Morgunblaðið - 27.09.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 27.09.2003, Blaðsíða 42
MINNINGAR 42 LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Jóna Þórunn Vig-fúsdóttir fæddist á Stóru Hvalsá í Hrútafirði 30. mars 1919. Hún lést á Dval- arheimilinu Kumb- aravogi 19. septem- ber síðastliðinn. Jóna var dóttir hjónanna á Stóru Hvalsá, Vigfús- ar Guðmundssonar, f. 10. október 1885, d. 15. nóvember 1963, og Steinunnar Jóns- dóttur, f. 28. júlí 1878, d. 30. júní 1959. Systkini Jónu voru Eysteinn Einarsson Einarssonar í Hvítuhlíð, f. 12. apríl 1904. d. 25. febrúar 1991, og Sólbjörg Jórunn Vigfúsdóttir, f. 20. júní 1917, d. 31. mars 1998. Uppeldissystir þeirra var Sólbjörg Sigfúsdóttir, f. 11. mars 1927, d. 10. ágúst 1947. Árið 1947 giftist Jóna eiginmanni sínum, Gísla Einari Guðnasyni, f. 25. ágúst 1925 á Eyri við Reyðar- fjörð, d. 6. janúar 1981. Hann var sonur hjónanna Guðna Þorsteins- sonar, f 27. janúar 1897, d. 27.2. 1985, og Þorbjargar Einarsdóttur, f. 6. apríl 1894, d. 21. júní 1984. Þau Jóna og Gísli eignuðust átta börn. Þau eru: 1) Haukur Arnarr, f. 17. apríl 1947, kvæntur Kristínu Pét- ursdóttur, búsett á Selfossi. Börn þeirra eru: Þórunn Jóna, f. 15. apríl 1970, gift Hallgrími Óskarssyni og eiga þau tvö börn. Kristín Arna, f. Elmari Þór Atlasyni og eiga þau einn son; og Dagný Ösp, f. 26. júní 1981, sambýlismaður Guðlaugur Ingi Steinarsson, og eiga þau einn son. Börn Steindórs frá fyrra hjónabandi eru Vignir, Margrét, Gunnar Svanur og Berglind Fríða. 5) Fríða Sólbjörg, f. 27. júlí 1950, d. 30. júlí 1950. 6) Óskírður Gíslason, f. 30. mars 1953, d. 12. nóvember 1953. 7) Einar Þór, f. 26. september 1954, kvæntur Ernu Eggertsdótt- ur, búsett í Reykjavík. Börn þeirra eru: Sigrún Ásta, f. 8. septem- ber1980; Sigríður Þóra, f. 15. nóv- ember 1983; Eggert Rafn, f. 28. jan- úar 1990; og Jón Þór, f. 5. júní 1991. Barn Einars frá fyrri sambúð; Stef- án Birgir, búsettur í Svíþjóð. 8) Ragnar, f. 17. mars 1956, kvæntur Lísbet Nílsdóttur, búsett á Selfossi. Börn þeirra eru: Linda Rut, f. 12. ágúst 1975, gift Eyþóri Björnssyni og eiga þau eina dóttur; Gísli Einar, f. 22. janúar 1985; og Jóna Þórunn, f 16. október 1986. Jóna stundaði nám við Reykja- skóla í Hrútafirði 1935–1937. Síðan tók hún til að miðla af sinni kunn- áttu eins og gerðist á þeim árum með því að gerast farandkennari. Þegar þau hjón fluttu á Selfoss árið 1947 vann hún ýmis störf, jafn- framt því að vera með stórt heimili, s.s. símvörslu, timburvinnu hjá KÁ, hjá Mjólkurbúi Flóamanna og í slát- urhúsinu á haustin. Síðan kenndi hún við Barnaskóla Selfoss og síð- ustu starfsárin var hún hjá Pósti og síma. Hún tók þátt í starfi Samkórs Selfoss fyrst og síðan í kór eldri borgara – Hörpukórnum. Útför Jónu fer fram frá Selfoss- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11. 9. ágúst 1979, gift Stef- áni Ingimari Þórhalls- syni og eiga þau eitt barn, og Svala, f. 24. maí 1982, sambýlis- maður hennar er Guð- mundur Njáll Guð- mundsson. 2) Gunnþór, f. 8. maí 1948, kvæntur Elísa- betu Sigurðardóttur, búsett á Selfossi. Börn Gunnþórs frá fyrra hjónabandi eru: Þórir, f. 9. mars 1970, d. 3. febrúar 1971; Erna Dís, f. 25. febrúar 1975, sambýlismaður Steindór Erl- ingsson; Örn, f. 26. júní 1979, sam- býliskona Þórunn Lísa Guðnadótt- ir. Börn Elísabetar frá fyrra hjónabandi eru Sigrún, Ottó Valur og Guðlaug. 3) Vígsteinn Sólberg, f. 22. júní 1949, sambýliskona Fjóla Bachmann, búsett á Selfossi. Barn Vígsteins frá fyrra hjónabandi; Við- ar, f. 21. apríl 1974, búsettur í Hol- landi, sambýliskona Tinette, og eiga þau eitt barn. Börn Fjólu frá fyrra hjónabandi eru Anna Dóra, Ágúst Freyr og Gylfi Már. 4) Þor- björg Svanfríð, f. 27. júlí 1950, gift Steindóri Gunnarssyni, búsett í Hafnarfirði. Eiga þau Þorstein Árna, f. 6. júní 1989. Börn Þor- bjargar frá fyrra hjónabandi: Stein- unn Rán, f. 6. ágúst 1971, gift Sveini Ólafssyni og eiga þau tvær dætur; Guðfinna Sif, f. 30. janúar 1975, gift Elsku besta amma mín. Þá ertu farin frá okkur. Nú líður þér vonandi betur. Minningarnar sem þú gafst mér gera fráfall þitt aðeins léttbærara. Allt sem þú gafst mér, gafstu af ást og óeigingirni. Oft var spurning hvor hafði meiri unun af leikjum þínum, þú eða börn- in. Þú varst kletturinn minn, stærsta og tryggasta manneskjan í allri ver- öldinni og barnshjartað sá í þér besta vin og félaga, kennara og verndara. Allar mínar góðu bernskuminning- ar tengjast þér á einhvern hátt. Við í fjörunni með kisu, þar sem þú ögraðir öldunni, blaut í fæturna, alltaf glöð. Við í stofunni að lesa bækur saman á sunnudegi drekkandi dísætt te og borða ristað brauð með osti. Þegar ég bjó hjá þér vöknuðum við klukkan þrjú á nóttunni til að fá okk- ur vínarbrauð og mjólk og spjalla um allt og ekki neitt. Ökutúrarnir með löngum göngum og lautartúrum og alltaf var heima- bakaða vínarbrauðið og teið með í för. Berjamó. Einu sinni vorum við á göngu bak við fjall og þú laust niður að læk ein- um til að fá þér ferskan vatnssopa og ég horfði á þig í spurn, þú réttir út lóf- ana sem mynduðu bolla og ég drakk vatnið af hrjúfum vinnuhöndum þín- um. Aldrei hef ég síðan drukkið eins svalandi vatn, en þarna skildir þú eft- ir eilífa minningu, amma mín. Fallega amma mín. Hvernig þú straukst elsku kisu þinni, hvor malaði þá meir, hún eða þú? Þú gast alltaf hlegið að okkur og með okkur. Hvaða önnur amma myndi hlæja að talandi sviðakjamma? Þú varst alltaf til staðar. Þú áttir allt- af ís og kokkteilber. Og hlýju. Þú varst best. Þú veist hvað allt heitir, tré, fugl, fjall, heiði, ljóðskáld og myndlistarmenn. Þinn uppáhalds myndlistarmaður var Guð almáttug- ur og uppáhalds listaverkið náttúran, vetur, sumar, vor og haust. Sólbað á svampdýnum. Ég vonaði alltaf að þú myndir lifa til að sjá fyrsta barnið mitt. Þú gerðir það. Ég veit hann missir af bestu langömmu í heimi en ég geri mitt besta til að deila með honum minn- ingunni um þig. Þú gerðir lífið gott. Þú ert besta manneskjan sem ég hef kynnst. Minning þín mun lifa hjá mér, alltaf og að eilífu. Þú hefur gert svo mikið fyrir mig, elsku fallega mjúka amma mín. Ég elska þig. Þín Dagný Ösp. Elsku amma. Það er skrítin tilfinn- ing að hugsa til þess að heimsókn- irnar til þín verða ekki fleiri. En allar minningarnar sem þjóta fram í huga mér eru svo margar að ekki er hægt að telja þær. En helst stendur upp úr hvað það var alltaf gott að læðast nið- ur stigann þegar ég átti að vera sofn- uð og leggjast upp í ömmurúm og fá spennandi kafla lesinn fyrir svefninn. Þú varst alltaf heima og ef þú varst ekki heima komst þú fljótt heim þannig að það voru forréttindi að eiga heima uppi hjá þér og afa fyrstu ár ævinnar. Ég man svo vel eftir einu ferðalag- inu sem var farið með þér og afa í Kjarnaskóg með hjólhýsið en það ógleymanlega var að með í för var hún Stikla, kisan okkar. Hún var úti að leika með mér og kom alltaf aftur í hjólhýsið til þín. Það sem við eigum svo sameigin- legt er að vera veikar fyrir kisum. En þú áttir alltaf sérstaka ketti eins og t.d. hana Skrýtlu. Skrýtla var mjög sérstakur köttur, hún var þar sem þú varst, ef þú gekkst út í búð þá trítlaði hún á eftir þér og ef hana langaði í bíl- túr mjálmaði hún við útidyrnar og gekk svo út að bíl til að sýna þér hvað hún vildi. Hún veitti þér svo mikinn félagsskap. En þó að ég væri flutt í mitt eigið kom ég alltaf á hverjum degi til þín bara í smá spjall. Þú vildir alltaf fylgj- ast með öllu og öllum. Ef ég var í skóla vildir þú sjá bækurnar og fá að vita einkunnir og því um líkt. Þegar þú varst komin niður á Sól- velli var þetta svo passlegt að renna við um leið og ég var í leikfimi. Og þá var nú yfirleitt eitthvað skemmtilegt skrafað og hlegið mikið. Mér fannst svolítið vanta þegar ég átti Karítas Birnu því þú varst ekki í göngufæri en þá gat ég bara hringt og látið þig fylgjast með eða rennt niður á Sólvelli til þín og við farið jafn- vel í bíltúr. Allir bíltúrarnir sem við höfum farið í gegnum tíðina eru orðn- ir óteljandi en alltaf jafn skemmtileg- ir. Það sem mér finnst skelfilegast er það að nú munu renna upp jól án þín. Aldrei hafa aðfangadagskvöldin okk- ar klikkað, allir hafa sitt hlutverk á svona mikilvægum stundum eins og jólum þannig að missirinn verður mikill hjá okkur. Við viljum þakka þér allar yndis- legu stundirnar sem við höfum upp- lifað með þér. Linda Rut, Eyþór og Karítas Birna. Nánast daglega komum við í heim- sókn í Fossheiðina, fengum vínar- brauð, snúða og te og lékum okkur inni sem úti með tilheyrandi látum. En amma hafði svo gaman af því og hló hátt að því þegar nokkur frænd- systkinin ákváðu að fara í sólbað. Þá vantaði auðvitað sólarolíu. Nema hvað, auðvitað mökuðum við á kropp- inn allri matarolíunni frá ömmu og vorum hin ánægðustu. Eftir skóla á daginn fórum við oft til ömmu því hún var ávallt tilbúin að hjálpa okkur með lærdóminn. Hún var mjög ljóðelsk, samdi ljóð í frí- stundum og birti m.a. eitt í Stranda- póstinum sem hún samdi um aðra okkar, Svölu. Kristín Arna minnist sérstaklega þess þegar hún átti að skila ljóðaverkefni í framhaldsskóla og amma hjálpaði henni að velja ljóð eftir Davíð Stefánsson frá Fagra- skógi, sem var í miklu uppáhaldi hjá ömmu. Það varð til þess að Kristín Arna skrifaði lokaritgerðina sína ein- mitt um skáldskap Davíðs eftir að amma hafði gefið henni ljóðasafnið hans. Því langar okkur að kveðja þig, elsku amma, með broti úr ljóði eftir Davíð. Guð geymi þig. Og svo kemur nótt. Svartnættið er eins og svalandi veig, og sál þín drekkur í einum teyg. Þreytan breytist í þökk og frið, þögnin í svæfandi lækjarnið, haustið í vor ... Hafðu þökk fyrir öll þín spor. Það besta, sem fellur öðrum í arf, er endurminning um göfugt starf. Moldin er þín. Moldin er trygg við börnin sín, sefar allan söknuð og harm og svæfir þig við sinn móðurbarm. Grasið hvíslar sitt ljúfasta ljóð á leiðinu þínu. Moldin er hljóð og hvíldin góð ... (Davíð Stef. frá Fagraskógi.) Kristín Arna og Svala Hauksdætur. Minningarnar eru margar. Barn að aldri lagði ég oft leið mína í Lyngheið- ina og tók amma á móti mér með heitt, sykrað Melroses-te og ristað franskbrauð með kindakæfu. Ef rigndi skreið ég undir teppi og fékk bakkelsið þangað. Ennþá upplifi ég þetta snarl sem hátíðabrigði. Ef amma var í verkum fékk ég oft að hjálpa til. Að baka var mjög gaman, uppskrift var ekkert stóratriði; stundum fékk hugarflugið að njóta sín – oft með misjöfnum afleiðingum. Aðstoðarmaðurinn fékk viðurnefnið mélkisa, það gæluyrði nota ég núna á mín börn þegar þau aðstoða við bakstur. Síðasta vetur minn í Fjölbrauta- skóla Suðurlands bjó ég hjá ömmu. Þennan tíma dekraði hún við mig. Þegar ég kom heim af fótboltaæfingu átti ég að drífa mig í sturtu á meðan hún gengi frá boltadótinu. Um sum- arið vildi hún keyra mig í vinnuna ef ský sást á himni. Í hádeginu var alltaf soðinn fiskur og vel viðurkenni ég að hafa verið leið á honum en hafði ekki brjóst í mér að segja frá því. Frá þessu ári er mér líka eftir- minnileg ferð okkar á Kirkjubæjar- klaustur. Þangað fórum við í dagsferð til að heilsa upp á útilegufólkið mömmu, pabba og systur mínar. Ég keyrði og amma sagði sögur. Hún þekkti nefnilega ýmiss konar þjóð- sögur úr umhverfinu alla leið austur. Og amma mín, mér leiddist ekki vit- und eins og þú varst hrædd um. Þvert á móti var frásagnargleði þín smit- andi. Oft var gestagangur í kringum mig þegar ég bjó hjá ömmu. Þar upp úr stendur þó efalítið „dimmissionin“, dagurinn sem því var fagnað að innan fárra daga lyki ég skólagöngunni í Fjölbraut. Stúdentsefni þurftu ein- hvern samastað í byrjun dags. Sem forsvari hópsins vandræðaðist ég með þetta, og amma, nema hvað, bauð heimili sitt til afnota. Hélt að þetta væri ekki mikið mál. Ég náði þó að stöðva hana áður en hún byrjaði að hita te og rista brauð ofan í allt liðið. Ég minnist líka náttúruunnandans ömmu og sagnakonunnar, sterkra skoðana hennar á mönnum og mál- efnum, skoðanaskipta okkar um þjóð- og stjórnmál, hreinskilninnar og hlýj- unnar. Já, margt er enn ósagt en mál að linni. Ég finn hvernig ró færist yfir mig með þessum minningarbrotum og að mér læðist sá grunur að allt hafi verið auðveldara í þá daga ... Hvíl í friði, elsku amma. Minning þín mun lifa í frásögnum okkar Hall- gríms til Hrafnhildar og Hauks Páls. Þórunn Jóna Hauksdóttir. Það kólnar og haustið skartar sínu fegursta, tími sem henni ömmu fannst alltaf fallegur. Sérðu hvað lit- irnir eru fallegir í náttúrunni, finndu lyktina. Svo drógum við djúpt andann og blésum frá okkur aftur, nutum kyrrðarinnar og útsýnisins einhvers staðar, t.d. á Þingvöllum eða keyrð- um niður að Ölfusár-ósum og horfð- um á brimið sem barðist við sandinn, hvernig báran brotnaði á skeri og vindurinn blés um hárið á okkur. Stundum keyrðum við upp að Ing- ólfsfjalli með litlar fötur tilbúnar í berjamó. Eða þegar hún leyfði mér að keyra Votmúlahringinn, hlógum eins og okkur væri borgað fyrir það af því að ég var ekki komin með bílpróf og við mættum löggunni, þræl-skelkað- ar ef við yrðum stoppaðar. En alltaf var amma tilbúin að leyfa mér aðeins að taka í. Ég veit að svona vildi hún amma mín láta minnast sín, með prakkara- strikum og gleði. Glettin brá og orðin ung angurböndin losa. Ellin, hún er ekki þung, ef þú kannt að brosa. (Jóna Þórunn Vigfúsdóttir.) Minningarnar eru svo sannarlega margar og góðar. Amma var svona kona sem allir krakkar dragast að og allir voru velkomnir til hennar í heitt kakó og heimabökuð vínarbrauð eða pönnukökur. Sérstaklega minnist ég unglingsáranna með hlýhug þegar ég bjó hjá henni í Fossheiðinni, þær stundir eru ómetanlegar. Oft sátum við og spiluðum rommý langt fram eftir kvöldi eða spjölluðum um heima og geima. Henni þótti líka afskaplega skemmtilegt þegar vinkonur mínar komu í heimsókn og við vorum að „sjæna“ okkur til fyrir eitthvert sveitaballið, oftar en ekki sat hún með okkur og hló. Núna hefur hún elsku besta amma mín lagt mólituðu, fallegu augun sín aftur og fengið hvíldina. Og loks þegar móðirin lögð er í mold þá lýtur þú höfði og tár falla á fold. Þú veist hver var skjól þitt, þinn skjöldur og hlíf, það var íslenska konan sem ól þig og þér helgar sitt líf. (Ómar Ragnarsson.) Steinunn Rán Helgadóttir. Það eru ekki margar persónur sem við hittum í gegnum lífið sem við get- um sagt að hafi verið gallalausar en þannig var hún amman mín. Eins og klettur stóð hún með okkur í gegnum súrt og sætt. Alltaf var heimilið henn- ar opið fyrir okkur á nóttu sem degi og ef það var læst þá átti maður lykil (og hann á ég enn). Heima hjá ömmu var alltaf ró og friður, alltaf var hún til í spjall og knús ef maður þurfti á að halda. Það fyrsta sem hún gerði alltaf þegar ég kom til hennar var að kíkja í ískápinn og gá hvað hún gæti gefið mér að borða og hún gafst ekki upp fyrr en eitthvað var komið á disk. Síð- ar sagði hún mér að henni hefði alltaf fundist ég vera svo lítil og hún hefði haft áhyggjur af því. Amma gaf sér tíma til að hlusta á hvernig lífið okkar var að þróast og það var gert yfir te- sopa. Þannig lærði ég að drekka te, Melroses með sykri og mjólk. Amma fékk sér alltaf vænan slurk af sykri út í og ef það var ekki nóg af sykri þá setti hún upp mjög sérstakan svip og stundum fylgdi smá fuss með. Það var ekkert hallærislegt að fá sér vel af sykri hjá henni ömmu. Á venjulegu hausti væri hún að arka Ingólfsfjallið í leit að berjum – það var svo gaman að fara með henni í berjamó. Hún hjálpaði mér alltaf með heimalær- dóminn og lagði mikla áherslu á það alla tíð að hafa blýantana vel yddaða (hvað sem það nú þýðir). Hún las mik- ið fyrir okkur, meira að segja Andr- ésblöð. Á meðan hún hafði heilsu til rauk hún enn og aftur inn í skáp hjá sér að reyna að finna eitthvað handa litlu Sif að borða – ennþá var það stimplað inn hjá henni að ég þyrfti að verða stærri. Hún var fyrirmynd- aramma og frá henni hef ég bestu uppskrift af því hvernig persóna ég vil vera. Ég horfi nú öðrum augum á æskuna mína, ég sé hana ömmuna mína með opna arma, ég er svo þakk- lát fyrir að hafa átt hana að. Sif Helgadóttir. Nú er hún Jóna mín fallin frá eftir erfiða sjúkdómsbaráttu. Tæp hálf öld er nú liðin síðan ég kynntist þessari fallegu, mætu og vel gerðu konu og manni hennar Gísla Guðnasyni hús- verði við barna- og unglingaskólann á Selfossi. Það var fljótlega eftir að við sonur þeirra Haukur Arnarr urðum sessunautar í skólanum þeim. Ekki leið á löngu að ég var orðinn heima- gangur hjá þeim að Lyngheiði 7, sennilega m.a. af því að það var leitun að jafn jákvæðri og skynsamri mann- eskju og hún Jóna var og svo var ekki verra að hún var kennaramenntuð og óspör á að segja okkur sessunautun- um til við heimanámið. Kennslu stundaði hún á sínum heimaslóðum í Hrútafirði, ung kona og seinna á miðjum aldri á Selfossi, en í áratugi var húsmóðurhlutverkið í fyrirrúmi, og dugnaður hennar og eljusemi á því sviði einstakur. Hún gat staðið á miðju eldhúsgólfi, djúpt hugsandi, varla meira en augnablik, svo tók hún ákvörðun. Mér fannst sem hún gæti hugsað um hundrað hluti í einu og framkvæmt annað eins. Jóna hafði yndi af ferðalögum bæði hér heima og utan landsteina. Þau hjónin voru dugleg við að ferðast um Frón, einkum eftir að börn þeirra voru komin á unglingsaldur, og eftir hverja ferð hafði hún frá mörgu að segja, og ekki var frásagnargleðin og ánægjan minni eftir utanlandsferð- irnar hennar. Jónu Þórunni Vigfúsdóttur á ég ótal margt að þakka og það verður ekki gert með ofanskráðum orðum. Ég votta Hauki. Gunnþóri, Víg- steini, Þorbjörgu, Einari, Ragnari og fjölskyldum þeirra dýpstu samúð. Blessuð veri Jóna mín. Grétar Þ. Hjaltason. JÓNA ÞÓRUNN VIGFÚSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.