Morgunblaðið - 27.09.2003, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 27.09.2003, Blaðsíða 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2003 39 ✝ Kristín Jónsdótt-ir fæddist á Ísa- firði 16. janúar 1922. Hún lést á Sjúkrahúsi Suðurlands á Selfossi hinn 19. september síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Jón Jónsson, klæðskeri, f. 4. febrúar 1890 á Höfða í Dýrafirði, d. 1. október 1979, og Karlinna Grein Jó- hannesdóttir, f. 7. febrúar 1896 í Bol- ungarvík, d. 10. ágúst 1979. Systkini Krist- ínar eru: Margrét, , f. 17. október 1920, d. 10. mars 1995; Þórarinn, f. 16. mars 1923; og Sigurður Albert, f. 25. október 1929. Kristín giftist 3. júlí 1943 Sig- mundi Kristberg Guðmundssyni, f. 27. nóvember 1915 í Byrgisvík í Ár- neshreppi, d. 10. ágúst 1980. Börn þeirra eru: 1) Guðfinna, f. 22. júní 1956, garðyrkjubóndi, Hveragerði, maki Hreinn Kristófersson 19. nóv- ember 1952, garðyrkjubóndi. Þeirra börn: A) Kristbjörg Erla, f. 17. október 1980, nemi. B) Hákon Daði, f. 23. júní 1982, nemi. C) Agnes Ósk, f. 17. des. 1995. Kristín fæddist á Ísafirði og ólst þar upp. Hún lauk gagnfræðaprófi þar og stundaði að því loknu nám við Húsmæðraskólann Ósk á Ísa- firði. Árið 1950 fluttu þau hjónin til Hveragerðis þar sem þau stofnuðu og ráku garðyrkjustöð. Samhliða þeim rekstri vann hún í 30 ár ýmis störf á heilsuhæli NLFÍ í Hvera- gerði. Kristín hafði alla tíð mikinn áhuga á félagsstörfum og lagði mörgum málefnum lið, meðal ann- ars var hún í Kvenfélagi Hvera- gerðis, skógræktarfélaginu, tók virkan þátt í verkalýðsfélaginu, var einn stofnenda og í stjórn Alþýðu- bandalagsfélags Hveragerðis. Á síðustu árum starfaði hún með fé- lagi eldri borgara í bænum og sat í stjórn þess. Kristín verður jarðsungin frá Hveragerðiskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. 1945, birgðavörður, Reykjavík, maki Árni Guðmundsson, f. 28. júní 1944, símsmiður. Þeirra börn: A) Jón Karl, f. 19. júlí 1972, fé- lagsfræðingur. B) Gunnar Freyr, 20. maí 1974, verkamaður. C) Kristinn Bjarki, f. 25. júlí 1979, málari. 2) Karlinna, f. 7. júlí 1950, nuddfræðingur, Hveragerði, maki Magnús Gíslason, f. 13. júlí 1944, trésmiður og húsvörður. Börn þeirra: A) Sigmundur Kristberg, f. 7. mars 1969, húsvörður, maki Harpa Sveinsdóttir, kennari, f. 8. desember 1970. Sonur þeirra: Hannes Snævar, f. 2. mars 2003. B) Kristín, f. 8. maí 1971, kennari. Dóttir hennar: Viktoria Björk, f. 20. júlí 2002. C) Gísli, f. 3. janúar1980, nemi. 3) Ingibjörg, f. 3. september Hún Stína mín er farin. Ég á eftir að sakna hennar mikið. Minningarnar frá bernskuárum hvíla á huganum. Heimsóknir til Stínu og Sigmundar, hann svo stór og rólegur, hún kvik í hreyfingum og alltaf hlæjandi. Já, hláturinn hennar Stínu var hennar „vörumerki“. Gestrisnin í litla húsinu þeirra við Heiðmörkina var einstök, og oftar en ekki fór maður þaðan með grænmeti í poka og gleði í sálinni. Á þeim tíma var Hellisheiðin far- artálmi og Kambarnir voru nokkuð, sem kviðið var fyrir, svo heimsókn- irnar í Hveragerði til þeirra systra, Stínu og Möggu, urðu ekki eins tíðar og við hefðum kosið. En vináttan rofnaði ekki – þrír ættliðir hafa hald- ið tryggð. Dætur þeirra Stínu og Sig- mundar eru vinkonur mínar, eins og mæður okkar og ömmur voru á und- an okkur. Þá vináttu vil ég þakka, nú þegar hún Stína mín kveður okkur. Hún var hetja í sínum erfiðu veik- indum, en stór hópur afkomenda stóð alltaf sterkur við hlið hennar. Er hægt að hugsa sér betri viðskilnað við þetta líf, en að láta eftir sig fjölda góðra, heiðarlegra og vinnusamra einstaklinga, sem bera uppruna sín- um vitni? - og geta svo ánægður kvatt að kvöldi, með kærri þökk fyrir daginn. (Sig. Ein.) Ég kveð elsku Stínu mína og sendi stóra hópnum hennar samúðarkveðj- ur. Rósa Aðalsteinsdóttir, Stóru-Mörk II. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Þessar ljóðlínur lýsa vel þeim hugsunum sem fara um hugann þeg- ar við kveðjum móður okkar, Krist- ínu Jónsdóttur. Það er svo ótal margs að minnast og margt að þakka. Hún tók dagleg- an þátt í lífi okkar, umvafði okkur hlýju og deildi með okkur gleði og sorgum. Hún var réttsýn kona sem fór ekki í manngreinarálit. Verk sín vann hún öll með gleði og æðruleysi var henni í blóð borið. Kærleiksrík leiddi hún okkur lífsins veg og var okkar stoð og stytta. Gengin er kona með stórt hjarta þar sem allir áttu sér stað. Minning hennar lifi. Dæturnar, Guðfinna, Karlinna og Ingibjörg. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, Hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Elsku amma, með þessum fátæk- legu orðum vil ég minnast þín. Þú hefur verið og munt ávallt verða mín fyrirmynd með þinn óeig- ingjarna kærleika, lífsgleði, gjafmildi og jákvæðni. Minning þín mun ætíð lifa í hjarta mínu. Kristín. Elsku besta langamma. Nú vitum við að þér líður vel á góðum stað þarna uppi í skýjunum hjá Guði og englunum. Við vorum heppin að fá að kynnast þér svona hláturmildri og skemmtilegri. En tíminn sem við átt- um saman var stuttur. Því verða for- eldrar okkar að halda minningunni um þig á lífi með því að segja sögur af þér. Elsku langamma, takk fyrir dýr- mætar stundir. Við vitum að þú fylg- ist með okkur ofan úr skýjunum og brosir að uppátækjum okkar. Kveðja frá langömmubörnunum. Viktoría Björk og Hannes Snævar. Brosandi í köflóttri vinnuskyrtu, kvik í hreyfingum og alltaf að flýta sér. Þannig kom Kristín okkur vinnu- félögunum í Garðyrkjustöð Ingi- bjargar fyrir sjónir. Á hverju vori var hún mætt með priklupinnann og síðasta vor var eng- in undantekning. Lágvaxin og hnellin stóð hún að prikla sumarblómum, svo snögg að fáir stóðust henni snúning. Henni fannst óþarfi að fara sjálf í kaffi, en hún sá um að vinnufélagarn- ir gerðu það. Kom með staflana af klöttum og pönnukökum og lét sér annt um að allir fengju nóg. Alúð og áhugi einkenndu öll henn- ar verk. Minningin um þessa glaðlyndu og jákvæðu konu mun seint gleymast. Samstarfsfólk. KRISTÍN JÓNSDÓTTIR ✝ Þorfinna Stefáns-dóttir fæddist í Ólafsfirði 28. apríl 1933. Hún lést á Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri 21. september síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Stefán Haf- liði Streingrímsson, f. 9.5. 1892, d. 19.2. 1972, og Jónína Kristín Gísladóttir, f. 24.8. 1895, d. 3.12. 1979. Systkini Þor- finnu voru: Gíslína Kristín, látin, Krist- inn Eiríkur, látinn, Ólafur Stein- grímur, Jónmundur, Guðlaug Kristbjörg, Sigurjón Þór, látinn, Sigþór Magnús, Sigurveig Anna og Margrét Sigurhelga. Hinn 13. október 1956 giftist Þorfinna eftirlifandi eiginmanni sínum, Ólafi Víglundssyni, f. 16.7. 1927 í Hafnarfirði. Foreldrar hans voru Víglundur Nikulásson, f. 3.6. 1891, d. 27.8. 1979, og Sigurlaug Magnúsdóttir, f. 7.11. 1895, d. 21.8. 1969. Börn þeirra eru: 1) Guðlaug Jörgína Ólafsdóttir, f. 28.1. 1955, gift Rögnvaldi Ingólfs- syni, f. 27.2. 1953. Börn: Sonur hennar og Jósefs L. Sigurðssonar er Ólafur Þór, sambýliskona hans er Eygló Hulda Valdimarsdóttir. Auður Ósk Rögn- valdsdóttir, sam- býlismaður hennar er Rúnar Kristins- son, sonur þeirra er Rögnvaldur Brynjar Rúnarsson. Linda Rós Rögnvaldsdóttir og Kristín Eva Rögn- valdsdóttir. 2) Þröst- ur Ólafsson, f. 16.2. 1958, kvæntur Brynju Júlíusdóttur, f. 19.1. 1967, dóttir þeirra er Þorfinna Ellen Þrastardóttir, dætur Brynju eru Lára Þórðardóttir og Sólveig Anna Þórðardóttir. 3) Sigurlaug Ólafsdóttir, f. 19.1. 1959, dóttir hennar er Andrea Ævarsdóttir, gift Sigurði Breiðfjörð Jónssyni. Fósturforeldrar Þorfinnu frá fimm ára aldri voru: Jörundur Jónsson, f. 30.3. 1908, d. 3.2. 1984, og Jónína Guðlaug Gísladóttir, f. 17.2. 1906, d. 22.3. 1999, móður- systir Þorfinnu. Fóstursystkin Þorfinnu voru Jón Torfi, f. 10.9. 1932, d. 8.5. 1988, og Þorgerður, f. 5.3. 1942. Útför Þorfinnu fer fram frá Ólafsfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Nú er komið að kveðjustundinni, þegar systir, mágkona og vinur hef- ur verið kvödd á brott. Það er alltaf erfitt að kveðja og þrátt fyrir það að Þorfinna hafi verið veik um nokkurn tíma, er þetta samt svo óraunveru- legt að hún sé ekki lengur meðal okkar. Milli heimila Þorfinnu og Olla og okkar hefur um langan tíma ríkt ein- læg vinátta og traust, sem aldrei hef- ur borið skugga á. Upp í hugann hrannast minning- arnar frá öllum skemmtilegu ferðun- um sem við höfum farið saman, hvort sem farið var til Mallorca, Benidorm eða ferðast var um Ísland á Strand- irnar eða aðra fallega staði. Alltaf vorum við saman á ferð, eða saman í sumarbústað einhvers stað- ar. Oft var glatt á hjalla og kassettu- tækið eða geislaspilaraútvarpið við hendina þegar komið var á áfanga- stað og þá tilkynnt að nú yrði kvöld- vaka í kvöld. Einn diskur var þó í sérstöku uppáhaldi hjá okkur en það var „Mitt hjartans mál“, lög og ljóð Kristjáns Stefánssonar frá Gilhaga. Hversu oft við höfum sungið lögin af þessum diski saman væri fróðlegt að vita. Þessar minningar eru okkur ógleymanlegar og fyrir þær viljum við þakka ykkur Olla alveg sérstak- lega. Þegar við heimsóttum þig á Fjórð- ungssjúkrahúsið nokkrum dögum fyrir brottkallið varst þú eins og venjulega brosmild og æðrulaus, þó sjá mætti að þú værir mjög veik. En þrátt fyrir það var það síðasta sem við ræddum um að næsta ferð okkar skyldi verða Færeyjaferð. Þessari ferð hefur nú verið slegið á frest að sinni, en ef til vill eigum við eftir að fara hana saman síðar. En þannig er gangur lífsins, eng- inn ræður sínum næturstað né veit ævina sína fyrr en öll er. Við viljum ljúka þessari stuttu kveðju með tveimur erindum úr lagi Kristjáns frá Gilhaga, „Munastund“, sem við sungum svo oft saman: Nú sit ég hér þögull og sveipa mig hljótt í sögunnar margslungnu þræði. Ég kvíði því ekki er kemur þú nótt, ég kyrrðina þrái og næði. Og ljósið mitt augnaráð fangað hér fær, það flöktir á kerti í stjaka, af gusti frá minningu’ er mér færist nær, sú minning ei víkur til baka. En genginni vegferð nú get ekki breytt, þó gimsteina vænti þar fundar. Að stefna til baka það stoðar ei neitt mót straumfalli líðandi stundar. Og ennþá fram tími minn tifar hér ótt, svo tæmist hver stund til að vaka. Ég kyrrðina þrái, er kemur þú nótt, nú kertið er brunnið að stjaka. Elsku Þorfinna, hafðu þökk fyrir allar skemmtilegu samverustundirn- ar og allt og allt. Kæri Olli, við sendum þér, börn- unum ykkar, tengdabörnum og barnabörnum innilegar samúðar- kveðjur. Guð gefi ykkur styrk í sorg- inni. Helga og Bogi. Elskulegri systur og mágkonu, Þorfinnu Stefánsdóttir, sendum við hjónin okkar hinstu kveðju, ásamt þakklæti fyrir samfylgdina á lífsleið- inni. Minning um hana, ljúf og góð, mun lifa með okkur allt til enda. Kæri Olli, við vottum þér, börnum ykkar og öðrum aðstandendum, inni- lega samúð. Sigurveig Stefánsdóttir, Gísli M. Gíslason. ÞORFINNA STEFÁNSDÓTTIR  Fleiri minningargreinar um Þorfinnu Stefánsdóttur bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.  Fleiri minningargreinar um Kristínu Jónsdóttur bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Okkar ástkæra, STEFANÍA ÁSBJARNARDÓTTIR hjúkrunarkona frá Guðmundarstöðum, Vopnafirði, sem lést miðvikudaginn 17. september, verður jarðsungin frá Áskirkju þriðjudaginn 30. sept- ember kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Stefán Ásbjarnarson, Sólveig Ásbjarnardóttir. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, SOFFÍU GÍSLADÓTTUR frá Deild í Fljótshlíð. Sérstakar þakkir fær starfsfólk á hjúkrunar- heimilinu Ljósheimum, Selfossi, fyrir góða umönnun og hlýju. Þröstur Jónsson, Hrefna Jónsdóttir og fjölskyldur. Ástkær eiginkona mín, elsku besta mamma okkar, amma, dóttir, systir og tengdamamma, JÓNA SIGURÐARDÓTTIR, Stuðlabergi 60, Hafnarfirði, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi þriðjudaginn 23. september og verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði mánudaginn 29. september kl. 13.30. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Minningarsjóð líknardeildar LSH í Kópavogi. Björn Árnason, Hlín Mogensdóttir, Morten Lund Nielsen, Jón Mogensson Schow, Sif Björnsdóttir, Gunnar Ben, Gunnvör Ólafsson, Aldís Sigurðardóttir, Ásta Sigurðardóttir og barnabörnin: Lísa, Laura og Linus.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.