Morgunblaðið - 27.09.2003, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 27.09.2003, Qupperneq 1
Sunnudagur 27. september 2003 Sigrún Edda Björnsdóttir lék Línu Langsokk þegar leikritið var sýnt í Þjóðleikhúsinu fyrir tuttugu árum. Það er því svolítið fyndið að Sigrún Edda skuli leika frú Prússólín í Borg- arleikhúsinu nú í vetur. „Það er mjög gaman að fá að leika frú Prússólín eftir að hafa verið Lína,“ segir Sig- rún Edda. „Lína og frú Prússólín eru algerar andstæður þar sem Lína er til dæmis í allt of stórum skóm en frú Prússólín er í skóm sem eru bara ætlaðir fyrir leigubíla. Svo vill hún að Lína fari í skóla til að hún læri að haga sér vel en Lína vill bara fara í skóla til að fá frí.“ Kannski líkar innst inni Sigrún Edda segir að innst inni sé frú Prússólín þó kannski svolítið lík Línu. „Kannski hefur frú Prússólín einhvern tím- ann verið eins og Lína,“ segir hún. „Það er bara oft þannig með konur að þegar þær eld- ast þá verða þær svo óskaplega stilltar og prúðar. Ég held reyndar að stelpur þurfi að passa sig á því að varðveita Línurnar í sér til að verða ekki eins og frú Prússólín.“ Sigrún Edda segist þó viss um að Lína verði aldrei eins og frú Prússólín. Hún hafi bara allt of góðan grunn til þess. Morgunblaðið/Kristinn Lína verður frú Prússólín! Þegar leikritið um Línu Langsokk var sýnt í Kópavogi fyrir fjörutíu árum lék alvöru api herra Níels. Þegar leikritið var aftur sýnt þar átta árum síðar átti apinn aftur að leika í sýningunni en leikkonan sem lék Línu var svo hrædd við hann eftir að hann beit hana í handlegginn að það var hætt við að hafa hann með. Síðan hafa krakkar leikið herra Níels þegar Lína hefur verið sýnd í leikhúsum í Reykjavík og nú eru það tvær Vökur sem leika hann. Vaka Dagsdóttir, sem er níu ára og Vaka Vigfúsdóttir, sem er sjö ára munu leika hann til skiptis í Borgarleikhúsinu í vetur. Vökurnar segja að það sé ekkert erfitt að líkja eftir apaskrækjunum og hoppunum í herra Níelsi en að það sér erfitt að vera svona lengi í búningunum þar sem þeir séu mjög heitir. Morgunblaðið/Ásdís Hver er herra Níels? Þ að dreymir örugglega marga krakka um að vera eins og Lína Langsokkur. Að eiga apa og hest, fulla kistu af gulli og tvo góða vini. Vera sterkust í heimi og ráða við alla, löggur, ræningja, og meira að segja pabba sinn sem er sjóræningi. Ætli það dreymi samt ekki enn þá fleiri um að vera í sporum Önnu og Tomma og fá að vera besti vinur Línu. Því þótt það sé ábyggi- lega gaman að vera Lína þá er það örugglega líka svolítið erfitt. Lína verður nefnilega að vera mjög dugleg af því hún þarf að sjá um sig alveg sjálf og leysa öll vandamál upp á eigin spýtur. Gusur af skröki Sjóræningjastelpan Sigurlína Rúllugardína Nýlendína Krúsimunda á samt ekki í neinum vandræðum með það. Hún hefur siglt um öll heimsins höf á sjóræningjaskipinu Skopp- arakringlunni og er besti stýrimaður sem sög- ur fara af. Þegar pabbi hennar dettur í sjóinn sest hún að á Sjónarhóli og þótt hún hafi aðallega verið með sjóræningjum og viti ekki alltaf hvernig venjulegt fólk er vant að haga sér þá gerir hún sitt besta til að ala sjálfa sig upp. Hún skammar sjálfa sig til að fara að sofa og þegar hún verður leið huggar hún sjálfa sig með því að syngja og dansa. Það gusast samt upp úr henni skrökið og hún hefur engan áhuga á að læra fargnöldr- unartöfluna (margföldunartöfluna) eða hvern- ig maður á að haga sér í skólanum og kaffi- boðum. Í skólanum fær hún alla til að fara í „má ekki snerta gólf“ og í kaffiboðinu hjá Önnu og Tomma hrækir hún upp í loft, hermir eftir gestunum og stekkur á kökuna. Lína er nefnilega vön því að fara eftir sín- um eigin reglum og þegar hún kann ekki regl- urnar þá býr hún þær bara til sjálf. Í góðu lagi að snúa öfugt Lína er samt ekki bara fyndin. Hún getur líka kennt okkur ýmislegt og það er sennilega þess vegna sem hún er svona vinsæl bæði hjá börnum og fullorðnum. Hún kennir okkur til dæmis að treysta á okkur sjálf og að það sé best að fara okkar eigin leiðir í lífinu. Því þó við flytjum kannski ekki að heiman þegar við erum níu ára eins og Lína og við berjumst ekki við bófa og ræningja þá getur vel verið að okkur langi stundum til að gera hlutina svolít- ið öðruvísi en fólkið í kring um okkur. Það er nefnilega ekkert að því að snúa öfugt í rúminu og segja eða gera eitthvað skrýtið í kaffiboð- um svona einstöku sinnum – bara ef það er ekki gert af illgirni. Ekki bara kraftarnir sem gera hana sterka Þótt Lína sé sterkasta stelpa í heimi eru það ekki bara kraftarnir sem gera hana sterka heldur líka það að hún treystir á sjálfa sig og er ekki hrædd við hlutina. Hún er til dæmis ekkert hrædd við að hleypa þjófunum inn til sín. Hún treystir því að þeir séu góðir og það verður til þess að þeir sýna henni sínar bestu hliðar – þó þeir reyni nú reyndar líka að stela af henni. Með því að vera hún sjálf fær Lína að lok- um alla í lið með sér þannig að þegar pabbi hennar kemur að sækja hana vill enginn að hún fari – ekki einu sinni frú Prússólín sem hafði verið alveg ákveðin í að koma henni und- ir eftirlit. Þannig að það getur greinilega borgað sig að vera góður og fara sínar eigin leiðir. Hér sérðu Línu Langsokk? Astrid Lindgren, höfundur bókanna um Línu Lang- sokk, fæddist í Smálöndum í Svíþjóð árið 1907. Hún varð síðar þekktasti barnabókahöfundur Norðurlanda og skrifaði margar bækur sem íslenskir krakkar þekkja eins og til dæmis bækurnar um Emil í Katt- holti, Lottu, bræðurna Ljónshjarta og Ronju ræn- ingjadóttur. Lindgren, sem lést á síðasta ári, sagði að Lína hefði orðið til þegar Karen dóttir hennar lá veik og bað hana um að segja sér sögu. Lindgren fór þá að segja henni söguna um Línu og fyrir tíu ára afmæli Karenar skrif- aði hún söguna niður og gaf henni hana í afmælisgjöf. Það liðu þó þrjú ár þar til fyrsta bókin um Línu kom út þar sem stærsta bókarforlagið í Svíþjóð vildi ekki gefa hana út. Lindgren fann þó annan útgefanda og þegar bókin kom loks út varð hún strax mjög vinsæl. Það finnst mörgum skrýtið að bókaforlagið skuli hafi hafnað bókinni en við megum ekki gleyma því að Lína hefur örugglega þótt miklu óþekkari á þeim tíma en hún þykir í dag þar sem börn voru þá alin upp við mun meiri aga en nú til dags. Það voru heldur ekki allir sem viðurkenndu það á þeim tíma að börn geti verið góð á sama tíma og þau eru óþekk. En það er einmitt eitt af því sem gerir Astrid Lindgren svo sérstaka að hún skildi það og lét sumar af persónum sínum skilja það líka, eins og fólkið sem lærði að meta Línu og mömmur Emils og Lottu. Hvernig varð Lína til? SYSTKININ Ólafur Lárus (11 ára) og Urður (5 ára) voru ánægð með leikritið um Línu langsokk sem sýnt er í Borgarleikhúsinu. Urður, sem fór syngjandi heim af leikritinu, sagði að söngurinn hefði verið afar skemmtilegur og fannst Lína syngja vel. „Mér fannst líka kökuboðið skemmtilegt og þegar Lína settist of- an á kökuna. Þá hló ég,“ sagði Urður. Ólafi fannst kakan merkileg og hafði áhuga á að skoða hana betur. Hann sagðist hins vegar alveg vera með á hreinu hvernig Lína hefði farið að því að lyfta steininum, öðrum þjóf- inum og skipinu. Annars fannst hon- um atriðið með þjófunum einna best. Og skemmtilegasta persónan fyrir utan Línu var að hans mati apinn, hann herra Níels. Urði finnst gott að kúra í rúminu hjá mömmu og pabba, en sagðist samt alveg vera til í að búa ein á Sjónarhóli. „Það er allt í lagi að sofa ein ef maður er með hest og apa hjá sér.“ Krakkarýni: Lína langsokkur Væri til í að búa á Sjónarhóli Morgunblaðið/Þorkell Urður og Ólafur voru ánægð með leik- ritið um Línu Langsokk. Hver er sá veggur víður og hár, vænum settur röndum, rauður, gulur, grænn og blár gerður af meistara höndum? Prentsmiðja Árvakurs hf. Svar: Regnboginn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.