Morgunblaðið - 29.09.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.09.2003, Blaðsíða 18
Bandaríkin tak saman við heim H RYÐJUVERKIN í New York og Washington 11. september 2001 gerbreyttu Bandaríkj- unum og urðu til þess að athyglin beindist með nýjum hætti að utanríkisstefnunni. Í nýrri öryggismálastefnu stjórnar George W. Bush forseta, sem birt var fyrir ári, er sagt að Bandaríkj- unum stafi mest hætta af hryðjuverkum, svokölluðum út- lagaríkjum og gereyðingarvopnum. Flestir eru samþykkir þessari nýju áherslu í utanríkisstefnu Bandaríkjanna en deilt er um hvernig eigi að framfylgja henni. Er hættan svo mikil að Bandaríkjamenn þurfi að bregðast við henni upp á eigin spýtur, eða eiga þeir aðeins að bregðast við með stuðningi al- þjóðlegra stofnana, jafnvel þótt þær leitist við að halda aftur af landinu? Íraksmálið varpar ljósi á þessa rökræðu en rætur hennar eru dýpri. „Ef við erum hrokafull þjóð verðum við þannig í augum annarra, en ef við erum auðmjúk þjóð virða þeir okkur,“ sagði Bush í kosningabaráttunni árið 2000. Hann hafði á réttu að standa, en því miður varð raunin sú fyrstu átta mán- uðina eftir að hann tók við embættinu að margir af vinum Bandaríkjanna töldu stjórn hans hrokafulla, einblína á þrönga hagsmuni landsins og hernaðarmátt þess, hunsa sátt- mála, venjur og fjölþjóðlegt samstarf. Ófrávíkjanleg yfirlýs- ing stjórnarinnar um að Kyoto-bókunin um loftslagsbreyt- ingar í heiminum væri „dauð“ stuðlaði að hörðum viðbrögðum annarra ríkja og þau kostuðu Bandaríkin sæti í mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna. Atburðirnir 11. september breyttu þessu öllu, að því er tal- ið var. Bandaríkjaþing féllst loks á að greiða skuldir Banda- ríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar og forsetinn lagði áherslu á að mynda bandalag gegn hryðjuverkastarfsemi í heim- inum. Skjótur sigur í stríðinu í Afganistan varð hins vegar til þess að nokkrir embættismenn stjórnarinnar og bandarískir álitsgjafar komust að þeirri niðurstöðu að sú stefna að Bandaríkjamenn færu sínar eigin leiðir til að leysa vanda- málin á alþjóðavettvangi væri árangursrík. Dálkahöfund- urinn Charles Krauthammer hvatti til að mynda til þess að Bandaríkjamenn endurnýjuðu þessa stefnu, neituðu að leika hlutverk „hins auðsveipa alþjóðlega borgara“ og skömm- uðust sín ekki fyrir að ganga hart fram til að ná eigin mark- miðum. Þeim sem aðhyllast þessa stefnu verða á þau mistök að leggja of mikla áherslu á hernaðarmáttinn að hernaðarmáttur Bandaríkjanna – afraks sem samsvara framlögum átta næstauðugu anlagt – er nauðsynlegur til að tryggja stöð inum og nauðsynlegur þáttur í baráttunni g starfsemi. Þótt þessari baráttu sé oft lýst se við ekki gleyma þeirra staðreynd að fullnað verkasamtökunum krefst þolinmæði og ára lítillar samvinnu við önnur ríki, sem felst m að skiptast á leyniþjónustugögnum og stöðv streymið til samtakanna, auk samstarfs á s tollgæslu. Hernaðarsigurinn í Afganistan var auðve lausn vandans. Hópar sem tengjast al-Qaed það bil fimmtíu löndum. Fremur en að sann stefnu að fara sínar eigin leiðir til að leysa v þetta að Bandaríkin unnu ekki fullnaðarsig þurfa enn á samstarfi við önnur ríki að hald Írak sýna einnig að það er auðveldara að vi inn. Eitt af helstu vandamálum Bandaríkjann felst í því að fleiri mál og öfl eru utan yfirrá ins, jafnvel öflugasta ríkis heims. Hryðjuve ember sýndu að upplýsingabyltingin og alþ hafa breytt heimsstjórnmálunum þannig að ekki náð öllum markmiðum sínum á alþjóða eigin spýtur. Bandaríkin ein geta ekki leitt átök í öðru lykta eða haft stjórn á peningastreymi milli verkamanna eða annarri starfsemi sem ógn mönnum. Hernaðarmátturinn er gagnslítil margra viðfangsefna nútímans og í því sam alþjóðlegan fjármálastöðugleika, eiturlyfja sjúkdóma og loftslagsbreytingar í heiminum beiting hervalds haft þveröfug áhrif og gert iðari viðfangs. Bandaríkin ættu þess í stað a alþjóðlegum bandalögum til að bregðast við vá. Vilji annarra þjóða til samstarfs ræðst að hagsmunum þeirra sjálfra, en einnig af því afstaða Bandaríkjanna er í hinum ýmsu má að laða aðra að sér til samstarfs kalla ég „m felst að aðrir vilja það sem maður vill sjálfu á því að beita refsingu eða umbun til að fá a sem maður vill. © Project Syndicate. Eftir Joseph S. Nye 18 MÁNUDAGUR 29. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. K YNJAUMRÆÐA var áberandi hér á landi á vormánuðum, einkum í tengslum við Fem- ínistafélagið sem stóð fyrir mikilli vitundarvakningu um réttindi kvenna. Umræðan um kyn- in virðist þó enn vera þrungin gríð- arlegri togstreitu. Þannig má vart minnast á að karlmenn geti átt bágt án þess að forsvarsmenn kvenrétt- indahreyfingarinnar gangi fram fyrir skjöldu og minni á að konur eigi líka bágt. Og ef maður talar um hvað konur eigi bágt er ávallt stór hluti karlmanna sem lítur svo á að það sé ekki þeirra mál. Sem dæmi um þetta má nefna launamál kvenna en nú er mjög í tísku að segja að konur verði sjálfar að biðja um hærri laun og eyða þannig misréttinu sjálfar. Sjaldan er kafað dýpra og spurt um ábyrgð atvinnurekenda, siðleysi þess að laun séu trúnaðarmál og fleira mætti nefna. Launamunur kynjanna er ekki einkamál kvenna heldur samfélagsmein sem er til há- borinnar skammar og öllum ber að leysa. Hið sama má segja um ýmislegt sem snertir karlmenn. Að mörgu leyti standa karlmenn við upphaf 21. aldar ekki frammi fyrir síðri vandamálum en konur. Þau hefjast strax í skóla þar sem kannanir sýna að mun færri drengir ræða við foreldra sína um líðan sína en telpur. Samkvæmt könnun sem gerð var vorið 2001 ræða helmingi færri piltar en stúlkur í 10. bekk við foreldra sína um líðan sína þrisvar í viku eða oftar. Mun fleiri stráka en stelpur langar til að hætta í skól- anum oft eða nær alltaf. Samkvæmt sömu könnun eru strákarnir mun neikvæðari gagnvart skólanum sín- um en stelpurnar. Stúlkur eru nú komnar í meiri- hluta á flestum skólastigum, dreng- ir falla fremur brott úr námi. Tíðni sjálfsmorða og slysa er hærri hjá piltum en stúlkum og svo mætti lengi telja. Það er erfitt að vera strákur, kannski einkum vegna þess að um það er ekki svo mikið talað. Í útgáfugeiranum koma út óteljandi kvennablöð þar sem spáð er í vandamál kvenna, hvort sem það er út frá karllægu eða kvenlægu sjón- armiði. En hver spáir í vandamál strákanna? Þeir sem aðhyllast eðl- ishyggju tala oft um „eðlislægan“ mun kynjanna. Í honum á meðal annars að felast að karlmenn vilji ekki tala um vandamál sín en konur vilji tala um þau út í eitt. Hins vegar er ekki ólíklegt að þetta sé lærð hegðun, a.m.k. er því haldið að kon- um að tala um málin, a.m.k. í kvennablöðunum áðurnefndu. Sjálfshjálparbækur um samskipti kynjanna ýta líka undir þetta þar sem konum er ráðlagt að sækja ekki um of að mönnum sínum þar sem þeir þurfi frið og vilji ekki endilega tala um sín mál. En er það raunin? Kannski þurfa karlmenn einmitt að tala um sín mál, opna fyrir flóðgáttir, tjá sig um tilfinningar sínar. Í því liggur ábyrgð uppalenda. Mikilvægt er að strákar og stelpur læri hjá konum og körlum, sjái mismunandi fyr- irmyndir, og átti sig á því að það er ekkert sem segir að maður eigi endilega að hegða sér svona eða hinsegin ef maður er kona eða karl. Strákar mega alveg tala um sig og stelpur mega líka alveg þegja, ef þeim líður þannig í það skiptið. Um daginn spurði ég fjóra unga menn hvort þeim fyndist ekki erfitt að vera karlmaður. Þeir neituðu því allir og sögðu skilmerkilega að það eina sem þeim fyndist erfitt bera ábyrgð á allri þeirri kú karlveldið hefði beitt konur anfarnar aldir, enda upplýst menn. Ég sá fyrir mér sömu ingu til kvenna og tel að hún kallað á sömu niðurstöðu (a væru sáttar) með mun lengr draganda. Enda hafa konur samfélagsins til að velta fyr slíkum hlutum en karlmenn Tilfinningaleg bæling kar lýsir sér ekki aðeins í ýmsum iðleikum á skólaárum. Henn haldið við með stöðu þeirra skilnað en sem stendur er la staða feðra við skilnað býsn Sameiginlegt forræði, sem e mínu viti jákvæð þróun, er a leyti gallað, t.a.m. vegna þes börn er ávallt aðeins skráð h foreldri (óháð sameiginlegu ræði), það er aðeins annað f sem á rétt á barnabótum og eldrið er áfram skyldugt til greiða meðlag. Gildir þá ein ig umgengni er háttað. Þessi mál eru gríðarlega v kvæm enda fólk sem er skili miklum sárum og ófært um Eftir Katrínu Jakobsdóttur ’ Gamaldags eðhyggja sem snýs einkum um mun kynjanna mun ek verða til þess að koma okkur fram við. Miklu fremu að hugsa um kyn misrétti sem ein flöt mannréttind jafnréttis. ‘ Ég er karl, kona og ma KORNRÆKT Á ÍSLANDI Kornrækt er ekki það fyrsta,sem kemur upp í hugann,þegar rætt er um íslenskan landbúnað. Saga kornræktar er þó nánast jafnlöng sögu Íslandsbyggðar og aðstæður til kornræktar eru þó betri hér á landi en margan grunar, jafnvel svo góðar að hægt ætti að vera að rækta korn til að uppfylla all- ar þarfir innlenda markaðarins. Jónatan Hermannsson, tilrauna- stjóri Rannsóknastofnunar landbún- aðarins á Korpu, rekur í viðtali við Guðna Einarsson í Morgunblaðinu í gær sögu kornræktar og lýsir til- raunum sínum. Hann bendir á marg- ar heimildir um kornrækt í Íslend- ingasögum, Sturlungu, fornbréfum og máldögum auk þess sem fjöldi ör- nefna vísi til akuryrkju, sem hér hafi verið stunduð eftir landnám. Klemens Kristjánsson er upphafs- maður kornræktar nútímans. Hann hóf tilraunir með kornrækt í Gróðrar- stöðinni í Reykjavík 1923 og var síðan ráðinn tilraunastjóri við nýstofnaða tilraunastöð á Sámsstöðum í Fljóts- hlíð. „Klemens boðaði kornrækt sem trúarbrögð,“ segir Jónatan. Fáir bændur hér á landi hafa meiri reynslu af kornrækt en Ólafur Egg- ertsson, sem hefur fetað í fótspor föð- ur síns, Eggerts Ólafssonar, í þessari búgrein á Þorvaldseyri undir Eyja- fjöllum. Á Þorvaldseyri hefur verið stunduð kornrækt samfleytt frá 1960 og uppskeran aldrei brugðist. Í sum- ar náðu maísplöntur á Þorvaldseyri 170 cm hæð. Ólafur segir í Morgun- blaðinu í gær að vannýttir mögu- leikar séu í kornrækt hér á landi og með því að flytja inn korn sé verið að skapa atvinnu erlendis í stað þess að flytja hana heim. Um þessar mundir eru um 400 kornbændur á landinu. Er þar fyrst og fremst um að ræða kúabændur, sem rækta korn til eigin þarfa. Um- fang kornakra hefur rúmlega tífald- ast frá 1990 og voru 2.400 hektarar 2002. „Við fáum um þrjú tonn á hektara af þurru korni í meðalári, en það er svipuð uppskera og í Þrændalögum í Noregi, í Norður-Svíþjóð og í Finn- landi,“ segir Jónatan. Hann bendir á að á Íslandi séu notuð um 70 þúsund tonn á ári af innfluttu korni handa ali- fuglum, svínum og kúm. Í fyrra hafi verið flutt inn milli sjö og átta þúsund tonn, eða um 12% af því, sem notað er: „Við eigum auðveldlega að geta ræktað það allt og markaðurinn er fyrir hendi. Helstu vaxtarmöguleikar landbúnaðarins eru í kornrækt. Allir aðrir markaðir fyrir landbúnaðarvör- ur eru fullnýttir, en það er hægt að rækta aðföngin hér innanlands.“ Framtíð kornræktar hér á landi veltur á ýmsu. Innflutt korn er mun ódýrara, en það innlenda, enda niður- greitt. Eins og fram kemur í umfjöll- uninni í Morgunblaðinu í gær nýtur kornrækt opinberra styrkja erlendis, en ekki hér á landi. Þessi aðstöðu- munur veldur vissulega erfiðleikum í greininni. Reynsla manna á borð við Klemens Kristjánsson, feðgana Egg- ert Ólafsson og Ólaf Eggertsson og Jónatan Hermannsson hefur hins vegar sýnt að kornrækt hér á landi getur átt framtíð og möguleikarnir síst minni en sums staðar í grannríkj- um okkar í norðri. FERÐAMENN FRÁ JAPAN Um allan heim er talið eftirsóknar-vert að fá japanska ferðamenn í heimsókn. Japanir ferðast mikið og þeir eru þekktir fyrir að verja tölu- verðum fjármunum á þeim stöðum, sem þeir heimsækja. Á tíunda ára- tugnum komu hingað að jafnaði um 2.500 japanskir ferðamenn á ári en á síðasta ári urðu þeir 3.200. Sl. laugardag var fyrsta ferðin farin í beinu farþegaflugi á milli Japans og Íslands og komu hingað 250 ferða- menn frá Japan á vegum japanskra ferðaskrifstofa en með leiguflugvél frá Flugleiðum. Á þessu hausti er gert ráð fyrir þremur slíkum ferðum og koma samtals um 750 ferðamenn frá Japan hingað í beinu flugi. Þessi áfangi í að auka fjölda ferða- manna frá Japan er árangur af mark- aðsstarfi, sem Icelandair, dótturfyr- irtæki Flugleiða, og Eyþór Eyjólfs- son hafa unnið í Japan með öflugum stuðningi íslenzka sendiráðsins í Tók- ýó. Ef vel tekst til er hugsanlega verið að leggja grunn að stórauknum sam- skiptum milli Íslands og Japans. Hingað til höfum við Íslendingar lagt mesta áherzlu á að selja sjávar- afurðir til Japans. Þetta fjarlæga ey- ríki hefur orðið mikilvægur markaður fyrir vissar sjávarafurðir jafnframt því sem kynni okkar af fiskmörkuðum í Asíu hafa orðið til þess að við nýtum fiskinn nú betur en áður. Ljóst er jafnframt, að umræður um þróun vetnis sem orkugjafa og þáttur Íslands í þeirri þróun hafa vakið áhuga Japana og vel hugsanlegt að miklir möguleikar felist í auknu sam- starfi á sviði orkumála á milli þessara tveggja þjóða. Japan er eitt mesta efnahagsveldi heims, þótt Japanir hafi átt við að stríða ákveðna efnahagsörðugleika á undanförnum árum, sem komið hafa í veg fyrir að efnahagsstyrkur þeirra á heimsvísu yrði jafnmikill og spáð var á síðustu árum 20. aldarinnar. Ganga má út frá því sem vísu, að Japanir nái tökum á þeim vandamálum, þótt það taki þá einhvern tíma. Af þessum sökum er augljóst, að það er okkur Íslendingum í hag að rækta samskipti við Japani með lang- tímahagsmuni í huga. Það var og er hugsunin á bak við opnun sendiráðs í Tókýó. Kynni japanskra ferðamanna af Ís- landi munu auðvelda samskipti á milli landanna vegna þess að af þeim leiðir meiri þekking á Íslandi og Íslending- um en ella um leið og við kynnumst Japönum betur en áður. Í þessu ljósi er því ástæða til að fagna því að beint farþegaflug er nú hafið á milli Íslands og Japans. Það er líklegt til þess að ýta undir aukin sam- skipti á mörgum sviðum á milli þess- ara tveggja þjóða – og þar á meðal, að Íslendingar fái tækifæri til að kynn- ast Japan betur sem ferðamenn en landsmenn hafa hingað til haft tæki- færi til.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.