Morgunblaðið - 27.09.2003, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 27.09.2003, Blaðsíða 49
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2003 49 AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 mbl.isFRÉTTIR Barrtré og námur í Garðyrkju- skólanum Miðvikudaginn 8. októ- ber stendur Garðyrkjuskóli rík- isins, Reykjum í Ölfusi, fyrir námskeiði er nefnist „Viðhald og umhirða barrtrjáa og námur og efnistaka“. Námskeiðið er haldið í tengslum við haustfund Samtaka garðyrkju- og umhverfisstjóra (SAMGUS), sem haldinn verður í Þorlákshöfn 9. og 10. október. Fyrir hádegi munu fjórir sérfræð- ingar fjallar um allt það helsta sem snertir umhirðu og viðhald barr- trjáa og eftir hádegi verða þrjú er- indi um námur, efnistöku og frá- gang. Námskeiðið stendur frá kl. 9 – 16 og endar á vettvangsferð í námuna í Ingólfsfjalli. Skráning og nánari upplýsingar fást á skrif- stofu skólans eða á heimasíðu hans, www. reykir.is Á NÆSTUNNI Færeyska sjómannaheimilið Vetrarstarfið er að fara í gang á Færeyska sjómannaheimilinu. Al- mennar samkomur verða á sunnu- dögum kl. 16. Þar verða sungnir færeyskir sálmar og eftir hugvekju og bænir er boðið uppá kaffi og með- læti. Allir eru velkomnir. Á MORGUN Í DAG OG á morgun verður Aust- urríkismaðurinn Aditya Nowotny með tvö námskeið sem bæði fjalla um gildi hugleiðslunnar í persónu- þroska, aukinni sköpunargáfu og meiri lífshamingju. Fyrra nám- skeiðið er í dag frá kl. 16 til 22 og ber yfirskriftina „Sjö leyndardóm- ar hugleiðslunnar“. Hið seinna er á morgun milli 13 og 16.30 með sjálf- stæðu framhaldi frá 17 til 22. Það námskeið ber yfirskriftina „Leið kærleikans“. Aditya Nowotny er fyrrverandi poppari frá Austurríki sem hefur undanfarin 15 ár haldið námskeið um allan heim í hug- leiðslu og persónuþroska en þetta er fyrsta námskeiðið sem hann heldur hér á landi. Kaffihúsið Garðurinn og Heilsubúðin: Góð heilsa gulli betri bjóða upp á þessi námskeið og að þeim loknum verð- ur boðið upp á tveggja vikna ókeypis framhald. Námskeiðin eru á ensku og þau fara fram í Tón- skóla Sigursveins, Hraunbergi 2 (við hliðina á Gerðubergi). Aðgang- ur er ókeypis og öllum heimill að- gangur. Námskeið í hugleiðslu LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eft- ir vitnum að árekstri á gatnamótum Grensásvegar og Bústaðavegar 24. september um kl. 15.50. Þar rákust á græn Nissan fólksbifreið og rauð Honda fólksbifreið. Umferð um þessi gatnamót er stýrt með umferð- arljósum. Ekki er fullljóst hver staða umferðarljósanna var þegar árekst- urinn varð. Því eru þeir sem geta gefið frekari upplýsingar beðnir að snúa sér til umferðardeildar lögregl- unnar í Reykjavík. Lýst eftir vitnum NÝSTOFNAÐ Félag eldri borgara í Mosfellsbæ hefur gefið þjónustu- miðstöð aldraðra í Mosfellsbæ rafknúinn snyrtistól. Félagið stóð fyrir söfnun í sumar og afhenti stólinn á föstudag en meiri hluti gefenda var eldri borgarar í Mosfellsbæ. Valgerður Magnúsdóttir, forstöðumaður þjónustumiðstöðvar aldraðra í Mosfellsbæ, segir að nýi stóllinn sé mjög lipur og í alla staði mjög þægileg- ur og komi í góðar þarfir þar sem gamli stóllinn hafi ekki hentað þjónust- unni og fyrir vikið hafi margir þurft að leita annað vegna þjónustu snyrti- fræðings eða fótsnyrtis. Pétur Hjálmsson er formaður Félags aldraðra í Mosfellsbæ en Jón Vig- fússon var söfnunarstjóri. Gáfu rafknúinn snyrtistól Morgunblaðið/Jim Smart Rangur tónleikatími Þau leiðu mistök urðu í blaðinu í gær að röng tímasetning var gefin upp á tónleikum Sigrúnar Hjálm- týsdóttur, Gunnars Guðbjörnssonar, Kristins Sigmundssonar og Jónasar Ingimundarsonar sem haldnir verða í Miðgarði í Skagafirði sunnudags- kvöldið 28. september. Sagt var að tónleikarnir væru kl. 20, hið rétta er að þeir hefjast kl. 16. Hlutaðeig- endur eru beðnir velvirðingar á þessu. Tónleikar hópsins annað kvöld verða í Siglufjarðarkirkju kl. 20:30, mánudagskvöldið 29. septem- ber í Salnum kl. 20, þriðjudags- kvöldið 30. september í Fjölbrauta- skóla Suðurlands kl. 20:30 og fimmtudagskvöldið 2. október í Reykholtskirkju kl. 20:30. LEIÐRÉTT STJÓRN BSRB hefur samþykkt ályktun þar sem þess er krafist að verktakafyrirtæki sem vinna við stór- iðjuframkvæmdir á Austurlandi virði í hvívetna kjarasamninga og lög og reglur sem gilda á íslenskum vinnu- markaði. „Stjórnvöldum ber skylda til að grípa í taumana ef brotið er á launafólki eða ekki sinnt kröfum sem almennt eru gerðar hér á landi um að- búnað á vinnustað. Þótt sjónir manna nú beinist að til- teknum fyrirtækjum á þetta að sjálf- sögðu við öll fyrirtæki innlend sem erlend.“ Í ályktuninni segir að sérstakt áhyggjuefni sé hvernig komið sé fram við erlenda starfsmenn í launa- og réttindamálum. BSRB styður ein- dregið kröfur stéttarfélaga um að verktakafyrirtæki leggi öll spil á borðið hvað þessa starfsmenn varðar og að eftirlitsstofnanir taki á málum af fullri einurð og festu í góðri sam- vinnu við íslenska verkalýðshreyf- ingu. Hótanir um niðurskurð á LSH valda óöryggi Stjórn BSRB segir einnig í ályktun að stöðugar hótanir stjórnarnefndar Landspítala – háskólasjúkrahúss um niðurskurð og brottrekstur starfs- fólks valdi óöryggi og vanlíðan og grafi þannig undan starfsemi stofn- unarinnar. „Sú spurning gerist áleitin að verið sé að búa í haginn fyrir einkavæðingu innan sjúkrahússins. Kerfisbreytingar af því tagi reynast hins vegar kostnaðarsamar þegar upp er staðið og eru eftirtektarverðar yfirlýsingar heilbrigðisráðherra um að yfirleitt hverfi kostnaður ekki við slíkar breytingar heldur flytjist ann- að. Undir þetta vill stjórn BSRB taka og hvetur jafnframt til þess að um fjármál sjúkrastofnana verði rætt af raunsæi og yfirvegun en ekki haft í hótunum við starfsfólk eins og stjórn- arnefnd Landspítala – háskólasjúkra- húss hefur gert.“ Ályktun BSRB um framkvæmdir á Austurlandi Samningar og reglur verði virtar ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ GAGNASAFN MORGUNBLAÐSINS mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.