Morgunblaðið - 27.09.2003, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 27.09.2003, Blaðsíða 53
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2003 53 JACQUES Rogge, forseti Alþjóða Ólympíunefndar- innar, hefur krafist skýr- inga frá bandaríska frjáls- íþróttasambandinu vegna máls 400 metra hlauparans Jerome Young, en á dögun- um gaf bandaríska Ólymp- íunefndin, USOC, það út að Young hefði fallið á lyfja- prófi skömmu fyrir Ólymp- íuleikana í Sydney árið 2000. Í skýrslu USOC kemur fram að nafni Young hafi verið haldið leyndu af bandaríska frjáls- íþróttasambandinu, en árið 1999 féll hann á lyfjaprófi vegna nandro- lone en var sýknaður þar sem fæðu- bótarefni komu þar við sögu. Young var í boðhlaupssveit heima- lands síns í 4x400 metra hlaupi í Sydney þar sem hann fékk gull- verðlaun og hann varð heimsmeist- ari í 400 metra hlaupi á HM í París á dögunum. Rogge krefst skýringa á lyfjamáli Youngs Reuters Jerome Young fagnar sigri í 400 m hlaupi á HM í París. 2,5 milljónir í verðlaunafé ÍA og FH fá rausnarlegt verðlaunafé frá styrktaraðila bikarkeppninnar, Visa- Ísland. Liðið sem sigrar fær í sinn hlut 1,5 milljónir króna og tapliðið 1 milljón. Þá verður leikið um nýja bikara á Laugardalsvelli á morgun sem Visa-Ísland hef- ur gefið. Sigurliðið fær far- andbikar sem það varðveitir í eitt ár og eignabikar að auki.  ÍA sigraði Hugin, 6:0, Keflavík, 1:0, Grindavík, 1:0 og KA, 4:1 á leið sinni úrslitaleikinn.  FH sigraði Hött, 3:0, Þrótt, 2:1, Val, 1:0 og KR, 3:2, á sinni leið í úr- slitaleikinn.  FH og ÍA hafa mæst sjö sinnum í bikarkeppni KSÍ frá upphafi. Skagamenn hafa unnið fimm þeirra – FH-ingar þrjá. Markatalan er, 24:13, ÍA í vil.  ÁRIÐ 1965 mættust FH og ÍA fyrst og höfðu Akurnesingar betur, 3:0, í 8 liða úrslitunum. 1975 urðu úrslitin á sömu lund í 8 liða úrslit- unum. Ári síðar mættust liðin aftur og þar hafði ÍA betur í undanúrslit- um, 3:2. 1977 hafði FH betur í fyrsta sinn, 3:2 í 8 liða úrslitunum. 1980 sigraði FH, 3:1, í 16 liða úrslit- unum. Sjötta viðuregin FH og ÍA var 1989 og þá vann ÍA stórsigur, 6:1, í 16 liða úrslitunum. Fyrir þremur árum áttust svo liðin við síðast í undanúrslitunum. ÍA hafði betur í vítaspyrnukeppni.  SKAGAMENN dvöldu á Hótel Örk í Hveragerði í nótt eins og þeir hafa jafnan gert fyrir stórleiki en FH-ingar voru í Borgarnesi.  KSÍ vonast til að aðsókn á bik- arúrslitaleikinn verði betri en und- anfarin ár. 3.376 sáu úrslitaleik Fram og Fylkis í fyrra og 2.839 voru á Laugardalsvellinum 2001 þegar KA og Fylkir áttust við. Besta aðsókn á úrslitaleik var árið 1999 en þá komu 7.401 á leik KR og ÍA.  TVEIR leikmenn FH hafa leikið með ÍA, Heimir Guðjónsson, fyr- irliði, og Freyr Bjarnason. Báðir tóku þeir þátt í bikarúrslitaleiknum við KR árið 1999 þar sem þeir voru í tapliði.  Í tengslum við bikarúrslitaleikinn hafa KSÍ og Knattspyrnuþjálfara- félagið skipulagt ráðstefnu fyrir þjálfara. Ráðstefnan hefst kukkan 10 á leikdegi og verður haldin í Íþróttamiðstöð ÍSÍ í Laugardal. FÓLK Maður ætti að verða með frís-kasta móti enda tæpur hálfur mánuður liðinn síðan ég spilaði síð- ast. Það er geysilegur hugur í okkur FH-ingum og ég held að tími sé til kominn að FH vinni sinn fyrsta al- vöru titil,“ segir Heimir, en hann segir að undirbúningurinn fyrir leik- inn hafi gengið vel og að menn séu löngu komnir niður á jörðina eftir sigurinn stóra á KR. „Sá leikur er að baki og ég hef enga trú á því að hann sitji í okkar huga eða að menn hafi ofmetnast. Ég hef fundið að hug- urinn er mikill hjá okkur leikmönn- unum og öllum þeim sem að FH koma í að vinna og brjóta þar með ísinn. FH hefur skort herslumuninn í að vinna stóran titil og vonandi tekst það nú.“ Nú er mikil hefð hjá Skagamönn- um í svona stórleikjum. Heldur þú að það vinni gegn ykkur þegar út í leikinn er komið? „Nei, það held ég ekki. Ég lít á leikinn sem mikla áskorun fyrir FH og þá leikmenn sem koma til með að taka þátt í hon- um fyrir hönd félagsins. Ég held að flestir séu sammála um að hefðin vinnur ekki leiki heldur ráðast úr- slitin inni á vellinum. Það er ekki mikill getumunur á FH og ÍA. Bæði lið hafa komið mjög öflug upp á lokakafla tímabilsins og jafntefli í báðum deildaleikjunum og jöfn stigatala af loknu Íslandsmóti segir sína sögu. Ég er þeirrar skoðunar að leikurinn verði í járnum og að það verði mikill hraði í honum allt frá fyrstu mínútu. Það skilur eitt mark að í lokin og að sjálfsögðu fellur sig- urinn okkar megin,“ segir Heimir. Heimir Guðjónsson, fyrirliði FH HEIMIR Guðjónsson, fyrirliði FH, mætir vel hvíldur til leiks, líkt og kollegi sinn hjá Skaga- mönnum, en Heimir var í leik- banni þegar FH gjörsigraði KR- inga síðastliðinn laugardag. Heimir varð bikarmeistari með KR 1994 og 1995 en í þriðja bik- arúrslitaleik sínum, 1999, lék hann með ÍA eins og Freyr Bjarnason, sem tapaði fyrir KR- ingum í úrslitaleik. Ég er mjög ferskur og hlakka mik-ið til að taka þátt í úrslitaleikn- um. Þetta er leikur sem alla dreymir um að spila og flestir okkar í liðinu hafa upplifað þetta áður, bæði í úr- slitaleik í lokaumferð Íslandsmótsins og í bikarúrslitum. Reynslan er því okkar megin og sömuleiðis hefðin og það tel ég okkur til tekna fyrir þenn- an leik,“ segir Gunnlaugur Jónsson. Gunnlaugur er þeirrar skoðunar að styrkleiki ÍA og FH sé mjög ámóta. Liðin hafi gert jafntefli í báð- um leikjunum á Íslandsmótinu og bæði hafi þau endað með 30 stig. „Þetta eru áþekk lið. Bæði spila þau nokkuð stöðugan varnarleik, boltinn fær að ganga vel á milli manna en það er kannski smámunur á útfærslu hvað sóknarleikinn varðar. Ég held að leikurinn geti orðið mjög skemmtilegur enda eru þetta liðin sem hafa verið á mestu skriði seinni hlutann af tímabilinu.“ Þú varðst vitni að stórsigri FH á móti KR. Vekur það ekkert ugg í þínu brjósti hvernig útreið KR-ingar fengu í þeim leik? „Nei, það gerir það ekki. Leikur FH og KR er nánast marklaus í mín- um huga. KR-liðið var bara nánast eins og áhorfandi og 12:0 hefði kannski gefið rétta mynd af leiknum. Það hefur verið sérlega góður gangur á okkar liði. Í síðustu sjö leikjum höf- um við unnið sex og gert eitt jafntefli og við mætum því mjög vel undirbún- ir til leiks eins og FH-ingarnir sjálf- sagt líka. Við gerum okkur vel grein fyrir því að FH-liðið er gott lið og vel mannað en við ætlum okkur að vinna og ég vona bara að stemninginn verði góð á vellinum og áhorfendum fjöl- menni,“ sagði Gunnlaugur sem tví- vegis hefur orðið bikarmeistari með Akurnesingum, 1996 og 2000. Morgunblaðið/Arnaldur Reynir Leósson, varnarmaðurinn sterki frá Akranesi, er hér í baráttu við hinn marksækna FH-ing Jónas Grana Garðarsson. Þeir verða í sviðsljósinu í dag á Laugardalsvellinum. Gunnlaugur Jónsson, fyrirliði Skagamanna Reynslan er okkar megin GUNNLAUGUR Jónsson, fyrirliði Skagamanna, ætti að koma vel úthvíldur til leiks í bikarúrslita- leikinn við FH í dag. Gunnlaugur var í leikbanni á móti ÍBV í loka- umferð Íslandsmótsins um síð- ustu helgi og í stað þess að fara með félögum sínum til Eyja var hann viðstaddur leik FH og KR í Kaplakrika, þar sem hann sá FH- inga rótbursta Íslandsmeist- arana eins og frægt er orðið. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Knötturinn í netinu hjá Eyjamönnum á Laugardalsvellinum er Skagamenn unnu síðast, 2000. Kári Steinn Reynisson, sem skoraði sigurmarkið 2:1, er lengst til vinstri. Það er mikill hugur hjá okkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.