Morgunblaðið - 29.09.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.09.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 MÁNUDAGUR 29. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Ferðir Blóðbankabílsins: Þriðjudagur 23. september Háskóli Íslands við Odda 9.00-15.00 Miðvikudagur 24. september hjá Alcan í Straumsvík. 9.00-15.00 www.blodbankinn.is NÁLÆGT sjötíu börn mættu í Fjöl- skyldu- og húsdýragarðinn í gær til þess að taka þátt í skákmóti fyrir nemendur úr fyrsta til sjötta bekk grunnskóla. Mótið er liður í keppni sem tafl- félagið Hrókurinn og Húsdýra- garðurinn standa fyrir í vetur. Keppt var í fjórum flokkum og var hart barist á öllum vígstöðvum. Annað mót þessarar keppni fer fram í október. Í frétt frá Hróknum kemur fram að öllum börnum á þessum aldri er boðið að taka þátt. Morgunblaðið/Kristinn Sjötíu börn að tafli NÚ bíða 146 einstaklingar sem lokið hafa með- ferð á Landspítala – háskólasjúkrahúsi á legu- deildum eftir varanlegri vistun utan spítalans. Er þetta um 50% fjölgun frá því sem verið hefur undanfarin ár. Margir bíða eftir plássi á dvalar- og hjúkrunaheimilum fyrir aldraða. Lækninga- forstjóri spítalans segir að ef þetta rými losnaði mætti fjölga aðgerðum svo biðlistum yrði nánast eytt. Biðlistar eftir þjónustu á Landspítala – há- skólasjúkrahúsi hafa styst í flestum sérgreinum, ef borið er saman við sama tíma fyrir ári, að því er fram kemur í greinargerð framkvæmdastjóra fjárreiðna og upplýsinga, Önnu Lilju Gunnars- dóttur, með stjórnunarupplýsingum fyrstu sjö mánaða ársins. Meðal annars hefur náðst að stytta bið eftir bæklunarlækningum enda hefur aðgerðum fjölgað um rúm 5% frá síðasta ári. Tvöfalt fleiri bíða eftir skurðaðgerð vegna offitu Aftur á móti hafa biðlistar lengst í tveimur sér- greinum skurðlækninga, almennum skurðlækn- ingum og augnlækningum. Nú bíða liðlega 1.200 einstaklingar eftir skurðaðgerð á augasteini en til samanburðar má geta þess að á öllu síðasta ári voru gerðar þannig aðgerðir á 1.179 sjúklingum. Innan almennra skurðlækninga er aðallega bið eftir aðgerðum vegna vélindabakflæðis og þind- arslits og eftir skurðaðgerð á maga vegna offitu. Liðlega 350 einstaklingar bíða eftir skurðaðgerð vegna vélindabakflæðis og þindarslits. Er það heldur minna en á sama tíma í fyrra en ef miðað er við fjölda aðgerða á síðasta ári tekur nærri því tvö ár að vinna þennan biðlista upp þótt engir ný- ir sjúklingar bætist við á þeim tíma. Gríðarleg aukning hefur orðið í eftirspurn eftir skurðaðgerðum á maga vegna offitu. Nú bíða 225 einstaklingar eftir aðgerð af því tagi og er það meira en tvöföldun frá sama tíma á síðasta ári. Hins vegar voru einungis um 50 slíkar aðgerðir framkvæmdar á öllu síðasta ári. Jóhannes M. Gunnarsson, framkvæmdastjóri lækninga, segir að offita sé mjög vaxandi vanda- mál og þá hafi aukin umræða í fjölmiðlum um þennan möguleika leitt til aukinnar eftirspurnar. Einnig hafi þróun í aðgerðatækni sem geri þess- ar aðgerðir, eins og margar aðrar, léttari og öruggari aukið áhuga fólks á að gangast undir þær. Dýrari pláss og verri Anna Lilja Gunnarsdóttir vekur í greinargerð sinni sérstaka athygli á mikilli fjölgun einstak- linga á biðlistum eftir varanlegri vistun utan spít- alans. Er þetta fólk sem lokið hefur meðferð en ekki tekst að finna rétt pláss fyrir. Nú eru 146 einstaklingar á þessum lista en voru 119 á sama tíma á síðasta ári og Jóhannes Gunnarsson bend- ir á að á undanförnum árum hafi gjarnan verið 80 til 110 á biðlistum eftir varanlegri vistun. Margt af þessu fólki er aldrað og þarf að komast á dval- ar- eða hjúkrunarheimili en einnig er þar ungt fólk sem lent hefur í alvarlegum slysum eða veik- indum og geðfatlaðir einstaklingar. Jóhannes segir að þessi fjölgun komi svo sem ekki óvænt. Hjúkrunarrýmum á höfuðborgar- svæðinu fjölgi svo hægt að ekki hafist undan. Nefnir hann að spítalinn hafi bundið vonir við að Vífilsstaðahúsið yrði tekið fyrr í notkun en það verði ekki fyrr en eftir áramót. Þótt spítalainn eigi þar ákveðinn forgang muni varla sjást högg á vatni þegar Vífilsstaðir opni. Segir Jóhannes að unnið sé að stækkun heimila en á móti komi að rúmum fækki á eldri stofnunum þegar þau fái eðlilega endurnýjun. „Rýmisins vegna gætum við nánast eytt öllum biðlistum eftir aðgerðum á spítalanum ef við hefðum þessi legupláss. Við höfum skurðstofurn- ar tilbúnar og fasti kostnaðurinn er sá sami þótt við fjölgum aðgerðum,“ segir Jóhannes og bætir því við að ekki megi gleyma því að notkun á sjúkrarúmum spítalans sé mun dýrari og verri fyrir þetta fólk en pláss í viðeigandi umhverfi. 146 sjúklingar á Landspítala bíða eftir varanlegri vistun utan sjúkrahússins Gætu nánast eytt öllum biðlistum á spítalanum „VIÐ ætlum að fylgjast með þessum hræringum og ef við getum átt einhverja aðild að því að halda þessu í sem farsælleg- ustum farvegi fyrir okkur, þá reynum við það,“ segir Magnús Jónsson, sveitarstjóri á Skaga- strönd, um hugsanlegar breyt- ingar sem kunna að verða á Brimi, sjávarútvegsstoð Eim- skipafélagsins, í kjölfar nýlegra breytinga á eignarhaldi félags- ins. Dótturfélög Brims eru Út- gerðarfélag Akureyringa, Har- aldur Böðvarsson og Skag- strendingur, en allt atvinnulíf á Skagaströnd byggist á Skag- strendingi, að sögn Magnúsar. Hann segir að Skagstrendingar viti ekki hvað sé í spilunum varðandi Brim. „Við höfum enga sérstaka ástæðu til að ætla að þetta sé gert okkur til miska eða verði okkur til miska. Það hafa vissulega komið fram yfirlýsingar um það að sjávar- útvegssviðinu verði skipt upp að einhverju leyti en það hafa verið yfirlýsingar sem hafa kannski ekki komið frá þeim sem munu endanlega útkljá það. Menn segja ýmislegt í hita leiksins og ef sjávarútvegssvið- inu verður skipt getur það táknað ýmislegt fyrir okkur. Við þurfum þá að huga að því hvernig við bregðumst við því.“ Vissulega ástæða til að óttast Magnús segir að vissulega sé alltaf ástæða til að óttast um kvótann, en það sé tilgangs- laust að spá í framtíðina eða velta sér upp úr henni. „Ég hef ekki trú á því að menn fari að hlaupa upp til þess að gera eitthvað sem er óhag- kvæmt eða óskynsamlegt. Ég hef trú á því að þeir sem höndla með þetta muni huga vel að því að hlutirnir séu gerðir af fyllstu skynsemi og það er okkar von að þeir standi með okkur því hér er verið að reyna að vinna hlutina af skynsemi og ábyrgð.“ Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi, sagði í Morgun- blaðinu á laugardag að íbúar á Akranesi væru á varðbergi gagnvart hugsanlegum áhrif- um sem fylgdu breyttu eignar- haldi á Brimi. Sveitarstjóri Skagastrandar Trúir að menn geri þetta af skynsemi HÁTT í þrjú þúsund manns var við að draga sundur á sjöunda hundrað hross í Laufskálarétt í Hjaltadal á laugardag. Allt fór vel fram, að sögn lögreglunnar. Til Laufskálaréttar eru rekin hross bænda úr Hjaltadal og Viðvík- ursveit sem ganga á sumrin á afrétti á Kolbeinsdal og einnig hross sem smalað er í landi Ásgarðs. Hross- unum fækkar heldur en alltaf bætist við mannskapinn sem kemur til rétt- ar enda eru réttirnar einn af stærstu viðburðum ársins í Skagafirði. Lögreglan á Sauðárkróki áætlar að hátt í þrjú þúsund manns hafi verið við Laufskálarétt að þessu sinni en það er með því mesta sem sést hefur, ef ekki það mesta. Þrátt fyrir fólksmergðina gengu réttar- störfin vel. Þeir sem ekki voru við sundurdráttinn fengu útrás í söng og gleði og tóku sumir vel á því. Þó fór allt vel fram. Einnig á afar fjöl- mennum dansleik sem fram fór í reiðhöllinni á Sauðárkróki um kvöld- ið en lögreglan telur að nálægt 1500 manns hafi verið á ballinu. Vel tekið á því í Lauf- skálarétt Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Ólafur Sigurgeirsson bóndi á Kálfsstöðum hugar að marki í Laufskálarétt. Fjöldi fólks fylgdist með réttarstörfum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.