Morgunblaðið - 28.09.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.09.2003, Blaðsíða 6
Náttúran stendur utan við þ menn meta mest; menningu Hvað þá heimspeki eða vísi er jafnvel sama um verkfræ Náttúran tjáir sig, Sigurgeir ljósmyndari varð bergnumi tjáningu hennar. Gunnar He treystir sér aftur á móti ekk tjá það sem hann skilur ekk an er handan skynsemi og r Tjáning náttúrun HÚN heyrir ekkert, sér ekkert og skilur ekkineitt heldur. Hún er án siðgæðisvitundarog skeytir ekki um gróða eða tap mann-anna. Samt er eitthvað vit í henni því húner ekki óútreiknanleg. Hún hefur lang- tímaminni því hún geymir sögu lífsins í jarðvegi sínum. En það er erfitt að eiga við hana, og erfitt að gera við hana samning, því hún svarar seint og illa og virðist ekki vilja gangast undir djúphugsaðar mannasetningar eða reglur, jafnvel ekki lög. Hún stendur utan við það sem menn meta mest; menningu og listir. Hvað þá heimspeki og vísindi og henni er jafnvel sama um verk- fræði. Það er ekki að furða að menn hafi sagt skilið við hana og skilgreint sig upp á nýtt: Maður og náttúra, tvennt en ekki eitt. Því hún er handan skynsemi og raka, hún er algjörlega siðlaus – og missir miskunnar- laust stjórn á skapi sínu. Um aldir hafa menn reynt að ná sambandi við hana en án árangurs – jafnvel orku- steinar hennar, sem seldir eru í búðum, þegja þunnu hljóði. Menn geta aðeins reynt að geta í eyðurnar og ímyndað sér svör hennar. Hversdagsleg fegurð Stundum er hún svo ægifögur að fólk fellur í stafi – en oft hirðir hún ekki um að skreyta sig og virkar fremur föl á kinn og svo hversdagsleg að maður tekur ekki eftir henni – fyrr en of seint. Hrikafegurð fjallanna og látlaus fegurð dalanna… hvort sem er, þá 6 B SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.