Morgunblaðið - 29.09.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 29.09.2003, Blaðsíða 15
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. SEPTEMBER 2003 15 Suðurlandsbraut 4a • 108 Rvk. • Fax 533 4811 • midborg@midborg.is 533 4800 Glæsilegt 224 fm einbýlishús á einni hæð m. góðum tvöföldum bílskúr. Húsið stendur í verðlaunabotnlanga í útjaðri byggðar. Stór arinstofa með mikilli lofthæð. Gott sjón- varpshol með útgangi á stóra sólverönd. Fimm svefnherbergi skv. teikningu (fjögur í dag). Innangengt í bílskúr með ca 25 fm millilofti. Eign með mikla möguleika á frá- bærum stað! Magnús verður með opið hús milli kl. 17 og 19 í dag. Opið hús – Nesbali 48 Björn Þorri hdl. lögg. fastsali, Karl Georg hrl. lögg. fastsali. E IN athyglisverðasta sérsýningin í tengslum við Tvíær- inginn í Feneyjum þetta árið er án efa „Where is our place?“ þeirra rúss- nesku hjónakornanna Ilya og Emelíu Kabakov. Hún er í frekar yfirlætislausu en afar vel hönnuðu húsnæði Fondazione Querini Stampalia, við kirkjutorg Sankti Maríu Formosu, norður af Mark- úsartorginu. Ef lýsa skal í fáum orðum sýningunni þá tekur hún til nokkurra herbergja þar sem raðir af svarthvítum ljósmyndum af sov- éskum uppruna hanga undir gleri, í einföldum römmum, á miðjum veggjum. Myndirnar, sem flestar lýsa hversdagslegri tilveru í hinu liðna sovéska skipulagi – daglegum önnum, íþrótta- og leikhús- æfingum, verksmiðjustjórnun – ná til helmings rammans en á hinum helmingnum eru prentuð ljóð í hetjulegum, en lýrískum hvatning- arstíl, í hróplegri andstöðu við grá- leitar ljósmyndirnar. En hvað er þetta sem sýning- argestur kemur allt í einu auga á og hrekkur í kút? Í einum hluta salarins má sjá risastóra fætur í skóm og buxnaskálmar sem ganga upp úr lofti herbergisins þannig að efri partur þessa risa, frá hnjám og upp, er hulinn sjónum okkar. Í sumum sölunum eru auk karl- mannsleggjanna kvenfætur í stíg- vélum, huldir pilsi. Það má glöggt sjá á þessum risum að þeir eru frá ofanverðri 19. öld. Klæðatískan fer ekki milli mála. Auk risafótanna má sjá ofarlega á veggjum her- bergjanna neðsta hluta málverka í þykkum, gylltum römmum. Stærstur hluti þeirra er hulinn okkur en væntanlega eru risarnir einmitt að virða þau fyrir sér ein- hvers staðar í hæstu hæðum. Þó má sjá að um klassísk, rómantísk eða raunsæ, brúnleit málverk er að ræða – ef til vill í anda Dela- croix, Courbets eða Manets – und- anfara módernískrar myndlistar. En þar með er ekki allt upp tal- ið því út við jaðra gólfsins, þar sem það mætir veggjunum, eru litlar gryfjur undir gleri sem ganga niður úr gólfinu og sýna okkur grösugt landslag undir fjallahlíðum með vötnum, hús- þökum bæja og jafnvel skepnum á beit. Þetta örlandslag gerir okkur sýningargesti að risum gagnvart því sem virðist hrærast undir gólf- inu, með áþekkum hætti og við er- um peð gagnvart risunum sem njóta listarinnar á efri hæðum. Þannig láta þau hjónin, Ilya og Emelía Kabakov, að því liggja að listrænn skynheimur okkar sé hólfaður í bak og fyrir. Þessi hólf- un virðist ekki einasta bundin við samtíðina, þar sem sumir „skilja“ en aðrir ganga um „skyni skroppn- ir“, heldur erum við mennirnir, að mati Kabakov-hjóna, hólfaðir sagn- fræðilega eftir tímabilum þannig að okkur reynist ókleift að skilja aðra tíma einhverjum haldbærum skilningi. Til að bæta gráu ofan á svart erum við einnig hólfaðir niður landfræðilega svo að lítil tök eru fyrir mann frá einu heimshorni að skilja annan, sem kemur frá öðru og ólíku svæði. Ef til vill þarf ekki svo ýkja mikla fjarlægð til að skilningur þverri manna í milli. Oft heyrist nefnt að á Íslandi búi tvær þjóðir, landsbyggðarfólk og höfuðborgarbúar, sem tali varla lengur sama tungumál. Í samtali við feneyska gagnrýnandann Chiara Bertola lýsa þau Ilya og Emilía yfir efasemdum sínum gagnvart módernískri afstöðu. Í stað þess að staðsetja sig gagnvart hefðinni þannig að yfirsýn yfir for- tíðina sé tryggð og hægt sé að byggja brú frá henni í framtíðina með burðarstólpa í nútíðinni, gerir nútímahyggjan einungis ráð fyrir einni tíð; hér og nú. Listamaðurinn lítur ekki á verk sín sem hluta af menningarlegu samhengi heldur kærir sig kollóttan um tengsl þeirra við framvindu fagsins. Af- komendurnir eru hættir að lifa með forverum sínum og kæra sig heldur ekkert um afkvæmi sín. Hættan við þessa skipan mála er sú að söguleysið ýtir undir það sem franski heimspekingurinn Gilles Deleuze kallaði barnaskap. Það er þegar menn vita ekki leng- ur hvers vegna þeir eru að finna upp hjólið, eða halda í einfeldni sinni að þeir séu fyrstir til að finna það upp. Vissulega hljóma efa- semdir þeirra Kabakov-hjóna kunnuglega í eyrum þeirra sem muna þá tíð þegar rithöfundurinn Alexander Solzhenitsyn, nýslopp- inn úr prísundinni fyrir austan tjald, lýsti vandlætingu sinni á flatneskju vestrænnar menningar og hnignun siðferðisgilda þeim megin girðingarinnar. Vínarhugs- uðirnir Karl Popper og Paul Feyerabend hefðu eflaust vísað rökum þeirra Ilya og Emelíu Kabakov til föðurhúsanna hefðu þeir enn verið hérna megin grafar, eða hví skyldi söguleg framvinda frekar ráða gangi myndlistar en vísinda? Er hvort tveggja ekki bara undirorpið stjórnlausu flæði tilviljanakenndra atvika eins og sannaðist á viðgangi myglusvepp- anna hans Alexanders Fleming, föður fúkkalyfjanna? Það verður að segja þeim Kab- akov-hjónum til hróss að með þessari merkilegu sýningu hefur þeim tekist að opna fyrir nýja teg- und af umræðu í tengslum við hugmyndlist. Í staðinn fyrir þann síendurtekna leik þar sem lista- maðurinn setur fram verk sín, viss í sinni sök, á kostnað áhorfandans sem veit ekkert í sinn haus, er gestum hjónanna boðið að njóta efans með þeim. Ólíkt listrænum fullyrðingum virka samsetning- arnar á sýningunni sem varfærn- islegar vangaveltur, fálmkenndar og spurular í senn. Það tryggir langlífi áhrifanna og umræðunnar um sýninguna svo merkilega sem það kann að hljóma. „Allir lista- menn vilja að verk þeirra endi á virtu listasafni,“ fullyrðir Ilya Kabakov. „En til þess þurfa verkin að vera eins ólík safngripum og frekast er unnt.“ Sláandi sérsýning Kabakov-hjóna í Feneyjum Hvar erum við stödd? Við hlið risanna á sýningu Ilya og Emelíu Kabakov í Feneyjum virkar venjulegt fólk harla smátt, en við fætur áhorfandans má sjá sneið tekna úr gólfinu, þar sem smágert örlandslag birtist undir gleri. Ef horft er í sneiðina út við vegginn, undir gleri við fætur áhorfanda, kem- ur í ljós sveitalandslag með gróðri, vötnum, húsþökum og jafnvel smáum húsdýrum á beit. Eftir Halldór Björn Runólfsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.