Morgunblaðið - 29.09.2003, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 29.09.2003, Blaðsíða 21
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. SEPTEMBER 2003 21 Við félagarnir í björgunarsveitinni Ægi í Garði viljum minnast þín með orfáum orðum. Þótt þú hafir verið skamman tíma í sveit- inni varstu mjög virkur og ósérhlífinn á æfingum og í starfi sveitarinnar. Þú varst alltaf jákvæður og skemmtileg- ur. Þú gast alltaf komið öllum í gott skap og til að hlæja. Varst trúr í starfi sveitarinnar og vildir öllum vel. Þín verður ávallt sárt saknað. Vottum öll- um ættingjum og öðrum aðstandend- um samúð okkar. Megi guð styrkja ykkur í sorginni. Félagar í björgunarsveitinni Ægi, Garði. Mig langar til að minnast Ívars vin- ar míns með örfáum orðum. Leiðir okkar lágu fyrst saman í gegnum sameigilegt áhugamál, fót- bolta. Við fórum saman í fótboltaferð til Danmerkur og kynntumst vel þar. Áttum við góðar stundir saman í Dan- mörku og er heim kom. Héldum við góðu sambandi. Ylja ég mér við góðar minningar. Sárt er vinar að sakna, sorgin er djúp og hljóð. Minningarnar mætar vakna, svo var þín samfylgd góð. Daprast hugur og hjarta, lýsa upp myrkrið svarta, vinir þó falli frá. Góðar minningar geyma, gefur syrgendum ró. Til þín munu þakkir streyma, þér munum við ei gleyma. Elsku Ívar minn, hvíl þú í friði. Elsku Erla, Guðjón, Heiða, Carl, Ásdís, Elísabet og Úrsúla, ég vil votta ykkur mína dýpstu samúð. Þín vinkona Ásthildur Margrét. Elsku Ívar, það var óendalega sorglegt að heyra af andláti þínu 14. september og mun sá dagur seint gleymast. Við eigum erfitt með að hugsa til þess að við fáum ekki að sjá þig aftur og eiga fleiri góðar stundir með þér, en við munum sjá þig aftur þó seinna verði. En við viljum þakka allar góðu stundirnar sem við áttum saman og munum við varðveita þær vel. Þín verður sárt saknað. Þínir vinir Hulda og Ragnar. Elsku Ívar minn. Það er svo sárt að hugsa til þess að þú sért farinn og komir aldrei aftur. Maður vill ekki trúa því, en lífið heldur áfram og ekk- ert hægt að gera annað en að hugsa um allar góðu stundirnar sem við átt- um saman. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þér og hlæja með þér. Það var eitt af því sem við gerðum mest af og þannig mun ég alltaf minnast þín. Ég mun aldrei gleyma þér. Ég veit að þér líður vel núna og það er mér mikil huggun. Ég votta fjölskyldu þinni samúð mína og bið til Guðs að hann sé með ykkur og hjálpi ykkur í sorginni. Guð geymi þig. Þín vinkona, Margrét Ósk. Elsku Ívar. Það er erfitt að trúa því að þú sért ekki á meðal okkar lengur. Það eru margar spurningar sem brjótast um í höfði okkar en mjög fátt um svör. En þú veist hvað er sagt: „Þeir deyja ungir sem Guðirnir elska mest“, en þetta hljómar svo óréttlátt, þannig á það ekki að vera, en maður fær víst engu um það ráðið. Það sem er efst í huga okkar er sumarbústaðarferðin sem við fórum í vor. Þú með gítarinn og við sungum ÍVAR GUÐJÓNSSON ✝ Ívar Guðjónssonfæddist í Kefla- vík 8. september 1983. Hann lést á heimili sínu hinn 14. september síðastlið- inn og var útför hans gerð frá Keflavíkur- kirkju 26. septem- ber. með. En það kom stundum sá tími í bú- staðnum að þú fórst í gítarverkfall vegna þess að þú hélst ekki í við Palla, en samt leið ekki langur tími þangað til að þú varst kominn með gítarinn aftur í hend- urnar. Ekki má gleyma traktorsatvikinu, sem þú varst svo stoltur af vegna þess að þú gast bakkað honum, þú fékkst aldrei nóg af því að segja okkur frá því. Þetta var skemmtileg ferð og fer seint úr huga okkar. Einnig er sleðaferðin sem við fór- um í mér minnisstæð þar sem þú tókst mig langan rúnt á sleðanum en ekki bara fram og til baka eins og flestir strákarnir gerðu. Við eigum eftir að sakna þess að sjá þig ekki á rúntinum með derhúfuna á höfðinu og brosið á vörunum. Sá sem eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnarnir honum yfir. (Hannes Pét.) Góði Guð, við viljum biðja þig að gefa Erlu, Guðjóni, Heiðu, Elísabetu, Úrsúlu og öllum hans ættingjum og vinum styrk og handleiðslu til að komast í gegnum þessa erfiðu lífsins þraut. Við kveðjum góðan vin. Guð blessi þig og hvíl í friði, elsku Ívar. Saknaðarkveðjur. Þínar vinkonur Jóna Rut og Guðrún. Elsku Ívar vinur okkar. Þú hefur kvatt þennan heim alltof ungur og við munum ávallt geyma minninguna um þennan hressa og sæta strák í hjarta okkar. Það var alltaf svo stutt í grínið þegar þú varst nálægt, það var ein- mitt þannig síðasta kvöldið sem við hittum þig. Þetta kvöld var svo skemmtilegt að það var erfitt að trúa því þegar fréttirnar bárust morgun- inn eftir að við fengjum aldrei að sjá þig aftur. Við minnumst allra góðu stundanna sem við áttum saman, í huga okkar verður þú alltaf með okk- ur og við vitum að við eigum eftir að hittast aftur á himnum. Til eru fræ, sem fengu þennan dóm, að falla í jörð, en verða aldrei blóm. Eins eru skip, sem aldrei landi ná og iðgræn lönd, er sökkva í djúpin blá. og von sem hefur vængi sína misst, og varir sem að aldrei geta kysst, og elskendur, sem aldrei geta mætzt, og aldrei geta sumir draumar rætzt. Til eru ljóð, sem lifna og deyja í senn, og lítil börn sem aldrei verða menn. (Davíð Stef.) Innilegar samúðarkveðjur til fjöl- skyldunnar. Þínar vinkonur, Ásdís, Elín, Margrét og Ásta Björk. Nú er komið að því að kveðja góðan vin og góðan strák, sem ég á svo góð- ar minningar um. En það er nú alltaf svo að það er erfitt að kveðja góðan vin, og þegar ég tala um Ívar tala ég um vin með stórum stöfum. Upp í huga minn leita allar minningarnar sem ég á um hann, eins og öll símtölin okkar á nóttu sem og á degi, eða alla rúntana okkar upp og niður Hafnar- götuna, ýmist tvö ein eða með Palla og Andreu þar sem við gátum talað endalaust um allt mögulegt eins og ferðina að Skógum eða Eyjaferðina, og líka allt ómögulegt sem okkur lá á hjarta, oft sátum bara og hlustuðum á Ívar spila á gítarinn, eða stoppuðum og töluðum ekki neitt, það var það sem gerði okkur að svo góðum vinum. Þegar ég hugsa um síðasta kvöldið sem ég hitti Ívar, föstudagskvöldið áður en hann dó þá kom hann til mín og við hjálpuðumst að við að þrífa bíl- inn minn svo við kæmumst sem fyrst á rúntinn. Við sóttum Palla og Andreu og rúntuðum svo fram eftir nóttu og plönuðum sumarbústaðarferð til að halda upp á tvítugsafmælið hans Ívars. Ég vil muna Ívar eins og hann var þá, hann var svo fínn. Ég veit að Ívar verður fallegur engill og mikil- vægur fyrst hann þurfti að fara svona snemma, hver veit nema að hans bíði mikið af biluðum bílum hjá guði sem hann getur dundað sér í. Mig langar að votta fjölskyldu Ívars, systrum og öðrum aðstandendum, og þér Palli sem og öðrum vinum hans sem eiga erfiðar stundir núna mína innilegustu samúð. Þeir segja mig látinn, ég lifi samt og í ljósinu fæ ég að dafna. Því ljósi var úthlutað öllum jafnt og engum bar þar að hafna. Frá litlu hjarta berst lítil rós, því lífið ég þurfti að kveðja. Í sorg og í gleði ég senda mun ljós, sem að mun ykkur gleðja. Kær kveðja. Takk, Ívar, fyrir að vera vinur minn. Tinna Guðrún Lúðvíksdóttir. Ég var að labba um í Húsafelli árið 2000 þegar ég sá þennan fallega dreng og kolféll fyrir honum. Þú varst fyrsta ástin í lífi mínu og við áttum margar mjög góðar stundir saman. Það var þannig að það var alltaf svo gaman hjá okkur, við vorum alltaf að gera eitthvað skemmtilegt alla daga, hvort sem það voru sumarbústaða- ferðir, réttirnar í sveitinni, eða þegar þú fórst með mér á vélsleðann. Það fannst þér sko ekki leiðinlegt. En við þurftum ekki alltaf að vera að gera eitthvað því að við gátum legið uppi í rúmi, kjaftað saman, hlegið og knús- ast tímum saman. Þú varst alltaf brosandi og ánægður með lífið, og ég beið líka alltaf spennt úti í glugga þeg- ar þú varst á leiðinni til mín. Ég gleymi því líka ekki þegar þú komst til mín úr vinnunni einn daginn búinn að búa til blóm úr vírum og bretta þá út og skrifa magga magga magga út um allt. Það fannst mér mjög sætt og þú sagðist vera búinn að vera að hugsa um mig allan daginn. Við áttum mjög sérstakt samband, ástarengillinn minn, eins og við sögð- um alltaf. Þú varst fyrsta ástin í lífi mínu og þeirri ást gleymir maður aldrei.Ég vona að þú sért kominn á betri stað. Guð geymi þig vel. Elsku Guðjón, Erla, Heiða, Elísabet, Úrsúla og fjölskylda. Megi guð vera með ykkur öllum. Margrét Kristín. Elsku frændi minn, nú ertu farinn. Ég man eftir að ég og Eiríkur bróðir áttum til að hjóla til ykkar í Garðinn frá Keflavík. Þá varst þú alltaf til í að hjóla með okkur, áttum til að hjóla í garðmóa. Ég man líka gömlu dúa- vörubílana þína sem við lékum okkur með. Svo man ég líka eftir sveitaferð- unum upp í Sælingsdal þar sem við lékum okkur og líka þegar við fórum stundum keyrandi upp á fjöll. Ég man þegar ég sá þig síðast. Það var á ljósa- nótt. Þá vorum við ekki búnir að hitast lengi og þú varst að spyrja mig hvort ég ætlaði að fara í réttirnar, því þú ætlaðir að fara í þær. Guð blessi þig, frændi. Ég votta Erlu, Guðjóni, Heiðu, Elísabetu, Úrsúlu, Carli og Ásdísi Evu samúð mína. Megi guð vera með ykkur. Elís Gunnþórsson og fjölskylda. Elsku vinur. Mig langaði bara að fá að segja nokkur orð um hve gaman það var alltaf hjá okkur. Mér þótti af- skaplega vænt um þig, og okkur öll- um vinunum. Maður veit víst aldrei hvað maður á fyrr en maður missir það. En ég held bara fast í það sem ég á eftir. Allar góðu og skemmtilegu minningarnar. Sú minning er mér ofarlega í huga þegar við vorum að skipta um bremsur á Mustanginum þínum á verkstæðinu hjá mér, og við ákváðum snarlega að fara upp í Húsafell í bú- stað til systur minnar. Það var „hjól- andi“ gaman. Kvöld sem við gleymum hvorugur. Þín er sárt saknað, kæri vin. Guð blessi þig, Ívar minn. Þinn vinur, Hilmar. Það er ekki sama hvernig fólk brosir, síst af öllu þegar það er alltaf á röltinu um göturnar í smábæ, sem eiginlega ber enn í sér þorpssálina; góðu heilli. Við hér í Hveragerði höfum hveraönd að opinberu tákni, kynjaða úr þjóðsögum. Svoleiðis pjatt má nota utan á umslög frá bæjarskrifstofunni, öllum að skað- lausu. En það breytir ekki því, að þau ár, sem ég hef búið hér austan fjalls, hefur brosið hennar Krist- ínar Jónsdóttur verið mér hið raunverulega tákn Hveragerðis. Ég sá hana sjaldan öðru vísu en brosandi. Þó varð hún alvarleg á svipinn, þegar talið barst að þeim sem minna mega sín í heimi hér og þeirri vaxandi fátækt, til sálar og líkama, sem ekki má ræða nú um stundir. En eftir skamma stund færðist brosið aftur yfir andlitið og augun leiftruðu, því þrátt fyrir allt er heimurinn fagur. Það eru ekki liðnir margir dagar frá því við hjónin hittum Kristínu, þar sem hún var á leið út í móa að tína ber, ung í anda sem jafnan þótt æviárin væru komin á níunda tuginn. Við spjölluðum um tíðarfar- ið og þótti það harla gott. Svo kvaddi hún og hélt sína leið. Ekki verða slíkar ferðir fleiri í heimi hér, af hennar hálfu. En þó að æðibjart sé sagt í efri byggðum alverunnar, þá trúi ég því, að jafnvel þar um slóðir muni nokkrum ljóma stafa frá brosinu hennar Kristínar Jóns- dóttur. Pjetur Hafstein Lárusson. Alltaf setur okkur hljóð þegar samferðafólk okkar hverfur af sjónarsviðinu og alltaf kemur það okkur á óvart þrátt fyrir að við vit- um öll að það er eitt af því óumflýj- anlega. Þegar ég sest niður til að minn- ast Kristínar Jónsdóttur, kemur svo ótal margt upp í hugann og varla er hægt að minnast Stínu án þess að Sigmundar sé minnst um leið, svo samstiga voru þessi hjón í lífinu og tilverunni í Hveragerði. Fyrir tilviljun fluttu Stína og Sig- mundur frá Ísafirði til Hvera- gerðis. Á Ísafirði þar sem þau bjuggu var litla eða enga vinnu að hafa og var ferðinni heitið á Siglu- fjörð þar sem mikil uppgangur hafði verið. Búið var að pakka og merkja allan farangur þegar Magga systir Stínu, sem búsett var í Hveragerði, hringdi og tjáði henni að gott væri að búa í Hveragerði. Þá strikuðu þau yfir Siglufjörð og sest var að í Hveragerði. Þetta litla bæjarfélag sem var að sjá dagsins ljós. Hér lifðu þau og störfuðu og ólu upp sínar þrjár dætur. Á þessum tíma hafði fólk almennt ekki allt til alls og spara þurfti hverja krónu. Stína og Sigmundur áttu það sam- eiginlegt að vera bæði félagslynd KRISTÍN JÓNSDÓTTIR ✝ Kristín Jónsdótt-ir fæddist á Ísa- firði 16. janúar 1922. Hún lést á Sjúkra- húsi Suðurlands á Selfossi hinn 19. september síðastlið- inn og var jarðsung- in frá Hveragerðis- kirkju 27. septem- ber. og fram úr hófi gest- risin. Þau létu sig allt- af varða samfélagið og samferðafólk sitt og tóku virkan þátt í upp- byggingu bæjarfélags- ins eins og fólk al- mennt gerði. Þau reistu gróðurhús á lóð sinni við Heiðmörk þar sem þau ræktuðu bæði útiblóm og græn- meti sem þau seldu svo í heimasölu. Heimasölunni fylgdi mikill gestagangur og erill. Voru það ófáir sem heim sneru með mikinn varn- ing en litla borgun. Það eru orðnar margar plönturnar sem hún Stína er búin að stinga niður í moldina sem síðan hafa orðið að dýrindis blómi sem prýtt hefur garða lands- manna vítt og breitt um landið, það var ekki gengið að því verki með neinum vettlingatökum. Stína og Sigmundur voru bæði mjög róttæk í skoðunum og átti ég því láni að fagna að vinna með þeim í Alþýðubandalagi Hvera- gerðis. Þá var mjög gaman í póli- tíkinni, sérstaklega þegar við kom- um sjálfstæðismönnum úr meirihluta í hreppsnefndinni. Ekki megum við gleyma öllum alþýðu- bandalagsferðunum og góðu kótel- ettunum hennar Stínu sem alltaf voru með í ferðum. Þá rifjast upp fyrir mér hvað þau hjónin höfðu gaman af að dansa og voru svo sæt og myndarleg við þá list. Stína hafði óvenju sterka rétt- lætiskennd og róttækar skoðanir sem kom vel í ljós þegar við störf- uðum saman íVerkalýðsfélagi Hveragerðis og nágrennis en það félag heitir núna Boðinn. Þá unn- um við Stína saman á Náttúru- lækningahælinu sem nú heitir Heilsustofnun, þar var Stína alltaf boðin og búin að gera allt fyrir alla. Og svo núna síðast í eldri borg- ara félagi Hveragerðis þar sem hún var ávallt þessi ljúfi, lipri og góði félagi og þrátt fyrir sínar ákveðnu skoðanir var hún svo létt upp á löppina og hafði svo létta lund. Stína lét aldrei bíða til morg- uns það sem hún gat gert í dag. Megi Stína mín ganga léttum dans- sporum inn í Himnaríki á vit ást- vina sinna. Guðfinnu, Karlinnu, Ingibjörgu og fjölskyldum þeirra votta ég og fjölskylda mín innilega samúð og þökkum samfylgdina á liðnum ár- um. Auður Guðbrandsdóttir. Eiginmaður minn, ÞÓRIR BENEDIKT SIGURJÓNSSON, fyrrv. deildarstjóri, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli laugardaginn 27. september sl. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Ásta S. Þorkelsdóttir. MINNINGARGREINUM þarf að fylgja formáli með upplýsing- um um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formál- anum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Formáli minningar- greina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.