Morgunblaðið - 29.09.2003, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 29.09.2003, Blaðsíða 17
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. SEPTEMBER 2003 17 F l o k k u r Innlausnartímabil Innlausnarverð* á kr. 10.000,00 1981 - 2.fl. 319.148,95kr. Auglýsing um innlausnarverð verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur.* Reykjavík, 24. september 2003 Lokagjalddagi 15. október 2003 Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram hjá Lánasýslu ríkisins, Borgartúni 21, 2. hæð, hjá Seðlabanka Íslands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík og bönkum og sparisjóðum um land allt. MAGNÚS M. Norðdahl, deild- arstjóri lögfræðideildar ASÍ, ritar grein í Morgunblaðið hinn 24. sept- ember til að færa rök fyrir þeirri ákvörðun ASÍ að skjóta kröfu sam- bandsins í lífeyr- ismálum til umboðs- manns Alþingis. Ótækt væri að ríkið mismunaði starfsmönnum í lífeyr- ismálum samkvæmt því hvernig þeim væri skipað í heildarsamtök. Tilefni greinarinnar er fyrst og fremst að svara orðum mínum frá 5. september, einnig í þessu blaði, þar sem varað var við þessari leið. Rök mín voru á þessa leið: Það er skiljanlegt og fullkomlega réttmætt að berjast fyrir því að lífeyrisrétt- indi hjá sama atvinnurekenda verði samræmd – þó að því tilskildu að það verði gert upp á við. Ef hins vegar farin er dómstólaleið eða máli skotið til umboðsmanns Alþingis og byggt á jafnræðisreglu til þess að ná þessu marki, er hætt við því að graf- ið verði undan samningsrétti stétt- arfélaganna. Í rauninni liggur þetta í augum uppi. Tiltekið félag semur um tiltekin kjör. Önnur félög reyna að ná sambærilegum kjörum í samningum en ef það ekki tekst er leitað til dómstóla. Ef dómstólar síð- an úrskurða að hvers kyns mis- munun standist ekki jafnræðisreglu myndi tilhneigingin að öllum lík- indum verða sú að félög biðu eftir því að aðrir ríði á vaðið í kjarabar- áttunni og reyni síðan að ná sínu fram með því að draga atvinnurek- andann fyrir dómstóla. Glaðst yfir árangri sem aðrir munu ná um síðir Starfsmenn ríkis og sveitarfélaga náðu samningum um breytt lífeyr- iskerfi á síðari hluta árs 1996. Þar með myndaðist bærilegur grunnur fyrir traust lífeyrisréttindi. Síðan gerist það fyrr á þessu ári að Lands- samband lögreglumanna nær því í samningum að aldursmarkið fyrir töku lífeyris var lækkað umfram það sem gerist hjá öðrum. Þetta varð fólki innan BSRB fagnaðarefni. Ef- laust eiga önnur félög eftir að reyna að sækja samsvarandi rétt í samn- ingum og beita þar þrýstingi og for- tölum eins og lögreglumenn höfðu áður gert um langan tíma bæði gagnvart viðsemjendum sínum en einnig gagnvart félögum sínum inn- an BSRB. Ég gef mér að Magnús M. Norð- dahl myndi skrifa upp á fram- angreind vinnubrögð. En hann myndi ekki láta þar við sitja. Kjarn- inn í máli hans, eins og ég skil hann, er sá að í því tilviki sem um ræðir séum við hreint ekki að tala um samninga stéttarfélaga. Orðrétt segir Magnús: „Hér nær misskiln- ingur Ögmundar hæstum hæðum. Í fyrsta lagi er ekki kvartað til um- boðsmanns vegna mismunandi ákvæða um lífeyrisréttindi í kjara- samningum. Í kjarasamningum þeirra samtaka sem hann veitir for- ystu er ekki að finna ákvæði um al- menn lífeyrisréttindi. Þau réttindi eru ákveðin í lögum um Lífeyr- isssjóð starfsmanna ríkisins.“ Með öðrum orðum, það sé löggjafinn sem mismuni þegnunum. Munur á kjarasamnings- bundnum og lögbundnum réttindum? Þetta eru í sjálfu sér réttar stað- hæfingar hjá Magnúsi en segja okkur aðeins hálfan sannleikann. Staðreyndin er sú að fram á þennan dag hafa kjör sem félagar í BSRB náðu að knýja fram við samninga- borð jafnan verið færð í lög. Það er fyrst í seinni tíð að byrjað er að halda inn á nýjar brautir hvað þetta varðar. Þegar sagan er gaumgæfð kemur í ljós að nánast öll réttindi sem BSRB-félagar búa við og eru lögbundin eiga sér sögulegan að- draganda af þessu tagi. Iðulega reyndu stjórnvöld að kaupa sig frá launahækkunum til opinbera geir- ans með kjarabótum á sviði lífeyr- ismála eða í formi annarra réttinda. Á fyrstu árunum sem ég starfaði innan BSRB minnist ég þess að umræðan snerist að verulegu leyti um það hjá okkur sem vorum í grasrót samtakanna hvort heppi- legt væri að semja um félagsmála- pakka, eins og þeir voru oft nefndir af takmarkaðri virðingu, í stað kauphækkana. Sitt sýndist hverjum á þessum tíma en þegar upp er staðið reyndist meira hald í „pökk- unum“ en launagreiðslunum sem áttu eftir að sveiflast upp og niður í tímans rás. Ekki var þetta fyrirkomulag ein- skorðað við opinbera starfsmenn. Nefna má mörg dæmi um ávinning ASÍ, eða aðildarfélaga sambands- ins, við samningaborðið sem lög- festur var að samningum loknum. Því fór fjarri að slík lög tækju alltaf til alls vinnumarkaðarins. Varðandi lífeyrisréttindi op- inberra starfsmanna sem lögfest voru 1996, sem eru upptök þessarar umræðu, vil ég segja það eitt að það kostaði mikla baráttu að knýja þau fram. Fyrst að fá stjórnarfrumvarp sem fram hafði komið á Alþingi dregið til baka út úr þinginu; frum- varp sem hefði rústað lífeyrisrétt- indakerfinu og síðan að ná sam- komulagi í sumarlöngum samningum í kjölfarið. Ekki nutu opinberir starfsmenn mikillar samúðar félaga sinna í öðr- um geirum verkalýðshreyfing- arinnar í þeirri baráttu. Auðvitað eigum við að sjá í gegnum fingur við slíku. En þetta segi ég til að skýra hvað ég átti við í grein minni þegar ég hnýtti í samstarfsaðila á vettvangi verkalýðshreyfingarinnar og kvartaði yfir þeim tóni sem iðu- lega hefði heyrst úr þeim herbúðum að opinberir starfsmenn væru of- tryggðir. Þetta segir Magnús ekki vera rétt hjá mér. Velkomið væri að rifja upp blaðagreinar og ummæli á þessa lund. Það geri ég hins vegar ekki nema eftir því verði kallað. Það sem heldur okkur sem erum í varðhundshlutverkinu fyrir hönd okkar félagsmanna stöðugt á tánum er sú hætta sem við blasir þegar fram kemur blanda ásakana um of- tryggingu annars vegar og krafa um jafnræði hins vegar. Þetta er kokteill sem stjórnvöldum hefur oft þótt girnilegur. Við samningaborð hafa fulltrúar launafólks iðulega fundið fyrir viljanum til að taka al- mannaróm á orðinu og jafna kjörin – niður á við. Ef það yrði ofan á væri illa komið. Samtök launafólks eiga að bindast jákvæðu bandalagi, fagna ávinningi hvers annars og þoka þannig öllum upp á við. BSRB og réttindabaráttan Eftir Ögmund Jónasson Höfundur er formaður BSRB. Í LEIÐARA Morgunblaðsins sunnudaginn 21. september 2003 er spurt hvort líkja megi þróuninni á verðbréfamark- aðnum hér við þró- unina í Rússlandi. Þeirri spurningu er auðsvarað: Nei. Rússar seldu risa- stór ríkisfyrirtæki við óviðunandi að- stæður. Mútuþægni embættismanna var landlæg, réttarkerfið óstarfhæft, skipulögð glæpastarfsemi áberandi og vitneskja almennings um verð- mæti verðbréfa lítil. Klókir við- skiptajöfrar gátu þess vegna sölsað undir sig gífurlegar eignir fyrir smá- aura. Erlendir fjárfestar sem reyndu fyrir sér í Rússlandi brenndu sig einnig margir hverjir á þessum aðstæðum. Gífurleg erlend fjárfest- ing rataði einfaldlega í hendurnar á óprúttnum rússneskum samstarfs- mönnum. Á Íslandi eru aðstæður auðvitað allt aðrar. Þeir sem spyrja spurn- inga eins og birtust í leiðara Morg- unblaðsins mega hins vegar ekki gleyma að fjármálamarkaðir eru í eðli sínu síbreytilegir. Eigendur fyr- irtækja leggja oftast mat á hversu mikils virði framtíðararður fyrirtæk- isins er þeim. Ef einhver annar met- ur það svo að fyrirtækið geti skilað meiri arði í framtíðinni, t.d. með hag- ræðingu, þá telur hann fyrirtækið verðmætara. Hann er þar af leiðandi tilbúinn að greiða eigendum þess hærra verð en þeir telja fullnægj- andi. Þetta knýr áfram breytingar. Þá eru menn oft tilbúnir að borga meira fyrir stóra hluti sem gera þeim kleift að stjórna fyrirtækjum. Stjórn gefur mönnum tækifæri til að hagræða á einhvern hátt sem fyrri eigendur hafa ekki séð eða viljað. Slík tækifæri fylgja ekki litlu hlut- unum, en litlu hluthafarnir hagnast oft í leiðinni því gengi hluta þeirra hækkar oft þegar einhver reynir að ná yfirráðum. Stundum finnst mönnum nóg um. Stjórnendur sem hafa ekki skilað nægjanlegum arði missa oft störf sín og verða ósáttir. Þá hættir al- menningi til að ofbjóða fjárhæð- irnar sem skipta um hendur. Þetta átti til dæmis við í Bandaríkjunum á 9. áratug síðusta aldar sem var kall- aður „áratugur græðginnar“. Nú telja menn hins vegar að á þeim tíma hafi einfaldlega myndast sterkir hagræðingarkraftar sem hafi bætt rekstur bandarískra fyr- irtækja til hagsbóta fyrir banda- rískan almenning. Óánægjuraddir af þessum toga skipta því engu máli. Stjórnvöldum er rétt að halda áfram á þeirri braut sem þau hafa markað. Frjáls fjár- magnsmarkaður hefur yfirburði. Hann tryggir að fjármunir fari þangað sem þeir gera mest gagn. Hann tryggir það mun betur en op- inberir aðilar geta nokkru sinni gert. Frjálsi markaðurinn hefur al- mennt reynst Íslendingum vel. Verðmæti íslenskra fyrirtækja hafa yfir heildina aukist verulega í verð- mæti undanfarin ár sem og arðsemi þeirra. Auðvitað hafa átt sér stað umdeil- anleg viðskipti, en mönnum stendur til boða að leita til dómstóla og yf- irvalda telji þeir á sér brotið. Við- skiptalífið er þannig almennt ekki „komið úr böndunum“ og „lögmál frumskógarins“ gilda almennt ekki, eins og spurt er í leiðara Morgun- blaðsins. Alþingi þarf þannig ekki að „rétta viðskiptalífið af“ eins og leiðarahöfundur veltir upp. Hlut- verk þess ætti að einskorðast við að lagfæra ýmsa hnökra á leikregl- unum og treysta eftirlit. Áfram frjáls fjármagnsmarkaður Eftir Reimar Pétursson Höfundur er héraðsdómslögmaður. MÁLEFNIN skipta máli. Í áranna rás hefur Heimdallur staðið vörð um sjálfstæðisstefnuna, verið samviska flokksins og veitt honum og for- ystumönnum hans það aðhald sem nauðsynlegt er í erfiðum málum. Mik- ilvægt er að Heimdallur sé leiðandi í samfélagsumræðunni og hiki ekki við að gagnrýna flokkinn þegar ástæða þykir til. Við undirrit- aðir viljum að eftirfarandi mál verði sett á oddinn: Afnám einkasölu ríkisins á áfengi Einkasala ríkisins á áfengi er tímaskekkja og forræð- ishyggja sem ber að leggja niður hið fyrsta. ÁTVR verði lagt niður og einkaaðilum treyst fyrir sölu og dreifingu á áfengi. RÚV verði einkavætt Afnotagjöld af sjónvarpstækjum ber að afnema án tafar, enda er það hlutverk íslenskra neytenda að ákveða sjálfir hvort og hvaða fjölmiðla þeir eiga viðskipti við. Óeðlilegt er að ríkið niðurgreiði fjölmiðil í samkeppni við einkaaðila. Einkaframkvæmd í heilbrigðiskerfinu Leitast skal við að beita einkaframkvæmd í heilbrigðiskerf- inu til þess að auka hagkvæmni og gæði þjónustunnar. Í því samhengi er ekki verið að leggja til breytingar á almannatryggingakerf- inu og einstaklingar munu því hafa jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu. Barist verði gegn þenslu í útgjöldum hins opinbera Þensla á útgjöldum hins opinbera er áhyggjuefni sem nauðsynlegt er að stemma stigu við. Heimdallur á að beita sér fyrir því að ríki og sveitarfélög dragi úr útgjöldum sínum og skapi svigrúm til skattalækkana. Við hvetjum alla til að kynna sér heimasíðu framboðs okkar: www.hug- sjonir.is , þar sem stefnumálum okkar eru gerð nánari skil og frambjóð- endur kynntir. Aðalfundur Heimdallar verður haldinn miðvikudaginn 1. október. Á fundinum verður kosið til stjórnar Heimdallar og erum við undirritaðir í framboði til stjórnar. Tíu aðrir hæfir einstaklingar bjóða sig fram með okkur og er Atli Rafn Björnsson okkar formannsefni. Atla Rafn sem formann Heimdallar Eftir Ingólf Snorra Kristjánsson og Steingrím Arnar Finnsson Höfundar eru Heimdellingar og hagfræðinemar. Ingólfur Steingrímur BÖRN þurfa eins og allir aðrir að borða hollan og góðan mat. Með því er ekki aðeins verið að stuðla að því að barnið sé hraust, vaxi og dafni, heldur er verið að leggja grunn- inn að framtíðinni, því mataræði í æsku hef- ur einnig áhrif á heilsu- og holdafar á fullorðinsárum. Marg- ir hafa áhyggjur af þeirri þróun sem hefur átt sér stað undanfarin ár. Sífellt fleiri börn eru of þung og of feit og þar er hreyfingarleysi og röngu mataræði um að kenna. Offitunni fylgja alvar- legir sjúkdómar og skert lífsgæði. Þess vegna er mikilvægt að við gríp- um í taumana og snúum þróuninni við, enda felast verðmæti þjóðarbúsins í orku þeirra kynslóðar sem nú vex úr grasi. Fjölbreytt fæða og reglulegt mál- tíðamunstur, ásamt hreyfingu, er það sem við þurfum að leggja áherslu á. Með jákvæðum skilaboðum og skemmtilegri fræðslu getum við stuðl- að að því að börnin velji með gleði holl- an mat og njóti þess að borða hann. Orkubókin frá Latabæ er dæmi um leið, þar sem börnin læra að fylgjast með eigin mataræði og hreyfingu um leið og viss leikur felst í því að koma límmiðum fyrir í bókinni. Það er því um að gera að nýta orkuátakið, sem er að hefjast, í að virkja börnin enn frekar – leyfa þeim að skipuleggja matseðilinn, hjálpa til við eldamennskuna, bjóða þeim með fjölskyldunni í sund eða bara út í góða göngu að skoða haustlitina. Sum börn eru matvönd, en þegar maturinn er orðinn að spennandi við- fangsefni getur það auðveldlega breyst. Samt er vert að hafa í huga að börn þurfa að borða nýja fæðutegund oft áður en þau venjast henni. Það get- ur því verið ráð að setja mjög lítinn skammt af nýrri fæðutegund á diskinn, rétt þannig að börnin kynnist bragð- inu, en bjóða svo þessa sömu tegund oftar næstu daga. Eins er ráð að taka tillit til barnanna og hafa þau með í ráð- um við innkaupin, t.d. með því að leyfa þeim að velja grænmetið og ávextina sem þau vilja borða. Maturinn þarf að lenda í innkaupakörfunni til að hann komist upp í munn og ofan í maga. Börnin þurfa heilbrigðar fyrir- myndir. Á meðal þeirra eru litskrúð- ugar persónur Latabæjar, en foreldrar og aðrir fjölskyldumeðlimir, leikskóla- og grunnskólakennarar og aðrir þeir sem taka virkan þátt í daglegu lífi barnsins skipta þó mestu máli. Með því að taka þátt í þjóðarátakinu er ekki að- eins tekið þátt í skemmtilegum leik, heldur hvetur það börnin til að stunda heilbrigðan lífsstíl og um leið er það foreldrum til góðs, því fyrirmyndirnar verða líka að borða hollan mat og hreyfa sig. Virkjum orku komandi kynslóða! Það er leikur að læra að borða hollan mat! Eftir Önnu Sigríði Ólafsdóttur Höfundur er matvæla- og næringarfræðingur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.