Morgunblaðið - 27.09.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 27.09.2003, Blaðsíða 36
MESSUR Á MORGUN 36 LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Þ að eru orðin mörg ár síðan ég tók síðast strætó. Ég get ekki sagt að ég hafi á seinni árum alvar- lega íhugað að taka upp við- skipti við Strætó bs, sem fyrir nokkrum árum tók yfir starf- semi SVR. Því hefur þó oft verið haldið að manni í auglýsingum og í fjölmiðlum að það sé bæði hagkvæmt og þægilegt að taka strætó. Fyrir fáeinum árum birti strætó auglýsingu þar sem ungt fallegt fólk flýtti sér heim í strætó en eft- ir sat maður í rigningu á biluðum bíl. Skilaboðin voru að þú værir fljótari í förum á strætó en bíl og að þetta væri einstaklega þægileg- ur og áhyggjulaus ferðamáti. Þegar ég hóf skólagöngu í Reykjavík á ofanverðum áttunda áratug síðustu aldar átti ég eng- an bíl. Í talsvert á annan áratug tók ég strætó flesta daga meðan ég var í námi og í allmörg ár eft- ir að því lauk. Ég minnist enn áranna sem ég tók leið 10 úr miðbæ upp í Árbæ. Dag eftir dag hljóp ég í rigningu, stundum í frosti og snjókomu, úr Rofabæ yfir ónumið land sem liggur á milli Hraunbæjar og Bæjarháls, og yfir í Hálsahverfið þar sem ég var við störf. Ég var oft hrak- inn og blautur í skítugum skóm þegar ég kom í vinnuna. Það kom líka oft fyrir að ég missti af strætó þegar ég sneri heim að lokinni vinnu. Þá sat ég í 15–20 mínútur í strætóskýlinu skammt frá Árbæjarkirkju og reyndi að hlýja mér með því að blása í lóf- ana og hugsa hlýlega til strætó. Svo komst ég í álnir, keypti tíu ára gamlan bíl af gerðinni Mazda 323 og hef varla stigið upp í strætó síðan. Og það ætla ég mér ekki að gera þrátt fyrir að því sé haldið að manni að það sé þægilegt að taka strætó og þrátt fyrir að því sé haldið að manni að borgarbúar verði að taka sér tak og vinna gegn sí- fellt aukinni bílaeign. Ég lít á það sem einskonar þegnskyldu- vinnu að taka strætó og ég stóð mína plikt í 13 ár; geri aðrir bet- ur. Nú fer ég allra minna ferða á eigin bifreið. Ég er fljótur í för- um og kem aldrei blautur og kaldur á óhreinum skóm í vinn- una. Lífsgæði mín hafa aukist til mikilla muna og ég læt ekki blekkjast af auglýsingum frá strætó því ég veit betur. En þó að ég kjósi að taka ekki strætó vil ég ekki ganga svo langt að leggja til að þjónusta strætó verði lögð niður. Margir eiga ekki bíl og þeir þurfa að komast á milli borgarhluta eins og aðrir. Ég hef hins vegar mikl- ar efasemdir um að rétt sé af borgaryfirvöldum að leggja miklu meiri peninga í stræt- isvagnaþjónustu en gert er í dag. Skattfé borgarbúa er ekki óþrjótandi og það þarf ætíð að gæta jafnvægis milli þeirra sem vilja öfluga þjónustu og þeirra sem vilja takmarka skattbyrði. Það eru margir sem tala um það þessa dagana að umferðin í borginni sé orðin það þung að fólk eigi erfitt með að komast á milli borgarhverfa. Þetta er ekki mín reynsla, en ég þarf heldur ekki að fara yfir gatnamót Kringlumýrar- og Miklubrautar á hverjum degi eins og tugþús- undir borgarbúa. Það fer ekki milli mála að þar og raunar víð- ar á höfuðborgarsvæðinu eru úr- elt umferðarmannvirki sem ekki bera núverandi umferð. Þeir eru til sem telja að lausn- in á þessu vandamáli sé ekki að byggja öflugri umferðarmann- virki heldur eigi menn að ein- beita sér að því að draga úr um- ferð. Mitt mat er að þarna séu menn að berja hausnum við steininn og þeir muni ná álíka miklum árangri og þeir sem bar- ist hafa við að snúa byggðaþró- uninni við. Fólk flytur utan af landi á höfuðborgarsvæðið þó að hægt sé að reikna það út að þessir flutningar séu þjóðhags- lega óhagkvæmir. Fólk mun líka halda áfram að kaupa sér bíla þótt það sé hægt að reikna það út að það sé þjóðhagslega óhag- kvæmt að fjölga bílum í borginni og betra væri að sem flestir væru í strætó. Kannski er ein stærsta breyt- ingin á bílaeign landsmanna sú að nú fer stærstur hluti nem- enda í framhalds- og háskólum í skólana á bíl en ekki í strætó. Fyrir tveimur áratugum var bílaeign nemenda ekki eins al- menn. Þess vegna er áhugaverð sú hugmynd, sem Björn Ingi Sveinsson borgarverkfræðingur varpaði fram fyrir skömmu, að gefa framhaldsskólanemum fríar ferðir í strætó tvisvar á dag. Slíkar lausnir eru margfalt raunhæfari en hugmyndir um uppbyggingu lestakerfis í borg- inni. Slíkt kerfi kostar tugi millj- arða og þar að auki er afar ólík- legt að rekstur þess myndi standa undir sér. Íslendingar verða að átta sig á að Reykjavík er smáborg, að vísu stór smá- borg, og margar lausnir millj- ónaborga út í heimi henta ekki hér. Ég ætla þess vegna að halda áfram að keyra á mínum Re- nault. Framlag mitt til umferð- armála í borginni næstu árin verður það eitt, að ég ætla ekki að kaupa mér jeppa, eins og þús- undir borgarbúa hafa gert án þess að þurfa á svo stórum bíl að halda. Ennfremur mun heimilið halda áfram að notast við eina bifreið en ekki tvær. Og aðeins eitt að lokum. Ef allir þeir sem skammast út í aukna bifreiðaeign landsmanna hættu að tala um umferðarþung- ann í borginni og færu sjálfir að taka strætó myndi stórlega draga úr þessum meinta vanda. Blautur og kaldur í strætó Ef allir þeir sem skammast út í aukna bifreiðaeign landsmanna hættu að tala um umferðarþungann í borginni og færu sjálfir að taka strætó myndi stór- lega draga úr þessum meinta vanda. VIÐHORF Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is ÁSKIRKJA: Barna- og fjölskylduguðsþjón- usta kl. 11:00. Kór Áskirkju syngur. Org- anisti Kári Þormar. Árni Bergur Sigur- björnsson BÚSTÐAKIRKJA: Barnamessa kl. 11:00. Fjölbreytt tónlist. Skemmtileg samvera fyrir alla fjölskylduna. Kirkjuleg sveifla kl. 14:00. Þar koma fram Kór Bústaðakirkju undir stjórn Guðmundar Sigurðssonar og tríó Björns Thoroddsen, sem ásamt hon- um skipa Jón Rafnsson og Ingvi Rafn Ingvason. Alda Ingibergsdóttir syngur ein- söng með tríói og kór. Prestur sr. Pálmi Matthíasson. Molasopi að sveiflu lokinni. DÓMKIRKJAN: Guðsþjónusta kl. 11:00. Sr. Hjálmar Jónsson prédikar. Dómkórinn syngur. Marteinn H. Friðriksson leikur á orgel. Barnastarf á kirkjuloftinu meðan á messu stendur. GRENSÁSKIRKJA: Barnastarf kl 11:00 í umsjá Hrundar Þórarinsdóttur, djákna o.fl. Guðsþjónusta kl. 11:00. Kirkjukór Grensáskirkju syngur. Organisti Árni Ar- inbjarnarson. Sr. Ólafur Jóhannsson. GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili: Guðsþjónusta kl. 14:00. Organisti Kjart- an Ólafsson. Sr. Ólafur Jens Sigurðsson. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa og barna- starf kl. 11:00. Sr. Jón Dalbú Hróbjarts- son prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Sigurði Árna Þórðarsyni. Fermingar- börn aðstoða í messunni. Félagar úr Mót- ettukór syngja. Organisti Björn Steinar Sólbergsson. Eftir messu er fræðsla fyrir fermingarbörn. Ensk messa kl. 14:00. Sr. Bjarni Þór Bjarnason prédikar og þjón- ar fyrir altari. Guðrún Finnbjarnardóttir leiðir safnaðarsöng. Organisti Björn Steinar Sólbergsson. Messukaffi. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11:00. Org- anisti Douglas A. Brotchie. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir. Barnaguðsþjónusta kl. 13:00. Umsjón Hrund Þórarinsdóttir, djákni. LANDSPÍTALI – háskólasjúkrahús: Foss- vogur: Guðsþjónusta kl. 10:00. Sr. Kjart- an Örn Sigurbjörnsson. Hringbraut: Helgi- stund kl. 10:30. Rósa Kristjánsdóttir djákni. Landakot: Guðsþjónusta kl. 11:30. Sr. Kjartan Örn Sigurbjörnsson. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands biskups. Messa og barnastarf kl. 11:00. Sr. María Ágústsdóttir messar. Valgerður Guðrún Guðnadóttir syngur einsöng. Fé- lagar úr Kór Langholtskirkju leiða söng. Organisti Jón Stefánsson. Barnastarfið hefst í kirkjunni en síðan fara börnin í safnaðarheimilið með Þóru Guðbjörgu og Ágústu. Kaffisopi eftir messuna. LAUGARNESKIRKJA: Messa og sunnu- dagaskóli kl. 11:00. Sunnudagaskóla- kennararnir Hildur, Heimir og Þorri taka á móti börnunum. Gunnar Gunnarsson leik- ur á orgelið og Kór Laugarneskirkju leiðir safnaðarsönginn. Sr. Bjarni Karlsson þjónar ásamt Sigurbirni Þorkelssyni með- hjálpara. Þessi guðsþjónusta markar upphaf fermingarstarfs í vetur. Ferming- arbörn og fjölskyldur þeirra sérstaklega boðin velkomin til guðsþjónustu. Messu- kaffi Sigríðar kirkjuvarðar bíður svo allra í safnaðarheimilinu á eftir. NESKIRKJA: Messa kl. 11:00. Kór Nes- kirkju syngur. Fermd verður Sigríður Reg- ína Sigurþórsdóttir, Görðum v/Ægissíðu. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Prest- ur sr. Örn Bárður Jónsson. Fermingarbörn á vetrarnámskeiði ganga til altaris í fyrsta sinn ásamt foreldrum sínum. Stuttur fundur með foreldrum þeirra að messu lokinni. Barnastarf á sama tíma. Sögur, brúður og söngur. Öll börn fá kirkjubókina og límmiða. Kaffi, djús og spjall í safn- aðarheimilinu eftir messu. SELTJARNARNESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11:00. Sunnudagaskólinn á sama tíma. Organisti Pavel Manasek. Prestur sr. Sigurður Grétar Helgason. Minnum á æskulýðsfélagið kl. 20:00. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN: Guðsþjónusta kl. 14:00. Barnastarf á sama tíma. Maul eft- ir messu. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Barna- og fjöl- skyldusamvera kl. 11. Eftir stundina verður að venju farið niður að tjörn og öndunum gefið. Sjáumst hress. Safnað- arstarf Fríkirkjunnar í Reykjavík. ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Prestar safnaðarins þjóna fyrir altari. Gestaprédikari. Kirkjukórinn leiðir söng undir stjórn Krisztínu Kalló Szklenár org- anista. Fundur með fermingarbörnum og foreldrum eða forráðamönnum þeirra að guðþjónustunni lokinni. Sunnudagaskóli í safnaðarheimilinu með þeim Margréti Ólöfu, Margréti Rós og Ólöfu Inger á sama tíma. Kaffi, djús og kex í boði fyrir alla í safnaðarheimilinu. Prestarnir BREIÐHOLTSKIRKJA: Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11:00. Yngri barnakórinn syngur. Organisti Sigrún M. Þórsteins- dóttir. Tómasarmessa kl. 20 í samvinnu við Félag guðfræðinema og Kristilegu skólahreyfinguna. Fyrirbænir, máltíð Drottins og fjölbreytt tónlist. Gísli Jón- asson. DIGRANESKIRKJA:. Messa kl. 11. Prest- ur sr. Gunnar Sigurjónsson, organisti Kjartan Sigurjónsson, kór Digraneskirkju A-hópur. Sunnudagaskóli á sama tíma í kapellu. Léttur málsverður í safnaðarsal að messu lokinni, kr. 500. (Sjá nánar: www.digraneskirkja.is). FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11:00. Fermingarbörn í Hólabrekku- sókn vorið 2004 og foreldrar/forráða- menn þeirra sérstaklega boðin velkomin. Prestur: Sr. Guðmundur Karl Ágústsson. Organisti: Lenka Mátéová. Kór kirkjunnar syngur. Sunnudagaskóli í umsjón Elínar Elísabetar Jóhannsdóttur í safnaðarheim- ilinu á sama tíma. Eftir guðsþjónustuna er boðið upp á léttan hádegisverð í safn- aðarheimilinu. Rúta ekur um hverfið eftir sunnudagaskóla. GRAFARVOGSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11:00. Séra Vigfús Þór Árnason prédikar og þjónar fyrir altari. Fermdar verða Jak- obína Sigurgeirsdóttir og Lilja Sigurgeirs- dóttir Neshömrum 6. Kór Grafarvogs- kirkju syngur. Organisti: Hörður Bragason. Barnaguðsþjónusta kl. 11:00 í Grafarvogskirkju. Prestur séra Anna Sig- ríður Pálsdóttir. Organisti: Gróa Hreins- dóttir. Barnaguðsþjónusta kl. 11:00 í Borgarholtsskóla. Prestur séra Sigurður Arnarson. Organisti: Guðlaugur Viktors- son. HJALLAKIRKJA: Tónlistarguðsþjónusta kl. 11. Sr. Íris Kristjánsdóttir þjónar. Kvartett úr kórum kirkjunnar syngur og leiðir safnaðarsöng. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Barnaguðsþjónusta kl. 13. Fyrirhuguð safnaðarferð þessa helgi fell- ur niður. Við minnum á bæna- og kyrrð- arstund á þriðjudag kl. 18 og Opið hús á fimmtudag kl. 12 (sjá einnig á www.hjalla- kirkja.is). Prestarnir. KÓPAVOGSKIRKJA: Barnastarf í safnað- arheimilinu Borgum kl. 11:00 í umsjón Dóru Guðrúnar og Bóasar. Guðsþjónusta kl. 11:00. Kór Kópavogskirkju syngur og leiðir safnaðarsöng. Boðið verður upp á kaffisopa í Borgum að guðsþjónustu lok- inni. Sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson. LINDAKIRKJA: Messa í Lindaskóla kl. 11. Sunnudagaskóli, með tilheyrandi fjör- ugum söng, leikbrúðusýningu og Biblíu- sögum fer fram í kennslustofum á meðan guðsþjónustu stendur. Boðið verður upp á akstur fyrir íbúa Vatnsenda- og Sala- hverfis. Hópferðabíll mun stansa á sömu stöðum og skólabíllinn gerir í Vatnsenda- hverfi (fyrsta stopp 10.45) en á Salavegi verður stansað við strætisvagnabiðstöðv- ar. Allir velkomnir. SELJAKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Hressandi söngur, sögur, lifandi sam- félag, Rebbi refur!! Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Bolli Pétur Bollason prédikar. Organ- isti Jón Bjarnason. Kór Seljakirkju leiðir söng. Altarisganga. Guðsþjónusta í Skóg- arbæ kl. 16. Sr. Bolli Pétur Bollason pré- dikar. Organisti Jón Bjarnason. Kór Selja- kirkju leiðir söng. KIRKJA HEYRNARLAUSRA: Messa á Degi heyrnarlausra verður sunnudaginn 28. sept. kl. 14 í Grensáskirkju. Í tilefni dagsins flytur Hjördís Anna Haraldsdóttir, nemi í Kennaraháskólanum, ræðu. Tákn- málskórinn syngur undir stjórn Eyrúnar Ólafsdóttur. Raddtúlkur Margrét Baldurs- dóttir. Miyako Þórðarson. ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN: Morgun- guðsþjónusta kl. 11.00. Sérfræðsla fyrir börnin. Friðrik Schram predikar. Guðs- þjónustunni verður útvarpað á Rás 1. Samkoma kl. 20.00. Mikil lofgjörð og fyr- irbænir. Edda Matthíasdóttir Swan pre- dikar. BOÐUNARKIRKJAN, Hlíðasmári 9, Kóp: Samkomur alla laugardaga kl. 11:00. Bænastund alla þriðjudaga kl. 20:00. Biblíufræðsla allan sólarhringinn á Út- varp Boðun FM 105,5. Allir alltaf vel- komnir. FÆREYSKA SJÓMANNAHEIMILIÐ: Sam- koma á morgun kl. 16. HJÁLPRÆÐISHERINN: Laugardagur: Kl. 14–18 biblíukennsla um trúargreinar Hjálpræðishersins fyrir alla hermenn, samherja, heimilasambandssystur og hjálparflokkskonur. Kennari er kafteinn Bente Gundersen. Sunnudagur: Kl. 19.30 bænastund. Kl. 20 hjálpræðis- samkoma. Áslaug Haugland stjórnar. Kaf- teinn Bente Gundersen talar. Mánudag- ur: Kl. 15 heimilasamband. Majór Elsabet Daníelsdóttir talar. Allar konur velkomnar. FRÍKIRKJAN KEFAS, Vatnsendabletti 601: Samkoma sunnudag kl. 20. Helga R. Ármannsdóttir talar. Lofgjörð og fyr- irbænir. Barnagæsla fyrir 1–7 ára börn á samkomutíma. Kaffi og samfélag eftir samkomu. Allir velkomnir. KFUM og KFUK v/Holtaveg: Samkoma kl. 17:00. Lofgjörð fyrir samkomuna frá kl. 16:30. Þórdís K. Ágústsdóttir, ljós- móðir talar um efnið „Skyggnst inn í djúp hjartans“. Lofgjörð og fyrirbæn að lokinni samkomu. Fræðsla fyrir börn 2–14 ára í aldursskiptum hópum. Matur á fjölskyldu- vænu verði eftir samkomu. Verið öll hjart- anlega velkomin. FÍLADELFÍA: Laugardagur: Bænastund kl. 20. Opinn AA-fundur kl. 20.15. Sunnu- dagur: Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðumaður Martin Hallett frá Bretlandi. Gospelkór Fíladelfíu sér um lofgjörðina. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Reykjavík – Kristskirkja í Landakoti, dómkirkja og basilíka: Sunnudaga: Há- messa kl. 10.30. Messa á ensku kl. 18.00. Alla virka daga: Messa kl. 18.00. Alla laugardaga: Trúfræðsla barna kl. 13.00 í Landakotsskóla. Að henni lokinni er barnamessa í Kristskirkju (kl. 14.00). Rósakransbæn í október: Alla mánudaga og föstudaga fyrir kvöldmessu kl. 17.30 og alla miðvikudaga að kvöldmessu lok- inni. Föstudaginn 3. október: Fyrsti föstu- dagur mánaðarins er tileinkaður dýrkun hins alhelga hjarta Jesú. Að kvöldmessu lokinni er tilbeiðslustund til kl. 19.15. Reykjavík – Maríukirkja við Raufarsel: Sunnudaga: Messa kl. 11.00. Laugar- daga: Messa á ensku kl. 18.30. Virka daga: Messa kl. 18.30 Riftún í Ölfusi: Sunnudaga: Messa kl. 16.00. Miðvikudaga kl. 20.00. Hafnarfjörður – Jósefskirkja: Sunnu- daga: Messa kl. 10.30. Miðvikudaga: Messa kl. 18.30. Rósakransbæn í októ- ber: Farið er með rósakransbænina hálf- tíma á undan messum á sunnudögum og miðvikudögum. Föstud. 3. október: Fyrsti föstudagur mánaðarins er tileinkaður dýrkun hins alhelga hjarta Jesú. Til- Guðspjall dagsins: Enginn kann tveimur herrum að þjóna. (Matt. 6.) Morgunblaðið/Ómar Sauðárkrókskirkja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.