Morgunblaðið - 29.09.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.09.2003, Blaðsíða 22
MINNINGAR 22 MÁNUDAGUR 29. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Fallinn er frá góður og traustur vinur, Þór- ir Sigurðsson. Ég kynntist Þóri fyrst er ég hóf mynd- listarkennslustörf í upphafi níunda áratug- arins í Reykjavík. Þórir var nám- stjóri í mynd- og handmennt. Oft leitaði maður til hans í sambandi við myndlistarkennslumálin og alltaf var hann jafn jákvaæður og hjálp- samur. Jafnframt námstjórastarfinu kenndi Þórir einnig fáeinum bekkj- um myndlist í Laugarnesskóla í Reykjavík og hélt þannig góðum tengslum við nemendur og skóla í námstjórastarfinu. Á þeim árum kenndi ég einnig myndlist í Laug- arnesskóla (sem og Hlíðaskóla) og um nokkurra ára skeið vorum við samkennarar. Traust og gott sam- starf einkenndi samskipti okkar í kennslunni í Laugarnesskóla. Það var langt frá því að samskipti okkar lognuðust út af, þótt ég flytti búferlum til Finnlands. Við vorum í mjög góðum netsamskiptum og stundum náðum við að hittast. Sum- arið 1999 er ég kom með finnskan ferðahóp til Íslands var það Þórir sem sá um leiðsögnina með okkur um Reykjavíkurborg, á farsælan og athyglisverðan hátt. Eins og traust- um vini sæmir tók hann það hlut- verk að sér með glöðu geði. Þegar Þórir fór á eftirlaun settist hann alls ekki í helgan stein. Áhugi hans stefndi í auknum mæli að ætt- fræðirannsóknum, sem hann stund- aði af miklum áhuga síðustu árin. Einnig var hann mjög virkur í stjórn félags kennara á eftirlaunum og formaður félagsins um nokkurra ára skeið. Undir hans stjórn fóru fé- lagsmenn í margar ferðir til hinna Norðurlandanna, á samnorræna fundi norrænu félaganna. Í einni slíkri ferð hingað til Finnlands sum- arið 2001 hitti ég hann ásamt Pirjo konu minni, í borginni Lappeenr- anta við Saimaa-vatnið. Einnig hitt- um við herbergisfélaga hans í ferð- inni, hann Óla Kr. Jónsson fyrrum skólastjóra. Það var virkilega gam- an að hitta hina hressu félaga sem slógu á létta strengi, þrátt fyrir að vera nýkomnir úr strembinni dags- ferð til Rússlands. Þetta var í síð- asta skiptið sem við Þórir hittumst, en góð netsamskipti héldu áfram. Nú þegar góður vinur er fallinn frá minnist ég hans fyrir alla já- kvæðu kostina hans. Blessuð sé minning hans. Fjölskyldu Þóris sendi ég mínar innilegustu samúð- arkveðjur. Björgvin Björgvinsson. Kær vinur og samstarfsmaður er látinn. Þórir hóf kennslu við Laug- arnesskóla árið 1949 og kenndi þar sem fastur kennari til ársins 1969 en tók þá að sér umsjón með mynd- menntakennslu og safnakennslu á skyldunámsstigi í Reykjavík og árið 1974 réðst hann til starfa við skóla- rannsóknadeild og var námstjóri í mynd- og handmennt á grunnskóla- stigi. Þó að hann væri tekinn við starfi sem var mjög yfirgripsmikið og tímafrekt þá kenndi hann einn dag í viku myndmennt í Laugarnes- skóla mörg næstu ár eða allt til árs- ins 1983. Þetta gerði hann til að halda tengingu við skólakennsluna svo að hann væri nær þeim vett- vangi sem hann síðan var að leið- beina á. Ég tel að þessi tilhögun Þóris að halda áfram að kenna til að geta sannreynt síbreytilega kennslufræði greinarinnar hafi ver- ið einsdæmi. Þórir var í upphafi fyrst og fremst ÞÓRIR LAXDAL SIGURÐSSON ✝ Þórir Laxdal Sig-urðsson fæddist á Akureyri 24. júlí 1927. Hann lést á Landakotsspítala 18. september síðastlið- inn og var útför hans gerð frá Áskirkju 26. september. myndmenntakennari enda var hann mjög flinkur teiknari en smám saman tók hann að sér fleiri greinar, og er þá kennsla í skrift fremst í flokki en Þórir var sjálfur listaskrifari og gat þá kennt þá grein með mikilli færni. Á meðan kennsla í Laugarnesskóla var aðalstarf Þóris var hann ævinlega í for- göngu um skipulag á sýningum sem oft voru hafðar í skólanum við ýmis tæki- færi. Þar fékk skólinn notið þekk- ingar hans og listfengi, auk þess var hann fljótur að vinna og hafði glöggt auga fyrir því hvað fór vel hverju sinni. Þegar Þórir kom til starfa við skólann var nýlega hafin útgáfa á skólablaði. Blaðið var allt handunnið og kom sér þá vel að fá til liðs við þá vinnu mann með þekkingu, hæfni og áhuga sem Þórir hafði. Skreytingu Laugarnesskóla á jólum þekkja allir sem í skólanum hafa verið en Þórir hannaði og skipulagði það verk með nemendum og kennurum skólans á fyrsta starfsári sínu við skólann og er þar arfur sem Þórir skildi eftir til framtíðar. Eftir að hann hætti föstu starfi við skólann kom hann oft til liðs við okkur sem þar störfuðum. Á fimm- tíu ára afmæli skólans 1985 tók hann að sér að vera í ritnefnd fyrir rit sem var gefið út í tilefni tímamót- anna þar sem rakin var saga skólans í máli og myndum. Þá var Þórir einstakur félagi í skólanum var oft í forustu þegar kennarar breyttu útfrá venjubundn- um degi. Oft settust menn að tafli ef færi gafst milli tíma, jafnvel í frí- mínútum, þar var einn vettvangur Þóris, hann var góður skákmaður og hvatti kennara til að vera með og sá um það í mörg ár að skáklið kæmi frá skólanum til að taka þátt í skák- mótum kennara. Ég þakka Þóri fyrir samfylgdina og sendi börnum hans og barna- börnum mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Jón Freyr Þórarinsson. Jafnt og þétt fækkar samstarfs- og samferðamönnum. Í dag kveðjum við Þóri Laxdal Sigurðsson, fyrrverandi teiknikenn- ara og námstjóra. Við Þórir vorum samkennarar um áratugaskeið. Báðir hófum við kennslu við Laugarnesskóla haustið 1949. Með Þóri er genginn listrænn merkur skólamaður. Hann var mik- ill áhugamaður um mynd- og hand- mennt og forystumaður um fræðslu í þeirri grein í grunnskólum. Hann stjórnaði endurmenntunarnám- skeiðum fyrir mynd- og hand- menntakennara um árabil og sat í nefndum og ráðum á þessu sviði. Þórir var námstjóri í mynd- og handmennt frá 1975–1992. Þórir var teiknikennari í Laugar- nesskóla frá 1949–1969 og í fjölmörg ár stundakennari við skólann eftir að hann tók við öðru starfi. Í Laug- arnesskóla markaði hann djúp spor. Það var ómetanlegt fyrir skólann að hafa jafnfjölhæfan og frábæran teiknikennara. Þórir byrjaði strax fyrir jólin 1949 að setja upp teikn- ingar á handriðið kringum salinn í skólanum og mynd fyrir stóra gluggann. Þessar teikningar, sem sannarlega voru listaverk, tengdust jólunum og sköpuðu hátíða- og helgiblæ. Ég gleymi aldrei hvað ég varð djúpt snortinn er ég leit í fyrsta sinn alla þessa fegurð. Það er of sjaldan í hraða nútímans sem við fyllumst lotningu og huga okkar grípur helgi. Ég fullyrði að þessar myndskreytingar, sem Þórir hafði veg og vanda af, hjálpuðu mörgum til að öðlast slík geðhrif. Þórir var félagslyndur og bóngóð- ur og sat oft í stjórn kennarafélags okkar. Hann var listaskrifari og allt- af var leitað til Þóris ef eitthvað þurfti að skrautrita. Ég fann glöggt í síðasta samtali okkar, áður en hann veiktist, hvað hann var bund- inn Laugarnesskóla sterkum bönd- um. Þá töluðum við um gömlu góðu dagana í Laugarnesskóla og vorum sammála um að við fyrrverandi kennarar þar hefðum átt að hafa framtak í okkur að hittast til að við- halda góðum og gömlum kynnum. Það þýðir ekki að deila við dómar- ann. Þórir var alltof snemma burt- kallaður. Á síðustu árum tók hann virkan þátt í starfi Félags kennara á eftirlaunum og var formaður félags- ins í nokkur ár. Það var gott að vera í návist Þóris. Hann var alltaf hinn góði félagi, látlaus í allri framgöngu og viðmót hans var hlýtt. Að leiðarlokum þakka ég Þóri fyr- ir samfylgdina og einlæga vináttu. Blessuð sé minning hans. Börnum, öðrum ættingjum og vinum sendi ég samúðarkveðjur. Þorsteinn Ólafsson. Í nokkur ár hefur hópur fyrrver- andi starfsfólks í menntamálaráðu- neytinu (skólarannsókna/skólaþró- unardeild) komið árlega saman til fagnaðar. Þá rifjast upp minningar frá sérstakri samvinnu að mörgum verkefnum og atburðum, sem tengja okkur svo nánum böndum, að við viljum halda áfram að hittast þótt fyrra samstarfi okkar sé lokið og deildin niðurlögð. Þórir hafði starf- að lengi á þessum vettvangi og list- fengi hans og smekkvísi notið sín vel þar. Þegar námskrá fyrir grunn- skóla var gefin út 1989 hlaut bókin litskrúðuga kápu. Þar var teiknuð litmynd af börnum að leik við skóla. Höfundurinn var 9 ára nemandi við Laugarnesskóla. Þar kom Þórir að verki. Eins naut listrænt næmi hans sín vel, þegar hann með öðrum valdi myndverk til að prýða húsnæðið í Sölvhóli þegar deildin flutti þangað. Rithönd hans og formskyn nýttist þegar áríðandi var að gera vel. Hann var reiðubúinn til liðveislu, gjarnan í samvinnu við aðra. Mér virtist hann oft hlédrægur á form- legum fundum, en njóta sín betur í þrengri hópi. Tungutakið vitnaði um norðlensk- an uppruna og uppeldi – og hann gat tjáð sig tæpitungulaust ef á reyndi. Samt hefði mátt búast við því oft- ar miðað við hæfni hans og uppruna. Þórir var vanur að hlýða kalli bjöllunnar. Skólaklukkunnar á Ak- ureyri í bernsku og síðar sem nem- andi eða kennari í mörgum skólum. Bjalla er sameiningartákn okkar fyrrum starfsfólks deildarinnar. Þessi bjalla er farandgripur falinn þeim sem stendur fyrir samfundi hvers árs. Þórir varðveitti bjölluna á síðasta ári og stóð fyrir eftirminnilegum gleðskap með ljúflegri reisn. Hann naut sín vel í þessum hópi og við nutum þess að vera saman. Við munum minnast hans og sakna þeg- ar við komum saman síðar. Hann var geðbætir og gleðigjafi. Þórir hefur nú hlýtt hinsta kalli. Líkaböng lífs hans ómar í Laug- arásnum í dag. Tregablandinn end- urómur minninganna í hugum okk- ar. Við höldum áfram í von um endurfundi. Svo er endar ógn og stríðin, upp mun renna sigurtíðin, oss þá kallar heim til hallar, himna Guð, er lúður gjallar. (Fr. Fr.) Ingólfur Guðmundsson. Þórir Sigurðsson, góður vinur okkar, er nú allur eftir löng og erfið veikindi. Við vorum um skeið sam- starfsmenn í menntamálaráðuneyt- inu og þar mótaðist sú vinátta sem fylgt hefur okkur æ síðan. Þórir var um margt einstakur maður, traustur, ljúfur og skemmti- legur félagi. Hann var námstjóri í list- og verkgreinum og þreyttist aldrei á að vinna þessum greinum gagn. Hann benti samferðamönnum á gildi list- og verkmenntunar og lagði áherslu á hagnýti þeirra og þó ekki síður menningarlegt gildi. Svo sannfærandi var hann í öllum mál- flutningi að áheyrandi átti bágt með að mæla þessu mót. Þórir var listunnandi og fagurkeri og bar íslenskt handbragð mjög fyr- ir brjósti og vildi veg þess sem mest- an. Hann stóð dyggan vörð um ís- lenskan heimilisiðnað og átti létt með að færa rök fyrir gildi hans. Hann var einnig mikill áhugamaður um skrift og skriftarkennslu og var annar höfunda að því, kennsluefni í skrift sem mest hefur verið notað í skólum landsins undanfarna tvo áratugi. Öll þessi áhugamál hans voru tíðrædd á fundum okkar og oft var glettni með í för þar sem sum okkar reyndu að malda í móinn og reyna að telja honum trú um að þetta væri ekki eins mikilvægt og hann vildi vera láta. Ekkert dugði. Þóri tókst alltaf að sannfæra fé- lagana um að það væri full ástæða til að standa vörð um þá menningu heimila og skóla sem fólst í hand- verki og listum. Sumir okkar yfirgáfu ráðuneytið og hófu störf annars staðar. Fljót- lega fórum við að hittast og úr varð smám saman traustur hópur fyrr- verandi námstjóra og maka þeirra. Sá hópur hefur síðan komið saman reglulega á heimilum okkar til skiptis og ekki hefur liðið sá Þor- láksmessudagur að hópurinn hafi ekki farið á veitingastað í hádegi til að snæða skötu, skemmta sér og óska mönnum gleðilegrar hátíðar. Þessar samkomur einkenndust af skemmtilegum samræðum og sög- um frá námstjóraárunum. Sumar voru sagðar aftur og aftur. Þær áttu það til að verða ævintýralegri með hverju árinu sem leið. Sögur af vetr- arferðum námstjóra um landið urðu einna svæsnastar og nú er svo kom- ið að sumar þessara ferða teljast til hreinna svaðilfara. Þarna var ald- ursforsetinn, Þórir, hrókur alls fagnaðar. Lengi verður í minnum höfð glaðværð hans og smitandi hlátur. Á næsta fundi okkar verður vinar sárt saknað. Það er þó huggun að sögurnar verða áfram sagðar og þar verður Þórir eftir sem áður ein af aðalpersónunum. Þó að stóll hans verði auður á hann fastan sess í minningunni og þar með verður hann áfram hluti af hópnum. Með virðingu og þakklæti kveðj- um við og fjölskyldur okkar góðan vin og sendum börnum hans og öðr- um aðstandendum samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Þóris Sigurðs- sonar. Guðmundur B. Kristmundsson, Ingimar Jónsson, Júlíus Sigurbjörnsson, Kristján Guðjónsson, Njáll Sigurðsson. Við lát Þóris Sigurðssonar fyrr- verandi námsstjóra í mynd- og handmennt er skarð fyrir skildi, hann var sá maður er ötullegast barðist fyrir og vann að að bættri menntun á sviði mynd- og hand- mennta hérlendis í marga áratugi. Nýútskrifaður myndmennta- kennari átti ég því láni að fagna að kynnast Þóri sem þá var formaður Félags ísl. myndmenntakennara. Það var upphafið að hlýrri og ein- lægri vináttu og þriggja áratuga samstarfi okkar á ýmsum sviðum er snertu vöxt og viðgang myndlistar- kennslu. Vandfundinn er betri og vandaðri drengur en Þórir var. Hann vildi hvers manns vanda leysa og gerði, hlýr, raungóður og mátti ekki vamm sitt vita. Samviskusamur með afbrigðum, allt er hann tókst á hendur stóð sem stafur á bók og var leyst á þann hátt að sómi var að. Enda var honum trúað fyrir mörg- um vandasömum störfum og ábyrgðarfullum verkefnum. Sem námsstjóri mynd- og handmennta leituðu eflaust allir sem kenndu slík- ar greinar í smiðju til hans og þar fór enginn bónleiður til búðar. Sama var hvort fagleg vandamál eða per- sónuleg voru til umfjöllunar. Starfi sínu sinnti hann á þann veg að ein- stakt hlýtur að teljast og var óþreyt- andi að hvetja alla er til hans leit- uðu. Við áttum langt samstarf innan Félags ísl. myndmenntakennara og ótal voru fundirnir, ráðstefnur og námskeið, allt í þá veru að bæta og efla myndlistarkennslu. Starfað var innan Nordisk samråd sem saman- stóð af stjórnum norrænu myndlist- arkennarafélaganna, Nordisk bild- institut sem var vettvangur rannsóknastarfs á sviði myndlistar- kennslu og Nordisk kurs sem er ár- leg vikulöng ráðstefna myndlistar- kennara á Norðurlöndum haldin í hverju landi á fimm ára fresti og Þórir átti stóran þátt í að koma á laggirnar á sjöunda áratug síðustu aldar. Mörg hundruð norrænna myndmenntakennarar hafa sótt landið heim á þeim vettvangi og ís- lenskir myndmenntakennarar hafa verið iðnir að sækja ráðstefnur þessar og það reynst okkur ómet- anlegur hvati í starfi. Saman stóðum við ásamt fjölda mætra kennara að listahátið barna á Kjarvalsstöðum 1979 og samnorrænni farandsýn- ingu á myndlist unglinga í Norræna húsinu 1982. Við sömdum leiðbein- ingabæklinga fyrir kennara um barnateikningar og leirmótun. Þórir stýrði mörgum endur- menntunarnámskeiðum fyrir kenn- ara og ætíð var hvetjandi og skemmtilegt að kenna þar undir hans verkstjórn. Hann var um ára- bil prófdómari við kennaradeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands og ævinlega ráðhollur um bætta menntun kennaranema. Þórir lét sér ekki norrænt samstarf duga til að hafa víðari sýn, heldur sótti hann ráðstefnur og þing INSEA sem er alþjóðleg samtök myndlistarkenn- ara og var þar fulltrúi Íslands. Í gegnum þau samtök fór hann ut- an með hópa íslenskra grunnskóla- nemenda í vinnuferðir þar sem þeim gafst kostur á að starfa með erlend- um nemendum og kynnast ólíkum menningargrunni. Óþreytandi var Þórir við að sækja allar sýningar í grunnskólum hérlendis og mynda- vélin ætíð með í för. Myndasafnið hlýtur að vera ótrúlegt að vöxtum en sama gilti með það og annað, öllu haldið skilmerkilega til haga, merkt, skráð og á vísum stað. Örskotsstund tók að finna gögn hver sem þau voru, allt fært til bókar og sambönd ræktuð. Alltaf var hann sami þol- inmóði og þrautseigi félaginn og átti vini um allan heim enda ólatur að heimsækja vini sína erlendis og einnig hýsa þá hér. Ljúfar minningar eru um sam- verustundir heima hjá þeim Her- borgu og á ferðum okkar erlendis og naut sín þá húmoristinn Þórir. Miss- ir Þóris var mikill við fráfall Her- borgar en þau voru afar samhent jafnt innan heimilis sem utan enda var Herborg hannyrðakennari. Börn þeirra og fjölskyldur þeirra sjá nú á bak öðlingi sem og allir hans vinir. Heiðríkja tengist minningu Þóris Sigurðssonar, veri hann kært kvaddur. Edda Óskarsdóttir. Nú er fallinn frá elskulegur vinur minn og fjölskyldu minnar, Þórir Sigurðsson. Við höfum nokkra menn þekkt með því nafni en svo sterkan sess átti hann í lífi okkar að þegar einhver nefndi Þóri, án föðurnafns, vissu allir á heimilinu við hvern var átt. Fyrstu kynni mín af Þóri voru í lok sjöunda áratugar síðustu aldar þar sem ég varð þess aðnjótandi að vera einn af mörgum nemendum á námskeiði sem hann skipulagði. Þá strax varð mér ljóst hversu öflugur fagmaður hann var og sterkur brautryðjandi vegna sinna miklu og fjölþættu hæfileika. Það var sama hvaða verkefni honum voru falin öll leysti hann þau af hendi með ná- kvæmni fagmannsins, af samvisku- semi og setti einnig sitt sterka per- sónulega mark á þau öll. Þegar mér stóð til boða að taka þátt í störfum hóps á vegum menntamálaráðu- neytisins, sem Þórir átti sæti í, þurfti ég enga umhugsun. Þau fræ sem hann hafði skömmu áður sáð í minn faglega þanka gerðu það afar eftirsóknarvert að fá að starfa frek- ar með svo heilsteyptum fagmanni sem Þórir var. Upp frá þessu var hann minn fag- legi lærifaðir sem hefur síðan verið lán mitt í lífinu á vettvangi skóla- mála og ekki síst í okkar sameig-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.