Morgunblaðið - 28.09.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 28.09.2003, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 2003 B 5 Er veisla framundan?.. Glæsilegur veislusalur Ferðafélagsins í Mörkinni til leigu Komum líka með veisluna heim til þín Smiðjuvegi 14 • Kópavogi • www.veislusmidjan.is Pantanir og uppl. í síma 587 3800 og 899 2959 Þórarinn Guðmundsson matreiðslumestari Nafn/nöfn (prentstafir) Kennitala: Heimilisfang: Vinsamlegast setjið X þar sem við á: Ég óska eftir að greiða bókina út í hönd með reiðufé/ávísun er fylgir hér með , eða Visa/Euro: , ellegar fá sendan gíróseðil Ef greitt er með greiðslukorti, þá: Gildistími korts: Kortnúmer (16 stafir) Tabula gratulatoria Ólafur Ólafsson, fyrrum landlæknir, 75 ára Hinn 11. nóvember næstkomandi verður Ólafur Ólafsson, fyrrverandi landlæknir og núverandi forystumaður í samtökum eldri borgara, 75 ára. Af því tilefni hafa nokkrir vinir hans og velunnarar ákveðið að efna til útgáfu, honum til heiðurs, á völdu efni úr handraða afmælisbarnsins. Þar er fjallað um heilbrigðismál í víðum skilningi, margs konar þjóðfélags- og réttindamál, alþjóðamálefni og málefni eldri borgara. Frásagnirnar eru fjölbreyttar og fróðlegar og allar í anda Ólafs, hnitmiðaðar og hispurslausar og síðast en ekki síst eru þær bráðskemmtilegar þar sem það á við. Áætlað er að afmælisritið komi út í maí á næsta ári, en Bókaútgáfan Hólar hefur tekið að sér útgáfu þess og er ritnefndin skipuð þeim Sigurði Guðmundssyni landlækni, Benedikt Davíðssyni formanni Landssambands eldri borgara og Vilhelm G. Kristinssyni rithöfundi, sem jafnframt er ritstjóri verksins. Afmælisritið verður selt í áskrift og greiðist það fyrirfram (kr. 4.900- og er sendingargjald innifalið). Í ritinu verður heillaóskaskrá (Tabula gratulatoria) og er það von ritnefndarmanna að hún verði sem lengst og glæsilegust. Þeir velunnarar Ólafs, sem áhuga hafa á því að senda honum afmæliskveðju og eignast um leið bókina, eru góðfúslega beðnir að skrá nafn sitt hér að neðan (tvö nöfn eða fleiri eru heimil án aukagreiðslu en birtast þá saman á heillaóskaskránni): Sendist til: Bókaútgáfan Hólar, pósthólf 9089, 121 Reykjavík. Einnig má skrá sig á heillaóskaskrá í síma 557-9215/557-9310 eða á holar@simnet.is  FJALLAGARPARNIR eruauk Bjarna, sem býr áMöðruvöllum, þeir GrétarGrímsson og Árni Þorgils-son, Akureyri, og Þorsteinn Skaftason frá Dalvík. Þeir hófu „Gönguna löngu“ á sólríkum sunnu- dagsmorgni í lok júlí árið 1995 á Há- mundarstaðahálsi sunnan Svarfaðar- dals og fóru þá fyrsta áfanga leiðarinnar. Nú 9 árum og nokkrum áföngum síðar komu þeir niður með Ófærugjá í Ólafsfjarðarmúla og höfðu þá lagt að baki um 90 kílómetra leið sem tók í allt 15 til 20 daga að ganga. Bjarni sagði að upphafið að því að félagarnir ákváðu að leggja í Göng- una löngu megi rekja til greinar sem Hjörtur E. Þórarinsson á Tjörn í Svarfaðardal ritaði í Árbók Ferða- félags Íslands árið 1990 þar sem fjallað var um fjalllendi Eyjafjarðar að vestanverðu. „Í þessari grein fór Hjörtur í huganum þessa stórbrotnu leið umhverfis Svarfaðardalinn og varpaði fram þeirri hugmynd hvort ekki væri komin tími til að leiðin um hin hlykkjóttu landamæri Svarfaðar- dals og Dalvíkur við nágrannasveit- arfélögin yrði gengin,“ segir Bjarni. Landamærin hefjast á ströndinni yst á Hámundarstaðahálsi, ná fljótlega 1.000 metra hæð en fara lægst niður í 870 metra á Heljardalsheiði og hæst í 1.456 metra hæð á Dýjafjallshnjúki, enda svo við rætur Ófærugjár yst í Ólafsfjarðarmúla eftir að farið hefur verið yfir ótal hnjúka og skörð. Hverjir verða fyrstir til að vinna þetta frægðarverk … Í grein sinni segir Hjörtur að „nú sé kominn tími til að einhver eða ein- hverjir vinni sér það til frægðar að ganga þessa markalínu frá sjó til sjóvar.“ Síðar segir hann: „En nú er bara að bíða og sjá hverjir verða fyrstir til að vinna þetta frægðarverk. Það hefur örugglega aldrei verið gert áður. Meira að segja má telja líklegt að á suma hnjúka, sem á leiðinni liggja, hafi mennskur fótur aldrei stigið, enda ekki svo ýkja langt síðan menn tóku upp á því hér um slóðir að klífa fjöll að nauðsynjalausu.“ Bjarni kvaðst ekki hafa getað gleymt þessari áskorun Hjartar á Tjörn og fært hana í tal við göngu- félaga sína, en hvert sumarið á fætur öðru hefði liðið áður en látið var til skarar skríða. Hjörtur skipti ferðinni í tvo hluta og taldi að unnt yrði að ganga leiðina á 3–5 dögum. Fyrri helmingur leiðarinnar væri frá Há- mundarstaðahálsi og fram í Tungna- hryggsskála, nokkurn veginn fyrir botni Skíðadals inni í hjarta Trölla- skagans. Seinni hlutinn er svo þaðan og út fjallgarðinn að vestanverðu og út í Múla. Ferðafélagarnir gerðu hins vegar ráð fyrir að ganga þennan fyrsta hluta leiðarinnar á fjórum dög- um, „en svo reyndist þetta verkefni allt mun meira og erfiðara en við töld- um og svo fór að við tókum nokkra daga á ári í næstum áratug, eða 9 ár í að ljúka göngunni,“ segir Bjarni, en bætir við að raunar hafi tvö sumur lið- ið án þess nokkuð hefði gengið. Annað skiptið voru göngumenn uppteknir og náðu ekki saman og hitt skiptið var leiðin sem ganga átti ófær. Þverhnípi á báða bóga Bjarni segir að víða hefði þurft að ganga eftir örmjóum klettahryggjum með mörg hundruð metra þverhnípi á báða bóga. Eins hefði sumstaðar ver- ið ógreiðfært, einkum þar sem tveir dalbotnar mættust. „Jöklarnir í dal- botnunum beggja vegna vatnaskil- anna naga úr fjöllunum og á milli þeirra standa oft örmjóir og ófærir hryggir. Þá neyddumst við stundum til að fara niður á jöklana.“ Hann sagði ferðina hafa verið mjög eftirminnilega. „Í fyrsta lagi vegna þeirrar ótrúlegu fegurðar sem við okkur blasti frá ákveðnum tindum og maður fylltist næstum því hryggð yfir því að fleiri hafi ekki haft tækifæri á að njóta hennar,“ sagði Bjarni, en hópurinn hitti einungis einu sinni fólk á allri ferð sinni Hann sagði að vissulega hefðu þeir félagar á stundum lent í erfiðleikum, einkum þegar farið var yfir jökla og um brattar jökulfannir. Einu sinni biluðu broddarnir á skóm hans og Árni hjó fyrir hann spor í jökulinn og þá segir Bjarni að stundum hafi farið um sig í snarbröttum klettum. „Við lentum sem betur fer aldrei í veru- legri lífshættu og enginn meiddist á þessu langa ferðalagi og það er guðs þakkarvert,“ segir Bjarni. Mikið til af grjóti „Við erum ánægðir með að þessu er lokið og auðvitað getum við nú grobb- að okkur dálítið af þessu. En vissu- lega var leiðin lengri og erfiðari en okkur óraði fyrir og óvíst hvort við hefðum lagt í þetta hefðum við fyr- irfram vitað að hún yrði svo torsótt. Því er þó ekki að neita að það var óskaplega gaman að koma þar sem enginn annar maður hafði farið áður. Og eftir ferðina undrast ég hver mikið er til af grjóti á Íslandi,“ segir Bjarni. Bjarni E. Guðleifsson Í upphafi göngunnar við Hámundarstaðaháls árið 1995. Bjarni E. Guðleifsson, Árni Þorgilsson og Grétar Grímsson. Á myndina vantar Þorstein Skaftason. Gengið suður eftir Krossafjalli sumarið 1995. Til hægri sést yfir Hrísey. Fjórir fjallagarpar gengu vatnaskilin umhverfis Svarfaðardal Á suma hnjúka hafði enginn stigið Fjórir fræknir fjallagarpar gengu nýlega vatnaskilin umhverfis Svarfaðardal. Einn þeirra, Bjarni E. Guð- leifsson, tók áskorun Hjartar á Tjörn Þórarinssonar sem fór þessa leið í huganum og skrifaði um hana grein. Margrét Þóra Þórsdóttir hlustaði á ferðasöguna.                                             !"      #"  $%   & (  ) *  $%    +% ,              - ' . $%  ! /&   "# / )   0$0$     $*  $%     ! '% maggath@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.