Morgunblaðið - 27.09.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 27.09.2003, Blaðsíða 38
MINNINGAR 38 LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Boga KristínKristinsdóttir Magnusen var fædd á Skarði á Skarðs- strönd 6. febrúar 1915. Hún andaðist á dvalarheimilinu Barmahlíð á Reyk- hólum hinn 18. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Kristinn Indr- iðason, bóndi á Skarði, f. 10. nóvem- ber 1887, d. 21. nóv- ember 1971, og Elin- borg I. B. Magnusen húsfreyja á Skarði, f. 24. júní 1896, d. 13. maí 1984. Systur Bogu voru Guðborg, f. 24. júlí 1918, d. 20. nóvember 1947, og Ingibjörg Kristrún, f. 7. desember 1925, d. 29. október 1994 Eiginmaður Bogu var Eggert Ólafsson frá Bakka í Geiradal, f. 1. apríl 1907, d. 13. desember 1985. Börn þeirra eru: 1) Ólafur Eggertsson, bóndi á Manheimum, f. 20. nóvember 1947, kona hans er Svava Hjartardóttir bóndi, f. 1947, frá Vífilsdal í Suður-Dölum. Synir þeirra eru a) Egg- ert, f. 1980, starfs- maður í Fóðuriðj- unni í Ólafsdal. Sambýliskona hans er Halla Valdimars- dóttir frá Reykhól- um, f. 1980, starfs- maður í dvalarheimilinu í Barmahlíð. Sonur þeirra er Ólafur, f. 2002. b) Sigurður Hjörtur, nemandi í FVA, f. 1987. 2) El- inborg Eggertsdóttir, starfsmað- ur í Dalakjör, f. 1955. Maður hennar er Kristinn Thorlacius, húsasmíðameistari í Búðardal, f. 1955. Börn þeirra: a) Boga, blómaskreytir, f. 1975. b) Dag- björt Drífa, nemandi í Listahá- skóla Íslands, f. 1980. c) Silja Rut, nemandi í MS, f. 1985. d) Eggrún, nemandi í FÁ, f. 1987. Útför Bogu verður gerð frá Skarðskirkju á Skarðsströnd í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Hún Boga óf lífsþræðina sína svo vel og fallega. Uppistöðuþræðirnir voru sterkir og öflugir. Í þá óf hún dásamleg verk með vinnulúnu, sigggrónu höndunum sínum og góðu hjartalagi. Með henni er sérstæðum kafla lokið á Skarði. Kaflanum sem hófst endur fyrir löngu og tilheyrði gamla bændasamfélaginu í öllu sínu veldi, allt frá landnámsöld. Ég var svo heppin að ná í smáhluta af lokakaflanum sem sumarstelpa hjá Bogu og Eggerti á Skarði nokkur sumur í röð. Kom þangað fyrst 9 ára og þekkti engan. Þrátt fyrir að „bara“ fjörutíu ár séu liðin síðan þá, hafði hún einungis komið tvisv- ar eða þrisvar sinnum til Reykja- víkur. Nútíminn var ekki genginn í garð. Það var jú einn traktor á bænum og ljósavélin bara notuð á veturna. Þetta voru dásamleg sum- ur – hjá góðu fólki. Þrátt fyrir aldursmuninn, ég níu, hún um fertugt, urðum við strax góðar vinkonur. Vináttan hélst alla tíð. Þó að sambandið hafi slitrast hin seinni ár var samt alltaf eins og ekkert hefði breyst þegar við hitt- umst, eða töluðum saman í síma. Boga var óskaplega mikill vinnu- þjarkur. Gekk í öll verk með mikl- um krafti og myndarbrag en samt svo yfirveguð. Hún beitti jafnt huga og hönd í verkum sínum. Var ótrúlega fjölhæf. Húsið hennar bar henni sterkt vitni. Þrátt fyrir að þurfa að vinna hörðum höndum langan vinnudag við bústörf var hún mikill fagurkeri. Hún smíðaði, setti upp veggfóður, lagði gólfdúk og málaði þegar því var að skipta. Skar fagurlega út, skrautmálaði og vann sannkölluð listaverk í út- saumi, prjóni og hekli. Til hennar var leitað þegar koma átti upp ís- lenskum búningi í sveitinni. Hún hafði einnig mikið yndi af blómum, sérstaklega þeim sem blómstruðu, einnig garðrækt og vildi alltaf hafa snyrtilegt og fallegt í kringum sig úti sem inni. Hún var líka ótrúlega útsjónarsöm. Gat breytt ótrúleg- ustu hlutum í eitthvað fallegt. Ég man til dæmis eftir fallegu eldhús- gardínunum hennar þegar ég kom fyrst að Skarði. Þær bjó hún til úr hveitipokum. Drifhvítar, með marglitum blómaútsaumi og hekl- uðum blúndum. Hún notaði oft orð- ið „laglegt“ um það sem hún var ánægð með og þótti fallegt. Var gestrisin með afbrigðum. Bjó til bestu rúgkökur í heimi og átti allt- af nokkrar sortir af kaffibrauði í búrinu sínu. Mjólkurglasið hjá manni var alltaf fullt og hún bauð sífellt upp á góðgerðir – allt fram að háttatíma. Henni þótti svo vænt um fólkið sitt og sýndi þá væntumþykju ein- læglega. Var blíðmælt og hlý og ávarpaði mig gjarnan elsku, hjart- ans vinuna sína. Notaði svo skemmtilega orðin habbði og saggði – og bað alltaf Guð að blessa mig, þegar ég þakkaði fyrir mig. Hún hló með svo skemmtilegum trillum sem hófust hátt og rúlluðu síðan niður – og upp aftur. Notaði líka svo frábært þvuh!!! þegar því var að skipta. Hafði söngrödd sem bjó yfir kraftinum hans Pavarotti. Það heyrðist auðveldlega í henni á milli bæja þegar hún söng við mjaltirnar. Oftar en ekki var það Blessuð sértu sveitin mín. Var auð- vitað í kirkjukórnum og naut þess lengi vel. Ég hafði alltaf með mér gítar í sveitina og stundum var setið í eld- húsinu eftir matinn og sungið. Eitt sinn sungum við öll angurvært lag- ið hans Hauks Morthens; Til eru fræ. Mín kona með sína hljómmiklu rödd söng af innlifun og skyndilega heyrðist hár hvellur!!! Óbrjótandi mjólkurglas í þúsund molum á borðinu! Slíkur var raddstyrkur- inn. Við á Skarði rifjuðum þetta iðulega upp með hlátrasköllum. Eggert maðurinn hennar (Eggi minn) fór langt á undan henni, fyrir næstum tuttugu árum. Þau voru mjög ólík, en á milli þeirra var allt- af svo notalegur hlýleiki. Hún saknaði hans mikið, eins og ann- arra sem gengnir voru á undan henni. Fékk gjarnan tár í augun þegar hún rifjaði eitthvað upp. Og það var margs að minnast. Fæturnir hennar voru gagnslitlir síðasta áratuginn. Hún notaði hækjur – en lét það ekki aftra sér við garðvinnuna. Settist flötum beinum, eða jafnvel hálflagðist – til þess að koma hríslunum sínum og beðunum í viðunandi horf. Ótrúleg seigla! Ég er rík af góðum minningum um gott fólk á Skarði og kveð Bogu með miklu þakklæti fyrir dýrmæta samfylgd. Lífsvefurinn hennar var svo sannarlega einstakur og fagur. Margrét Theodórsdóttir (Maggý). Nú er Boga farin til betri heima og búin að hitta alla hina sem farn- ir eru. Það er mikið og stórt skarð komið á Skarði núna þegar hún er farin. Það verður tómlegt að horfa yfir lækinn að húsinu hennar þar sem hún sat við eldhúsgluggann og fylgdist með mannaferðum heima á Skarði og öllu sem var að gerast þar. Okkur langar að þakka henni fyrir samfylgdina sem var löng og góð, umhyggjan og góðmennskan sem var takmarkalaus; gat aldrei hallmælt nokkrum manni en reyndi frekar að finna allt það besta í hverjum og einum. Vinnustundirnar voru orðnar margar bæði til sjós og lands. Hún sótti sjó til að nálgast dúninn, en varð samt að prjóna á leiðinni til að tíminn færi nú ekki til spillis, enda mjög vinnusöm og féll aldrei verk úr hendi. Lifði erfiða tíma þegar þurfti að handmjólka, tína grjót úr flögum eins og tíðkaðist í þá daga, enda voru þau Eggert sérstaklega samstiga um allt sem þau voru að gera. Hann var mjög iðjusamur og velvirkur maður í hverju sem hann gerði. Þau hófu búskap á Skarði 2 árið 1954 og byggðu sér myndarbú og bjuggu þar alla tíð. Hún hafði sérstaklega mikla og fallega söng- rödd og söngelskari manneskja fyr- irfannst varla. Þegar hún tók lagið í eldhúsinu sínu þá heyrðist það alla leið heim á hlað á Skarði. Ósjaldan sungu þau hjónin saman því ef annað byrjaði, þá tók hitt undir. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Við þökkum fyrir allt sem þú varst okkur og biðjum guð að blessa börnin þín og fjölskyldur þeirra og hjálpa þeim í sorg þeirra. Kristinn, Stella og fjölskyldan Skarði. BOGA KRISTÍN KRISTINSDÓTTIR ✝ RagnheiðurBergmundsdótt- ir fæddist að Látrum í Aðalvík 17.8. 1924. Hún lést á Heilbrigð- isstofnun Suðurnesja sunnudaginn 21. september síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Bergmundur Halldór Sigurðsson, oddviti Sléttu- hrepps, f. 1895 á Stað í Sléttuhreppi, d. 1954, og Stefanía Ágústa Stefánsdótt- ir, húsmóðir, f. 1901 að Efri-Hlíð í Helgafellssveit, d. 1982. Systkini Ragnheiðar eru: Kristjana Steingerður, f. 1926, d. 1997, Stefán Samúel, f. 1927, bú- settur á Akureyri, Sigríður Kristín, f. 1928, d. 2002, Þorgerð- ur, f. 1934, d. 1999, og Jórunn Hanna Bergþóra, f. 1940, búsett á Seltjarnarnesi. Eftirlifandi eiginmanni sínum, Gísla Hólm Jónsyni, kynntist Ragnheiður 1943 og stofnuðu þau heimili í Ólafsfirði. Árið 1953 fluttu þau til Reykjavíkur og 1961 til Grindavíkur. Fyrir fjór- um árum fluttu þau í þjónustu- íbúð fyrir aldraða í Víðihlíð við Austurveg 5 í Grindavík. Ragn- heiður og Gísli eignuðust átta börn, en misstu eitt skömmu eftir fæð- ingu. Þau eru: Est- er, f. 1945, hún á þrjár dætur, sam- býlismaður hennar er Vigfús Árnason; Haraldur, f. 1946, hann á þrjú börn; Ágústa Halldóra, f. 1948, gift Hafsteini Sæmundssyni, þau eiga fjögur börn; Margrét Rebekka, f. 1949, gift Gunnari Eyjólfs Vilbergs- syni, þau eiga þrjá syni; Sigríður Jóna, f. 1954, gift Þórarni Heiðmann Guðmunds- syni, þau eiga fjögur börn; Páll f. 1960, sambýliskona hans er Ásta Agnes Jóhannesdóttir og eiga þau tvær dætur; Inga Fríða, f. 1963, gift Óttari Hjartarsyni, þau eiga tvö börn. Barnabarnabörnin eru nú orðin 25 að tölu. Ragnheiður sat í stjórn Grindavíkurdeildar Kaupfélags Suðurnesja, gegndi trúnaðar- störfum fyrir Verkalýðsfélag Grindavíkur og var í Bókasafns- nefnd Grindavíkurbæjar um ára- bil. Útför Ragnheiðar fer fram frá Grindavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku amma, við söknum þín mjög mikið en við vitum að nú líður þér vel eftir löng og erfið veikindi. Takk, elsku amma, fyrir þessi fimm ár sem við höfum átt saman síðan við fluttum heim frá Svíþjóð og við fluttum í ykkar hús í Mánasund- inu sem er nú áfram í fjölskyldunni. Það var alltaf svo gaman að koma „heim“ á sumrin og vera hjá ykkur afa til að læra íslenskuna betur og alltaf fengum við kandís, það hafa svo margir fengið kandís hjá þér, elsku amma. Við munum eftir því þegar þið komuð út til okkar. Í fyrra skiptið var alltof heitt og þú þoldir varla við og í seinna skiptið þegar afi varð 75 ára og þið voruð hjá okkur yfir jólin og áramótin 1995 þá var -26°C og það var svo kalt að við vorum bara inni og spiluðum. Við elskum þig og munum alltaf muna þig og hugsa til þín. Þín barnabörn Daníel Ingi og Lea Eir. Elsku amma, við söknum þín svo mikið, en við vitum að þér líður betur hjá guði og englunum vegna þess að þú varst búin að vera svo lasin. Við munum þegar þú passaðir okkur þegar við vorum litlar. Þá sagðir þú okkur sögur frá því þegar þú varst lítil. Alltaf þegar við komum til þín og afa gafstu okkur kandís og svo voru allir krakkarnir í hverfinu farn- ir að koma til þín og fá kandís. Þau kölluðu þig kandískonuna. Við mun- um svo vel þegar þú sast við eldhús- borðið og réðst krossgátur eða sast klukkutímunum saman með okkur og spilaðir olsen olsen, veiðimann og svartapétur og við gerðum spila- galdra við þig. Eftir skóla komum við oft til ykkar og þú hjálpaðir okkur með heimalærdóminn. Á veturna fór afi oft í búðina og keypti mikið af fuglafóðri sem þið gáfuð fuglunum. Garðurinn ykkar í Mánasundinu var alltaf fullur af fuglum sem þið gáfuð að borða allan veturinn. Í garðinum varstu með svo fallegar rósir sem þú hugsaðir svo vel um og svo var það rabarbarinn sem var svo rosalega vinsæll hjá okkur krökkunum. Þá fengum við okkur rabarbara og syk- ur í skál til að dýfa í og borðuðum. Á veturna þegar kalt var úti sastu inni í stofu að prjóna handa okkur ömmu- og langömmubörnunum sokka og vettlinga á meðan við lágum á gólf- inu að spila og byggja spilaborgir. Síðan þegar mamma og pabbi fóru til útlanda fengum við að koma til ykk- ar og sofa í holunni ykkar eins og þú kallaðir það. Við elskum þig, amma, og munum alltaf hugsa til þín. Þínar sonardætur Jóhanna Marsibil og Stefanía Ágústa. RAGNHEIÐUR BERGMUNDSDÓTTIR Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BRYNJAR GUÐBJÖRN ÍVARSSON, Möðrufelli 3, Reykjavík, lést á Landspítalanum fimmtudaginn 25. september. Jarðarförin verður auglýst síðar. Halldóra Karvelsdóttir, Örn Ægir Brynjarsson, Ómar Brynjarsson, Halldóra Berglind Brynjarsdóttir, Andrés Einar Einarsson, Hlöðver Már Brynjarsson, Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir, Sigurður Ívar Leifsson, María K. Ásmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÓLÖF PÁLÍNA SIGURÐARDÓTTIR (Lóa), dvalarheimilinu Ási, Hveragerði, andaðist miðvikudaginn 24. september. Særún Sigurjónsdóttir, Ólafur Sigmundsson, Ingibergur Sigurjónsson, Margrét Pálfríður Magnúsdóttir, Sigurður Valur Magnússon, Erla Hafdís Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR JÓNSSON frá Engey í Vestmannaeyjum, síðast til heimilis á Hásteinsvegi 53, Vestmannaeyjum, lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja þriðjudaginn 23. september. Jarðarförin auglýst síðar. Ægir Sigurðsson, Arnþór Sigurðsson, Guðlaug Björk Sigurðardóttir, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabarn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.