Morgunblaðið - 27.09.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 27.09.2003, Blaðsíða 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2003 41 ✝ Andri Snær Óð-insson fæddist í Reykjavík 3. maí 2003. Hann lést á heimili sínu 20. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar hans eru Hulda Sæland Árna- dóttir, f. 19.3. 1966, og Óðinn Kristjáns- son, f. 27.11. 1961. Systkini Andra Snæs eru Sveinbjörn Krist- inn, f. 2.12. 1984, unnusta Guðlaug Hartmannsdóttir, f. 13.6. 1985, Aníta, f. 8.2. 1987, Árni, f. 3.8. 1994, Sigríð- ur Sæland, f. 11.3. 1998, og Breki Þór, f. 3.5. 2003. Foreldrar Óðins voru Kristján Georgsson, f. 13.11. 1928, d. 12.4. 1977, og Helga Björns- dóttir, f. 2.4. 1931, d. 17.2. 1994. Systkini Óðins eru, Georg Þór, d. 11.11. 2001, Björn, Guðfinna Sig- ríður, Margrét Grímlaug, Drífa, Mjöll og Þór. For- eldrar Huldu eru Árni Sverrir Erl- ingsson, f. 3.7. 1935, og Sigríður Sæland Eiríksdóttir, f. 27.5. 1944. Systir Huldu er Rannveig Sæland Árnadóttir. Úför Andra Snæs fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson) Elsku besti litli frændi. Nú hefur þú kvatt þetta líf og mikið svaka- lega er sárt og erfitt að takast á við þá staðreynd. Þú varst svo fullur af lífi og gleði, vildir alltaf vera í fanginu á mömmu þinni eða pabba þínum en við fengum nú líka að hafa þig. Það þurfti bara að tala við þig eða pota í þig og þá kom brosið góða sem yljaði okkur um hjartað og mun gera áfram. Þú og tvíburabróðir þinn, hann Breki Þór, voruð búnir að uppgötva hvor annan svo vel og gaman var að horfa á ykkur spjalla saman. Elsku Andri Snær, þín góða ævi varð ekki löng en uppfull af gleði og ánægju fyrir þig, foreldra þína, systkini og aðra við hvert afrek og dugnað hjá þér og við eigum góðar minningar um þig, ég tala ekki um litlu höndina þína sem alltaf vildi halda í mömmu sína eða pabba sinn. Amma þín kallaði ykkur bræður „demantana“ sína. Góður guð, ég ætla að vona að þú haldir vel utan um systur mína, mág minn, börnin þeirra, mömmu, pabba og aðra aðstandendur, þau þurfa svo sannarlega á þér að halda. Ég kveð þig nú í þetta sinn, elsku engillinn minn. Blessuð sé minning þín. Rannveig frænka og fjölskylda. Elsku hjartans litli frændi okkar Andri Snær, nú ertu horfinn frá okkur og við munum sakna þín sárt því það er aldrei réttlætanlegt að taka ung börn sem eiga framtíðina fyrir sér en við vonum að afi, amma og Goggi frændi hafi tekið vel á móti þér. Það var svo gaman þegar mamma og pabbi þinn sögðu okkur að þau ættu von á tvíburum. Þá vorum við fjölskyldan búin að af- sanna þá kenningu að tvíburar gætu ekki átt tvíbura en pabbi minn var tvíburi, en systir hans dó í fæðingu. Síðan eignast foreldrar mínir átta börn og þar af tvenna tvíbura, fyrst fæddist Goggi, Bjössi, Finna, Magga og tvíburarn- ir Mjöll og Drífa, síðan seinni tví- burarnir Óðinn og Þór. Við Böddi komum mjög oft við hjá ykkur til að fylgjast með kúlunni stækka og gátum varla beðið eftir að þið fæddust, því við eigum sjálf tvíbura og vissum alveg hvað var í vænd- um. En loksins var biðin á enda og fæðingin gekk svo vel í Reykjavík, en upp komu veikindi hjá mömmu þinni eftir fæðinguna. Þegar þið voruð komin á Selfoss til ömmu og afa þá var hún flutt til Reykjavíkur mikið lasin. Þá vorum við hrædd um að hún mundi kveðja en sem betur fer lagaðist það og þið komuð öll heil heilsu til Vestmannaeyja. Það er búið að vera svo gaman að fylgjast með þér og Breka Þór bróður þínum, gefa ykkur pela, hlusta á hjalið og sjá fyrsta brosið. Það er svo stutt síðan þið voruð skírðir í Stafkirkjunni í Vest- mannaeyjum. Þá hittust allir glaðir og kátir en við vitum aldrei hvenær sorgin bankar upp á eins og raunin varð. Við sendum þér góðar kveðjur, vonum að þér líði sem allra best, elsku frændi, og þökkum þér stutt- ar samverustundir. Elsku Hulda, Óðinn, Svenni, Gulla, Anita, Árni, Sirrý og Breki Þór, megi guð og gæfa fylgja ykk- ur. Drífa, Björn og börn, Vestmannaeyjum. Það var mikil gleði í fjölskyld- unni sl. vor þegar tvíburarnir fæddust, þeir Andri Snær og Breki Þór. Það var yndislegt að koma upp á fæðingardeild og sjá þá ný- fædda, tala nú ekki um þegar við fengum að halda á þeim en þá læddust fram nokkur gleðitár. Við fylgdumst með og fórum til Eyja eins oft og við gátum. Feng- um að vera aukaforeldrar, rifja upp hlutverkin, drifum okkur fram úr á morgnana til að missa ekki af neinu á meðan við vorum í heimsókn. Við áttum líka frábæra daga saman um verslunarmannahelgina í Reykjavík. Lífið var yndislegt, íbúðin iðaði af lífi, við fórum í Hús- dýragarðinn og á ylströndina svo að eitthvað sé nefnt. Óðinn og Hulda eru þessir kraftmiklu for- eldrar sem unna sér ekki hvíldar fyrr en allir eru búnir að fá nægju sína. Það fá engin orð því lýst hvernig okkur leið þegar við fengum svo þær hræðilegu fréttir að Andri Snær væri dáinn. Við sitjum eftir hnípin og með sorg í hjarta, skilj- um ekki af hverju lífið verður skyndilega svona óréttlátt, svo óréttlátt að enginn fær skilið. Elsku Andri Snær, í huga okkar geymum við mynd af þér, yndisleg- um og fallegum dreng, sem við fengum að sjá brosa svo blítt, feng- um að halda á og faðma að okkur. Með þessum fátæklegu orðum kveðjum við þig. Megi Guð og engl- arnir varðveita þig. Elsku Óðinn, Hulda, Árni, Sirrí, Breki Þór, Svenni, Aníta, Sirrí amma og Árni afi. Við biðjum góð- an Guð að styrkja ykkur í sorginni og blessa ykkur öll. Þór, Guðrún (Gulla) og börn. Hann Andri Snær litli frændi, sem ekki náði að verða fimm mán- aða, var tekinn í burtu frá litla tví- burabróður sínum Breka Þór og okkur hinum. Allir hlökkuðu til að geta fylgst með ykkur vaxa og dafna, líkt og við öll fylgdumst með hvernig þið döfnuðuð í móðurkviði, sáum fyrstu myndina. Þegar þið fæddust vorum við svo montin. Þið tveir og allir hinir tví- burarnir í fjölskyldunni, saman komnir þegar þið voruð skírðir svo voða mannalegir og duglegir. Þessi kveðja er sár, elsku vinur. Nú ertu kominn til ömmu, afa og Gogga frænda. Vonandi haldið þið verndarhendi yfir okkur öllum og sérstaklega litla Breka Þór. Óðinn, Hulda, Svenni, Aníta, Árni og Sirrí. Megi góður Guð halda í hönd ykkar og styrkja ykk- ur í sorginni. Ó, Jesú bróðir besti og barnavinur mesti, æ, breið þú blessun þína á barnæskuna mína. (P. Jónsson) Þín frænka Margrét G. Kristjánsdóttir. Rétt um það bil sem maður taldi sig vera farinn að skilja lífið og til- veruna og allt sem utan um hana snýst, fer allt í uppnám við eina símhringingu. Í símanum er mamma og segir mér að annar af litlu fallegu tvíburunum sem fædd- ust Huldu frænku og Óðni fyrir ör- fáum mánuðum sé dáinn. Sorg þeirra sem eftir sitja er þung og erfitt að sjá hvað almættinu gengur til á svona stundum. Án neinna útskýringa er endir bundinn á þetta unga líf. Til hvers? Hví er svo mikið lagt á eina litla fjölskyldu? Kannski mun okkur skiljast það síðar. Þangað til verð- um við að trúa því að Andra hafi verið ætlað annað og betra hlut- skipti á öðrum stað. Hugsanirnar sem fljúga í gegn- um höfuðið eru margar. Mér verð- ur hugsað til þess hvað ég var heppinn að fá að hitta þessa fallegu tvíbura nú í sumar. Við áttum sam- an morgunstund með stoltum föður og Díönu frænku. Göngutúr niður í Bjarnabúð, sama spöl og ég hef gengið með svo mörgum sem mér þykir vænt um. Einn stuttur göngutúr sem sá, er stór stund þegar litið er til þess að okkar fundum mun ekki bera sam- an aftur á þessu tilverustigi. Við sem eftir erum fáum þó að njóta þess að horfa á spegilmynd- ina, Breka litla, og ímynda okkur hvernig Andri hefði vaxið og dafn- að. Þann stutta tíma sem við ætt- ingjarnir fengum að njóta samvista við þessa svipfríðu drengi báða, reyndist sumum okkar erfitt að greina hvor væri hvor. Þegar ég sé Breka næst mun ég halda upptekn- um hætti. Fyrir mér verða þeir alltaf tveir á ferð. Elsku Hulda, Óðinn, Árni, Sirrý og Breki Þór, megi sá sem öllu ræður styðja ykkur í gegnum þessa erfiðu tíma, vaka yfir ykkur og vernda. Hann leggur erfiðu verkefnin á þá sem hann veit að munu valda þeim. Einar frændi. Elsku litli frændi minn. Ég man þegar ég frétti að þið væruð að koma í heiminn, þú og bróðir þinn, allt var svo spennandi. Þegar þið komuð svo á sjúkra- húsið á Selfossi fór ég og kíkti á ykkur. Þið voruð svo heilbrigðir, sætir og fullkomnir strákar. Ég vildi helst alltaf vera hjá ykk- ur, fór alltaf beint eftir skóla uppá sjúkrahús og var helst allan dag- inn. Stundum var ég hrædd um að fólkið væri orðið þreytt á mér, hvað ég væri mikið þarna. Síðan fóruð þið út á Birkjó til ömmu og afa. Síðan kvöldið sem mamma veikt- ist og var send suður vorum við mamma og amma með ykkur alla nóttina að hita þurrmjólk og hugsa um ykkur, það var svo gaman. Svo kom ég út í Eyjar til að sjá ykkur og var hjá ykkur í rúmlega viku. Allt var svo gaman og allt lífið framundan. Síðan komuð þið á Selfoss nokkr- um sinnum eftir það. Þá var maður alltaf að koma og kíkja, stundum fékk ég ykkur lánaða í gönguferðir, á meðan mamma, pabbi, stóra syst- ir og stóri bróðir fóru í sundlaug- ina. Ég bara naut þess að fá að hafa ykkur, þið voruð svo yndislegir tveir saman. Allt svo frábært og þið döfnuðuð svo vel. Svo þegar mamma kemur til mín á laugardagsmorgninum tilkynnir hún mér að Andri Snær væri bara farinn. Hvernig getur svona hraust, heilbrigt og fullkomið barn bara farið eina nóttina og á svona rosa- lega ósanngjarnan hátt og sem enginn á skilið að upplifa og ganga í gegnum. Elsku Andri Snær, ég á eftir að sakna þín sárt. Guð blessi minn- ingu þína, ég mun ávallt hugsa til þín, elsku litli frændi. Elsku Hulda, Óðinn, Svenni, Aníta, Árni, Sirrí og Breki Þór. Ég votta ykkur alla mína samúð. Guð hjálpi ykkur við þennan mikla missi og styrki ykkur á svona erf- iðum tíma. Díana frænka. Elsku litli Andri Snær, það er sárt að vera að skrifa minningarorð um þig og þurfa að kveðja þig svona fljótt. Við erum í þann mund að kynn- ast og þá ert þú tekinn frá okkur. Við áttum eftir að gera svo mikið og margt saman, þú - Breki Þór og Arnar Gauti. En nú verður þú með okkur í englamynd. Ég veit að amma Helga, afi Kiddi og Goggi frændi munu taka vel á móti þér og munu þau hjálpa þér að takast á við nýja hlutverkið þitt. Elsku litli Andri Snær, litli sól- argeislinn okkar, ég bið góðan Guð að passa þig og vernda. Elsku Hulda, Óðinn, Svenni, Aníta, Árni, Sirrí, Breki Þór og aðrir ættingjar ég bið góðan guð að senda ykkur verndarengilinn sinn og gefa ykkur styrk á þessum erf- iðu tímum. Ég vil enda þessi orð á minni uppáhalds bæn: Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesú mæti. Far þú í friði. Þín frænka Jóhanna Kristín. ANDRI SNÆR ÓÐINSSON MARÍA MARGRÉT SIGURÐ- ARDÓTTIR ✝ María Margrét Sigurðardóttirkjólameistari fæddist á Hró- arstöðum á Skaga í Húnavatns- sýslu 23. júní 1912. Hún andaðist á Heilsustofnuninni á Blönduósi 12. september síðastliðinn og var út- för hennar gerð frá Aðventkirkj- unni í Reykjavík 23. september. Ó, blessuð stund, er burtu þokan líður sem blindar þessi dauðleg augu vor, en æðri dagur, dýrðarskær og blíður, með Drottins ljósi skín á öll vor spor. Ó, blessuð stund, er hátt í himinsölum minn hjartans vin ég aftur fæ að sjá og við um okkar ævi saman tölum sem eins og skuggi þá er liðin hjá. (M. Joch.) Með djúpri virðingu og þökk kveðjum við Maríu Margréti Sig- urðardóttur. Hafðu kæra þökk fyrir allt og allt. Aðstandendum vottum við samúð. Sigurbjörg Björgvinsdóttir og fjölskylda. HINSTA KVEÐJA Við þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkærru, JÚLÍÖNU JÓNSDÓTTUR, Aðalgötu 20, Ólafsfirði. Rakel S. Jónsdóttir, Indriði H. Þorláksson, Jón Þór Björnsson, Hanna B. Axelsdóttir, Stefán Björnsson, Pálína Steinarsdóttir, Ermenga S. Björnsdóttir, Hákon Erlendsson, Hörður Björnsson, Guðrún Gunnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langa- langömmu, MARGRÉTAR ELÍASDÓTTUR frá Haugi, Gaulverjabæjarhreppi. Sérstakar þakkir færum við hjúkrunarfólki á Ljósheimum, Selfossi, fyrir frábæra umönnun. Guð blessi ykkur öll. Hafsteinn Steindórsson, Lovísa Jónsdóttir, Magnús Steindórsson, Þóra Ragnarsdóttir, Ester Steindórsdóttir, Sigurgeir Jóhannsson, Guðrún Steindórsdóttir, Guðmundur Steindórsson, Svala Bjarnadóttir, Sigurður Steindórsson, Rannveig Jónsdóttir, Steindór Steindórsson, Ingibjörg Eggertsdóttir, Gréta Steindórsdóttir, Tryggvi Marteinsson, Gyða Steindórsdóttir, Gunnar Gunnarsson, Steindór Kári Reynisson, Erna Magnúsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.