karlar reykja á Íslandi. Því er fyr- irsjáanlegt að reykingatengdir sjúk- dómar munu verða algengari meðal íslenskra kvenna en karla á næstu árum ef svo fer fram sem horfir. Flestir þekkja ógnvænlegar afleið- ingar reykinga svo sem krabbamein og lungnasjúkdómar. Það vill hins vegar oft gleymast að meira en helmingur af dauðsföllum sem tengjast reykingum er vegna hjarta- og æðasjúkdóma, sérstaklega krans- æðasjúkdóma, þar sem reykingar eru einn sterkasti áhættuþáttur fyr- ir þessum sjúkdómum. Konur sem reykja missa verndandi áhrif kven- kynsins gegn þessum sjúkdómum og eru því í sömu áhættu og karlar að fá þennan sjúkdóm. Konur sem reykja einn pakka eða meira af vindlingum á dag hafa þannig margfalda áhættu á að fá kransæðasjúkdóm miðað við konur sem reykja ekki. Hóprann- sókn Hjartaverndar hefur einnig sýnt að stórreykingar stytta ævi- líkur bæði karla og kvenna um mörg ár. Jafnframt sýna þessar rann- sóknir að það er aldrei of seint að hætta, slíkt skilar sér í bættri heilsu á öllum aldri. Vissulega er þó vert að undirstrika að mikilvægast er fyrir ungt fólk að byrja aldrei á reyk- ingum. Rannsóknir Hjartaverndar hafa einnig sýnt að íslenskar konur virðast eiga mun erfiðara með að hætta reykingum en karlar, nokkuð sem vert er að benda á í baráttunni gegn reykingum ungra stúlkna. Hjartavernd hefur nýlega opnað nýja heimasíðu, www.hjarta.is. Þar er áhættuvél Hjartaverndar þar sem hver og einn getur reiknað út sína áhættu á að fá kransæðasjúkdóm í framtíðinni ef viðkomandi veit um niðurstöður mælinga á áhættuþátt- um hjartasjúkdóma; svo sem blóð- þrýsting, kólesteról, reykingar, lík- amsþyngd o.fl. Hafi viðkomandi ekki niðurstöður allra mælinga sem áhættuvélin biður um er samt hægt að reikna út líkur út frá viðmið- unargildum sem eru gefin upp, en þau eru gildi sem eru notuð úr gögn- um Hjartaverndar. Áhættureikni- vélin sýnir glögglega hversu ógn- vænleg áhætta fylgir reykingum bæði meðal kvenna og karla. Skilaboð Hjartaverndar til ís- lenskra kvenna á þessum alþjóðlega hjartadegi er því: ,,Konur sem reykja ennþá, gerið allt til að hætta að reykja og komið í veg fyrir að börn ykkar byrji á þessum hættu- lega leik.“ Það er ekkert eitt ráð jafnmikilvægt til að halda góðri heilsu og það að reykja ekki. Konur og hjarta- og æðasjúkdómar Eftir Gunnar Sigurðsson Höfundur er læknir og formaður stjórnar Hjartaverndar. MIKIL umræða hefur verið um málefni miðborgarinnar síðustu viku í tengslum við sýningar Afl- vaka hf. í Banka- stæti 5. Það er ljóst að áhuginn á mál- efnum miðborg- arinnar er gíf- urlegur og þótt skoðanir séu skipt- ar ganga þær mikið í sömu átt; fólk vill sjá meiri uppbyggingu á þessu svæði. Umræðan um þróun mið- borgarinnar er reyndar orðin ansi langvinn og hún skiptist í tvö horn; sumum finnst miðborginni hafa hnignað en öðrum finnst hún hafa breyst. Ég held að allir séu sammála um að miðborgin hefur breyst, slíkt er eðlilegt í þróun borga og hefur gerst alls staðar. Menning og atvinnuhættir breyt- ast og þar með sú þjónusta sem boðið er upp á. Því er haldið fram að fólki á ferð hafi fækkað í miðborginni og umferð minnkað. Eflaust er þetta rétt að einhverju leyti, en umferð- in hefur líka færst til innan sólar- hringsins, er orðin meiri um kvöld og nætur en áður var og kannski líka færst á milli staða. Verslunum hefur fækkað og matsölustöðum, kaffihúsum og krám fjölgað. Þann- ig er þetta í öllum borgum sem við þekkjum. Samfélagsbreytingar hafa líka áhrif á þetta. Fyrir nokkrum áratugum voru fleiri verslanir í miðborginni, þá unnu húsmæður meira heima og börnin voru meira heima. Húsmæður og börn voru þess vegna mikið á ferli í miðborginni. Þessi umferð er nú mikið til horfin, fyrst og fremst vegna þess að allir eru að vinna, eru í skólum, á dagheimilum o.s.frv. Miðborg Reykjavíkur er því orðin eins og gildir um aðrar miðborgir, þar eru aðallega ferða- menn og fólk sem hugsar meira um upplifun og að hitta fólk en beinlínis að versla. Miðstöð stjórn- sýslu og menningar er líka í mið- borginni. Á sviði menningar hefur verið lyft grettistökum þar, t.d. með flutningi Borgarbókasafns og uppbygginu listasafnsins í Hafn- arhúsinu. Þegar grannt er skoðað kemur í ljós að það er langt frá því að mið- borgin sé í einhverri stöðnun hvað uppbyggingu varðar. Auðvitað hafa orðið breytingar á atvinnulífi þar eins og annars staðar, en upp- bygging hefur verið veruleg á síð- ustu árum, það er margt í gangi og ýmsar áætlanir í gangi um enn frekari þróun. Eitt af því sem margir þekkja er t.d. mikil upp- bygging hótela á þessu svæði. Borgaryfirvöld leggja mikla áherslu á uppbyggingu í miðborg- inni og um þessar mundir er verið að skoða ýmsa möguleika með einkaaðilum í því sambandi. Því til viðbótar eru ýmis stór verkefni í vinnslu og má þar nefna Tónlistar- og ráðstefnuhöll, uppbyggingu á stjórnarráðsreit, 101Skuggahverfi og hugmyndasamkeppni um skipu- lag Mýrargötusvæðis. Til þess að kynna ýmis verkefni um uppbyggingu miðborgarinnar í fortíð, nútíð og framtíð efndi Afl- vaki hf. til sýningar um uppbygg- ingu þar í samstarfi við Hverf- isráð miðborgarinnar. Sýningin er haldin að Bankastræti 5 og hefur nú staðið yfir í eina viku og lýkur sunnudaginn 28. september. Þessi sýning hefur vakið verðskuldaða athygli og ég vil hvetja þá sem ekki hafa þegar séð hana að kíkja við um helgina. Uppbygging í miðborg Reykjavíkur er meiri en flesta grunar Eftir Ara Skúlason Höfundur er framkvæmdastjóri Aflvaka hf. ERNA Hauksdóttir, fram- kvæmdastjóri Samtaka ferðaþjón- ustunnar, ritar hógværa og yfirlæt- islausa grein í Morgunblaðið í byrjun september til þess að skýra af- stöðu samtakanna til hvalveiða. Þetta var þörf grein sem sýnir að Samtök ferðaþjónustunnar hafa hófsama og ábyrga stefnu varðandi hvalveiðar og sambúð þessara atvinnugreina framvegis. Greinin getur án efa hjálpað til við að eyða þeim mis- skilningi „sem orðið hefur vart varðandi málflutning Samtaka ferðaþjónustunnar“ eins og Erna orðar það í grein sinni. Ég ætla Ernu ekki annað en að meina það sem fram kemur í grein hennar. Hins vegar tel ég rétt að benda á að meintur „misskiln- ingur“ er ekki alveg sjálfsprottinn. T.d. er tilfinningaþrungin fyrirsögn sem höfð var eftir Ernu í Frétta- blaðinu nýlega um að hvalveiðar væru eins og að skjóta húsdýr ekki í anda þeirrar skynsömu stefnu ferðaþjónustunar sem fram kemur í greininni. Og með tilliti til þess sem segir í grein Ernu að það séu „ekki hagsmunir ferðaþjónust- unnar að fréttir af hvalveiðum séu meðhöndlaðar með þessum hætti – þverrt á móti“. Þá kemur kappsemi forráðamanns eins hvalaskoð- unarbátsins á óvart þegar hann leggur á sig ómælt erfiði – þvert á eigin hagsmuni – til að sýna er- lendum fréttamönnum og ljós- myndurum sem best þegar hvalir eru drepnir. Samtök ferðaþjónustunnar verða eins og aðrir að lokum dæmd af verkum sínum fremur en orðum. Vonandi munu sjávarútvegur – þ.m.t. hvalveiðar – og ferðaþjón- ustan vinna saman á góðum nótum í framtíðinni og ekkert ætti að vera því til fyrirstöðu. Misskilningur eins og sá sem Erna vill uppræta með grein sinni mun ekki skapast nema athafnir ferðaþjónustuaðila gefi tilefni til. Það þurfa ferðaþjón- ustuaðilar að átta sig á. Misskilningur um afstöðu til hvalveiða Eftir Pétur Bjarnason Höfundur er sjávarútvegs- fræðingur og framkvæmdastjóri Fiskifélags Íslands. Í RITSTJÓRNARGREIN sinni sunnudaginn 21. september sl. segir Morgunblaðið svo: „Það er nauðsyn- legt að þjóðin ræði sviptingar í við- skiptalífinu og leggi mat á hvað þar er að gerast.“ Þá segir í leiðaranum að blaðið hafi í nær 90 ár barizt fyrir frelsi í við- skiptum. Sú barátta hafi ekki alltaf verið auðveld en þáttaskil til hins betra hafi verið á síðasta ára- tug. En – nú hafa þeir atburðir orðið að blaðið rýkur upp með andfælum og spyr á hvaða leið við Íslendingar séum og tekur fram í lok leiðarans að: „Á Ís- landi nútímans á lögmál frumskóg- arins ekki að ríkja.“ Það var og. En á hvað treystir Morgunblaðið að hindri að það lögmál festi sig í sessi? Svar: Alþingi! Það var og. „Það er þingið sem setur starfsregl- urnar í okkar þjóðfélagi,“ segir orðrétt í leiðaranum. Það var og. Undirrituðum rennur til rifja þegar blaðið hans skrifar eins og óviti stýri penna eða skriffinnur bláókunnugur högum Alþingis. Alþingi Íslendinga hið nýja er ger- samlega valdalaus stofnun, sem af- greiðir mál framkvæmdavaldsins að- eins formlega til að þau öðlist lagagildi, en ræður engu um innihald- ið. Alþingi er nú álíka valdamikið og forsetaembættið. Það hefir að sínu leyti frestandi áhrif á afgreiðslu mála meðan menn tala sig dauða um efnið í þingsölum í ræðum sem ekkert er gert með, og valdhafarnir nenna ekki einu sinni að hlusta á. Ísland er ekki lýð- veldi með þingbundinni stjórn heldur stjórnbundnu þingi. Til hvers er þá verið að minna á að Alþingi hafi síðasta orðið og kjörnir fulltrúar þjóðarinnar hafi vald til að rétta viðskiptalífið af? Augljóslega til að skjóta skildi fyrir ráðstjórnina ís- lenzku, sem sölsað hefir undir sig öll völd. Alþingi hefir í dag sömu völd og rússneska dúman hafði í valdatíð Stal- íns og co. Það er sorgleg staðreynd og hrollvekja lýðræðissinnum. Þessu er lífsnauðsyn að breyta. En það er hæg- ara sagt en gert, þegar þingflokkar ríkisstjórnarinnar eru eins og hundar í bandi flokksforingjanna og þora hvorki að æmta né skræmta, enda fá þeir að kenna á kólfinum ef þeir ybba gogg. Það er svo annað mál, og ekki síður alvarlegt, að hin raunverulegu völd í viðskiptalífinu hafa færzt óðfluga í hendur örfárra peningamanna. Hin ómengaða nýfrjálshyggja núverandi ríkisstjórnar hefir náð að færa lung- ann úr auðæfum Íslands í hendur nýrri aðalsstétt, sem brátt mun fara sínu fram í skjóli fjármálavalds. Það er sú stétt sem heldur núverandi stjórn- arherrum við hin pólitísku völd m.a. með gríðarlegri beitingu peningavalds í kosningum til þjóðþingsins. Tæpi- tungulaust mega þeir foringjar kallast mútuþegar auðvaldsins, sem þannig halda völdum sínum. Aðalritara ráðstjórnar lízt ekki orð- ið á sporðaköst hvalfiskanna í pen- ingahafinu að því leyti sem þau kunni að vekja kjósendur af værum blundi. Lætur hann svo í fjölmiðlum sem sér standi ekki á sama. Menn þurfi að gá að sér, og lekur falsið og hræsnin af hverju hans hári. Hann hafði lýst yfir nauðsyn þess að þjóðbankarnir yrðu seldir dreifðri eignasölu á sínum tíma. Það var allt svikið af hálfu stjórnvalda. Aðspurður um ný umsvif bankanna nú segir hann að þegar ríkisvaldið sleppti hendinni af bönkunum hafi ekki verið sett lög sem mörkuðu starfssvið þeirra eða eignaraðild. Hvers vegna ekki? Af hverju var svikist um að setja lög um dreifða eignaraðild að bönkunum eins og lofað hafði verið og aðalritari sjálfur marg- lýsti yfir að nauðsyn bæri til? Flettum upp í Morgunblaðinu 8. marz sl.: „ Almenningur í þessu landi mun ekki sætta sig við að sams konar kapphlaup verði á milli aðila í við- skipta- og atvinnulífi um yfirráð yfir Landsbanka og Búnaðarbanka og orð- ið hafa um Íslandsbanka. Ríkisstjórn og Alþingi ber skylda til að horfast í augu við þann veruleika sem við blasir og setja löggjöf, sem skapar eðlilegt jafnvægi í þessum efnum.“ Í Reykjavíkurbréfi hinn 7. júlí, 2002 endar ritstjóri Morgunblaðsins um- fjöllun sína um einkavæðingaráform ríkisstjórnarinnar með þessum orðum: ,,Almenningur á Íslandi á kröfu á því að áður en lengra verður haldið fari fram miklu víðtækari og almenn- ari umræður um þá þróun sem hér hefur verið gerð að umtalsefni. Það er ekki hægt að horfa upp á að kjarninn úr viðskipta- og athafnalífi lands- manna færist í hendur örfárra manna, hverjir sem þeir eru og hversu hæfir sem þeir eru, athugasemdalaust. Raunar mundi ekkert lýðræðisríki í okkar heimshluta láta það gerast. Nú verða landsmenn að staldra við og hugsa sinn gang.“ Það var og. Þessi orð verða ekki misskilin enda í samræmi við þá stefnu sem ráð- stjórnin sjálf mótaði á sínum tíma. Raunar er það dálítið fyndið, en ekki aðhlátursefni, þegar Íslandi er jafnað við „lýðræðisríki í okkar heims- hluta“ eins og nú standa sakir um stjórn landsins. Og stórfiskarnir ráða í hafinu og al- menningur horfir agndofa á sporða- köstin. Kjósendur þurfa að vígbúast og hefja veiðar í þeirri hvalavöðu. En til þess þurfa þeir að ráða nýja skips- höfn á þjóðarskútuna, búna öflugum skutlum. Alþingi hið nýja Eftir Sverri Hermannsson Höfundur er fv. alþingismaður Frjálslynda flokksins. „hin frjálsa samkeppni“ sem leið- arahöfundur Morgunblaðsins dásamar mánudaginn 22. sept. sl. Þar tekur leiðarahöfundur undir með svínabóndanum á Hýrumel, að hin frjálsa samkeppni sé besta fyrirkomulagið og má það rétt vera að hluta til. En benda má leiðarahöfundi á, eins og svína- bóndinn á Hýrumel gerir réttilega, að það þarf 4 einingar af fóðri til að framleiða 1 kg af svínakjöti en það þarf 27 einingar af fóðri til að framleiða 1 kg af lambakjöti (þar af fást 20 einingar með sum- arbeit). Þarna er himinn og haf á milli og sér hver í hendi sér að um miklu dýrari framleiðslu er að ræða. Þetta er einfaldlega spurn- ing um það hvort við viljum fram- leiða okkar matvæli hér heima og nýta þau verðmæti sem við höfum yfir að ráða eða flytja þau inn. Á það bæði við um framleiðslu á svína- og lambakjöti hvernig sem svo styrkir til þessara greina eru útfærðir. Leiðarahöfundur Morg- unblaðsins segir frá að í hinni „frjálsu samkeppni“ fari menn í viðskiptageiranum (þessu tilfelli svínabændur) til sinna bankastofn- ana og fái þar lán til rekstrar og þar vegi menn og meti áhættuna og láni fé. Benda má á að þeir bankar sem lánað hafa hvað mest ÁGÆTIS viðtal var við svína- bónda í Borgarfirði í sunnudags- blaði Morgunblaðsins 21. sept. sl. Lýsir hann þar vanda svínabænda og lýsir þar ma. ástæðu offram- leiðslu í greininni og hvað ákveðnir aðilar innan þeirr- ar stéttar hafa far- ið offari í uppbygg- ingu og náð að blekkja banka sína og birgja til óeðli- legra mikilla útlána til mikils skaða. Hann talar um ríkiskjöt og bendir þar á sauðfjárbændur, seg- ir svínabændur ekki fá neinn styrk eða aðstoð frá hinu obinbera. Ekki er það allskostar rétt. Stuðningur mældur í PSE, sem er tekjuígild- isstuðull og mælir hversu hátt hlutfall stuðningur er við búgrein- ar í formi tollverndar eða beinna greiðslna frá hinu obinbera, þá er PSE 51% í sauðfjárrækt og 48% í svínarækt og við það má bæta að mest allt fóður til svínkjötfram- leiðslu er flutt inn, niðurgreitt á heimsmarkaðsverði. Það er nú til svínaræktar voru í eigu ríkisins lengst af og má reikna með að lánafyrirgreiðsla til aðila, sem ekki hafa svo haft bolmagn til að greiða lánin, hafi komið fram í því verði sem ríkið (skattgreiðendur) fékk fyrir bankana þegar þeir voru seldir. Eins og bóndinn á Hýrumel bendir á, og áður hefur komið fram, hafa sumir svínakjöts- framleiðendur náð óeðlilega miklu fjármagni úr bankakerfinu. Hvað gerist svo ef svo þessir aðilar verða gjaldþrota? Það lendir því miður ekki bara á viðkomandi bankastofnun heldur á skattgreið- endum í formi aukinna fjármagns- gjalda og hjá öðrum aðilum í formi tapaðra krafna, sem getur í sum- um tilfellum rutt af stað gjald- þrotahrinu þar sem margir missa vinnuna með tilheyrandi tjóni fyrir viðkomandi fjölskyldur. Það er nú kostur þessarar „frjálsu sam- keppni“ á kjötmarkaði. Hvað hefur ekki gerst í kjúklingageiranum, þar hafa fyrirtæki verið endurreist hvað eftir annað og skuldir verið felldar niður. Hver borgar þetta? Í þessum tilfellum eru það skatt- greiðendur sem borga þegar upp er staðið. Er það hin frjálsa sam- keppni? „Ríkis- bankakjöt“ Eftir Özur Lárusson Höfundur er framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.