Morgunblaðið - 27.09.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 27.09.2003, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2003 33 S AMKEPPNI hefur lík- lega aldrei verið meiri hérlendis en nú. Margar stórar stofnanir og fyr- irtæki landsins þurfa nú að búa við meiri samanburð og samkeppni en áður. Háskóli Ís- lands stendur frammi fyrir sam- keppni sem vakið hefur mennta- risann til lífsins, Flugleiðir keppa við lággjaldaflugfélag, olíufélög, fjarskiptafyrirtæki og skipafélög fá nýja keppinauta, innlendir bankar keppa við alþjóðlega banka og Morgunblaðið kemur út á mánu- dögum. Fyrir rúmum áratug voru ýmsir þeir athafnamenn sem nú eru áhrifamiklir í íslensku viðskiptalífi að taka sín fyrstu skref í rekstri á lágvöruverðsverslun, flugfélagi, gosframleiðslu, hrognavinnslu, stoðtækjaframleiðslu og útgerð svo eitthvað sé nefnt. Þessir ein- staklingar áttu fátt sameiginlegt annað en að eiga lítið fé, vera ekki hluti af þeim tveim stóru valda- blokkum í íslensku atvinnulífi sem við lýði voru og að njóta lítillar hylli ríkisrekins bankakerfis. Fyr- irtæki þeirra eiga það hins vegar sammerkt að þau náðu árangri vegna þess að þau byggðust á þekkingu og aðferðum sem voru framúrskarandi og nutu til þess stuðnings smárra fjárfesta og nú- tímavæddra fjármálafyrirtækja. Sú vending sem varð á tíunda ára- tugnum með ríkisstjórnum sem litu á frelsi í viðskiptum sem tækifæri en ekki ógn, opnun hlutabréfa- markaðar og nútímalegri fjármála- starfsemi voru forsendur þess að margir þessara einstaklinga gátu byggt upp stór og öflug fyrirtæki. Ef einhver svaf illa yfir vel- gengni þeirra fáu sem réðu lögum og lofum í íslensku viðskiptalífi fyr- ir rúmum áratug þá hlýtur sá hinn sami að vera andvaka nú með allan þann fjölda sem hefur náð árangri í breyttu viðskiptaumhverfi. En er ástæða til að óttast þessa þróun eða spyrna við henni? Sunnudaginn 21. september má lesa út úr leiðara Morgunblaðsins vissar efasemdir um það að þau átök sem hafa verið áberandi í ís- lensku viðskiptalífi undanfarið skili sér í betur reknum fyrirtækjum. Spurt er hvort einungis sé verið að skipta um andlit í gömlum stólum og hvort markmið markaðs- væðingarinnar á tíunda áratugnum hafi verið að flytja sífellt meiri völd og eignir á færri hendur. Þessar spurningar eiga fyllilega rétt á sér og þarft að svara þeim. Fyrst um völd. Í þeirri umræðu sem fram fer um íslenskt við- skiptalíf virðist enn blunda rótgró- in en að sumu leyti úrelt hug- myndafræði um völd og áhrif í viðskiptalífi. Auðvitað eru flug- félög, olíufélög, tryggingafélög og bankar valdamiklar stofnanir, ekki síst í smáríki, en völd þeirra minnka eftir því sem arðsemi þeirra er minni. Það er vonlaust fyrir óarðbær fyrirtæki að hugsa meira um völd en hagnað og reyna að halda í völdin með því að skuld- setja sig. Völd og áhrif í samkeppn- isumhverfi krefjast þess að menn bretti upp ermar og skili góðum af- gangi í rekstri. Einmitt þetta hefur hugsanlega komið betur í ljós á undanförnum árum. Nýir fjár- festar á markaðnum hafa sagt að þeir vilji auka arðsemi rótgróinna fyrirtækja og undir rós hafa þeir sagt að þeir hyggist segja kunn- ingjaþjóðfélaginu stríð á hendur. Nýju fjárfestarnir hafa því verið stóryrtari um ástæður þess að þeir vilji spreyta sig en jafnframt á eftir að koma í ljós hvort þeir nái að auka arðsemi. Markmið þeirra um aukna arðsemi hafa hins vegar ver- ið gerð opinber og auðvelt verður að mæla árangurinn. Þótt tveir valdahópar hafi tekist á að undanförnu eru margir aðrir sem gætu tekið þátt en hafa valið önnur verkefni, hér og erlendis, sem þeir telja hugsanlega arðbær- ari en þær stofnanir sem tekist hefur verið á um. Nú eru 8–10 fyrirtækjahópar í stað tveggja áður með umtalsverð ítök í íslensku viðskiptalífi. Eignir hafa því dreifst á fleiri hendur en áður þótt nú sé mest rætt um átök tveggja af öflugustu valdablokkum íslensks viðskiptalífs. Völd og áhrif í íslensku viðskiptalífi hafa því lík- lega aldrei verið á fleiri höndum en nú og þær breytingar og þau átök sem átt hafa sér stað í viðskiptalíf- inu gætu verið kennslubókardæmi um það hvernig virkt hagkerfi á að starfa: fjárfestar leita nýrra tæki- færa og fyrirtæki og forstjórar eiga fáa kyrrðardaga. Þetta eru engir vaxtarverkir eins og leiðarahöfundur Morg- unblaðsins veltir fyrir sér. Og það er engin sjáanleg hætta á ferðum á meðan hlúð er að samkeppninni og erlend fjárfesting er leyfð. Ef allt er eins og best verður á kosið eru fáir kyrrðardagar í vinnuvikunni hjá stjórnendum 20–30 stærstu fyrirtækja landsins. Þetta eru um- rótstímar fyrir marga, ekki síst þá sem hafa búið lengi við óbreytt ástand. Spurningum leið- arahöfundar Morgunblaðs- ins þess efnis hvort ástæða sé til að koma böndum á þetta ástand og hvort rétta þurfi viðskiptalífið af verð- ur því að svara neitandi. Það sem hins vegar má taka undir með leiðarahöf- undi Morgunblaðsins, er að smærri hluthafar eru ekki þátt- takendur í þessu ferli og fylgjast einungis með úr fjarlægð, þegar ráðandi hluthafar umbreyta fyr- irtækjunum. Það er erfitt að styrkja stöðu minnihluta eigenda í fyrirtækjum; þannig er oftast með minnihluta. Þessir hluthafar eiga auðvitað kost á því að selja hluta- bréf sín og kaupa í öðrum fyr- irtækjum sem vilja eiga betri sam- skipti við breiðari hóp hluthafa. Það er hins vegar augljós hagur alls íslensks viðskiptalífs að fyr- irtæki standi saman um það að hlúa að minni hluthöfum. Það voru einmitt þeir sem lyftu Grettistaki með mörgum frumherjanna og þannig mun það án efa verða áfram ef viðskiptalífið viðheldur trausti smásparenda. Stórtíðindi úr íslensku viðskipta- lífi munu halda áfram að berast okkur og það má ekki koma fát á okkur vegna þeirra. Nýir íslenskir iðnjöfrar munu koma fram á svið- um sem okkur óraði ekki fyrir, jafnvel íþróttaálfar kunna að skapa okkur mestu verðmætin á næstu árum, erlend fjármálafyrirtæki munu setja upp starfsstöðvar hér- lendis, útrásin mun halda áfram á ólíkustu sviðum, útlendingar munu vilja fjárfesta hér í ferðaþjónustu, sjávarútvegi og orku, menn í úr- valsdeildinni munu falla í aðra deild og aðrir koma í staðinn. Þannig gengur þetta fyrir sig og engin ástæða er til þess að líkja okkur við Rússland eftir fall Sov- étríkjanna eins og leiðarahöfundur Morgunblaðsins gerir eða að trúa því að Alþingi þurfa að koma bönd- um á þetta umrót. Auðvitað eigum við að vera á varðbergi en fyrst og fremst ber að fagna því að ekki rík- ir sama ládeyða í íslensku athafna- lífi og er að hrjá margar nágranna- þjóðir okkar. Höfundur er framkvæmdastjóri Verslunarráðs Íslands. Eigum við að hafa áhyggjur? Eftir Þór Sigfússon ’ Nú eru 8–10 fyrirtækja-hópar í stað tveggja áður með umtalsverð ítök í ís- lensku viðskiptalífi. Eignir hafa því dreifst á fleiri hendur en áður. ‘ á skip- fti bet- íkja án rra gt að í örygg- rður á eim sem íslensk tingu til um- di g fylgdi gu sem g til- nds til r tók rétt ð innan ur með- tanrík- eirri ut- a indum a er mfélagi jarri og isráðs- kisþjón- ustunnar á komandi árum og ef Ísland nær kjöri þá verður seta í öryggisráðinu mest krefjandi verk- efni utanríkisþjónustunnar fyrr og síðar. Íslensk stjórnvöld ganga því ekki í neinu hálfkáki til kosn- inganna árið 2008 heldur með einbeittum huga. Pólitískur og hagnýtur undirbúningur er þegar hafinn. Framboðið nýtur stuðnings hinna Norður- landanna og mun þekking og aðstoð þeirra koma að góðum notum. Gera má ráð fyrir því að einhver kostnaður hljótist af nauðsynlegri fjölgun starfs- manna og vegna kynningar en það verður hlutfalls- lega lítil aukning og mun stórefla faglega yfirsýn utanríkisþjónustunnar hvernig sem fer. Almenn kynning á stöðu Íslands er grundvall- arþáttur í framboðinu og hefur utanríkisráðherra m.a. notað tækifærið á 58. allsherjarþinginu til að efna til tvíhliða funda með starfsbræðrum frá að- ildarríkjum úr hópi ríkjanna 77 og hefur áformum íslenskra stjórnvalda undantekningalaust verið mjög vel tekið. Þótt það kunni að virðast full- snemmt að hefja kosningabaráttu með fimm ára að- draganda, er gangur mála einfaldlega þannig innan stórra alþjóðasamtaka á borð við Sameinuðu þjóð- irnar og vitaskuld jafnframt til marks um að ís- lenskum stjórnvöldum er full alvara með þessu framboði. Það hefur verið spennandi, en um leið lærdóms- ríkt að taka þátt í fyrstu skrefum framboðsins. Um leið er ljóst að aðalvinnan er eftir. Á næstu miss- erum verður hæg stígandi í störfum tengdum fram- boðinu og ljóst að virkja þarf alla viðeigandi hluta íslenskrar stjórnsýslu, fyrirtæki og menningarstofn- anir til að vinna því brautargengi. Það er ekki vegna þess að um sé að ræða eins konar landsleik á vettvangi SÞ þar sem allir Íslendingar verði að skipa sér undir fánann, heldur vegna þess að það verður að sýna umheiminum að Íslendingar hafi það pólitíska og menningarlega sjálfsöryggi sem er for- senda árangursríkrar setu í öryggisráðinu. Enn- fremur að Íslendingar geti miðlað af reynslu sinni af því að komast úr fátækt til almennrar velmeg- unar og lýðræðislegra stjórnarhátta. Ríkisstjórnin, með utanríkisráðherra og forsætis- ráðherra í broddi fylkingar, hefur skapað þær að- stæður sem leyfa þetta sögulega skref. jarþingi Höfundur er aðstoðarmaður utanríkisráðherra og varaþingmaður í Reykjavík. ’ Skilja má orð utanríkisráð-herra þannig að Íslendingar hafi náð þeirri utanríkispólitísku reynslu og því efnahagslega bol- magni að geta nú náð meiri jöfn- uði í réttindum og skyldum aðildarríkis. ‘ eldur æðisað- pa og hluti í eigin likna. Á a „um- aldra - upplýs- s sé ign- ágóða- Und- ur áður abreyt- ingar sem banni viðskiptabönkum að stunda jafnframt hlutabréfa- viðskipti fyrir eigin reikning a.m.k. í eigin viðskiptavinum. Að- skilja verður betur starfsemi við- skipta- og fjárfestingabanka og setja þátttöku þeirra í fyrirtækja- rekstri almennt miklu ákveðnari skorður en nú er. Fróðlegt verður að sjá hvort hliðarverkun alls þessa verði sú að fyrirtæki, sem ekki kæra sig um slíka viðskiptabankaþjónustu, taki í vaxandi mæli að leita eftir þjónustu erlendis. Loks hefur enginn svarað því hvers vegna banka- og fjár- málamenn (kona hefur ekki ennþá sést á mynd í tengslum við þessi átök) ættu að vita betur hvernig á t.d. að reka tryggingafélög eða flutningafyrirtæki heldur en sér- fræðingar og/eða menn með reynslu í slíku. Teygjubyssur og fallbyssur Óhjákvæmilegt er að nefna í lokin þá staðreynd að með einka- væðingu opinberra fjárfestinga- lánasjóða og banka á sl. árum hafa gerendum á þessu sviði held- ur betur verið færð verkfæri í hendur. Eitt er að fyrirtæki og fjármálamenn eigist við á verð- bréfamarkaði og úti í atvinnulífinu með eigin fjármuni að vopni. Ann- að er þegar sumum hafa verið færð jafnöflug vopn í hendur og fjárfestingarlánasjóðir og bankar eru, bólgnir af eigin fé og upplýs- ingum um innri hagi fórnarlamb- anna. Ekki spillir fyrir ef eign- arhlutir hér og þar fylgja. Þessu má líkja við að nokkrum þátttak- endum í átökum þar sem allir stóðu áður jafnt að vígi vopnaðir teygjubyssum séu afhentar fall- byssur. Þarf þá vart að spyrja að leikslokum. Þeir dagar eru löngu gleymdir þegar menn töluðu um nauðsyn dreifðrar eignaraðildar að bönkum og höfðu áhyggjur af fákeppnis- og hringamynd- unareinkennum í hinum litla te- bolla íslensks viðskiptalífs. Nú ríkir tími hákarlanna í smá- fiskatjörninni og þeirra hamingja er mikil enda gott um veisluföng fyrsta kastið. Og hvað kemur svo út úr þessu öllu? Er þetta gott fyrir rekst- urinn eða starfsandann í viðkom- andi fyrirtækjum? Tæplega. Um- rót og óvissa sem ekkert útlit er fyrir að linni, sbr. yfirlýsingar um endursölu nýkeyptra eða ný- gleyptra fyrirtækja strax að 1–2 árum liðnum er auðvitað stór- skaðleg fyrir starfsanda og allt rekstrarumhverfi viðkomandi fyr- irtækja. Langtímastefnumótun og ákvarðanataka hangir í lausu lofti og starfsmenn óttast um framtíð sína. Er líklegt að einhver sam- félagslegur ávinningur verði af þessum hræringum? Eða er líkleg útkoma sú að fyrst og fremst græði fáeinir fjáraflamenn enn meiri peninga í krafti aðstöðu sinnar til að hrókera langs og þvers í íslensku viðskiptalífi með eigin pyngju að leiðarljósi í bland við valdagræðgi? máfiskatjörn Höfundur er formaður Vinstrihreyf- ingarinnar – græns framboðs. ’ Undirritaður telurað þátttaka almenn- ings í innlendum hlutabréfamarkaði sé nánast búin að vera með „stórfiska- leik“ undanfarinna daga í íslensku við- skiptalífi. ‘
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.