Morgunblaðið - 29.09.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 29.09.2003, Blaðsíða 7
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. SEPTEMBER 2003 7 FÉLAG foreldra og áhugafólks um geðraskanir barna og unglinga stendur fyrir undirskriftasöfnun til að krefjast úrbóta í málum þeirra. Undirskriftum verður safnað á Net- inu á slóðinni www.barnaged.is og á undirskriftalistum um allan bæ, seg- ir í fréttatilkynningu. Ætlunin er að afhenda ríkisstjórn Íslands undir- skriftalistana 10. október nk. en þá er Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagur- inn og í ár er hann tileinkaður börn- um og unglingum með tilfinninga- og hegðunarraskanir. Samkvæmt skýrslu starfshóps um stefnumótun í málefnum geðsjúkra, sem afhent var heilbrigðisráðherra 10. október 1998, kemur fram að 20% barna á Íslandi eigi við geðheilsu- vandamál að stríða og talið er að 7– 10% barna í þeim hópi þurfi á geð- rænni meðferð að halda. Í skýrslunni kemur fram að innan við 0,5% barna á Íslandi með geðheilsuvandamál fái viðunandi þjónustu. Viðmið í Noregi eru að veita 2% barna þessa þjón- ustu en til þess að ná þeim viðmiðum hér á landi þarf að þrefalda mannafla barna- og unglingageðdeildar LSH. Í fréttatilkynningu segir að ekki sé til nein heildstæð stefnumótun á Íslandi varðandi þjónustu á geðheil- brigðissviði fyrir börn, unglinga og fjölskyldur þeirra. Undirskrifta- söfnun fyrir börn með geðraskanir lagðist ekki gegn áformum Lands- virkjunar um þessar vatnsaflsvirkj- anir. Kærur vegna Urriðafossvirkj- unar komu frá Villingaholtshreppi, Félagi sumarhúsaeigenda í Lóns- holti og Jörundi Gaukssyni lögmanni fyrir hönd landeigenda Herríðar- hóls. Athugasemdir komu frá Skeiða- og Gnúpverjahreppi og Val- garð Briem lögmanni fyrir hönd landeiganda Dvergabakka. Úrskurður Skipulagsstofnunar SJÖ kærur og athugasemdir bárust Siv Friðleifsdóttur umhverfisráð- herra við úrskurð Skipulagsstofnun- ar um mat á umhverfisáhrifum vegna Núps- og Urriðafossvirkjana í neðri hluta Þjórsár. Þar af voru fimm erindi vegna Urriðafossvirkj- unar, samkvæmt upplýsingum úr umhverfisráðuneytinu en kærufrest- ur rann út 24. september sl. Skipu- lagsstofnun lagði til nokkrar mót- vægisaðgerðir í úrskurði sínum en vegna Núpsvirkjunar var kærður af Sigþrúði Jónsdóttur að bænum Tröð í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og sendi sami hreppur inn athugasemd vegna virkjunarinnar. Umhverfisráðherra hefur nú átta vikur til að fara yfir erindin áður en úrskurður verður kveðinn upp, sam- kvæmt lögum um mat á umhverfis- áhrifum. Úrskurð Skipulagsstofnun- ar er að finna á vefnum, www.- skipulag.is. Umhverfismat vegna Núps- og Urriðafossvirkjana Sjö kærur og athugasemdir bárust umhverfisráðherra Morgunblaðið/RAX Margir íbúar við Þjórsá kynntu sér í vor áætlanir um nýjar virkjanir í ánni. Landsvirkjun áformar að reisa virkjanir við Urriðafoss og Núp. JÓN H. Snorrason, yfirmaður efna- hagsbrotadeildar ríkislögreglu- stjóra, segir deild sína nú hafa fengið nægilega mikið af gögnum frá Sam- keppnisstofnun til að unnt sé að fá heildaryfirsýn yfir meint samkeppn- isbrot olíufélaganna. „Við fengum umtalsvert af gögnum fyrir helgina, sem við erum sammála Samkeppn- isstofnun um að geti gefið okkur heildaryfirlit yfir málið,“ segir hann. „Að lokinni yfirferð gagnanna ætti okkur að vera fært að meta fram- haldið eins og fyrir var lagt í bréfi ríkissaksóknara, þ.e. hvort tilefni sé til rannsóknar.“ Hann segir hins vegar ekki unnt að segja til um það hvenær ákvörðun um hugsanlega lögreglurannsókn á málefnum olíufélaganna liggi fyrir hjá efnahagsbrotadeildinni. „Ég mun fara yfir gögnin eins fljótt og örugg- lega og mér er unnt,“ segir hann. Hugsanlegt er að efnahagsbrota- deildin muni ekki sjá tilefni til lög- reglurannsóknar á grundvelli fyrir- liggjandi gagna, en fari svo að þau nægi til að hefja rannsókn, verður annaðhvort byrjað á rannsókninni út frá þeim, eða kallað eftir frekari gögnum frá Samkeppinsstofnun. Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra Hefur fengið heildaryfirsýn yfir málefni olíufélaganna ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.