Morgunblaðið - 27.09.2003, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 27.09.2003, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2003 51 DAGBÓK TAIJI QUAN (Tai Chi) NÁMSKEIÐ Chen Style Kennari: Kinthissa. Dags.: Fimmtud. 2. okt. til sunnud. 5. okt. í Safamýrarskóla, Safamýri 5. Uppl.: Guðný 860 1921/Dominique 898 4085. Námskeiðið er jafnt fyrir byrjendur sem lengra komna. Ekki missa af þessu tækifæri með þessum frábæra kennara! STJÖRNUSPÁ Frances Drake VOG Afmælisbörn dagsins: Þú ert forvitnileg blanda af opnum persónuleika og lok- uðum. Þú gerir miklar kröfur til sjálfs þín og leitar oft ánægju utan vinnunnar. Mikl- ar breytingar bíða á árinu og þú munt fagna þeim. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Framtíðin fyllir þig bjartsýni og er afstaða Mars þar að verki. Þér finnst þú aftur hafa stjórn á eigin lífi. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þér finnst þú eiga auðveldara með að eiga samskipti við hópa, vini og vandamenn í dag. Þú ert staðráðin/n í að koma hlutum í verk. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Metnaður þinn er vakinn. Þótt þú hafir farið tímabund- ið út af sporinu er allt komið aftur í réttan farveg. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú færð grænt ljós á ferða- áætlanir, sem tengjast ferða- lögum og útgáfu. Það er óhætt að finna til sjálfs- trausts því að ýmsar dyr eru opnar. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Loks skýrast mál varðandi sameiginlegar eignir, lán eða skuldir. Láttu koma skýrt fram hvað þú hyggst gera og hvað ekki. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Sérstakrar þolinmæði er þörf í samskiptum við vini og fé- laga. Auðvelt er að koma af stað rifrildi, en það þjónar að- eins þeim tilgangi að gera öll- um lífið leitt. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú ert nú tilbúin/n að taka ábyrgðina af að stjórna eða leiðbeina öðrum. Þú hefur skýr markmið og leiðir. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Tilraunir þínar til sköpunar gætu borið stórkostlegan ávöxt. Sýndu þolinmæði í samskiptum við börn því að þú ert meira yfirþyrmandi en þú áttar þig á. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Rétt er að koma málum á hreint heima fyrir. Ring- ulreið vegna framkvæmda á heimilinu gæti reynst tíma- frek. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Hæfileiki þinn til að sann- færa, kenna og semja er óvenju öflugur þessa dagana. Þú getur nánast gert það, sem þér sýnist. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú getur búist við að eyða óvenju miklu af peningum þessa dagana, en sem betur fer hefur þú orku til að þéna vel. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Mars verður lengi í merki þínu í ár vegna nálægðar við jörðu. Sýndu öðrum þol- inmæði og reyndu að sýna meiri skilning og umburð- arlyndi. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. ÍSLENSKT VÖGGULJÓÐ Ég skal vaka og vera góð vininum mínum smáa, meðan óttan rennur rjóð, roðar kambinn bláa, og Harpa sýngur hörpuljóð á hörpulaufið gráa. Stundum var í vetur leið veðrasamt á glugga; var ekki einsog væri um skeið vofa í hverjum skugga? Fáir vissu að vorið beið og vorið kemur að hugga. – – – Halldór Laxness LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA 75 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 27. september, er 75 ára Sigríð- ur Erla Þorláksdóttir, Sól- vangsvegi 1, Hafnarfirði. Hún er stödd á Spáni hjá bróður sínum. FYRIR 50 árum skrifaði penni að nafni Paul M. Hummel greinar í The Bridge World í gam- ansömum grobbstíl. Hér er Hummel að útskýra fyrir lesendum afrek sitt í sæti austurs, sem er í vörn gegn þremur gröndum: Norður ♠ 95 ♥ K64 ♦ Á73 ♣KD1092 Vestur Austur ♠ 63 ♠ ÁDG872 ♥ 10985 ♥ G3 ♦ D1092 ♦ G5 ♣Á87 ♣G54 Suður ♠ K104 ♥ ÁD72 ♦ K864 ♣63 Hummel hafði sýnt spaðalit í sögnum og vest- ur kom því út með spaða- sexuna. Slíkur maður sem Hummel var ekki vand- ræðum með að láta gosann í fyrsta slag, en sagnhafi kom með krók á móti bragði og dúkkaði. Hum- mel tók þá spaðaásinn og spilaði spaðatvisti í þriðja slag. „Þessi frábæra tækni mín,“ útskýrir Hummel, „gerði makker kleift að beita því einfalda bragði að henda laufásnum og tryggja mér innkomu á gosann. Þessi staða er nefnd á blaðsíðu 751 í bók Klobenhangers – Af- blokkeraðu, bjáninn þinn – sem makker hafði auðvitað lesið, eins og allir aðrir. En að spilinu loknu var makker svo ósvífinn að hrósa sjálfum sér fyrir vörnina, sem honum fannst greinilega mikið til um. En mér er spurn: var það ekki spaðatvisturinn minn sem lagði grunninn að öllu saman? Það er ekkert þakklæti til í þess- um heimi.“ BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 1. d4 d5 2. e3 c5 3. c3 Rf6 4. Bd3 Rc6 5. f4 g6 6. Rf3 Bg7 7. O–O O–O 8. b3 Db6 9. Rbd2 Rg4 10. De2 cxd4 11. cxd4 Staðan kom upp á Evrópumeistaramóti öldunga sem lauk fyrir skömmu. Vla- dimir Bukal (2.408) hafði svart gegn Domenico Blasco (2.040). 11. ... Rxe3! 12. Dxe3 Rxd4 hvíta staðan er nú hrunin til grunna og fyrir- sjáanlegt að svartur vinnur manninn til baka með vöxtum. 13. Re5 Re2+ 14. Kf2 Rxf4 15. Rdc4 Rxd3+ 16. Rxd3 dxc4 17. Dxb6 axb6 18. Rb2 c3 19. Rc4 Be6 20. Rxb6 Ha6 21. Ra4 c2 22. Bb2 Hxa4 23. Bxg7 Hf4+ 24. Ke3 Hxf1 25. Hxf1 Kxg7 og hvítur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 5. júlí sl. í Garðakirkju af sr. Friðriki J. Hjartar þau Ólöf Sara Árnadóttir og Páll Ísólfur Ólason. Með þeim á myndinni er dóttir þeirra, Helena Eva. Ljósmynd/Rut BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 19. júlí sl. í Dómkirkj- unni í Reykjavík af sr. Hjálmari Jónssyni þau Svandís Erla Gunnarsdóttir og Erik Vilhelm Gjöveraa. Heimili þeirra er á Austurbraut 4, Hornafirði. Mynd, ljósmyndastofa Hafnarf.        Landsliðskeppni – Fundur um málefni landsliðsins Til stendur að efna til þriggja helga landsliðsmóts fyrir áramót með þátttöku 8–12 para. Þetta verð- ur tvímenningur með sveitakeppn- isútreikningi (butler), tvöföld um- ferð. Parið sem vinnur keppnina öðlast rétt til að taka þátt í NEC-mótinu í Japan, sem fram fer í febrúar á næsta ári, og velur ennfremur með sér annað par til fararinnar. Fimmtudaginn 2. október kl. 20 verður fundur í húsnæði BSÍ, Síðu- múla 37, um landsliðsmál. Allir spilarar eru velkomnir, en meginmál á dagskrá er fyrirhuguð landsliðskeppni. Fundarboðandi er Guðm. Páll Arnarson landsliðsfyrir- liði. Bridsfélag yngri spilara Spilamennska hófst síðastliðið miðvikudagskvöld, 24. september, í nýju bridsfélagi sem ber heitið Bridgefélag yngri spilara. Stofnun félagsins er liður í fræðsluátaki Bridssambands Íslands og Brids- félags Reykjavíkur. Markmiðið með stofnun þessa fé- lags er að skapa vettvang fyrir unga og nýbyrjaða bridsspilara til að kynnast keppnisbrids. Um er að ræða klúbb fyrir byrjendur og er há- marksaldur spilara 30 ár. Spilað verður á miðvikudags- kvöldum í vetur í húsi Bridssam- bandsins í Síðumúla 37. Hefst spila- mennska klukkan 19.30 og er keppnisgjald 200 kr. á spilara. Spila- formið er eins kvölds tvímenningur og verður aðstoðað við myndun para á staðnum, ef með þarf. Fjórtán pör mættu til leiks á fyrsta spilakvöldi félagsins sem verður að teljast gott. Spilaður var Howell-tvímenningur og eftirtalin pör náðu hæsta skorinu: Ómar Valsson-Hjörtur Már Reynisson 33 Gunnar Már Jakobss.-Þórarinn Hauksson25 Gunnar Björn Helgason-Örvar Óskarsson20 Inda Hrönn Björnsd.-Guðbj. E. Baldursd. 10 Bára Valgerður Friðriksd.-Kári Hreinsson 5 Gullsmárabrids Eldri borgarar spiluðu tvímenn- ing á þrettán borðum fimmtdaginn 25. september. Miðlungur 264. Efst vóru. NS Þórarinn Árnas. og Sigtryggur Ellertss. 366 Sigríður Sigurðard. og Sigurður Björns. 211 Díana Kristjánsd. og Ari Þórðarson 294 Guðm. Guðlaugss og Guðjón Ottóss. 275 AV Viðar Jónsson og Sigurþór Halldórsson 294 Stefán Ólafss. og Sigurjón H Sigurjónss 291 Sigurpáll Árnason og Sigurður Gunnlss. 285 Gunnar Bjarnason og Guðm. Tryggvas. 284 Spilar alla mánu- og fimmtudag. 20. október hefst sveitakeppni. Spilapör eru beðin að mynda sveitir og skrá þær sem fyrst á þáttökulista að Gullsmára 13. Bridsfélag eldri borgara, Hafnarfirði Þriðjudaginn 23. september var spilað á sjö borðum. Úrslit urðu þessi. Norður/suður Sigtryggur Ellertss. - Þórarinn Árnason 206 Bjarnar Ingimarss. - Sævar Magnússon 178 Bragi Björnsson - Auðunn Guðmunds. 178 Þorvarður S. Guðmunds. - Jón Pálmason 178 Austur/vestur Stefán Ólafsson - Sigurjón Sigurjónss. 201 Guðný Hálfdánard. - Jensína Stefánsd. 174 Jón Gunnarsson - Hans Linnet 174 Bridsdeild Barðstrendinga og Bridsfélag kvenna Síðasta mánudagskvöld, 22. sept- ember, var spilað fyrsta kvöldið af þremur í hausttvímenningi félagsins. Spilaformið er mitchel og 18 pör mættu til leiks. Félagarnir Valdimar Sveinsson og Eðvarð Hallgrímsson voru hlutskarpastir í NS, en Einar Guðmundsson og Sigurgeir Sveins- son í AV. Lokastaða efstu para í NS varð annars þannig: Valdimar Sveinsson - Eðvarð Hallgrímss. 48 Guðlaugur Sveinss. - Kristófer Magnúss. 33 Jóhann Stefánss. - Stefanía Sigurbjörnsd. 27 og efst í AV voru eftirtalin pör: Einar Guðmss. - Sigurgeir Sveinsson 31 Unnar A. Guðm.ss. - Hermann Friðrikss. 28 Jens Jensson - Jón Steinar Ingólfsson 6 Bílstjórarnir í upphitun Bridsfélag Hreyfils hóf vetrar- starfið með eins kvölds upphitun- artvímenningi. Það spiluðu 12 pör og úrslitin urðu þessi: Jón Hilmarsson - Jón Egilsson - Daníel Halldórsson 144 Gísli Tryggvason - Leifur Kristjánsson 124 Magni Ólafsson - Randver Stefánsson 121 Eiður Gunnlaugss. - Jón Ingþórsson 121 Mæsta mánudagskvöld hefst fjög- urra kvölda hausttvímenningur þar sem þrjú efstu kvöldin ráða röð til verðlaunasætis. Spilað er í Hreyfils- húsinu þriðju hæð kl. 19.30. Félag eldri borgara í Kópavogi Það mættu 18 pör til keppni þriðjudaginn 16. sept. Úrslitin í N/S urðu þessi: Guðjón Kristjánss. - Magnús Oddss. 251 Albert Þorsteinss. - Sæmundur Björnss. 237 Eysteinn Einarss. - Magnús Halldórss. 236 A/V: Garðar Sigurðss. - Haukur Ísaksson 269 Ingibj. Halldórsd. - Sigríður Pálsd. 259 Guðm. magnúss. - Magnús Guðmss. 243 Sl. föstudag mættu 20 pör og þá urðu úrslitin þessi í N/S: Júlíus Guðmss. - Óskar Karlss. 274 Eysteinn Einarss. - Magnús Halldórss. 246 Vilhj. Sigurðss. - Þórður Jörundss. 229 Og lokastaða efstu para í A/V varð þessi: Guðjón Kristjánss. - Magnús Oddss. 248 Sigtryggur Ellertss. - Þorsteinn Laufdal 243 Auðunn Guðmss. - Bragi Björnss. 240 Meðalskor báða dagana var 216. Oddur og Hrólfur efstir hjá BR Nú er lokið tveimur kvöldum af þremur í hausttvímenningi Brids- félags Reykjavíkur og staðan eftir annað kvöldið er: Oddur Hjaltason - Hrólfur Hjaltason +174 Ljósbrá Baldursd. - Matthías Þorv. +159 Ísak Örn Sigurðss. - Ómar Olgeirss. +107 Hallgrímur Hallgr. - Guðmundur Bald. + 92 Þeir spilarar sem skoruðu mest annað kvöldið voru: Ljósbrá Baldursd. - Matthías Þorvaldss 106 Arngunnur Jónsd. - Guðný Guðjónsd. 71 Ragna Briem - Þóranna Pálsdóttir 58 Frekari upplýsingar er að finna á www.bridgefelag.is BR spilar lengri mót á þriðjudags- kvöldum kl. 19.30 og hægt er að skrá sig á keppisstjori@bridgefelagid.is, en á eins kvölda tvímenningi á föstu- dagskvöldum kl. 19 á föstudags- kvöldum er aðstoðað við myndun para á staðnum. Spilað er í húsnæði Bridgesambands Íslands, Síðumúla 37. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.