Morgunblaðið - 28.09.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.09.2003, Blaðsíða 16
16 C SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÞEBA Björt Karlsdóttir hlaut hæstu einkunn í öllum prófþáttum sveinsprófs í símsmíði. Á myndinni er Þeba með Sigurgeiri Ólafssyni formanni Félags Símsmiða. Haldin voru sveinspróf í raf- iðngreinum í júní sl. og útskrif- uðust alls að þessu sinni 42 svein- ar. Voru útskrifaðir 20 rafvirkjar, einn rafveituvirki, 15 raf- eindavirkjar og 6 símsmiðir. Af þessu tilefni héldu Rafiðn- aðarsamband Íslands, Samtök at- vinnurekenda í raf- og tölvuiðnaði, Rafiðnaðarskólinn og Fræðslu- skrifstofa rafiðnaðarins hóf í hús- næði Rafiðnaðarsambandsins að Stórhöfða 31, laugardaginn 20. september sl., þar sem raf- iðnsveinum voru afhent sveinsbréf sín og veittar voru viðurkenningar fyrir góðan árangur á sveinsprófi. Útskrift raf- iðnaðarsveina ÞAÐ hefur verið kalt á sjóbirtings- slóðum og mikill vatnskuldi dregur úr aflabrögðum. Síðasta holl í Grenlæk var t.d. með aðeins sex fiska, þrjá birtinga, tvær bleikjur og einn staðbundinn urriða. Tökur voru afar naumar alla dagana og þannig hefur það verið síðustu viku til tíu daga. Svipaða sögu er að segja úr öðr- um bergvatnsám á þessum slóðum, veiðimenn sem voru t.d. við Tungu- læk á fimmtudag settu í allnokkra fiska, en náðu aðeins að landa tveimur. Grenlækur á uppleið Annars virðist sem veiði í Gren- læk sé á uppleið á nýjan leik eftir nokkur ár í magurri kantinum. Á hádegi föstudags voru komnir 526 fiskar í veiðibók, 340 urriðar og 186 bleikjur. Ekki er gott að átta sig á skiptingu milli sjóbirtinga og stað- bundinna urriða þar sem slíks er ekki getið nema í um það bil helm- ingi tilvika. Er þar skortur á góðri skráningu, því reitir eru fyrir um- rædda skráningu í veiðibók. En miðað við það sem þó er skráð, virð- ist sem um það bil helmingur urr- iðaaflans sé sjógenginn og helming- ur staðbundinn. Veiðst hafa upp í 13 punda sjóbirtingar og síðasti stórfiskurinn veiddist á fimmtu- daginn, 10 punda hængur á Heima- sætu í veiðistaðnum Lómi. Stað- bundnu urriðarnir ná ekki jafngríðarlegri stærð, en eru al- gengir á bilinu 1,5 til 3 pund og slangur af 4 til 6 punda fiski. Bleikj- urnar eru yfir höfuð afar vænar, mest 2 til 4 punda og þó nokkrar 5 til 7 punda. Þær veiðast mest í júní og júlí, en hverfa síðan að mestu úr veiðinni síðsumars er veiðimenn snúa sér í meiri mæli að sjóbirtingi. Frábær vertíð í Minnivallalæk Frábærri vertíð í Minnivallalæk er senn lokið. Rúmlega 500 urriðar hafa verið skráðir þar. Dregið hef- ur nokkuð úr veiði í kuldanum að undanförnu, enda lækurinn kaldur í eðli sínu. Þó hefur kroppast upp þegar reynt hefur verið, t.d. veidd- ist fyrir fáum dögum 12 punda tröll í Djúphyl á Black Ghost straum- flugu, en það eru einkum straum- flugur veiddar djúpt sem gefa fisk í kuldanum. Þetta er þeim mun merkilegri veiði, að framan af ver- tíð var tiltölulega lítið veitt í ánni vegna þess að veiðihúsið nýja var í smíðum og enginn aðbúnaður fyrir veiðimenn. Tekur grannt í kuldanum Sjóbirtingsveiðin gengur upp og ofan þessa dagana. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? OPIN kerfi í samstarfi við HP, tóku þátt í LEGO-hátíð sem Reykjalundur, umboðsaðili LEGO á Íslandi, stóð fyrir í Vetrargarðinum í Smáralind, dagana 28. ágúst til 7. september s.l. HP bauð gestum LEGOhátíðarinnar að taka þátt í LEGO samkeppni, þar sem þátttakendur kubbuðu listaverk eftir eigin höfði sem síðan voru fest á pappír með stafrænni myndavél frá HP og prentuð út á fjölnotaprentara frá HP. Þessar myndir voru síðan hengdar upp á vegg í Smáralindinni og 10 bestu LEGO-listaverkin voru síðan valin. Um 600 manns tóku þátt í LEGO-samkeppn- inni. Verðlaunu hlutu: Hlín Hilmarsdóttir, fékk fyrstu verðlaun sem var HP psc2110 fjölnota- prentari og Aron Ágúst Jóhönnuson, stóran BMW-Williams LEGO-formúlu1-bíl. Önnur til tí- undu verðlaun fengu Vilhjálmur Ragnarsson, Sandra og Sunna Júlíusdætur, Alma og Helga Ólafsdætur, Árni Snær Jónsson, Daníel Bent Al- exanderson, Arnar Freyr Heimisson, Anton Örn Kristjánsson, Viktor Helgi, Ingólfur og Hákon. Ekki náðist í þá Viktor Helga, Ingólf og Hákon fyrir verðlaunaafhendinguna. Ljósmynd/Jón Svavarsson Fjölmargir tóku þátt í LEGO-hátíðinni sem Reykjalundur stóð fyrir. Á myndinni eru frá vinstri: Arnar Freyr Heimisson, Anton Örn Kristjánsson, Aron Ágúst Jóhönnuson, Hlín Hilmarsdóttir, Daníel Bent Alexandersson. Aftari röð: Halldóra Matthíasdóttir Opnum kerfum, Vilhjálmur Ragnarsson, Sandra Júlíusdóttir, Sunna Júlíusdóttir, Alma Ólafsdóttir, Helga Ólafsdóttir, Árni Snær Jónsson og Elfa Hannesdóttir Opnum kerfum. Vinningar í LEGO-hátíðinni í Smáralind ÁSTA Lilja Lárusdóttir, nemandi í 6M í Kópavogsskóla, datt í lukku- pottinn á dögunum þegar hún hlaut fyrstu verðlaun í skólaleik Penn- ans-Eymundssonar. Ásta Lilja fékk að bjóða öllum bekknum sínum að sjá söngleikinn Grease í Borg- arleikhúsinu sl. laugardag og á eft- ir fóru þau öll út að borða á Hard Rock. Auk þessara verðlauna hlutu níu aðrir nemendur, í skólum um land allt, gjafabréf að upphæð 10 þús- und krónur frá Pennanum- Eymundssyni. Krakkarnir í anddyri Borgarleikhússins á leiðinni á Grease. Ásta Lilja Lárusdóttir er fremst fyrir miðju. Bauð bekknum í leikhús og mat  JÓN Elvar Wallevik varði dokt- orsritgerð sína við háskólann í Þránd- heimi, (NTNU), 2. apríl sl. Heiti rit- gerðarinnar er «Rheology of Particle Suspens- ions: Fresh Con- crete, Mortar and Cement Paste with Various Typ- es of Lignosulfon- ates». Verkefnið var unnið við Institutt for kon- struksjonsteknikk, með Erik J. Selle- vold prófessor sem aðalleiðbeinenda. Meðleiðbeinendur voru Fridtjov Irg- ens prófessor og Sverre Smeplass verkfræðingur. Verkefnið var styrkt af Borregaard LignoTech (www.- borregaard.com) og Rannsóknasjóði Noregs. Borregaard LignoTech er framleiðandi ofangreindra þjálniefna (þ.e. „Lignosulfonates“) . Áhersla var lögð á að rannsaka þjálni og þjálnistap á steinsteypu og múr sem fall af mismunandi hitastigi. Rannsókn á þjálni og þjálnistapi er mikilvægur þáttur í að fyrirbyggja steypuskemmdir á meðan steypt er í mótin. Rannsóknir voru gerðar við 5, 23 og 38 gráður celsíus. Fyrsta hita- stigið líkir eftir (mildum) vetrarskil- yrðum við steypingu, annað líkir eftir sumartíma og hið síðasta líkir eftir að- stæðum Mið-Austurlanda. Það síðast- nefnda þótti afar mikilvægt fyrir Borregaard LignoTech, vegna mark- aðslegra umsvifa þeirra í Mið- Austurlöndum. Niðurstöður rann- sóknanna eru tengdar við molekúl- byggingu þjálniefnanna. Í verkefninu voru rannsakaðir sér- stakir þjálnieiginleikar sementsefju (thixotropy). Þar voru mælinið- urstöður tengdar niðurstöðum tölu- legra reikninga. Í þessu var ákveðinni japanskri tækni beitt við að reikna út hlutfallslegan fjölda sementsagna sem eru tengdar saman á meðan mæling stendur yfir. Tilgangur þessar rann- sóknar var að gera betri grein fyrir virkni þjálniefnanna. Jón Elvar Wallevik varði M.Sc. rit- gerð sína í eðlisfræði við Háskóla Ís- lands lok ársins 1997. Hann hefur nú hafið störf hjá Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins. Þar hefur verið komið á fót alþjóðlegri rannsókn- arstofu í flotfræðum ferskrar steypu, múrs og sementefju og er nefnd „The IBRI Rheocenter“. Doktor í þjálni steinsteypu SENDINEFND frá fylkisþingi Kaliforníu í Bandaríkjunum verður í opinberri heimsókn á Íslandi í boði Alþingis dagana 27. september til 3. október. Fylkisþingmennirnir munu hefja heimsóknina á Akureyri, þar sem þeir dvelja í tvo daga áður en þeir halda til Reykjavíkur. Þeir munu meðal annars kynna sér orkumál, sjávarútvegsmál og almannavarnir. Þingmennirnir verða við setning Alþingis miðvikudaginn 1. október og munu eiga fundi með fulltrúum þingflokka og efnahags- og við- skiptanefndar Alþingis. Þeir munu jafnframt hitta Ólaf Ragnar Gríms- son forseta Íslands, forsætisráð- herra og Halldór Blöndal forseta Al- þingis. Setning Alþingis, 130. löggjafar- þings, hefst 1. október 2003 kl. 13.30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Að guðsþjónustu lokinni verður gengið til þinghússins. Forseti Ís- lands setur þingið og að því loknu tekur aldursforseti þingsins við fundarstjórn og stjórnar kjöri for- seta Alþingis. Í heimsókn í boði Alþingis

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.