Morgunblaðið - 29.09.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 29.09.2003, Blaðsíða 24
MINNINGAR 24 MÁNUDAGUR 29. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ „Bless, sjáumst á morgun.“ Þetta voru síðustu orð sem ég heyrði frá vini mínum og yfir- manni, Adda Bald., er við kvöddumst eftir að hafa verið samferða heim úr vinnu hinn 16.9. sl. Því var svo sárt að heyra að örstuttu eftir að leiðir okkar skildi hafði Addi veikst skyndilega og enn sárar þegar ég heyrði að Addi hafði kvatt þennan heim. Ég naut þeirra forréttinda að fá að starfa undir handleiðslu Adda sl. 30 ár og á þeim tíma var hann mín fyr- irmynd. Addi var fyrst og fremst félagi okkar sem hjá honum störfuðu. Já- kvætt viðmót, glaðværð og heiðar- leiki var það sem hann hafði að leið- arljósi og var ég svo heppinn að fá að kynnast þeim eiginleikum hans. Við fráfall Adda er stórt skarð höggvið í hópinn á okkar vinnustað og verður aldrei fyllt upp í það skarð. Missir okkar vinnufélaganna er mikill, en mestur er þó missir Höllu, eiginkonu Adda, því ekki fór fram hjá neinum að hún var hans besti vin- ur. Missir föður, barna og fjöl- skyldna þeirra er einnig sár og mik- ill, því við fundum hvað Addi var stoltur af fjölskyldu sinni. Vil ég því votta þeim öllum innilega samúð. Megi Guð styrkja þau í þeirra miklu sorg. Addi Bald veitti mér ríkidæmi með góðsemi sinni og hlýju og í mín- um huga var Addi einstakur maður sem ég bar mikla virðingu fyrir. Ég kveð nú Adda með söknuði og þakklæti fyrir þá góðu samleið sem við áttum. Á kveðjustund hef ég margt að þakka þér, þakka allt hið góða er sýndir mér. Þökk fyrir samleið þína og hreina dygð, þakka fasta vináttu og tryggð. (Höf. ók.) Guð blessi minningu hans. Gunnar Þór Grétarsson. Óhætt er að segja að hendingar ráði miklu í lífi okkar mannanna. Ekki einungis um tilurð heldur einn- ig um alla vegferð og kynni af öðru fólki. Þannig var um kynni okkar hjónanna af Elíasi heitnum Bald- vinssyni og Höllu Guðmundsdóttur konu hans og fjölskyldum þeirra. Gosið í Vestmannaeyjum hrakti Höllu með börnin sín til Selfoss þar sem þau héldu til fram á vor er gos- inu lauk, þar og þá bundust þau vin- áttubönd, sem ekki verða leyst. Á meðan Halla var á Selfossi með börn- in vann Elías úti í Vestmannaeyjum ásamt mörgum öðrum við vörslu húsa og annarra verðmæta. Það var slökkviliðið og áhaldahúsið, sem önn- uðust þessi störf. Í gosinu var Elías ráðinn til að veita áhaldahúsinu for- stöðu, sem hann gerði til dauðadags. Eftir gosið þegar farsæll slökkviliðs- stjóri féll frá var Elías fenginn til að taka slökkviliðsstjórastarfið að sér og gegndi því einnig er hann féll frá. Þetta sýnir að honum var treyst, enda hafði hann marga góða kosti. Hann fylgdist vel með þeim sem unnu með honum og stundum skynj- aði ég áhyggjur hjá honum ef honum þótti sem einhverjum þeirra vegnaði ekki vel. Hann var með afbrigðum góður heimilisfaðir, en undi sér einn- ig mjög vel innan um annað fólk. Hann tók þátt í störfum ýmissa fé- laga og uppá síðkastið söng hann og spilaði með nokkrum vinum sínum og hafði mikið gaman af. Hann var kannski stundum örlítið stríðinn, sem reyndar er sér íþrótt Vest- mannaeyinga, en fór vel með það. ELÍAS BALDVINSSON ✝ Elías Baldvins-son fæddist að Háarima í Þykkvabæ 1. júní 1938. Hann lést 16. september síðastliðinn og var útför hans gerð frá Landakirkju í Vest- mannaeyjum 27. september. Það sem einkenndi hann þó mest í okkar huga var frásagnargáf- an og frásagnargleðin. Það var hrein unun að vera með honum og hlýða á hann. Það var alltaf mikið hlakkað til Vestmannaeyjaferða og eins ef von var á Vestmannaeyingunum okkar hingað. Við erum mjög þakklát fyrir að hafa fengið að vera með í gleðinni þegar yngsti sonurinn Baldvin og Ír- is Davíðsdóttir giftu sig 6. september sl. Ekki óraði okkur þá frekar en aðra hve stutt væri eftir, en við eigum minningarnar og njótum þeirra. Elsku Halla, við vottum þér og fjölskyldu þinni innilega samúð. Einnig viljum við votta hinum aldna föður, Baldvin Skæringssyni, samúð okkar vegna missis sonar, dóttur og tengdadóttur á skömmum tíma. Þórunn Einarsdóttir, Jón Guðbrandsson. Við Elías Baldvinsson kynntumst fyrst að ráði í kringum 1980. Þá var stutt að fara milli vinnustaða okkar, hann í Áhaldahúsinu, ég í Fé- lagsheimilinu. Ég komst þá að því að hann hafði gaman af kveðskap, svona kveðskap sem látinn er fjúka í hálfkæringi og flimtingum. Sér- staklega hafði hann gaman af kviðlingi sem einn samkennari minn orti um mig í gosinu austur í Hvera- gerði, lærði hann utan að og vitnaði oft í hann, okkur báðum til skemmt- unar. Elías Baldvinsson var maður sem ekki tók hlutina allt of hátíðlega og sökkti sér ekki ofan í eitthvert hug- arvíl. Hann reyndi ævinlega að sjá jákvæðu hliðina á málunum og ekki síst ef finna mátti eitthvað spaugi- legt við þau. Að rabba við hann í kortér var alveg á við klukkutíma meðferð hjá sálfræðingi. Maður var í betra skapi eftir þann fund en fyrir hann. Mér er stórlega til efs að búið hafi verið að finna upp eineltishugtakið þegar Elías Baldvinsson var í barna- skóla, hvað þá að skólayfirvöld hafi gert eitthvað í þeim málum, eins og nú tíðkast. Svo mikið er víst að þess þurfti ekki með í hans bekk. Hann sagði mér eitt sinn frá því þegar ein- hverjir apakettir ætluðu að fara að níðast á einum í bekknum sem var ekki alveg eins og allir hinir. „Þeim var fljótlega gerð grein fyrir því að þannig höguðu menn sér ekki í þess- um bekk og þeir hættu því þegar í stað,“ sagði Addi Bald. Nú mun það reyndar hafa verið bekkurinn í heild sem stóð að baki þeim sem bágt átti en ég hef alltaf haft það sterklega á tilfinningunni að þar hafi Elías Bald- vinsson farið fremstur í flokki. Svo á seinni árum lágu leiðir okkar oft saman við græna borðið með marglitu kúlunum, eftir að klúbbarn- ir í Eyjum eignuðust sín eigin billj- ardborð og fóru að keppa sín á milli. Elías Baldvinsson var ágætur snók- erspilari og það var afskaplega gam- an að keppa við hann. Rétt eins og í daglega lífinu voru það skemmtileg- heitin sem voru ráðandi, hvernig sem viðureignin endaði. Maður fór alltaf sáttur frá borðinu, sama hvort mað- ur hafði unnið eða tapað. Ég hitti hann núna í september og þá sagðist hann vera farinn að hlakka til billjardsins í vetur. „Ég ætla að vona að ég lendi á móti þér núna. Og ég ætla að vinna þig. Ég er nefnilega orðinn svo svakalega góður í billjard,“ sagði hann og brosti sínu margfræga brosi sem eitt og út af fyrir sig var alltaf nóg til að koma manni í gott skap. Þremur dögum síðar var mér sagt að hann væri lát- inn. Það verður því bið á því að við etjum kappi saman við græna borðið, verður líklega ekki fyrr en hinum megin og ég vona að við getum þar orðið samskipa. Þá er alla vega tryggt að manni á ekki eftir að leið- ast sú vist. Ég er einn fjölmargra sem eiga eftir að sakna Adda Bald. Það vantar eitthvað í daglega lífið í Vestmanna- eyjum þegar hann er farinn. Eftir stendur þó hversu ánægjulegt það var að fá að þekkja hann og vera í kunningjahópi hans. Ég tel mig ívið betri mann fyrir vikið. Sigurgeir Jónsson. Það er gott að minnast vinar okkar Elíasar Baldvinssonar. Margt kemur upp í hugann þegar við hugsum um samverustundirnar með Adda og Höllu, sem allar voru skemmtilegar. Við kynntumst þeim hjónum fyrst eftir gosið. Þá bjuggu þau í Austur- koti í Sandvíkurhreppi með barna- hópinn sinn. Halla og börnin voru oft ein því Addi sinnti skyldustörfum í Eyjum, án efa saknaði hún hans mikið því það fór engum dult að það var mjög kært með þeim og þau voru mjög samstiga. Þau fluttu aftur til Eyja eins fljótt og auðið var. Við hjónin bjuggum í Eyjum nokkra mánuði eftir gosið við upp- byggingarvinnuna. Við þekktum ekki marga, oft kíktum við heim til þeirra, alltaf var notalegt og hress- andi að hittast og spjalla. Gott var að finna hvað við vorum hjartanlega velkomin. Það var síðan fyrir nokkrum árum að við efldum kynnin á vettvangi slökkviliðanna. Alltaf var sami neistinn milli þeirra sem einkennir góð hjónabönd. Oft fórum við fjögur, á árshátíð- arfundunum, „smá stund“ upp á her- bergi að spjalla saman. Þar var Addi í essinu sínu og sagði skemmtisögur á kostnað Höllu sinnar sem umvafði hann með hlýju augnaráði og fyrir- gaf honum skreytnina í sögunum. Addi var mjög vinsæll meðal fé- laga sinna, það fór ekki fram hjá neinum að hann hafði fastmótaðar skoðanir sem settar voru fram á trú- verðugan og heiðarlegan máta. Það kom vel fram þegar hann kvaddi sér hljóðs á fundum slökkviliðsstjóra. Hann átti gott með að koma málefn- unum til skila. Ljúft er að minnast ferðar með þeim hjónum ásamt fleiri góðum fé- lögum til Pétursborgar á síðasta ári. Við vorum viss um að hitta þig aft- ur, Addi minn, á októberfundi slökkviliðsstjóra. En svona er lífið, ekkert sjálfsagt. Eitt er víst, ykkar verður sárt saknað. Það síðasta sem við fréttum af Adda var að hann hefði sungið af mikilli raust í Skvísusundi á gos- lokahátíðinni í sumar. Við getum séð hann fyrir okkur og hlýnar um hjartarætur. Elsku Halla, guð styrki þig og þitt fólk. Brynhildur og Kristján. Með örfáum orðum langar mig til að minnast æskuvinar míns, Elísar Baldvinssonar, sem var líklega betur þekktur undir nafninu Addi Bald. Leiðir okkar lágu fyrst saman á sjúkrahúsi Vestmannaeyja um 1946, þá smápeyjar. Ég lá á almennri deild á fyrstu hæð en hann var í herbergi á annarri hæð. Við hittumst fyrst í stiganum á milli hæðanna. Við áttum síðan saman ánægjulegar stundir þá daga sem ég dvaldi á sjúkrahúsinu en hann var þar nokkuð lengur en ég. Næst lágu leiðir okkar Adda saman eftir að ég flutti í London 1949 en hann átti heima í Steinholti. Það má segja að það hafi verið steinsnar á milli okkar, aðeins gömlu Rafstöðina bar á milli húsanna. Í Steinholti eignaðist ég glaðlynd- an, góðan og tryggan vin. Fjölskyld- an í Steinholti var stór og þegar mað- ur hugsar til baka þá hefur varla verið á bætandi fyrir húsmóðurina, Þórunni, að fá einhverja aukapeyja inn á gólfið. Aldrei voru vinir Adda eða annarra barna í fjölskyldunni óvelkomnir í Steinholt, öðru nær. Þau hjónin, Þórunn og Baldvin, for- eldrar Adda, tóku okkur ávallt af mikilli ljúfmennsku. Addi ólst upp við gott atlæti og víst er að það markaði hann. Allt frá unga aldri var hann var hrókur alls fagn- aðar, enda hnyttinn í tilsvörum og góður sögumaður. Hann var óeigin- gjarn, heiðarlegur og hreinskiptinn. Allir þessar eiginleikar öfluðu hon- um verðskuldaðra vinsælda. Leikvangur okkar markaðist af næsta nágrenni heimila okkar, þó að það kæmi fyrir að farið væri niður að höfn. Þegar við urðum eldri fórum við jafnvel í rófnaleiðangur inn í kál- garða þar sem tekið var í spröngu í leiðinni. Þegar þar var komið sögu var vinahópurinn orðinn stærri, þ.e. Addi Bald, Óli Sveinbjörns, Matti Guðjóns og Sævar pól. Unglingsárin hófust með glans, menn voru áhyggjulausir en þó kom að því að með skólagöngu fóru menn að velja sér starfsvettvang. Ég minn- ist þess hvað ég öfundaði þá Adda, Óla og Matta þegar þeir réðu sig í skipsrúm á síldveiðar í fyrsta skipti. Addi fór með mig um borð í sitt skip, sem mig minnir að hafi verið Bergur VE, og sýndi mér vistarverurnar glaður í bragði. Það átti fyrir þeim að liggja að verða sjómenn en ekki mér. Þó skiptu þeir félagar Addi og Óli síðar um starfsvettvang, Matti varð hins vegar sjómaður til æviloka. Addi var gæfumaður, hann eign- aðist yndislega konu, Höllu Guð- mundsdóttur, er bjó honum fallegt heimili og ól honum átta mannvæn- leg börn. Þau trega nú látinn eigin- mann og föður. Við hjónin sendum þeim, öldruð- um föður og ættingjum öllum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Guð blessi minningu hans. Sævar og Emma. ✝ Ólöf Halla Hjart-ardóttir Chenery fæddist í Reykjavík 20. október 1953. Hún andaðist á Manly Hospital í Sydney í Ástralíu 23. september síðastlið- inn. Ólöf Halla er dóttir hjónanna Hjartar Inga Gunn- arssonar, f. 25. júní 1934, d. 10. október 1988, og Jónínu Ólafar Walderhaug, f. 27. júlí 1932. Systkini Ólafar eru Helga Hafdís, f. 28. júlí 1957, Ragnhildur, f. 2. apríl 1959, og Jóhann Jakob, f. 3. september 1960. Ólöf Halla giftist 24. júní 1972 David Chenery, f. 29. október 1946. Foreldrar hans eru Her- bert, f. 7. júlí 1918, d. 20. desem- ber 1988, og Isabella Chenery, f. 1. ágúst 1920, d. 7. mars 1999. Ólöf Halla og David eiga þrjú börn: 1) Belinda, f. 2. febrúar 1975. Eiginmaður hennar er Æg- ir Már Þórisson, f. 23. apríl 1973. Þau eiga tvo börn, Önnu Lilju, f. 19. nóvember 1995, og Ólaf Má, f. 16. janúar 2003. 2) Scott Andrew Chenery, f. 4. ágúst 1977. 3) Mark Dav- id, f. 29. janúar 1981. Unnusta hans heitir Danielle Marcellino, f. 17. mars 1982. Ólöf Halla ólst upp á höfuðborgar- svæðinu. Árið 1967 fluttist hún til Ástr- alíu ásamt foreldr- um sínum og systk- inum. Fjölskyldan flutti aftur heim til Íslands árið 1973 en Ólöf Halla varð eftir í Ástralíu. Árið 1989 fluttist hún ásamt fjölskyldu sinni til Íslands þar sem hún bjó í Hveragerði til ársins 1998 þegar hún flutti til baka til Ástralíu ásamt eiginmanni sínum og yngsta syni. Á lífshlaupi sínu vann Ólöf Halla ýmis störf, m.a. var hún húsmóðir, garðyrkju- bóndi og læknaritari. Hún tók virkan þátt í skátastarfi í Hvera- gerði. Minningarathöfn um Ólöfu Höllu fer fram í Þingvallakirkju í dag og hefst klukkan 13.30. Mamma var sannarlega einstök manneskja. Hún var með ríka rétt- lætiskennd og vildi öllum vel. Í sínu lífi lagði hún ávallt megináherslu á manngæsku, og skildi betur en flest- ir aðrir að hamingjan er ekki fengin með veraldlegum gæðum, heldur kemur hún að innan. Samferðafólk hennar er á einu máli um að það sem einkenndi hana einna helst var kær- leikur. Velferð hennar nánustu var henni ávallt efst í huga allt til enda- loka. Jafnvel þegar ástand hennar var mjög alvarlegt og henni var vart hugað líf lét hún aldrei af því að hugsa um sína nánustu. Hún háði erfiða baráttu við hræðilegan sjúk- dóm en velferð fjölskyldu hennar var henni ávallt efst í huga. Skömmu áður en hún lést hafði hún miklar áhyggjur af því hvernig fjölskyldu hennar myndi reiða af, eftir hennar dag. Það voru líka aðrir hlutir sem flestir myndu eflaust ekki leiða hug- ann að í miðri baráttu um lífið sjálft: Hvort okkur pabba leiddist ekki að hanga yfir henni á sjúkrahúsinu, hvort við borðuðum og svæfum vel, hvort ættingjar hennar sem voru á leið til hennar frá Íslandi fengju ekki góð sæti í flugvélinni og hvort þeir þyrftu nokkuð að bíða of lengi eftir tengiflugi. Það er sannarlega með ólíkindum hvernig hún gat leitt hug- ann að slíkum hlutum þegar hennar eigið líf var í bráðri hættu. Það er nákvæmlega svona mann- eskja sem hún var. Henni kom aldr- ei til hugar að kvarta undan nokkru. Þau þrjú ár sem hún háði erfiða baráttu við banvænan sjúkdóm man ég hreinlega ekki eftir einu tilviki þar sem hún kvartaði – jafnvel þótt hún hafi liðið hræðilegar líkamlegar og sálrænar kvalir. Allan tímann var hún ákveðin í að sigrast á þess- um sjúkdómi, ég held hún hafi aldr- ei gefið upp vonina um að ná bata. Frá mínu sjónarhorni var barátta hennar við þennan sjúkdóm sigur í sjálfu sér. Ég dáist að þeirri manneskju sem móðir mín var. Ástúð, skilningur og sanngirni eru þau orð sem lýsa henni best. Mér fannst ég alltaf geta sagt henni allt, og hún var alltaf tilbúin til að hlusta. Hún hafði óbil- andi áhuga á því sem börn hennar voru að fást við í sínu lífi. Hún lagði ofuráherslu á að halda fjölskyldu sinni saman jafnvel þótt hún væri sitt hvorum megin á hnettinum. Ég hef þá trú að minningin um allt sem hún stóð fyrir muni halda því verki áfram. Í mínum huga var hún holdgerv- ingur alls þess sem gerir mannkynið gott. Þegar ég stóð yfir henni fljót- lega eftir hún að andaðist fann ég fyrir óumræðanlegri sorg yfir því ranglæti að einhver svona góður hafði verið tekin frá okkur. En þá rann það upp fyrir mér hversu hepp- in við erum að hafa fengið tækifæri til að kynnast svona einstakri mann- eskju. Þótt það sé erfitt á stundu sem þessari þá geri ég mér grein fyrir því hversu mikil forréttindi það voru að hafa átt slíka móður. Jafnvel þótt hún hafi verið tekin frá okkur of fljótt skulum við ekki hugsa sem svo að hún sé farin frá okkur. Því manneskja eins og hún deyr aldrei. Það sem hún skildi eftir í þessu lífi, góðmennskan og kær- leikurinn, lifir áfram með okkur. Hún hafði mikil áhrif á okkur öll. Með því að huga að og minnast þess sem hún stóð fyrir og læra af henni mun hún aldrei deyja. Ég elska þig. Þinn sonur Mark. ÓLÖF HALLA HJARTARDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.