Morgunblaðið - 27.09.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.09.2003, Blaðsíða 4
DAGLEGT LÍF 4 B LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ KJARTAN Þór Þórðarsoner einn allra harðastiPrince-aðdáandi sem fyr-irfinnst á Íslandi. Hann stofnaði annan þeirra Prince-klúbba sem eitt sinn störfuðu hér á landi og fylgist enn grannt með goðinu í gegnum alþjóðlegan aðdáendaklúbb á Netinu. Þar er hann í áskrift að öllu því sem Prince gefur út og nýtur auk þess ýmissa forréttinda á tónleikum og fær aðgang að þeim frægu sam- kvæmum sem Prince heldur iðulega eftir tónleika. Kjartan hefur farið þrettán sinnum á tónleika hjá átrún- aðargoðinu sínu og hann á hvorki meira né minna en 300 hljómdiska með honum. En sú var tíð að Kjart- ani þótti Prince ekki merkilegur pappír. „Af einhverjum ástæðum er það þannig að annaðhvort elskar fólk Prince eða hatar hann. Þá er ég auð- vitað að tala um hann sem tónlistar- mann og ég hef tilheyrt báðum þess- um öfgahópum. Þegar ég var í haturshópnum þá fannst mér hann algerlega óþolandi. En ég var blind- aður af fordómum því ég horfði fyrst og fremst á hann en hlustaði ekkert á tónlistina sem hann var að spila.“ Kjartan segir vinkonu sína hafa verið örlagavald í kynnum hans og stráksins lágvaxna frá Minneapolis sem honum fannst svona lítið til koma. „Það var mín gæfa að vinkona mín bað mig um að velja fyrir sig og taka upp bestu lög af nokkrum Prince-diskum. Þá varð ég að gjöra svo vel að hlusta og ég komst að því að hann var fjandi góður. Ég fór líka að lesa mér til um hann og fann ým- islegt áhugavert eins og þá stað- reynd að hann spilar á tuttugu og þrjú hljóðfæri. Ég var heldur betur kominn á bragðið og eftir að ég fór á mína fyrstu tónleika með honum í London 1990, þá kolféll ég fyrir hon- um, bæði sem sviðsmanni og frábær- um tónlistarmanni.“ Kjartan komst fljótt að því að Sig- urður nokkur Sveinsson hefði stofn- að Íslandsdeild fyrir hinn alþjóðlega Controversy aðdáendaklúbb Prince og gekk því til liðs við félagsskapinn. „En þetta dugði okkur ekki sem vor- um í harða kjarnanum, svo við stofn- uðum Prince-klúbb sem við nefndum Head eftir góðu lagi á plötunni Dirty Mind. Við vorum eins og hverjir aðr- ir fíklar og fengum aldrei nóg.“ Þefvís á gott fólk Kjartan segir einn af stóru kostum Prince vera þann að hann komi sífellt á óvart. „Og hann er enn að vaxa sem tónlistarmaður, eftir öll þessi ár. Hann er ófeiminn við að prófa hitt og þetta í tónlistinni og eftir að hann losnaði undan stjórnunarvaldi Warn- er Brothers, hefur hann öðlast full- komið tónlistarlegt frelsi og gerir það sem hann langar til. Núna er hann til dæmis á fullu í jazzinum og hann fékk fiðlusnillinginn Vanessu Mae til liðs við sig á nýlegri plötu Xpectation sem kom reyndar ein- göngu út til klúbbmeðlima NPG Music Club. Nýjasta platan hans heitir N.E.W.S. og inniheldur hún fjögur 14 mínútna löng tónverk sem bera nöfn höfuðáttanna; North, East, West og South.“ Kjartan segir Prince vera dugleg- an við að sanka að sér mjög hæfu tónlistarfólki. „Ekki minni menn en Maceo saxafónleikari James Brown sem og Larry Graham bassaleikari Sly and the Family Stone, hafa verið tíðir gestir hjá honum og einnig má nefna nokkrar magnaðar konur eins og bassaleikarann Rohndu Smith, trymbilinn Sheilu E., gítarleikarann Wendy Melvoin og hljómborðsleik- arann Lisu Coleman. Wendy og Lisa mynduðu sterkt þríeyki með Prince og þau þrjú áttu frábæra spretti saman og þær stöllur höfðu reyndar mikil áhrif á þróun tónlistar hans á tímabili.“ En Prince hefur ekki að- eins fengið gott fólk til liðs við sig þegar hann er að búa til tónlist, hann hefur einnig boðið mörgum minna frægum að koma fram á árlegri tón- listarhátíð sem hann stendur fyrir í heimabæ sínum í Minneapolis og stendur sú hátíð yfir í heila viku. Þetta hefur oft reynst góður stökk- pallur fyrir tónlistarfólk sem er að koma sér á framfæri og nærtækasta dæmið er Nora Jones sem kom þar fram alls ófræg í fyrra en leið hennar hefur verið greið upp á við síðan. Einnig kom Alicia Keys fram þar áð- ur en hún sópaði til sín Grammy- verðlaunum fyrir plötu sína Songs in a Minor. Guð en ekki stríð Kjartan segir Prince ekki einasta vera snjallan tónlistarmann, heldur láti hann sig mannlegt samfélag varða og í textum sínum sé hann óragur við að gagnrýna það sem hon- um finnst að betur megi fara. „Hann hefur alla tíð gagnrýnt harðlega hið bandaríska samfélag sem hann er sprottinn upp úr. Hann er harður andstæðingur hernaðarbrölts og tjá- ir sig óspart um það. Hann hefur aldrei skammast sín fyrir að vera í Þrettán sinnum á tónleikum Kjartan stoltur með Prince og tveimur nýjustu hljómdiskum hans. K j a r t a n Þ ó r Þ ó r ð a r s o n s e g i s t v e r a P r i n c e - f í k i l l SNILLINGURINN og spjátrung- urinn Prince heitir fullu nafni Prince Rogers Nelson og fæddist 7. júní 1958 í Minneapolisborg í Bandaríkjunum. Faðir hans pían- istinn John Nelson var meðlimur í hljómsveitinni Prince Roger Trio en pilturinn er einmitt nefndur eftir því ágæta bandi. Prince varð snemma liðtækur á gítar og píanó og hefur samið tónlist og texta al- veg frá því hann var smástrákur. Tvítugur að aldri gaf hann út sína fyrstu plötu. En það var ekki fyrr en fjórum árum seinna, í upphafi níunda áratugarins, sem hann komst fyrir alvöru á blað í tónlist- arheiminum með plötunni 1999. Sumir hafa lýst þeirri plötu sem stormsveipi kyn- ferðislegra fantas- ía, greiptar í gríp- andi texta og rafmagnað fönk. En með næstu plötu, Purple Rain sem út kom 1984, varð hann heldur betur kóngur og hún seldist í yfir 10 milljónum eintaka. Prince er óþekki strákurinn sem var brautryðjandi í opinskáum popptextum enda hefur kynlíf og hverskonar munúð verið í miklu uppáhaldi hjá honum. Hann er líka óþekkur að því leyti að hann reis gallharður upp gegn ofurvaldi út- gáfurisans Warner Brothers og mótmælti á eftirminnilegan og ekki muna um að hafa bleikan kádilják með sér á sviði ef honum hentar. Árni Matthíasson tónlist- arspekúlant getur borið magnaðri sviðsframkomu hans vitni, en hann sá Prince á sviði á tónlistarhátíð- inni Rokk í Ríó, í Rio de Janeiro í Brasilíu árið 1991. „Prince er einn besti sviðsmaður sem ég hef séð og eftirtektarvert hversu allt er tæknilega fullkomið hjá honum þegar hann kemur fram. Hann er svo rosalega kraftmikill á sviði að hann tekur Michael Jackson alger- lega í nefið að því leyti.“ táknrænan hátt þegar hann mætti til tónlistarverð- launahátíðar með orðið „þræll“ skrif- að stórum stöfum á vangann. Prince hefur rutt brautina með útgáfu tónlistar á Netinu en frá árinu 2001 hefur öll hans tónlist verið gefin út í gegnum Netið og dreift þaðan. Lífleg sviðsframkoma er eitt af hans aðalsmerkjum. „Sjóin“ hans þykja einkar mögnuð og hann hef- ur þótt meira en lítið skrautlegur í klæðaburði og fyrir vikið hefur hann af sumum verið álitinn hálf- gert viðundur. Hann lætur sig Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Prince á tónleikum á tónlistarhátið í Rio de Janeiro í Brasilíu 1991. Hver er hann? TÓNLISTARMAÐURINN Princeer eitt af stærstu popgoðunumsem komu fram á sjónarsviðið áníunda áratugnum og deilir þeim heiðri með Madonnu og Michael Jackson. Prince er óumdeilanlega einn af helstu áhrifavöldum nútímatónlistar. Hann er óhemju hæfileikaríkur á tónlistarsviðinu og margir hafa líkt honum við Jimi Hendrix þegar kemur að gítarleik. Hann er jafnvígur sem lagahöfundur og textasmiður og getur spilað á nánast hvaða hljóðfæri sem er. Hann hefur komið víða við í tónlistinni og allt leikur það í höndum hans, fönk, popp, rokk, sálartónlist og jazz; svo ekki sé minnst á hina skynörvandi tóna (psychedelic) sem löngum hafa einkennt lagasmíðar Prince. Hann hefur verið gríðarlega afkastamikill enda segir sagan að hann dvelji í hljóðveri sínu öllum stundum og hann er frægur fyrir að tilheyra uglukyni því sem vinnur gjarnan á nóttunni. Prince er svo stútfullur af sköp- unarkrafti að kalla mætti ofvirkni og eftir hann liggja hvorki meira né minna en tæpar þrjátíu hljóðvershljómplötur á 25 ára ferli. Öllum tónlistarmönnum fy aðdáenda. Sumir láta sig h arsólin hættir að skína skæ tryggð. Kristín Heiða Kri nokkra misharða Prince a Einu Prins ávallt P TENGLAR ..................................................... www.npgmusicclub.com www.prince.org

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.