Morgunblaðið - 27.09.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.09.2003, Blaðsíða 2
Minnisleysi, skalli, offita, feimni og hræðsla. Hver vill kannast við slíkt? Er ekki best að gleypa pillur til þess að losna við þessa leiðu kvilla? Hrönn Marinós- dóttir kynnti sér heilsuæði sem felst í notkun lífsstílslyfja sem hjálpa frísku fólki að standast kröfur nútímans og hljóta við- urkenningu. dómseinkennum niðri á meðan lyfið er tekið og þar af leiðandi fá þeir lyf sem selst í stórum stíl.“ Nína Björk segir að aftur á móti sé einnig bent á að í slíkum lyfjum geti falist sparn- aður fyrir samfélagið. „Lyf gegn offitu og reykingum geta ef til lengri tíma er litið sýnt fram á þýðingarmiklar framfarir á heilsufari manna því það að hætta reyk- ingum og grennast minnkar áhættu á hjarta- og æðasjúkdómum. Einnig þarf að hafa í huga fleiri kosti lífsstílslyfja, eins og aukið sjálfstraust til dæmis þeg- ar hárið vex aftur og mittismálið minnk- ar. Slíkt bætir almennt heilsufar því fólk mætir betur til vinnu, veikinda- dagar verða færri og þar af leiðandi eykst framleiðni.“ Í fyrirlestri sínum varpaði Nína Björk fram þeirri spurningu hvort þróunin væri sú að ef lyfjameðferð sé möguleg þá væru læknar ginnkeyptari fyrir því að mæla með lyfjameðferð fremur en að benda á aðrar leiðir sem gætu verið eins góðar eða jafnvel betri. Þrýstingur á læknana vex einnig vegna auglýs- ingaherferða lyfjafyrirtækjanna og frá sjúk- lingum. Sem dæmi um þetta megi nefna lyf sem notuð eru við offitu. „Velta þarf því fyrir sér hvort þessi lyf virki þegar til lengri tíma er litið. Með því að taka lyf við offitu er sjúklingurinn ekki lengur ábyrgur sjálfur og því er hætta á að hann fari aftur í sama farið þegar lyfjagjöf er hætt.“ V ARLA líður sá dagur að ekki berist fréttir þess efnis að komið sé fram á sjónarsviðið lyf sem ætlað er að breyta á einhvern máta útliti og persónuleika okkar. Þannig hafa sprottið fram lyf sem skerpa minnið, lyf við feimni, skalla, getuleysi, bólum, streitu, hræðslu, offitu, reykingum og jafnvel kaupæði svo fátt eitt sé talið. Lyf af þessum toga hafa verið nefnd einu nafni lífsstílslyf þar sem þau falla að lífsmynstri fólks, atferli þess og samfélagi. Þar sem sumar lyfjameðferðir reyna að upp- ræta þau einkenni sem gera okkur ólík má velta því fyrir sér hvort lífsstílslyf séu ef til vill tilraun til þess að gera samfélagið einsleitt. Allir eiga að vera hressir, kátir og opinskáir, ungir í anda, sjálfsöruggir, fallegir, orkumiklir, áhættusækn- ir og eldklárir. Ef við uppfyllum ekki þessi skilyrði þá förum við í lýtaaðgerðir eða gleypum lífsstílspillur. Það fer eftir tíðarandanum hverju sinni, hvaða persónueinkenni eru í „tísku“ ef tala má um tísku í því sambandi svipað og gert er um klæðaburð. Á Viktoríutímanum var til dæmis talið gott að vera óframfærinn og feimin ung kona var talin sérlega aðlaðandi. Hetjur nítjándu aldar voru aftur á móti alvarlegar og í þungum þönkum. Í nútímanum myndu slíkir menn sjálfsagt flokkast sem „lúserar“. Nína Björk Ásbjörnsdóttir lyfjafræðingur hélt fyrirlestur á fræðslufundi Félags lyfja- fræðinga um klíníska lyfjafræði fyrir nokkru þar sem hún velti upp ýmsu því sem hefur verið ritað og rætt um lífsstílslyf. „Erfitt er að skilgreina hugtakið lífsstílslyf, matið er á margan hátt huglægt en um er að ræða lyf sem notuð eru við lífsstíl eða gegn af- leiðingum sem orsakast af lífsstíl, oftast óhóf- legum. Sem dæmi um lífsstílslyf í víðum skiln- ingi má nefna vefjaaukandi stera, lyf við stinningarvandamáli, lyf við skalla, lyf við offitu, lyfjameðferð gegn reykingum, neyðargetnaðar- varnir, getnaðarvarnir og blóðfitulækkandi lyf.“ Lyf eru vissulega nauðsynleg, segir Nína Björk en þegar fullfrískir einstaklingar nota lyf- in til þess að falla inn í ákveðinn lífsstíl er önnur ástæða fyrir lyfjanotkuninni en líknun sjúk- dóma. „Talað er um að sú kynslóð sem nú er að eld- ast og kallast æskudýrkandi kynslóðin er jafn- vel tilbúin til þess að taka lyf sem getur hægt á eða komið í veg fyrir fylgikvilla eðlilegrar öldr- unar.“ Nýtt líf í markaðssetningu Lyfjaiðnaðurinn hefur breyst gífurlega frá því að lífsstílslyf komu til sögunnar, þau hleyptu nýju lífi í kynningu og markaðssetningu lyfja, að sögn Nínu Bjarkar. „Verið er að eyða hundruðum milljónum dala í að finna upp öruggar og árangursríkar með- ferðir við offitu, kvíða, minnisleysi, þunglyndi og gigt svo eitthvað sé nefnt. Hörðustu gagnrýnendur halda því fram að lyfjafyrirtækin séu hætt að reyna að finna lækningu við ákveðnum sjúkdómum. Fremur reyna þau að finna meðferð sem heldur sjúk- Öll lyf hafa aukaverkanir Ekkert lyf er laust við aukaverkanir, að sögn Nínu Bjarkar og flestir eru tilbúnir til þess að þola aukaverkanir af völdum lyfja ef sjúkdóm- urinn er alvarlegur en hvað erum við tilbúin að þola miklar aukaverkanir af lyfi sem er notað til að meðhöndla skalla eða félagsfælni svo dæmi séu tekin? Er það í höndum lækna að ákveða hvað er eðlilegt og hvað ekki? „Á árunum 1960– 1970 voru læknatímarit full af auglýsingum um þunglyndislyf sem sýndu ungar konur í háskóla að heiman í fyrsta skipti eða heimavinnandi húsmæður sem voru umkringdar stórum ryk- sugum. Þessar auglýsingar gáfu í skyn að kon- urnar þjáðust af einangrun og væru slæmar á taugum, og þetta mætti allt laga með lyfja- gjöf. Margir karlkyns læknar brugð- ust við þessu og skrifuðu upp á skap- breytandi lyf fyrir konur og réttlættu gjörðir sínar með því að lýsa því yfir að konur væru taugaveiklaðri en menn.“ Fleiri dæmi nefnir Nína Björk. „Við markaðs- setningu lyfja við skalla komu fram rannsóknir sem sögðu að þriðjung- ur karlmanna væru með hárlos af ein- hverju tagi og að hár- missir gæti leitt til kvíða og annarra til- finningavandamála og jafnvel haft áhrif á frama í starfi. Feimni, sem er eðli- legt persónueinkenni margra, var einnig gerð að sjúkdómi. Farið var af stað með herferð þar sem talið var að milljónir Bandaríkjamanna þjáðust af feimni og slagorð eins og ímyndaðu þér að þú sért með ofnæmi fyrir fólki eða of feimin til að tala voru notuð til að ná athygli almennings. Börn greind ofvirk Félagsleg vandamál sem meðhöndluð eru með þunglynd- islyfjum er einnig eitt af því sem vert er að skoða nánar. Talað er um að í fátækrahverfum banda- rískra stórborga eru börn greind sem ofvirk og foreldrar þunglynd- ir. Ástæðan fyrir þessu er fé- lagslegt vandamál, engin eða illa launuð vinna, lélegt húsnæði, óregla, slæmir menntunarmöguleikar og fleira. Gæti þetta líka verið að gerast á Íslandi?“ spyr Nína Björk. Einn eitt dæmi sem hún nefnir er markaðssetning lyfja við ristruflunum. „Algengi ristruflana var verulega ýkt í fyrstu rannsóknum sem gerðar voru. Þá voru ekki til nein stöðluð próf eða spurn- ingar um hvernið ætti að meta vandann og hverja ætti að meðhöndla með lyfjum. Eru sjúkdómar þá orðnir eins og hver önnur Gleðja, fegra og megra AF PILLUM SEM MEÐAL ANNARS: ÞEKKT er að lyf sem upprunalega vorunotuð við elliglöpum eða Alzheimer hafa verið notuð af hraustum einstaklingum í þeim tilgangi að skerpa minnið en að sögn Ýmis Vésteins- sonar lyfjafræðings, hefur reynst afar erfitt að sýna fram á með óyggjandi hætti að lyf geti bætt minni eða skerpt hugsun og þær rannsóknir sem hafa verið gerðar á þessum efnum og lyfjum eru hvergi nærri því sem þarf. „Til eru lyf sem vega upp einkenni hrörn- unarsjúkdóma á borð við Alzheimer, en enn hefur ekki verið sýnt fram á að unnt sé að auka andlega getu heilbrigðs manns á sama hátt og íþróttamenn geta í sumum tilfellum bætt árangur sinn með lyfjum.“ Mörg efni virka örvandi á miðtaugakerfið, t.d. koffein og nikótín. Áhrifin eru þó ekki langvarandi og frekar í þá veru að vega upp þreytu en að skerpa hugsun eða bæta minni í sjálfu sér. Það er þó töluvert til af bókum, greinum og vefsíðum sem fjalla um lyf og efni sem ætlað er að hafa þessi áhrif, að sögn Ýmis. „Þar er því meðal annars haldið fram að með því að bæta blóðflæði til heila eða að hafa áhrif á styrk taugaboðefna sé hægt að bæta minni og hækka greindarvísitölu hjá heilbrigðu fólki. Þetta hljómar kannski vel í fyrstu en rökstuðningurinn sem fylgir er að mörgu leyti gloppóttur. Lyf sem bæta blóðflæði, t.d. með því að koma í veg fyrir blóðstorknun, geta vegið upp áhrif hrörnunarsjúkdóma þar sem blóð- flæði er eitthvað ábótavant en ekki hefur verið sýnt fram á sömu áhrif á heilbrigða einstaklinga.“ Lyf á markað sem bæta minni Ýmir segir að forefni taugaboðefna, sem kalla mætti hráefni fyrir myndun taugaboð- efna, hafa í sumum tilfellum verið markaðs- sett undir þeim formerkjum að þau bæti minni með því að auka styrk tiltekinna boð- efna. „Ef allt er með felldu er jafnvægi taugaboðefna í heilanum þó sem betur fer ekki svo viðkvæmt að auðvelt sé að hafa áhrif á það með þessum hætti, ekki frekar en það sveiflast eftir því hvað er í kvöldmat- inn.“ Ekki er einfalt að sýna fram á áhrif lyfja á minni eða greind með tilraunum, að sögn Ýmis. „Niðurstöður úr dýratilraunum geta verið misvísandi, til dæmis eru rottur fljótari að rata út úr völundarhúsi eftir að þær fá skammt af nikótíni, en það er ekki hægt að segja til um hvort þessi áhrif stafa af því að þær verði „gáfaðri“ eða vegna þess að örv- andi áhrif nikótínsins valda því að þær hreyfa sig meira og slysast því fyrr á út- gönguleiðina. Huglægt mat sjálfboðaliða á eigin líðan og getu er heldur ekki mjög áreiðanlegur mæli- kvarði á verkun lyfjanna. Hugarfar þeirra „Ritarinn minn brást svo vel við pirac- etam [lyfi sem notað er við hrörnunar- sjúkdómum og elliglöpum] að ég ákvað að hækka launin hennar lítillega svo hún hefði efni á að kaupa þau. Nú tek- ur hún því piracetam í stað þess að drekka mikið kaffi. Þegar hún tekur lyfið er hún tvímælalaust fljótari í hugsunum og hreyfingum, hún virkar greindari og hún brosir oftar. Á heildina litið er hún því mun betri starfsmaður. Ritarinn minn segir að lyfið blási lífi í heilastarfsemi hennar.“ JM (www.nootropics.com) DAGLEGT LÍF 2 B LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Geta lyf gert mann gáfaðri? Morgunblaðið/Þorkell

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.