Morgunblaðið - 28.09.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.09.2003, Blaðsíða 10
10 B SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ferðalög Hvað varstu að gera á Ítalíu í sumar? „Í fyrra skiptið fór ég í byrjun júlí til að syngja með Péturs- kirkjukórnum svokölluðum við messu í Péturskirkjunni í Róm. Kórinn var sérstaklega stofnaður með það að markmiði að fara og syngja við messu í þessari kirkju en það má kannski segja að þetta hafi verið nokkurs konar afmælisferð því það eru tíu ár síðan kórstjórinn okkar Margrét Pálmadóttir stofnaði Kvenna- kór Reykjavíkur. Meðlimir kórsins sem allt eru konur koma héð- an og þaðan, sumar eru úr Vox Feminae og aðrar úr Gospel- systrum eða Hljómsystrum og síðan eru þarna aðrar konur sem ekki hafa verið í kór áður en hafa gaman af því að syngja.“ Sunguð þið á fleiri stöðum á Ítalíu? „Við vorum í viku og sungum líka í litlum bæ Castel Arquato. Þar voru ítalskar konur að opna listsýningu og við vorum opn- unaratriðið hjá þeim. Við sungum einnig í kirkju í Róm sem heitir Saint Ignazio og þangað komu um 700 manns til að hlusta á okkur. Eftirminnilegast fannst mér að syngja í litlum bæ, Subiaco, sem er rétt fyrir utan Róm. Þar lentum við í Fellini-ævintýri. Fé- lag eldri borgara tók á móti okkur og eftir sönginn þá kom í ljós að gamla fólkið var búið að elda fyrir okkur pasta, pítsur og baka kökur og eftir að hafa borðað þennan yndislega mat var slegið upp harmonikkuballi. Þetta var einstök stund og eins og að stíga inn í miðja bíómynd. Ítalirnir voru svo glaðir og gest- risnir og andrúmsloftið ótrúlega skemmtilegt. Það var líka mjög gaman að syngja í kvikmyndahúsi í Róm sem er tileinkað Charlie Chaplin. Þar sungum við undir þöglu myndinni hans The Kid.“ Hvernig kom Róm þér fyrir sjónir? „Ég hef komið nokkrum sinnum til Rómar og mér finnst hún eins og ævintýri. Þetta er lítil borg þó hún sé stór og gott að vera þar. Það er frábært að ganga um þröngar litlar götur þar sem saga er við hvert fótmál, byggingarnar fallegar og fólkið svo op- ið og vingjarnlegt. Á kvöldin er ómissandi að fara í hverfið Trastevere, sem þýðir hinum megin við ána. Þar eru þessar litlu þröngu götur, ótal krúttleg kaffihús og veitingahús og mannlífið er fjölskrúðugt. Eitt kvöldið lentum við á frábærum veitingastað í þessu hverfi, Ristorante Asinocotto, en við höfðum lesið um hann í ferðahandbók þar sem mælt var með honum. Þarna var eig- andinn allt í öllu. Hann þjónaði til borðs, eldaði með kokkinum og spjallaði við gesti. Staðurinn tekur ekki nema um þrjátíu í sæti en andrúmsloftið er rómantískt og þarna eru gamlir og fal- legir munir sem gaman er að skoða. Maturinn var einstakur, frá- bær blanda af ítalskri og franskri matargerð. Það var alls ekki dýrt að borða þarna, þríréttuð máltíð með borðvíni, fordrykk og kaffi á eftir kostaði ekki nema um 5.000 krónur á manninn.“ Kíktuð þið í búðir? „Það er ekki hægt að koma í félagsskap kvenna til Rómar án þess að kíkja í búðir. Úrvalið er stórkostlegt af fötum, skóm og töskum og það er sérstaklega gaman að kaupa skó í Róm svo ekki sé nú talað um ítalskt hráefni í matargerð. Við vorum margar klyfjaðar þegar við héldum heim.“ Þú ferð árlega til Ítalíu. Áttu þér einhvern uppáhaldsstað þar? „Ég á marga uppáhaldsstaði á Ítalíu, það er einmitt það sem er svo heillandi við landið hvað það er fjölbreytilegt og marga gimsteina þar að finna. Ég held upp á Róm, Flórens, Mílanó, Fen- eyjar og Sienu. Í sumar fór ég til Pompei og var heilluð af því sem bar þar fyrir augu. En líklega stendur Flórens uppúr ef ég ætti að velja einn stað. Ástæðan er sú að borgin er svo mikil lista- og menningarborg, þar eru frábærir veitingastaðir og gaman að ganga um borg- ina.“ Gistir þú alltaf á sömu stöðunum? „Nei, en yfirleitt reyni ég að finna lítil hótel. Þegar ég er í ná- grenni við Pisa í Marina di massa þá gisti ég alltaf á hótel Lido. Það er notalegt hótel sem er rekið af fjölskyldu Armando hótelstjóra, konunni hans, sonum og tengdadætrum. Þau elda, þrífa og gera alla hluti sjálf og barnabörnin hlaupa um eins og heima hjá sér. Mér finnst heimilislegt að gista hjá þeim. Því mið- ur er að verða æ erfiðara að finna fjölskyldurekin hótel á Ítalíu því þar eins og annars staðar er orðið mikið um hótelkeðjur.“ Ég fór fyrst til Ítalíu fyrir átta árum, segir Sigríður Anna Ellerup. Landið heillaði hana strax og síðan hefur hún farið þangað árlega. Í sumar fór hún tvisvar til Ítalíu. Ljósmynd/SAE Péturskirkjukórinn að syngja í Péturskirkju í sumar. Torg í Trastevere-hverfinu í Róm. Er kolfallin fyrir Ítalíu Hvaðan ertu að koma?  Hótel Lido di Pegollo Armando Viale Roma, 426 Marina di Massa Sími 0039 05 85 241057  Ristorante Asinocotto di Giuliano Brenna Via dei Vascellari, 48 Trastevere Róm Sími 0039 06 5898985 Roskið fólk í bænum hélt kórnum veislu eftir tón- leikana og Sigríður Anna segir að sú veisla hafi verið ævintýri líkust. F ÉLAGI minn, Tómas Einars- son, býr í Heidelberg í Þýskalandi og það var að hans uppástungu sem við ákváðum að hjóla frá Heidelberg til Garmisch-Partenkirchen nú í sumar og klífa hæsta fjall Þýskalands, Zugspitze en fjallið er 2.964 metra hátt,“ segir Þórður Höskuldsson. Auk Tómasar og Þórðar voru bróðir Þórðar og mágkona með í för, Sveinbjörn Höskuldsson og Kolbrún Ottósdóttir. „Áður en við lögðum af stað urðum við okkur út um ferðagögn frá Þýska hjólreiðasambandinu (ADFC). Þar voru leiðarlýsingar og ábendingar um gististaði sem bjóða uppá þjón- ustu við hjólreiðafólk, hýsa hjól og lána verkfæri. Þá veita sumir gisti- staðir meðlimum í Þýsku hjólreiða- samtökunum afslátt af gistingu og morgunverði sem við notfærðum okkur. Við hjóluðum í suðaustur frá Heid- elberg, fyrst í átt að ánni Neckar og þaðan yfir Schwäbisch Alb fjöllin í átt að háskólabænum Ulm. Frá Ulm héldum við suður með ánni Iller í gegnum Bæjaraland og inn að Ölp- um til Garmish-Partenkirchen.“ Hópurinn var fjóra daga á leiðinni og Þórður segir að daglega hafi þau hjólað 80-120 kílómetra. Að morgni lögðu þau upp með lauslega áætlun sem yfirleitt hélst nokkurnveginn. Þórður segir að þeir staðir sem Þýska hjólreiðasamband- ið hafi verið með hafi reynst þægi- legir í alla staði og frekar ódýrir. „Við vorum að borga um 2.500– 4.000 krónur á mann fyrir gistingu í uppábúnum rúmum og með góðum morgunverði.“ Þegar komið var til Garmish-Partenkirchen fóru þau að huga að uppgöngu á hæsta fjall Þýskalands, Zugspitze. „Við vorum reyndar búin að vinna okkur í haginn heima en þurftum að bæta aðeins við okkur búnaði og einnig tókum við tali fólk sem þekkti vel til. Ganga á Zugspitze er á allra færi sem eru ágætlega fótvissir og ekki lofthræddir. Okkur var ráðlagt að nota klifurbelti í þessari fjall- göngu til að festa okkur í bergið þeg- ar farið er upp hluta fjallsins. Við lögðum á fjallið seinnipart dags og byrjuðum á að fara í skála sem Þýski alpaklúbburinn á og er þekktur byrjunarreitur þeirra sem klífa fjallið. Skálinn er í tæplega 1.400 metra hæð og þar gistum við um nóttina. Það má segja að skálinn sé stigi ofar en íslenskir skálar því hægt var að kaupa sér drykki og veitingar að vild. Veitingastaður á fjallstoppnum Við vöknuðum svo í dagrenningu og vorum komin á göngu um klukkan sex að morgni. Þegar við komum að fyrsta klettaveggnum sáum við að uppgangan yrði einfaldari og hættu- minni en við höfðum gert ráð fyrir því búið var að reka teina í vegginn þar sem ekki var fótfesta og vír lá síðan meðfram teinunum þannig að hægt er að festa sig með klifurbelti við vírinn. Eftir stutt klifur í berginu komum við að lóðréttum kletti sem er sléttur eins og húsveggur. Gengið er eftir Hjólaði um Suður-Þýskaland og kleif hæsta fjall landsins Svona ferð gleymir maður aldrei Hópurinn kominn á topp Zugspitze. Þórður og Kolbrún eru uppi við súluna, Sveinbjörn situr á myndinni en Tómas stendur fyrir framan Kolbrúnu. Við vorum þægilega lúin í lok ferðar, segir Þórður Höskuldsson sem hjólaði frá Heidelberg í Þýskalandi til Garmisch-Partenkirchen og gekk síðan upp á Zugspitze, hæsta fjall Þýskalands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.