Morgunblaðið - 27.09.2003, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 27.09.2003, Blaðsíða 50
DAGBÓK 50 LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Olivia kemur í dag. Mannamót Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraun- seli, Flatahrauni 3. Morgungangar er frá Hraunseli kl. 10. Rúta frá Firðinum kl. 19. 50. Félagsstarf aldraðra Garðabæ, Hólmfríður Guðmundsdóttir hefur opnað myndlistarsýn- ingu í Garðabergi. Sýningin er opin á virkum dögum frá kl. 13–17. Gerðuberg, fé- lagsstarf. Föstudaginn 3. október dansleikur, hljómsveitin Stuðgæj- ar, gestur kvöldsins, Jón Kr. Ólafsson, frá Bíldudal kynnir geisla- diskinn Haustlauf, húsið opnað kl. 19.30, allir velkomnir. Vesturgata 7. Haust- litaferð verður farin fimmtudaginn 2. októ- ber kl. 13. Nesjavalla- virkjun skoðuð, kaffi- hlaðborð í Nesbúð. Ekið um Grafning og Þingvelli með viðkomu í Fræðslumiðstöðinni. Mosfellsheiðin ekin til baka. Leiðsögumaður Helga Jörgensen,vitja þarf farmiða fyrir þriðjudaginn 30. sept- ember. Upplýsingar og skráning í síma 562 7077, allir vel- komnir. Kvenfélag og öldr- unarstarf Hallgríms- kirkju. Haustferð verður sunnudaginn 28. september kl. 12.30, eftir messu. Farið verður til Sand- gerðis og snætt þar auk þess sem fræða- safnið verður skoðað, svo og bátasafnið í Keflavík. Upplýsingar veita Dagbjört, í síma 510 1034 og Ása, í síma 552 4713. Gestir velkomnir. Gönguklúbbur Hana- nú. Morgunganga kl. 10 laugardagsmorgna frá Gjábakka. Krummakaffi kl. 9. Gigtarfélagið. Leik- fimi alla daga vik- unnar. Létt leikfimi, bakleikfimi karla, vefjagigtarhópar, jóga, vatnsþjálfun. Einn ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja. Uppl. á skrifstofu GÍ, s. 530 3600. Stuðningsfundir fyrr- verandi reykingafólks. Fólk sem sótt hefur námskeið gegn reyk- ingum í Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði, fundur í Gerðubergi á þriðjud. kl. 17.30. GA-Samtök spilafíkla, fundir spilafíkla, Höf- uðborgarsvæðið: Þriðjudagur kl. 18.15 – Seltjarnarneskirkja, Valhúsahæð, Seltjarn- arnes. Miðvikudagur kl. 18 – Digranesvegur 12, Kópavogur. Fimmtudagur kl. 20.30 – Síðumúla 3–5, Göngudeild SÁÁ, Reykjavík. Föstudag- ur kl. 20 – Víðistaða- kirkja, Hafnarfjörður. Laugardagur kl. 10.30 – Kirkja Óháða safn- aðarins, v/Háteigsveg, Reykjavík. Austur- land: Fimmtudagur kl. 17 – Egilsstaðakirkja, Egilsstöðum. Neyð- arsími GA er opinn all- an sólarhringinn. Hjálp fyrir spilafíkla. Neyðarsími: 698 3888. Samtök þolenda kyn- ferðislegs ofbeldis, fundir mánudaga kl. 20 að Sólvallagötu 12. Stuðst er við 12 spora kerfi AA-samtakanna. OA-samtökin. Átrösk- un / Matarfíkn / Ofát. Fundir alla daga. Upp- lýsingar á www.oa.is og síma 878 1178. Ásatrúarfélagið, Grandagarði 8. Opið hús alla laugardaga frá kl. 14. Kattholt. Flóamark- aður í Kattholti, Stangarhyl 2, er opinn þriðjud. og fimmtud. frá kl. 14–17. Leið 10 og 110 ganga að Katt- holti. Blóðbankabíllinn. Ferðir blóðbankabíls- ins: sjá www.blod- bankinn.is. Minningarkort Minningarkort Stóra- Laugardalssóknar, Tálknafirði, til styrkt- ar kirkjubygging- arsjóði nýrrar kirkju í Tálknafirði eru af- greidd í síma 456- 2700. Minningarspjöld Frí- kirkjunnar í Hafn- arfirði fást í Bókabúð Böðvars, Pennanum í Hafnarfirði og Blóma- búðinni Burkna. Minningarkort Ás- kirkju eru seld á eft- irtöldum stöðum: Kirkjuhúsinu Lauga- vegi 31, þjón- ustuíbúðum aldraðra við Dalbraut, Norð- urbrún 1, Apótekinu Glæsibæ og Áskirkju Vesturbrún 30, sími 588-8870. KFUM og KFUK og Samband íslenskra kristniboða. Minning- arkort félaganna eru afgreidd á skrifstof- unni, Holtavegi 28 í s. 588-8899 milli kl. 10 og 17 alla virka daga. Gíró- og kred- itkortaþjónusta. Styrktarfélag krabba- meinssjúkra barna. Minningarkort eru af- greidd í síma 588-7555 og 588-7559 á skrif- stofutíma. Gíró- og kreditkortaþjónusta. Í dag er laugardagur 27. sept- ember, 270. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Þú Drottinn, ríkir að eilífu, þitt hásæti stendur frá kyni til kyns. (Hl. 5, 19.)     Pawel Bartoszek skrif-ar í Deigluna.com um erlenda fjárfestingu í sjávarútvegi.     Í Fréttablaðinu á þriðju-dag birtist frétt þess efnis að á vegum við- skiptaráðuneytis væri verið að útfæra tillögur um að afnema hömlur á fjárfestingar útlendinga í sjávarútvegi,“ skrifar Pa- wel. „Haft var samband við Kristin H. Gunn- arsson, fyrrverandi þing- mann Alþýðubandalags- ins og núverandi þingmann Framsókn- arflokksins, sem lýsti endalausum áhyggjum sínum af þessum máli. Ástæðan fyrir þessum áhyggjum Kristins var sú að „miklir hagsmunir væru í húfi“. Kristni tókst þar með að sameina einkenni þeirra tveggja stjórnmálahreyfinga sem hann hefur starfað fyrir: almenna óbeit róttækra vinstrimanna á hvers kyns fjárfestingum og al- menna hræðslu fram- sóknarmanna við hið óþekkta.“     Pawel spyr hverrahagsmunir séu „í húfi“. „Hagsmunirnir eru auðvitað hagsmunir þeirra sem í dag eiga fyr- irtæki í sjávarútvegi en mundu ekki eiga þau áfram eftir breytinguna. Hvaða fólk er það? Það eru þeir einstaklingar sem reka fyrirtæki sín ekki með nógu hag- kvæmum hætti. Venjuleg markaðsrök hljóta að eiga við um sjávarútveg, sem aðrar greinar at- vinnulífsins! Hömlur á fjárfestingar eru eins og hverjar aðrar hömlur. Þær eru aðferð sem þjóðir nota til að gera sjálfar sig fátækari. Tollar eru leið til að fá neytendur til að sætta sig við verri og dýrari inn- lenda framleiðslu á kostnað erlendrar. Höml- ur á uppsögnum starfs- manna eru leið til að neyða vinnuveitendur til að halda í vondan starfs- mann fremur en að reka hann og ráða góðan. Hvers vegna ætti þá ekki líka að banna út- lendingum að reka versl- anir, skóla eða kvik- myndahús? Ja, eða álver? Væri það ekki mikilvægt til að vernda þá miklu „hagsmuni“ sem „í húfi eru“? “     Pawel segir að lengivel hafi Ögmundur Jónasson, þingmaður vinstri grænna, sungið vísu um hina illkvittnu auðmenn sem fari inn í fyrirtæki til að „hafa út úr þeim arð“. „Flestum markaðssinnum hefur þótt þessi vísa fremur kjánaleg. Nú er hins veg- ar svo komið að Ög- mundarlygin virðist hafa náð eyrum forsvars- manna stærstu útflutn- ingsgreinar landsins. Hinir vondu útlensku auðjöfrar ætla nú að fara inn í íslensk fyrirtæki og „taka út úr þeim arð“ og skilja þau síðan eftir í sárum sínum.“ STAKSTEINAR Ekki láta vondu útlendingana fá sjáv- arútvegsfyrirtækin Víkverji skrifar... VÍKVERJI fær ógrynni af tölvu-pósti á hverjum degi og hefur oftast talsverða ánægju af póst- sendingunum. Ekki þó alltaf. Eitt af því sem fer í hans fínustu taugar er þegar tölvubréfin sem honum ber- ast innihalda óþarflega mikið af upphrópunar- og/eða spurning- armerkjum. Það skal í upphafi við- urkennast að Víkverji getur verið smámunasamur úr hófi fram. Óþægindi sem ofnotkun grein- armerkja valda Víkverja má eflaust telja sem dæmi um þessa yfirmáta smámunasemi. Eins og nafnið gefur til kynna ber að nota upphrópunarmerkið í þeim tilgangi að vekja sérstaka at- hygli á því sem skrifað er. Dæmi: Drífðu þig! Farðu heim! Fleiri setn- ingar í þessum dúr geta kallað á upphrópunarmerki. Þótt það sé sjaldnast nauðsyn að beita þessu greinarmerki þá er ekkert að því að smella því aftan við málsgreinar þyki þeim sem ritar sérstök þörf á að leggja áherslu á orð sín. Spurningarmerkið er mun ein- faldara í notkun. Því á að skeyta aftan við beinar spurningar. Dæmi: Hvað ertu að gera? Hvert ertu að fara? Ekki mikil kúnst það. VÍKVERJA þykir með ólíkindumhversu merkjasetning getur vafist fyrir fólki sem sendir honum tölvupóst. Allt of oft eru notuð óþarflega mörg áherslumerki. Dæmi: Munið fundinn í hádeg- inu!!!!! Hvað ætlarðu að gera um helgina Slík ofnotkun getur gert Víkverja illan, og er hann þó viðmótsþýður og viðkunnanlegur að öðru jöfnu. Hvað er það sem fær fólk til að nota fleiri en eitt greinarmerki? Eðli greinarmerkja eins og ! og ? er að undirstrika tilgang málsgrein- arinnar sem þeim er skeytt aftan við. Að skeyta tveimur, þremur, fjórum eða jafnvel tíu slíkum áherslumerkjum aftan við undir- strikar tilganginn ekkert frekar en eitt, nema síður sé. Raunar er Vík- verji á þeirri skoðun að með þessari óhóflegu merkjasetningu sé vegið harkalega að gildi greinarmerkj- anna ! og ? í íslensku máli. x x x VÍKVERJI vill beina þeim til-mælum til þeirra sem finna hjá sér þörf til að nota fleiri en eitt upphrópunar- og spurningarmerki fyrir aftan sérlega upphrópandi málsgreinar eða stórar spurningar, að nota þá þrjú. Þótt Víkverji haldi fast í þá skoðun að umrædd merki eigi ekki að nota í hópum heldur ein og sér þá telur hann að þrjú í röð sómi sér skár en til dæmis fjögur. Þrjú merki í röð eru í það minnsta í nokkru samræmi við hinn alræmda þrípunkt … sem er mikið notaður í tölvupóstsendingum einnig. Tvö, fjögur eða þaðan af fleiri merki í röð á eftir málsgreinum eiga sér hins vegar engan tilverurétt. Vík- verji vonar sannarlega að þeir sem lagt hafa það í vana sinn að skrifa greinarmerkjum skrýddan texta láti af þeim ósið. Smámunasemi Víkverja fær hann til að fárast yfir óhóflegri notkun greinarmerkja í tölvupósti. Boltinn á Sýn ÉG ætla að byrja á að óska Sýn til hamingju með sýn- ingarréttinn á spænska boltanum um leið og ég vona að Sýn haldi enska boltanum næsta vor þegar samið verður á ný. Það er stórt skref í fram- faraátt að vera með spænska boltann á dagskrá um hverja helgi en spænski boltinn kemur næst þeim enska að gæðum. En til að standa undir nafni sem heimsins besta íþróttarás, eins og þeir auglýsa, þá verður sú grundvallar- breyting að verða að laug- ardagsleikirnir ensku sem eru á Stöð 2 á laugardögum verði færðir yfir á íþrótta- rásina Sýn. Stöð 2 er að sjálfsögðu engin íþróttarás og því algjör tímaskekkja og svik við áskrifendur Sýnar að vera með einn leik á laugardögum á annarri rás. Ég skora hér með á nýja stjórnendur Sýnar að taka þetta til endurskoðunar. Ég veit fyrir víst að fjöl- margir eru sammála mér. Að endingu er það ein- læg ósk mín að Sýn sýni fleiri leiki með landsbyggð- arliðunum KA og ÍBV næsta sumar en þessi tvö lið fengu langminnstu um- fjöllun allra liða á Sýn á ný- loknu móti. Aðeins 2 leikir voru sýndir með KA og einn leikur með ÍBV. Og svo ég gleymi því ekki þá verð ég að lýsa ánægju minni með þáttinn með Guðna Bergs og Heimi Karls á sunnudögum. Hann er frábær. Til hamingju, Sýn, með þessa frábæru viðbót við dagskrána. Sýnaraðdáandi. Léleg þjónusta ÉG ákvað nýlega að breyta til og skipta um banka, ætl- aði að sækja um tékka- reikning í Búnaðarbankan- um í Mjódd. Hringdi ég þangað til að fá að heyra hvað þyrfti til að opna hjá þeim reikning. Var mér gefið samband við þjónustufulltrúa. Fannst mér þjónustu- fulltrúinn dónalegur, spurði persónulegra spurn- inga eins og ég væri að sækja um vinnu, spurninga sem mér fannst ekki koma þessu máli við. Samtalinu lauk með að hún skellti á mig. Ingibjörg Gréta Kristínardóttir. Tapað/fundið GSM-sími týndist TÍU ára drengur tapaði GSM Nokia 3330 síma í ná- grenni við Flataskóla eða í Flatahverfinu í Garðabæ í síðustu viku. Síminn var í svörtu leðurhulstri. Þetta er mikill missir fyrir dreng- inn. Finnandi vinsamlegast hafi samband í síma 820 2610. Dróttskáti týndi síma BLÁR Nokia gsm-sími tap- aðist á dróttskátamóti á Úlfljótsvatni síðustu helgi. Sá sem fann símann er vin- samlegast beðinn að hringja í síma 555 4409 eða 899 4943. Dýrahald Kettlingar fást gefins TVEIR kettlingar (högnar) fást gefins, kassavanir og ferlega krúttlegir. Upplýs- ingar í síma 692 6746. Síamsketti vantar heimili TVEIR ekta síamskettir rúmlega ársgamlir, fressar, geltir, mjög fallegir, þarfn- ast góðs heimilis, helst saman því þeir eru mjög tengdir. Eins þarfnast 3 mánaða fress, grábröndótt- ur, líka góðs heimilis. Allar upplýsingar hjá Þórunni í síma 869 8721. Kettlinga og kisur vantar heimili SÆTA og kelna og kassa- vana kettlinga vantar heim- ili. Einnig hálffullorðin læða og fress. Hjartagóðar manneskjur hafi samband í síma 697-3761. (Ragnar.) VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn LÁRÉTT 1 afskekkt landsvæði, 8 saltlög, 9 malir, 10 af- kvæmi, 11 láðs, 13 korns, 15 byltu, 18 slitvinna, 21 lítið býli, 22 setur, 23 trylltir, 24 viðskotaillur. LÓÐRÉTT 2 guggin, 3 truntu, 4 krumla, 5 duftið, 6 hljóð- færaleikur, 7 tölustafur, 12 blett, 14 megna. 15 menn, 16 dáin, 17 ósann- indi, 18 sæti, 19 deilu, 20 hreina. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 dútla, 4 bógur, 7 rípur, 8 rella, 9 set, 11 sorg, 13 hani, 14 ærnar, 15 þörf, 17 ótrú, 20 fró, 22 gruna, 23 Vífil, 24 rotta, 25 tínum. Lóðrétt: 1 durgs, 2 tæpur, 3 aurs, 4 burt, 5 gilda, 6 ró- aði, 10 Einar, 12 gæf, 13 hró, 15 þægur, 16 raust, 18 tóf- an, 19 útlim, 20 fata, 21 óvit. Krossgáta 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.